Morgunblaðið - 25.10.1992, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992
DANSAR
VIÐ LÍFIÐ
eftir Súsönnu Svavarsdóttur
Á yngri árum dansaði hann hjá frægustu
ballettflokkum heims, seinna varð hann
ballettmeistari hjá þeim, stofnaði eigin bal-
lettflokk og -skóla, hefur verið gestaþjálf-
ari og dansahöfundur fyrir þessa sömu
frægu balletta, dansað og þjálfað frægustu
ballettdansarana — og er kominn til íslands
sem ballettmeistari Islenska dansfiokksins.
Fyrsti karldansari tijá „Ballet Russe de
Monte Carlo“ frá 1949 til 1960, utan árið
1953 þegar hann dansaði með „New York
City Ballet“. Árið 1960 flutti hann sig yfir
á vesturströnd Bandaríkjanna og stofnaði
þar „Pacific Ballet of San Francisco", sem
var bæði dansflokkur og skóli og hann
sljórnaði þar til 1973. Þá hélt hann til Ber-
línar og varð ballettmeistari hjá Berlínaró-
perunni, auk þess að vinna með „Madrid
Ballet". Árið 1973 var hann ráðinn prófess-
or þjá „Hannover University of Music and
Theater" og gegndi því starfi til 1987.
Alan Howard hefur náð því að vera
goðsögn í lifanda lífi. Hann var
mótdansari kvenna eins og Yvette
Chauvire, Nina Nowak, Mme. Dan-
ilova og hefur þjálfað Rudolf Nureev, Dame
Margot Fonteyn, Galinu Panova, Nadaliu Mak-
arovu og Evu Evdokimovu. Þegar hann er
spurður hvers vegna hann hafi komið til fs-
lands, segir Alan: „Fyrir því eru tvær ástæð-
ur. Sú fyrsta er María listdansstjóri, hin ástæð-
an er uppbyggingarástríða mín.
Ég kynntist Maríu þegar hún var mjög ung
prímaballerína hjá Berlínaróperunni og hef
fylgst með henni alla tíð síðan. Þegar ég sá
auglýsingu frá henni um að hér vantaði ballett-
meistara, hringdi ég í hana til að forvitnast
um hvað hún væri að gera. Þegar hún sagði
að hér væri hópur sem þyrfti að byggja upp
nánast frá grunni, sótti ég um. Mér finnst svo
gaman að byija á núlli.“
Hvers vegna?
„Jú, sjáðu til. Fullkomnun er það sem hver
og einn alvöru ballettdansari sækist eftir og
sem kennari liggur vinna manns í allra smæstu
smáatriðunum, eins og til dæmis að láta dans-
arana æfa réttan fót. Maður getur unnið með
einn fót vikum saman, þar til dansarinn hefur
náð þessu. Mér finnst þessi smáatriði það
skemmtilegasta sem ég geri. Þessvegna er það
líka að mér fínnst mun skemmtilegra að vinna
með kvendönsurum en karldönsurum. Konur
eru svo tilbúnar til að vinna smáatriði vel og
karlaegóið þvælist ekki fyrir þeim.
Þú mátt ekki skilja það sem svo að mér finn-
ist ekki gaman að vinna með karldönsurum.
Það er einfaldlega öðruvísi.
Þegar flokkur hefur náð því sem ég kenni,
er kominn tími fyrir mig til að fara eitthvað
annað. Verki mínu er lokið. Ég er smáatriða-
þjálfari. Þessvegna var líka svo spennandi að
koma til íslands. Þótt ég viti ekki hversu lengi
ég verð hér, er nóg að starfa meðan á ráðn-
ingu minni stendur. Það er líka svo gaman að
vinna með Maríu; hún hefur haldið öllum ein-
kennum sem hún hafði sem dansari; sjálfstæð-
inu, skapfestunni og viljastyrknum. Ef einhver
getur gert ballettinn að raunverulegri listgrein
hér, er það hún. Þið vitið bara ekki hversu
heppin þið eruð að hafa fengið hana heim.
Fyrst eftir að ég kom hingað leist mér samt
ekki alveg á blikuna. Ég er alltaf að senda
póstkort um allan heim og ég skrifaði vinum
mínum að ég væri staddur í fískiþorpi; öll
húsin svo lítil og hvar sem maður er í þessu
þorpi finnur maður lyktina af sjónum. En þrátt
fyrir stuttar vegalengdir, eru alltaf allir að flýta
sér og fólk á erfitt með að mæta á réttum
tíma. Ég hafði aldrei verið á svona stað. En
smám saman fór mér að líða vel hér. Fólkið
er vinalegt, þótt það sé alltaf að flýta sér, og
ég held að ég sé búinn að finna ástæðuna
fyrir óstundvísinni. Það virðist vera svo að
þegar fólk á að mæta einhvers staðar klukkan
átta, þá leggi það af stað heiman að frá sér
Morgunblaðið/Kristinn
Rætt við
ballettmeistara ís-
lenska dansflokks-
ins, Alan Howard
klukkan átta, vegna þess að það tekur ekki
svo langan tíma að komast á staðinn. Svo er
umferðin eitthvað öðruvísi en gert var ráð fyr-
ir og fólk kemur alltof seint á staðinn. Ég
skil ekki alveg hvers vegna þetta er svona.
Hvað dansflokkinn varðar er ég mjög
ánægður og ég er ánægðastur með íslensku
stúlkumar sem hafa þurft að vera í biðstöðu
og búa við ómarkvissar æfingar um tíma. Það
var mjög erfítt fyrir þær að byija í haust í
ströngum æfíngum, en af þeim dönsurum sem
við höfum, hafa þær síst verið til vandræða.
Þær hafa lagt verulega hart að sér og leggja
sig allar fram. Það er mjög skemmtilegt að
sjá árangurinn af þeirri vinnu.“
Alan kemur upphaflega frá Chicago. Þar er
hann fæddur og uppalinn. Hann byijaði í ballett
um sjÖ ára aldurinn. „Það var engin tilviljun,"
segir Alan. „Allt frá því ég man eftir mér, vildi
ég verða dansari og ég sagði alltaf að ef ég
gæti það ekkj, ætlaði ég að minnsta kost að
vinna í Ieikhúsi. Mig hefur aldrei langað til að
verða neitt annað ein leikhússlistamaður.“
Hann staldrar aðeins við, talar aðeins um
hvað loftið sé tært og birtan falleg á íslandi
og segir svo af miklum sannfæringarkrafti:
„Ég trúi því að ég hafí fæðst til að verða dans-
ari. Ég trúi því að maður fæðist til að gera
vissa hluti; hvort sem við látum það heita/fyrir-
fram ákveðið, forlög eða hvað sem er. Ég var
aðeins smágutti þegar ég byijaði að læra að
dansa. Ég byijaði í steppinu, sem ég hef alltaf
haldið áfram að dansa og hef komið fram í
söngleikjum á Broadway sem steppdansari og
hef þjálfað slíka dansara meðfram. En þegar
ég var sjö ára, benti danskennarinn foreldrum
mínum á að setja mig í ballett — og það var
gert. Ég var eina bamið þeirra í borginni þar
sem karlmenn eru karlmenn, gangsterinn er
karlímyndin og strákar eru í íþróttum. Mér
var strítt til að byija með af hinum strákun-
um, en mér var alveg sama. Þegar ég mætti
í fyrsta balletttímann minn, með hóp af stúlk-
um og gekk aftastur í röðinni inn í salinn,
vissi ég að ég var kominn þangað sem ég vildi
vera. Og ég hef aldrei þurft að hugsa um það
frekar. Eg var mjög sjálfmiðaður lítill drengur
sem þráði athyglina sem maður fær á sviði
og ég naut þess að fullu að fá hana.“
Hvenær fórstu frá Chicago?
„Þegar ég var 16 ára. Þá hélt ég til New
York þar sem ég fór í skóla. Ári seinna fór ég
að dansa með Ballet Russe de Monte Carlo,
sem er mjög góður ballettflokkur. Hann var
stofnaður í Evrópu, en árið 1938, þegar ljóst
var að heimsstyijöld var í aðsigi, var hann flutt-
ur til New York. Það þýðir ekki að ég hafi
verið orðinn fullmótaður dansari og ég hélt
áfram í harðri þjálfun. Þetta var á uppbygg-
ingarárum ballettsins í Bandaríkjunum og ég
var svo heppinn að hafa risa á borð við Ballanc-
hine og Robbins sem kennara. Ég naut þess
að vera í New York, því það var svo mikið
að gerast þar. Það var ekki nóg með að al-
vöru uppbygging hafi átt sér stað í ballettinum
á þessu'm tíma, heldur var þetta tími hinna
miklu söngleikja. Og ég hafði nóg að gera,
því ég gat dansað í þeim líka.
Árið sem ég dansaði með New York City
Bailet fór ég í dansferð sem stóð frá því í sept-
ember og út júní. Við dönsuðum á 120 stöðum
á tímaBilinu. Það var mjög lærdómsríkt og það
er miður að dansflokkar skuli ekki hafa tæki-
færi til að fara í svona ferðalög í dag. Að vísu
er gott að það skuli vera til svo mikið af góðum
ballett í dag, að það þurfí ekki að ferðast með
flokka til að kynna þessa listgrein. Hinsvegar
er það svo, að maður iærði agann til fullnustu
á þessum ferðalögum. Við dönsuðum hvar sem
er, við allar mögulegar aðstæður; í leikhúsum
og íþróttahúsum, á fótboltavöllum, utandyra á
vemdarsvæðum indíána og svona mætti lengi
telja. Oft var þetta erfítt, en við urðum að dansa,
hvað sem það kostaði og við gerðum það. Við
vorum svo hamingjusöm yfír að fá að dansa
og ferðast að við vorum ekkert að kvarta. En
ferðalögin höfðu líka sínar góðu hliðar, vegna
þess að við fóram til Kalifomíu — til Hollywood
og þar hittum við margar stjörnur. Þetta voru
dagar glits og glamors í kvikmyndaheiminum
og það var ekki lítið upplifelsi að hitta stjömur
á borð við Gretu Garbo, Bette Davis, Joan Craw-
ford, Marlene Dietrich, Buster Keaton og fleiri.
Og ég átti þess kost seinna að vinna með sumu
af því fólki sem ég hitti. Það var svo mikill
vöxtur í öllu og maður komst í góð sambönd.
Ég var til dæmis þjálfari Charltons Heston í
líkamsbeitingu í kvikmyndinni Ben Hur.
Ég hef alltaf verið með kvikmyndadellu.
Alveg frá því ég var krakki hef ég lifað mig
svo inn í kvikmyndir að þegar ég kem út, er
ég aðalsögupersónan. Ég stend mig að því enn
þann dag í dag að hegða mér einkennilega
þegar ég kem af kvikmyndasýningu — ég
þarf alltaf smátíma til að ná í raunveruleikann
aftur, svo þú getur ímyndað þér hvað mér
fannst stórkostlegt að komast í snertingu við
þennan heim. Ég tala- nú ekki um að fá að
vinna þar,“ segir Alan og ljómar.
En svo við snúum okkur að ballettinum aft-
ur, á hvað leggur þú áherslu í kennslunni?
„Ég grundvalla kennsluna á aga. Það þýðir
að dansarinn þarf að vera tilbúinn til að vinna
að fullkomnun. Það gerist ekki með agaleysi.
Það getur verið mjög þreytandi að þurfa að
æfa eina hreyfingu, einn fót, nokkra fingur
vikum saman, en það er það sem máli skiptir.
Ég hef unnið um allan heim, sem eru mikil
forréttindi og þetta lögmál gildir alls staðar,
meira að segja í frægum balletthúsum þar sem
stjörnurnar eru. Þær vita að það má aldrei
slaka á og frægð þeirra er ekki það sem máli
skiptir. Það sem við fáum að sjá á sviðinu er
afrakstur þrotlausra endurtekninga með smá-
atriði. Ef ballettdansari skilur þetta ekki, er
ferill hans á enda.
Vegna uppbyggingaráráttu minnar finnst
mér mest gaman að vinna með börnum. Mað-
ur fær ómetanlegt tækifæri til að finna fram-
tíðarstjörnur, móta þær; kenna þeim að hugsa
og tengja hugsunina við líkamann, kenna þeim
að gefa, vegna þess að sá listamaður sem
ekki gefur er ekki lengi í starfi, hann hefur
enga til að þiggja."