Morgunblaðið - 25.10.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992
19
Deir Quanoun an N^hr
GHANA-
fR-
BATT
" FUIBATT
Naqura
Rœh
Áhrifasvæði
sraelsmanna
UNIFIL
SVÍLOG
FRAKKLC
ÍTALAIR
OGLog
PÓLLOG
Nahariyya
KÝPUR
SYRLAND
1.ÍBANON
Beirút •
ÍSRAEL
• Amman
aði í átökum milli 30-40 manna hópa
Hezbolla og Suður- Líbanons her-
sveita, lokað varðstöðvum sínum og
reynt að stöðva flýjandi herflokk
meðan SÞ reyndu að stilla til friðar.
írsku friðargæsluliðamir voru þó
ekki á sama stað. Samkvæmt mínum
upplýsingum var Peter Ward, 31 árs
gamli írski liðþjálfinn sem lét lífið,
margskotinn, m.a. í bakið, þar sem
hann stóð vamarlaus upp úr bryn-
vörðum bíl Sameinuðu þjóðanna er
hafði verið kallaður til aðstoðar. Var
einfaldlega sallaður niður. Krafta-
verk að ekki féllu fleiri, sagði kunn-
ugur maður í stöðvunum. Frá upp-
hafi hafa fallið 188 friðagæsluliðar
í Líbanon og 260 særst. Á göngu
minni um aðalstöðvamar í Naqoura
gekk ég fram hjá minningarreitum
sveitanna, m.a. stómm reit í stöðv-
um Frakkanna, sem eitt sinn misstu
marga gæsluliða í einu. Á sl. ári
féll friðargæsluliði frá Fiji-eyjum og
Ghana-liðið missti einn mann.
í höfuðstöðvunum er sjúkrahús
með 30-40 rúmum, sem lengst af
var rekið af Svíum með aðstoð Norð-
manna. En nú hafa Pólveijar tekið
þar við. Með sérstöku leyfi fékk ég
að heimsækja írska friðargæslulið-
ann Neil Cole, sem særst hafði dag-
inn áður. Hann er 21 árs gamall.
Kvaðst hafa verið í herþjónustu í 3
ár og vera búinn
að vera þarna við
friðargæslu í næst-
um sex mánuði.
Ætti bara eftir 10
daga þjónustu, sem
hann ætlaði að
ljúka á sínum pósti
þegar hann kæmist
á fætur.„Mér finnst
það verðugt verk-
efni að leggja frið-
argæslunni Iið -
fyrir hvem og einn
og ekki síst fyrir
hermann," sagði
hann. Og bætti við
að óbreyttu her-
mönnunum, sem
em við slík störf í
sex mánuði í senn,
sé það í sjálfsvald
sett hvort þeir gefi
sig fram til frið-
argæslu. Hann
sagðist eiga fjöl-
skyldu heima, en
vera ókvæntur, og
hlakka mikið til að
komast heim til ír-
lands. En hann tók
það fram að honum
líkaði mjög vel við
Líbana, þeir séu
iqjög vingjamlegt
fólk. Hann var
heldur fámáll og þegar ég minnist
á félaga hans, áttaði ég mig í tíma,
af skelfingarsvipnum á félögum
hans sem höfðu vikið frá rúminu
meðan ég sat þar, á því að ekki var
búið að segja honum að hinn írski
friðargæsluliðinn væri látinn.
Neil Cole sagði mér hvemig hann
hefði særst. „Við vomm á varðstöð
við Barasheet þegar Hizbollamir
komu alvopnaðir. Við báðum þá um
að afhenda okkur vopnin, en þeir
neituðu því. Og allt í einu fóru þeir
að skjóta og ég fékk skot í kviðinn
frá þeim sem stóð næst mér.“ Pólski
læknirinn sagði mér að Neil hefði
verið einstaklega heppinn, því kúlan
hefði farið skáhallt inn í kviðarholið
en ekki í gegn og út um bakið, þar
sem gatið eftir þessa tegund vopna
yrði svo miklu stærra. Þeir náðu
kúlunni ósprunginni.
En hvað gera friðargæsiusveitim-
ar þegar svona kemur fyrir? Ekki
mikið, sagði Timu Goksel, talsmaður
UNIFIL. Þá fara alls kyns sögusagn-
ir af stað, sem blása í glæðumar.
Við verðum að hafa snör handtök,
leita til foringja Hizbollanna og
freista þess að kæla aílt niður. Þarf
oft að sækja þá sem völdin hafa um
langan veg. I þetta sinn skildu Hiz-
bollamir að þarna höfðu þeir gert
mistök. Með því að fella friðagæslul-
iða frá UNIFIL höfðu þeir snúið
heimspressunni gegn sér og fjöl-
miðlaskrif skipta þá gífurlegu máli.
Friðargæsluliði SÞ var þó ekki sá
eini sem féll í þessum átökum í Suð-
ur-Líbanon. Frá því var sagt svona
rétt eins og neðanmáls í blöðum og
bar ekki saman í ísraelskum fréttum
og fréttum frá aðilum í Líbanon.
Friðargæsluliðar veita fólkinu úr
Friðargæsluliðar frá UNIFIL, frá Fiji-eyjum og
frá írlandi, í hátíðarbúningum á nýárstónleikum,
en nýárið í ísrael var 27. september í ár.
Reuters og BBC fréttaritaramir,
sem höfðu betri aðstæður en ég að
dæma hvað er rétt, töldu átta fallna
í árásum þessa dags, fjóra úr liði
Hizbollanna og tvo úr liði S- Líbanon
hers og að auki féllu tveir óbreyttir
borgarar. En eins og einhver sagði:
Hér þykir það ekki miklum tíðindum
sæta þótt einn og einn skæruliði
falli í átökum. Af óbreyttum borgur-
um lést 75 ára gamall maður, sem
og kona í þorpinu Brashit; alvarlega
særð kona var flutt á spítala í
Nabtiyeh, þijú hús voru eyðilögð í
Hubbush og hús brunnu í Minis og
Kufayr Zayt. Óraunverulegt fyrir
íslending að vera allt í einu staddur
í svo framandi umhverfi og við slík-
ar aðstæður, sem fólkið á staðnum
kippti sér ekkert upp við. Talsmaður
Sameinuðu þjóðanna orðaði það af
varfæmi á þann veg að „armed ele-
ments“, vopnaðir aðilar, hafi tekist
á með eldflaugum, hríðskotabyssum
og nýjustu nútímavopnum sem þessi
skrifari kann engin skil á. En fsraels-
menn töluðu um einhverjar Saggers
eldflaugar, sem Hezbollar hefðu ver-
ið með í fyrsta skipti og sem þeir
sögðu koma frá Sýrlandi.
Eg varð að vera komin suður yfir
áður en landamærunum var lokað
klukkan fjögur þennan dag. Sem ég
sat svo daginn eftir uppi á þaki í
sólinni í Nahariyya skammt sunnan
landamæranna, var ég að hafa orð
á þessum tíða flugvélagný sem gæti
ekki verið annað en ísraelsþotur og
hve miklu oftar en aðra daga varð-
bátarnir þeirra sæjust fara hjá þama
út af ströndinni. Eitthvað hlyti að
vera um að vera. Það kom á daginn
undir kvöld. Til andsvars árásum
nálægum þorpum í Líbanon ýmsa aðstoð.
Þessa stundina víkja fréttimar frá
friðargæslunni í Líbanon gjaman
fyrir ósköpunum í Júgóslavíu, jafn-
vel þegar friðargæsluliðar falla.
Ekki er mikilla breytinga að vænta.
Verður eflaust óbreytt ástand um
langan tíma. Erfiðleikar friðargæsl-
unnar stafa m.a. af því að aldrei var
við vopnahléið gengið nákvæmlega
frá mörkum gæslusvæðisins. Líban-
on bað Sameinuðu þjóðirnar um frið-
argæslu, en ísraelar féllust aldrei
formlega á hvar og hvernig. Þótt
það sé í skilyrðum SÞ að allir aðilar
verði að fallast á skilmálana, gáfu
menn sér þá ekki tíma til að bíða
þess að ná þessu saman, m.a. af
ótta við að lætin í Líbanon spilltu
fyrir eða kæmu í veg fyrir friðar-
samninga Egypta og ísraelsmanna
í Camp David 1979. PLO, sem þá
var ríkjandi afl í Suður-Líbanon,
féllst á þetta fyrirkomulag með
vondum skilyrðum um sérréttindi á
friðargæslusvæðinu. Jafnvel nú
gengu þama sögusagnir um að ver-
ið væri að gefa út passa til palenstín-
skra flóttamanna í Líbanon og Hiz-
bollamir gáfu umsvifalaust út mót-
mæli gegn því „að Palestínumenn
fengju að setjast að í Libanon". Og
ekki vilja ísraelsmenn það. ísraels-
menn vilja í raun status quo, af
Þessi sænska friðargæslukona var
að búa sig undir heimför eftir sex
mánaða þjónustu í Líbanon. Af 300
sænskum friðargæslumönnum eru
30 konur. Brátt verður ein íslensk
stúlka i norska liðinu.
Hizbollanna höfðu ísraelskar þyrlur
varpað eldflaugum á hús foringja
Hizbollanna í þorpinu Deir Quanoun
an Nahr, rétt vestan við friðargæslu-
svæði Ghana-manna og á Bousouar
nálægt Sydon. Sá Hizbolla- eða PLO
foringi sem fella átti reyndist víst
ekki heima en í árásinni særðust
tveir af aðstoðarmönnum hans og
efri hæðir tveggja húsa eyðilögðust.
Tveimur dögum síðar náðu múslímar
sér niðri með því að drepa „alræmd-
an suður líbanskan svikara" og að-
stoðarmann hans og særðu fleiri. Á
þessum friðsamlega stað í sólinni
við lygnt Miðjarðarhafið virðist dálít-
ið skrýtið að vera í nánd við slíkt
átakasvæði sem erfitt er að henda
reiður á.
Vítahringur með stuðpúða
í aðalstöðvum friðargæsluliðsins
UNTFIL í Naqoura var auðvitað mik-
ið að gera þennan morgun eftir slíka
uppákomu. Yfirmenn sátu á fundum
og samráði til New York. Ég notaði
tímann með því að rölta niður göt-
una og ræða við fólk. Þarna er röð
af litlum veitingastofum og smábúð-
um, enda friðargæsluliðarnir drjúgir
viðskiptavinir. Alltaf að koma nýir,
sagði búðarfólkið. Nú voru 100
sænskir friðargæsluliðar á heimleið
síðdegis og að kaupa af þeim 18
karata gullfestar handa kærustum
sínum og heimafólki. Ég spjallaði
við nokkra þeirra, sem voru að ljúka
sínum sex mánaða tíma. Ung sænsk
stúlka sagði mér að í 300 manna
sænska friðargæsluliðinu þama séu
tvennu illu vilja þeir heldur missa
öðru hveiju nokkra hermenn eða
slq'ólstæðinga en að nyrsta byggðin
við landamærin hjá þeim liggi undir
skothríð leyniskyttna. Þegar ég 1984
kom á samyrkjubúið Kefar Gelati
upp undir landamærunum, sá ég
steyptu vamarskýlin sem bömunum
hafði verið haldið í tímunum saman
vegna þess að skotið var á þau ofan
úr hlíðunum, áður en ísraelsmenn
réðust inn í Líbanon 1982. Með þessu
áhrifabelti norðan landamæranna
telja ísraelsmenn sig geta forðað
því. Friðargæslusveitin situr því í
umboði Líbana einna þótt ísraels-
menn í raun fallist á fyrirkomulagið
eins og það er. En ekki er hægt að
benda þeim á og halda þeim við ein-
hveija gerða samninga þegar eitt-
hvað kemur upp á. Aðilar em þama
lokaðir í vítahring, þar sem nærvem
friðargæslusveitar SÞ er ætlað að
vera stuðpúði.
Málið verður þama, eins og viða
annars staðar í Miðausturlöndum,
mun flóknara þegar maður er kom-
inn á staðinn. Einfaldaður frétta-
flutningur dugar þá oft skammt til
skilnings. En þarna á landamæmm
ísraels og Líbanons er friðargæsla
UNIFTL gott dæmi um það hve
nauðsynlegt og raunar ófrávíkjan-
legt það ætti að vera að ganga ná-
kvæmlega frá skilmálum, sem sam-
þykktir em af öllum aðilum. M.a.
vegna þessarar reynslu er Öryggis-
ráðið hikandi við friðargæslu án
formlegs samþykkis allra aðila í
Júgóslavíu. Umboð friðargæslu-
sveitarinnar UNIFIL er eins og allr-
ar friðargæslu Sameinuðu þjóðanna
endumýjað á sex mánaða fresti.
Öryggisráðið hefur nýlega endumýj-
að umboð UNIFIL til 31. janúar
1993.
30 stúlkur. Þama verður brátt ís-
lensk stúlka í sex mánuði, Linda
Ósk Wium, sem er í norska hemum
og sótti um að vera í norsku friðar-
sveitinni, Norbatt.
Þetta er ekki svokölluð „family
missions" þ.e. að ekki má hafa með
sér íjölskyldur. Aðeins sænski yfir-
hershöfðingi UNIFIL, Lars-Eric
Wahlgren, býr með konu sinni á
staðnum, í einbýlishúsi með garði
við sjóinn innan girðingar. Fyrir
nokkmm ámm var yfirhershöfðingj-
anum gert að búa í aðalstöðvunum,
eftir að hann hafði verið hindraður
í að komast á staðinn í átökum.
Annars búa friðargæslusveitimar
hver í sínum afmörkuðu búðum með
sínum séreinkennum. Frakkamir
hafa reist í sínum miðjum líkan af
Eiffel-tuminum. Finnamir hafa sína
sánu. ítalimir leggja til þyrlumar
sem notaðar em til eftirlits o.s.frv.
Hver gæslusveit hefur sitt verkefni,
ýmist ákveðið svæði eða viðfangs-
efni.
Libanska verslunarfólkið sat svo
snemma morguns fyrir utan búðir
sínar og spjallaði fúslega við mig.
Kaupmaðurinn býr á bak við búðina
og hefur hjá sér hlaðna byssu, enda
verða þeir sjálfir að veija eigur sín-
ar. Sumir búa þarna alveg með fjöl-
skyldu og bömum, aðrir em einir
og skreppa heim í þorpin sín endrum
og eins. Einn hafði jafnvel komið
sinni stóm fjölskyldu fyrir í öryggi
á Kýpur og fer þangað einu sinni í
mánuði. Þeir sögðu mér að friðar-
gæslusveitir SÞ veiti fólki úr þorpun-
um heiimikla vinnu og ýmiss konar
hjálp við skóla, vatns- og rafmagn-
söflun í þorpunum og læknanir á
spítalanum þeirra taka upp að vissu
marki á móti sjúklingum. Sambúðin
sé mjög góð.