Morgunblaðið - 25.10.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992
Frá Prag
Hradcany-
kastali gnæfir
yfir miðborg-
ina.
Í SMÁÍBÚD
Síðasti dagur í embætti Vaclav Havel veifar stuðningsmönnum sínum út
eftir Rune Bech í Prag
MÁLNINGIN er flögnuð í stiga-
ganginum í Rasinovogötu í Prag.
Rúða í glugga út að bakgarðinum
er brotin og enginn hefur gefið
sér tíma til að tína upp glerbrot-
in. Fyrir framan eina af íbúðum
hússins er stafli af gömlum dag-
blöðum þar sem meðal annars
er að finna The Guardian og
tékkneska dagblaðið Lidove Nov-
iny. A tvöfaldri hurðinni sem
gengið er um inn í íbúðina er
ekki lengur neitt skilti með nöfn-
um íbúa. En maðurinn innandyra
er allt annað en óþekktur.
Vaclav Havel er fluttur aftur
í gömlu látlausu íbúðina
sína í hjarta Prag eftir að
hann lét af embætti for-
seta Tékkóslóvakíu í júlí. Hann hef-
ur kvatt glæsilegu forsetahöllina á
hæðinni fyrir ofan Prag og Mold-
aufljótið með útsýni yfír tuma og
háhýsi borgarinnar. Kvatt tímabil
viðhafnarklæða, BMW-embættis-
bíla, matsveina og skyndiheim-
sókna til Washington, Parísar og
Lundúna. Nú taka ekki stjórnmála-
leiðtogar á móti honum með rauðum
dreglum og homablæstri á flugvöll-
unum, heldur Olga, sem býður hann
velkominn í anddyrinu með tónlist
Frank Zappa á plötuspilaranum og
flösku af rauðvíni sem bíður kvöld-
verðar hennar á eldhúsborðinu.
Fyrir skáldið og hugsuðinn Havel
hafa þessar vikur verið uppfullar
af vangaveltum: Liggur leið hans á
ný til valda í sjálfstæðu tékknesku
ríki eftir skiptingu Tékkóslóvakíu?
Eða vill hann það ekki? Það eina
sem vitað er frá Rasinovo 78 er að
honum þykir það freistandi og
fínnst hann enn hafa eitthvað nýtt
fram að færa í stjórnmálum. Heima
og heiman.
Uppi hjá höllinni streymir regnið
hægt niður eftir hallartorginu.
Gulnuð blöðin falla af trjánum við
steinlagðar götumar niður að Mala
Strana-borgarhverfmu fyrir neðan
höllina meðan vaktaskipti eru hjá
varðliðunum í bláum, hvítum og
rauðum einkennisbúningum með
gullnum snúmm. Þeir skipta með
sér varðstöðu við mannlausa höll-
ina. Tékkóslóvakía hefur engan for-
seta haft frá því Havel sagði af
sér, vonsvikinn yfír því að ríkjasam-
bandið stefndi í aðskilnað í tvö ný
sjálfstæð ríki. í dag stendur fyrmm
skrifstofa Havels auð og yfirgefín.
Fyrir nokkm var flutt burt úr þessu
stóra og bjarta herbergi grænu
plönturnar, líflegu bámateikning-
arnar og litríku afstraktmályerkin
sem Havel kom þar fyrir þegar
styttur kommúnistanna af Marx og
Lenín vom bomar þaðan út eftir
stjórnarbyltinguna í nóvember
1989. Ungir og upptendraðir emb-
ættismenn með bakpoka, fléttur í
hnakka og nýjar hugmyndir vom
sendir heim.
Það er farið að hausta í tilveru
Tékkóslóvakíu sem ríkis á landa-
korti Evrópu. Eftir fall kommún-
ismans vilja Tékkar og Slóvakar
fara hvorir sína leið í umbótum:
Tékkar leið frjálslyndis en Slóvakar
vilja áframhaldandi ríkisumsjón.
Stjómir þessara tveggja lýðvelda
eru sammála um að slíta 74 ára
hjónabandi sínu, sem hefur verið
erfitt, þótt enn séu ljón í veginum
varðandi stjómarskrána og mála-
lengingar. »
A bak við tjöldin verður æ greini-
legra að Havel er í viðbragðsstöðu,
reiðubúinn til að gegna aðalhlut-
verkinu í nýja tékkneska ríkinu.
Hann brosir strákslega þegar hann
er spurður hvort hann hafí áhuga.
Hann vill ekki neita því.
Havel sá fyrir örlög ríkjasam-
bandsins þegar í júlí og lét af emb-
ætti á réttum tíma, svo hann varð
ekki fyrir þeirri niðurlægingu að
vera beðinn um að fara. „Eg vil
ekki láta minnast mín í sögunni sem
forsetans er leiddi landið út í upp-
lausn,“ vom röksemdir hans. Mörg
þúsund aðdáendur vom grátandi
er þeir kvöddu hann á hallartorginu
þegar hann yfírgaf höllina í síðasta
sinn. í dag vona þeir að fjarvera
hans verði aðeins skammvinn.
Hvert mannsbarn : Prag þekkir
heimilisfang látlausu íbúðarinnar
með tveimur og hálfu herbergi,
baði og eldhúsi þar sem Havel býr.
Og áhuginn og ástúðin í hans garð
hefur ekki minnkað frá því hann
fór frá — þvert á móti.
Innandyra hringir síminn í sífellu
með fyrirspurnir og beiðnir um við-
töl, boð um heimsóknir til annarra
landa, opnun hátíðahalda, bóka-
markaða og málþinga. Oftast hefur
Havel tekið símann úr sambandi.
Úr gluggunum sem snúa út að göt-
unni meðfram Moldau-fljótinu get-
ur hann séð hvern langferðabílinn
á fætur öðrum fullan af ferðamönn-
um með andlitin límd við rúðurnar
meðan leiðsögumennirnir benda
þeim á glugga þjóðsagnapersón-
unnar sem er tákn valdatöku hinna
kúguðu í Austur-Evrópu. Þegar
hann gengur um göturnar í Prag
nema vegfarendur staðar og biðja
um eiginhandaráritun, ef þeir láta
sér ekki nægja að snúa höfuðið
nærri úr hálsliðnum. Þegar ásóknin
verður yfirþyrmandi flýr hann í
útlegð í fjallakofa sinn „Hradecek",
Litla-slotið fyrir norðan í bæ-
heimsku fjöllunum.
Hingað til hefur Vaclav Havel
neitað að veita heimspressunni
formleg viðtöl og hefur þess í stað
slappað af og farið í langar göngu-
ferðir eftir tveggja og hálfs árs strit
í höllinni. Stundum kemur hann á
óformlega fundi með vinúm og
blaðamönnum ,gegn því skilyrði að
ekki verði skýrt opinberlega frá
umræðunum. Hann fer hins vegar
ekki dult með nýja viðurkenningu
sína á væntanlegri skiptingu
Tékkóslóvakíu:
„Eins og málin hafa þróast er
heppilegast að Tékkóslóvakíu verði
skipt. Slóvakar eru ákveðnir í að
fá sjálfstæði, og það er óviturlegt
um gluggann á forsetahöllinni. Reuter
að standa í vegi fyrir því,“ sagði
hann nýverið í fámennum hópi
blaðamanna.
Vaclav Havel, sem fyrir aðeins
fáum mánuðum barðist ötullega
fyrir áframhaldandi sameiningu
landsins, hefur nú í raun afskrifað
möguleikana á að bjarga Tékkó-
slóvakíu. Og meðan hann stóð áður
sem forseti fastur á því að skipting
landsins færi ekki fram án undan-
genginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,
þá er borgarinn Havel ekki jafn-
ákveðinn:
„Landið er í raun nú þegar klof-
ið eftir atkvæðagreiðsluna í kosn-
ingunum í júní. Þeir kusu þar hvor-
ir sína leið og útilokuðu þar með
áframhaldandi sambúð," segir Hav-
el. í einkaheimsókn nýlega hjá sam-
heijum úr Samstöðu í Póllandi full-
yrti hann:
„Skiptingin þarf hvorki að vera
átakanleg né sorgleg svo fremi hún
fari virðulega fram í friði og ró og
gagnkvæmum skilningi. Og allt
bendir.til þess þótt sjálf skiptingin
verði ekki alveg samkvæmt stjórn-
arskránni. En lagagreinar geta vart
bundið enda á þúsund ára draum
Slóvaka um sjálfstæði."
Mikið og almennt fytgi er fyrir
því í tékkneska lýðveldinu að Havel
verði fyrsti forseti nýs sjálfstæðs
ríkis Tékka eftir endalok Tékkó-
slóvakíu. „Havel na Hrad“ hefur
einhver aðdáandi skrifað á húsvegg
neðar við götuna, „Havel í höllina“.
Hann leynir því ekki að honum
finnst hann æ meira knúinn til að
setjast aftur í höllina. í einkasam-
tölum segir hann hreint út að sér
líki vel hlutverk sitt sem boðberi
vináttu og siðgæðis. Hann man enn
hvernig Prag var skreytt myndum
af honum í búða- og íbúðagluggum.
Mikill var sá fjöldi borgara sem
virti hann og vikuleg útvarpsávörp
hans á sunnudögum, þar sem hann
með djúpri og rólegri bassarödd
sinni teygði sig inn í hjartarætur
þjóðarinnar. Hann var vanur að
ræða í makindum um vikuna í höll-
inni og gera þjóðinni grein fyrir til-
finningum sínum og skoðunum. Á
tveimur og hálfu ári í forsetaemb-
ætti og í 99 útvarpsávörpum varð
hann samvizka allrar þjóðarinnar.
Þess hlutverks saknar hann.
Það voru aðallega Tékkarnir sem
elskuðu þennan fyrrum andófs-
mann, sem þurfti að eyða mörgum
árum í fangelsi fyrir andstöðuna
gegn kommúnistum áður en hann,
eins og í ævintýri, var útnefndur
forseti. Skoðanir um Havel voru
blendnari í Slóvakíu, en mörgum
Slóvökum fannst hann standa gegn
draumi þeirra um sjálfstæði og vilja
fyrir hvem mun viðhalda gömlu
Tékkóslóvakíu. Það var þá. Stjóm-
mál eru stjórnmál og skáldið og
heimspekingurinn getur varla neit-
að því að hafa mjakast frá húman-
isma yfir í raunsæi. Skeið Tékkó-
slóvakíu er á enda mnnið, segir
raunsæismaðurinn í honum.
En Vaclav Havel áskilur sér
meiri pólitísk völd eigi hann að taka
áskoran þjóðarinnar um að snúa
aftur til hallarinnar sem forseti
tékkneska ríkisins. Hann vill láta
þjóðina greiða atkvæði um sig, ekki
vera skipaður af þinginu. Hann vill
ekki lengur vera aðeins sýndartákn
og móttökustjóri, og telur sig hafa
eitthvað nýtt fram að færa í stjórn-
málum:
„Stjórnmálamaðurinn verður að
verða mennskur á ný. Hann má
ekki aðeins einblína á þjóðfélagsleg-
ar hagtölur, heldur kynnast hugs-
unum almennings í landinu. Við
verðum að finna nýjar og betri að-
ferðir við stjórnun samfélagsins og
fjárhagsins. En það er fleira. Við
sem förum með stjóm samfélagsins
verðum að gjörbreyta afstöðu okk-
ar,“ sagði Havel nýlega.
Einn af nánustu kunningjum
hans segir að sjálfsgagnrýniseðli
Vaclavs Havels hafí vakið hjá hon-
um sektarkennd fyrir að hafa ekki
gert nóg meðan hann var forseti.
„Hann vill snúa til baka og láta lífs-
draum sinn rætast. Sýna umheimin-
um nýtt afbrigði stjórnmálamanns,
nýja manngerð með völd, sýna að
völdin geta verið til góðs.“
Meðan Havel og umheimurinn
bíða endanlegrar skiptingar Tékkó-
slóvakíu eru enn vaktaskipti hjá
vörðunum framan við mannlausa
höllina í Prag í haustrigningunni. Á
meðan safnast ný dagblöð í staflann
fyrir framan íbúðina á Rasinovo 78.
i
í
I
i
I
t
c
I
i
I
I
I
B