Morgunblaðið - 25.10.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 25.10.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992 27 Lína Kragh kaup- maður - Minning Mágkona mín og vinkona, Lína Kragh, er látin. Oft er æviskeiði mannanna líkt við árstíðimar fjórar og Lína, sem varð aðeins 54 ára gömul, átti því samkvæmt þeirri samlíkingu eftir að lifa a.m.k. tvær árstíðir. Eftir fagurt sumar sjáum við nú laufin á tijánum breyta um lit og falla til jarðar eitt og eitt — rauð, gul og brún. Eftir standa trén, stærri og fegurri en árið áður, og búa sig undir vetrarkomuna. Á haustin er oft vindasamt og stundum er lauf- unum feykt af tijánum í einni svip- an. Það fannst mér gerast þegar ég frétti af alvarlegum veikindum vinkonu minnar. í stað þess að lauf- in falli hægt og rólega kom snögg- ur vindsveipur og tók Línu með sér til þess heims sem við eigum öll eftir að fara til. Hvenær það ferða- lag hefst veit enginn og alltaf erum við jafn óundirbúin þegar lagt er af stað. Lína var eina dóttir eftirlifandi foreldra sinna, Sigríðar og Sveins Kragh, fyrrum stöðvarstjóra, og systir Þorsteins Inga Kragh. Þor- steinn er aðeins eldri en Lína heitin og margar frásagnir hef ég heyrt frá tengdaforeldrum mínum um ævintýri systkinanna á barnsárum þeirra við Ljósafossvirkjun í Gríms- nesi en þar bjó fjölskyldan um nokk- urra ára skeið. Yfirleitt sjáum við dreng og stúlku þannig fyrir okkur að hann er prakkarinn, sá sem óhreinkar fötin sín, en hún prúð og stillt. Hjá Línu og Þorsteini var þessu ekki þannig farið. Lína var prakkarinn sem oftar en ekki gleymdi því að hreinu fötin, sem hún var klædd í á morgnana, áttu helst að vera hrein þann daginn. Skurðir og aðrir ævintýrastaðir í sveitinni drógu hana að sér eins og segull dregur til sín stál og að sögn móður hennar kom það oft fýrir að Þorsteinn, sem átti að passa systur sína, kom með hana inn í hús eftir skamma hríð úti við til að skipta um föt. Henni lá svo á að kanna heiminn að hraðinn bar hana ofur- liði og litlir fætumir gátu ekki hlaupið eins hratt og hugurinn vildi yfir hæðir og polla. Þegar reynt var að siða litlu stúlkuna leystist sú athöfn yfirleitt upp í hlátur vegna þess að þrátt fyrir heiðarlegar til- raunir hennar að vera skömmustu- leg á svip komu augun upp um hana. Þau geisluðu af kátínu og lífsgleði sem urðu að fá útrás. Lína var tannsmiður að mennt og starfaði við þá iðn í nokkur ár. Fyrir liðlega 15 árum gerðist hún kaupmaður er hún eignaðist tísku- verslun í Reykjavík og starfaði hú'n við rekstur hennar til dauðadags. Verslunarrekstur hefur aldrei verið auðveldur á íslandi og komst Lína fljótt að raun um að vinnudeginum lauk ekki þó að lokunartíma væri komið. Hún sinnti verslunarrekstri sínum af sömu alúð og öðru því er minnist þess að hafa verið örlítið óstyrk að hitta systur mannsefnis míns en þá þegar hafði eg heyrt ýmsar skemmtilegar frásagnir af henni. Við tengdumst strax vináttu- böndum þennan dag á Skaganum og var það ekki síst vegna þess að Lína var lítið fyrir formsatriði. Þeg- ar við ókum til Reykjavíkur eftir þennan eftirminnilega dag á Akra- nesi fannst mér ég hafa þekkt Línu lengi en það var ekki fýrr en fjöl- skyldan fluttist „suður“ að við Lína fengum tækifæri til að rækta vin- áttu okkar. Þá kynntist ég enn bet- ur þeim mannkostum sem ein- kenndu hana. Línu er lýst hér að ofan sem óvenjulega kátri og lífsglaðri stúlku og þrátt fyrir mótlæti af ýmsum toga, sem margir reyna á fullorðins- árunum, var hún alltaf jákvæð og tókst að halda í lífsgleðina sem hún var óspör að miðla öðrum, sérstak- lega þeim sem til hennar leituðu með vandamál sín. Lína var að mörgu leyti óútreiknanleg sem gerði návist við hana enn skemmti- legri en ella. Þrátt fyrir miklar ann- ir var hún alltaf reiðubúin að leita á vit ævintýra og dæmi um það er sumardagur fýrir fjórum árum. Eig- inmaður minn var erlendis og hafði verið um nokkurra vikna skeið. „Komdu með mér á sjóþotu“ sagði hún í símann einn laugardagsmorg- un og fyrr en varði vorum við komn- ar út á Kópavog á litlum tækjum sem Lína stjórnaði af stakri snilld. Hún var þá tæplega fimmtug en leit út eins og unglingsstúlka þar sem hún stóð á þotunni á fullri ferð og greinilegt var að hún naut þess að fínna vindinn og skvettumar frá öldunum á andlitinu. Eftir fjörlegan leik úti á voginum hoppaði Lína af þotunni eins og ekkert væri sjálf- sagðara en að þeytast um sjóinn á hraðskreiðum tækjum en ég stóð varla í fæturna af þreytu. Móðurhlutverkið er sennilega eitt hið mest krefjandi starf sem konum er skapað. Börn Línu eru fjögur, eins og fyrr segif, þrír synir, Sveinn, Þorsteinn og _ Kjartan og dóttir, Eydís Gréta. Ég tók fljótlega eftir því að hún var ekki aðeins móðir barna sinna heldur einnig trúnaðar- vinur þeirra. Um það leyti sem ég kynntist Línu voru bömin að stálp- ast og fýrr en varði uxu þau henni yfír höfuð. Hún hló oft að því hve gerðarleg þau era í samanburði við það að sjálf var hún lágvaxin og fíngerð. Fyrsta barnabarn Línu kom í heiminn fyrir tæpum sex árum og veitti litli drengurinn nýbakaðri ömmunni ómælda gleði og ham- ingju. Þegar ég stríddi henni á því að vera orðin amma svona ung reyndi hún að setja sig í virðulegar ömmustellingar en fyrr en varði braust kátínan fram í andliti hennar og virðuleikinn vék fyrir stelpulegu brosi. Tvö önnur bamabörn átti Lína og hið fjórða á leiðinni. Flestum er það kappsmál að rækta garðinn sinn og var Lína engin undantekning þar á. Um- hyggja hennar fyrir bömum sínum og öldruðum foreldram var mikil og oft lá leið hennar í Sólvanginn, hús foreldra hennar í Elliðaárdaln- um. í skjóli hávaxinna tijáa nutum við samvista utandyra á sumrin og inni á heimili foreldra hennar á efri hæðinni á vetrum. Á aðfangadags- kvöldi jóla hittist fjölskyldan, fjórir ættliðir hin síðari ár, í Sólvangi og beið komu jólanna fyrir framan snarkandi arineldinn. Við fráfall ástvinar hrannast end- urminningarnar upp í hugann og maður gerir sér enn betur grein fyrir því en áður hve mikið ríkidæmi er fólgið í því að hafa átt vináttu konu eins og Línu mágkonu minnar. Veikindi hennar voru meiri en nokk- urn granaði og erfítt er að trúa því að hún sé farin og hvíli nú í faðmi drottins. Ég kveð vinkonu mína og mág- konu, Línu Kragh, með þökk og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Ellen Ingvadóttir. t Ástkær fósturfaðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MAGNÚSSON, Brekkubæ 2, er lést að kvöldi 21. þessa mánaðar í Landspítalanum, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 30. okt. 1992 kl. 13.30. Ástvinir. hún starfaði við. Ég kynntist Línu fyrir 17 árum, rétt áður en hún breytti um starfs- vettvang, og með okkur tókst fljót- lega sterk vinátta. Á þeim tíma bjó Lína með þáverandi eiginmanni sín- um, Guðbrandi Kjartanssyni lækni, og fjórum bömum á Akranesi. Ég Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími620200 P E R L A N t HARALDURGEORGSSON bóndi, Haga, Gnúpverjahreppi, sem andaðist á heimili sínu þann 19. október, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju þriðjudaginn 27. októþer kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30. Aðstandendur. t Ástkær frændi minn og bróðir okkar, ÓLAFUR ÁSGEIR SÆMUNDSSON, Hólagötu 2, Vogum, lést á heimili sínu föstudaginn 23. október. Ásta Marteinsdóttir og systkini hins látna. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR, Huldulandi 1, verður jarðsungin í Fossvogskirkju mánudaginn 26. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra. Björn Þorkelsson, Jóhann Dagur Björnsson, Soffía Pálmadóttir, Valdimar Þór Jóhannsson, Jón Kristófer Jóhannsson, Kristjana Margrét Jóhannsdóttir. t Ástkær dóttir okkar, systir, móðir, sam- býliskona og amma, LÍNA KRAGH, til heimilis f Hraunbæ 102e, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. október 1992 kl. 13.30. Sveinn G.A. Kragh, Sigríður Kragh, Þorsteinn I. Kragh, Sveinn Kragh, Þorsteinn Kragh, Kjartan Guðbrandsson, Eydís Gréta Guðbrandsdóttir, Sveinn Gfslason, og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR BJARNASON, Grenigrund 8, Kópavogi, sem lést 23. september síðastliðinn. Fyrir hönd vandamanna, Haraldur Á. Bjarnason. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, VILHJÁLMS J. HRÓLFSSONAR frá Hólmavík, Sambyggð 2, Þorlákshöfn. Angelfa Róbertsdóttir, Halldór Már Vilhjálmsson, Angelfa Fjóla Vilhjálmsdóttir, Áshildur Vilhjálmsdóttir, Halldór D. Gunnarsson, Hrólfur Guðmundsson, Nanna Magnúsdóttir og systkini. t Þökkum innilegá auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föð- ur míns, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS HÖGNASONAR bifreiðarstjóra, Sfðumúla 21, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á deild 11 -A á Landspítala. Guðrún Kristjánsdóttir, Davfð B. Guðbjartsson, Kristján Salvar Davfðsson, Valgarð Bjartmar Davfðsson, Vésteinn Guðmundsson, Guðmundur Ingi Vésteinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HRÓLFS JÓNSSONAR bólstrara frá Akranesi, Furugerði 1, Reykjavík. Drottinn blessi ykkur öll. Guðrún Jónasdóttir, Gunnar Ingvi Hrólfsson, Þórarinn Hjalti Hrólfsson, Sigrún Hrólfsdóttir, Guðrún Hrólfsdóttir, Steinunn Hrólfsdóttir, Jónas Hrólfsson, Sigurður Mars Hrólfsson, Valdís Hrólfsdóttir, Bjarnveig Hjörleifsdóttir, Helen Ducusin, Gísli Björnsson, Rúnar Kristjánsson, Sigurvin Kristjánsson, Páll Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.