Morgunblaðið - 25.10.1992, Side 15

Morgunblaðið - 25.10.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992 tttt T7r,"rí ?rrm'.!! i"T/'!y,1v: i'iiu/Jirr/ ■ ) I i i i- Frá örlagatímum í sögu Tékkóslóvakíu, - innrás Sovétríkjanna í ágúst 1968. SAGA TÉKKÓSLÓVAKÍU Sú Tékkóslóvakía, sem nú stefnir í sundrun 1. janúar 1993, hefur aðeins verið einskonar innskot í veraldarsöguna. Landið var stofnað árið 1918 af sögulega ólíkum þjóðum, Tékkum og Slóvökum, á rústum sambandsríkisins Austurríkis-Ungverja- lands i lok fyrri heimsstyijaldarinnar. Alla þessa stuttu tilveru landsins ríkti spenna milli Tékka og Slóvaka. Fall kommúnis- mans dró mismun þjóðanna fram í dagsljósið og kallaði fram aðskilnaðinn sem í vændum er. Morgunblaðið rekur hér á eftir stutta sögu Tékkóslóvakíu frá vöggu til grafar: 1918: Austurríki-Ungveija- land líður undir lok í fyrri heims- styrjöldinni. Þjóðarráð Tékka og Slóvaka lýsa yfir stofnun sam- eiginlegs ríkis. Heimspekingur- inn Thomas G. Masaryk er kjör- inn forseti. 1935: Arftaki Masaryks er vinur hans og utanríkis- ráðherra Edvard Benes. í héruðum Sudeten-Þjóðveija kemur til átaka milli nazista og Tékka. 1938: Á fund- inum í Munchen styðja Bretland, Frakkland og ítal- ía kröfu nazista- stjómar Þýzka- lands um að Tékkóslóvakía af- hendi Þjóðveijum Sudetenland. Vonsvikinn segir Benes af sér og við forsetaembætti tekur Emil Hacha. Pólland og Ung- veijaland gera einnig landakröf- ur á hendur Tékkóslóvakíu sem alls tapar þriðjungi landsvæðis síns. 1939: Slóvakía lýsir yfir sjálfstæði með stuðningi Þýzka- lands. Hitler hememur aðra landshluta Tékkóslóvakíu. 1940: Edvard Benes myndar útlagastjóm í London. 1944: Rauði herinn vinnur sigur á nazistunum í Slóvakíu. 1945: Bandaríkjamenn sigra nazistana í vesturhlutanum, en nema staðar 50 km frá Prag samkvæmt samningum við yfir- völd í Moskvu til að láta Rauða herinn taka Prag og setja Benes í embætti leiðtoga „þjóðfýlking- ar“ demókrata og kommúnista. Kommúnistar fá yfirráð yfir lög- reglu og her. Benes gerir upp- tækar eignir Þjóðveija og Ung- veija. Mikill fjöldi Sudeten-Þjóð- veija fluttur nauðungarflutning- um til Þýzkalands. 1946: Kommúnistar fá 38% atkvæða í fijálsum kosningum. Klement Gottwald verður nýr leiðtogi ríkisstjómarinnar. 1948: Lögreglan, sem komm- únistar stjóma, hertekur útvarp, póst og jámbrautir. Þeim sem ekki em kommúnistar vikið úr embættum. Lýðræðisöflin segja sig úr samsteypustjóminni. Be- nes lætur af embætti og Gottw- ald forsætisráðherra verður for- seti. Bylting kommúnista orðin að veruleika. Einkaeignir teknar eignamámi. 1950-1955: Sýndarréttar- höld heflast gegn oddborgurum og umbótasinnuðum kommúnist- um. 200 teknir af lífí og allt að 10.000 fangelsaðir. 1957: Kommúnistinn Anton- in Novotny tekur við af Gottwald. 1968: Eftir mánaða uppgjör ákveður flokkurinn að taka upp mildari stefnu og kýs Aleksander Dubcek formann. Vinsæla stríðs- hetjan Ludvik Svoboda tekur við sem forseti landsins. Stefnt er- að„„sósíalisma með mannlega ásýnd“. Dregið er úr ritskoðun og ríkisrekstri. En 21. ágúst gera hersveitir Varsjárbandalagsins innrás í Tékkóslóvakíu, Dubcek er handtekinn og sendur í heila- þvott til Moskvu, en síðan settur á ný í embætti gegn loforði um að stöðva umbætumar. 1969: Gustav Husak tekur við af Dubcek, sem er sendur sem sendiherra til Tyrklands áður en hann er rekinn úr flokknum ást- amt hálfri milljón umbótasinna. 1977: Fjöldi andófsmanna undirritar Stofnskrá 77 sem krefst aukinna mannréttinda. Þeir sæta fangelsunum og of- sóknum. 1989: Fall Berlínarmúrsins leiðir til fjölmennra mótmælaað- gerða gegn stjórninni, sem hrök- klast frá völdum. Bráðabirgða- stjóm kommúnista og andófs- manna boðar til kosninga. 1990: Rithöfundurinn Vaclav Havel settur í embætti forseta, og Dubcek fær embætti forseta þingsins. í júní vinna samtök andófsmanna, Borgaravettvang- ur, rúmlega helming þingsæta og mynda fyrstu lýðræðislega kjömu ríkisstjómina frá stríðs- lokum. Komið er á markaðsum- bótum og einkavæðingu. 1991: Þjóðemiskennd færist í aukana í Slóvakíu. Slóvískir stjómmálamenn koma fram með kröfur um aukna sjálfstjóm. Þeir bregðast illa við því að umbóta- stefnan í Prag leiðir til aukins atvinnuleysis í Slóvakíu. 1992: Kosningamar í júní færa borgaralegum umbótasinn- um á landsvæðum Tékka sigur, en gagniýnendur umbótanna og þjóðernisöflin era sigurvegarar í Slóvakíu. Úrslitin valda því að erfitt reynist að finna sameigin- lega stefnu fyrir allt landið. Ha- vel fær engu ráðið og segir af sér. Nýkjörinn leiðtogi tékkneska landshlutans, Vaclav Klaus, og leiðtogi Slóvakíu, Vladimir Mec- iar, koma sér saman um það 26. ágúst í Bmo að skipta landinu 1. janúar 1993 í tvö ný sjálfstæð ríki. Þingað um örlög Tékkóslóvakíu í Munchen I september 1938, frá vlnstrl: Chamberlain forsætisráðherra Breta, Daladier forsætisráðherra Frakka, Adolf Hitler, Mussol- ini og Ciano greifi, utanríkisráðherra ítala. FLUGLEIÐA Hótelbraut HAGNÝTT NÁM FYRIR STÖRF í GESTAMÓTTÖKU Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Ferðaskóli Flugleiðabýðurnú upp á nám til undirbúnings fyrir störf við gestamóttöku hótela. Ferðaskólinn er starfræktur í samvinnu við Hótel Loftleiðir og Hótel Esju, sem eru aðilar að IHA (International Hotel Association), NHRF (Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt), SVG (Samband veitinga- og gistihúsaeigenda). Námið er sambærilegt við nám í erlendum hótelskólum. Námið er um 400 stundir og hefst í janúar 1993. Kennt verður frá kl. 13:00-17:00 alla virka daga samtals 16 vikur. Kröfureruumgóða undirstöðumenntun og tungumálakunnáttu (enska, Norðurlandamál og/eða þriðja mál). Helstu námsgreinar: Tölvubókunarkerfi hótela: - Bókun - Innritun - Uppgjör - Innra upplýsingaflæði - Ritvinnsla Þjónusta Sölutækni Markaðsmál Símsvörun Hluti námsins er heimsóknir til hótela og staða, sem tengjast ferðaþjónustu. Leiðbeinendur skólans hafa mikla reynslu og menntun í hótelrekstri. Nánari upplýsingarum námið veitir starfsmannaþjónusta Flugleiða í símum 690-173 og 690-143 millikl. 10:00 og 12:00 alla virka daga. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.