Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 ___SKOSK LISTAHÁTÍÐ Morgunblaðið/Kristinn Vitum við meira um skoskar listir en Skotar um íslenskar? Bergljót Jónsdóttir og Ann McKay eru höfuðpaurar umfangsmikils sam- starfs um menningartengsi á milli Skotlands og fslands. Einu sinni voru tvö lítil lönd sem áttu bæði mjög' stóra ná- granna. I báðum þessum lönd- um var blómlegt tóniistarlif en hvorugt vissi af hinu. Þá gerð- ist það að fulltrúar tónverkam- iðstöðva beggja landanna hitt- ust og fóru að tala saman. Það kom í ljós að löndin tvö áttu ýmislegt sameiginlegt í tónlist- armálum; þau voru bæði í skugga stóru nágrannanna og gekk hægt að koma tónlist sinni á framfæri utan landsteina sinna. Þá kviknaði sú hugmynd að löndin tvö kynntu tónlistina hvort fyrir öðru og létu af- skiptaleysi umheimsins sig engu skipta. Þetta varð úr og nú hefur samstarf íslenskrar og skoskrar tónverkamiðstöðv- ar borið þann ávöxt að sl. sum- ar var haldin umfangsmikil hátíð íslenskra lista í Skot- landi, Breaking the Ice. Eftir áramótin verður haldin ámóta hátíð hér á landi til kynningar á skoskri list. annig draga þær saman á gamansaman hátt, Bergljót Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ís- lenskrar Tónverkamið- stöðvar, og Ann McKay, framkvæmda- stjóri Skoskrar tónverkamiðstöðv- ar, aðdragandann að verkefni sem tekið hefur nær tvö ár að undirbúa og bar sinn fyrsta væna ávöxt í Glasgow og Edinborg í sumar sem leið. „Þetta hefði samt aldrei verið framkvæmanlegt án rausnarlegs stuðnings frá Reykjavíkurborg og Flugleiðum, sem hafa reynst okkur traustir bakhjarlar í þessu starfi,“ segir Bergljót. „Fyrstu hugmyndir okkar að þessu samstarfi voru ósköp hóg- værar og snerust eingöngu um sér- svið okkar, tónlistina," segir Ann. „Við hugsuðum okkur að hæfileg skipti væru þrennir tónleikar í hvoru landi.“ Þær brosa við þessa upprifjun þar sem reyndin hefur orðið önnur og íslenska listahátíðin í Skotlandi er einn hluti af þrí- þættri ísiensk-skoskri listasam- vinnu sem nær yfir tímabilið júní 1992 til loka febrúar 1993. Annar þáttur þessa verkefnis var dvöl tveggja íslenskra tónskálda, Karól- ínu Eiríksdóttur og Þorsteins Haukssonar, við tölvutónlistardeild Háskólans í Glasgow nú í haust. Lokakaflinn hefst svo í Reykja- vík með því að Myrkir músíkdagar í janúar og febrúar verða helgaðir skoskri tónlist, en jafnframt verður þar fleira á boðstólum en því skosk myndlist, bókmenntir og kvik- myndir verða einnig kynntar. Líkt og í Skotlandi í sumar verður öll áhersla lögð á samtímalist; hvað verið er að gera í listunum núna, þótt saga og menning þjóðanna fái einnig að njóta sín svo samhengi hlutanna verði ljóst. ísinn brotinn Til að gefa nokkra hugmynd um umfang hátíðarinnar í Skotlandi sl. sumar, má nefna að þar voru flutt 42 íslensk tónverk eftir 22 tón- skáld, flytjendur voru bæði íslensk- ir og skoskir, og m.a. tók Breska ríkisútvarpshljómveitin virkan þátt í hátíðinni með þrennum tónleikum sem jafnframt voru teknir upp og verður útvarpað í Rás-3 BBC nú í haust. Fjöldi íslenskra tónlistar- manna tók einnig þátt í hátíðinni, söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld. Islensk jass- og þjóðlaga- tónlist átti einnig sína fulltrúa í Jasskvartett Reykjavíkur og hópn- um Islandica. Af öðrum listgreinum má nefna samsýningu sex ungra myndlistar- manna, Fígúra- Fígúra, sem Kjarv- alsstaðir stóðu að og hefur nýlega verið þar til sýnis í Vestursal. Svava Björnsdóttir sýndi skúlptúra úr pappír og fjórar nýlegar íslenskar kvikmyndir voru einnig á boðstól- um. Þorkell Sigurbjömsson tón- skáld dvaldi í Skotlandi meðan á hátíðinni stóð sem eins konar tón- skáld hátíðarinnar og Steinunn Sig- urðardóttir naut sama heiðurs sem fulltrúi íslenskra rithöfunda. Loks bauð einn þekktasti veitingastaður Glasgow-borgar Rúnari Marvins- syni meistarakokki að matreiða ís- lenskan físk ofan í skoska sælkera. Að baki öllu þessu stóðu fjölmargir aðilar í báðum löndum og lögðu þar opinberir aðilar og einkafyrir- tæki sitt af mörkum svo af þessu gæti orðið. Bergljót segir að án slíks stuðnings væri til lítils unnið þó nægur væri áhuginn. „Beinn fjárstuðningur og framlög af ýms- um toga eru nauðsynleg svo hægt sé að hrinda svona fyrirtæki í fram- kvæmd.“ Titill íslensku listahátíðarinnar í Skotlandi var vel __ til fundinn; Breaking the Ice, ísinn brotinn, vísar að sjálfsögðu til hugmyndar útlendinga um okkar „ísi lagða land“, en einnig um það frum- kvæði sem liggur að baki þessu starfi og að einhvers staðar varð að byija á því að bijóta ísinn. Þetta kemur einnig vel heim við einn stærsta vanda þeirra sem vinna að kynningu á íslenskum listum, hér heima og erlendis að sögn Bergljót- ar. „Vandinn sem við eigum við að glíma er hversu miklu af listum er stefnt hingað til lands en lítið feng- ist við að koma íslenskum lista- mönnum skipulega á framfæri er- lendis. Einnig hefur vantað tengsl milli listamannanna sjálfra og þetta tvennt var haft í huga þegar við skipulögðum íslensku listahátíðina í Skotlandi. Annars vegar að kynna íslenska samtímalist á sem breið- ustum grundvelli og hins vegar, að koma listamönnunum sjálfum í samband við félaga sína í Skot- landi.“ Sekkjapípur og langspil Það er kannski ósanngjamt að stilla þeim Bergljótu og Ann upp við vegg með spumingu um hvern- ig til hafi tekist, en þegar gluggað er í skosk og ensk dagblöð frá júní- mánuði er greinilegt að þarlendum hefur líkað vel og jafnvel gætir nokkurrar furðu að að íslensk list hafi getað staðið undir svo stórri og fjölbreyttri hátíð. „Auðvitað höfðu gagnrýnendur og almenning- ur ýmsar hugmyndir fyrirfram um hvernig íslensk list ætti að hljóma og líta út. Þessar hugmyndir eru að mestu leyti byggðar á ókunnug- leika og líka á þeim klisjum sem haldið er á lofti erlendis um ís- land,“ segir Ann. „Það tók suma gagnrýnendur nokkurn tíma að átta sig og þeir eiga sumir hveijir óskaplega erfitt með að viðurkenna það, ef eitthvað kemur þeim algjör- lega á óvart. Þeir búast við að heyra og sjá list, sem hægt er að bera saman við eitthvað annað er þeir þekkja. Gagnrýni byggist svo mikið á samanburði." Því má heldur ekki gleyma, eins og þær Bergljót og Ann benda á, að eitt af því erfíðasta sem hægt er að „selja“ almenningi, er sam- tímatónlist.„Ástæðan er ekki sú eins og margir viljá halda fram, að samtímatónlist sé svo erfið og óaðgengileg áheyrnar, að hún sé aðeins fyrir tónlistarmennina sjálfa. Þetta eru aðeins þeir for- dómar sem þarf að vinna á og með því að halda hátíðir eins og hér um ræðir, gefum við fólki tækifæri til að hlýða á tónlistina og eyðum for- dómunum um leið,“ segir Ann. Okkur íslendingum finnst kannski heldur leitt til þess að vita að hugmyndir útlendinga um okkur snúast kannski fyrst og fremst um ís og eldfjöll, hveri, fornsögur og hvalkjöt. Þetta er það sem ísland er þekktast fyrir og það sem mest áhersla hefur verið lögð á í kynn- ingum erlendis (að hvalkjötinu undanskildu), enda spjótunum helst beint að væntanlegum ferðamönn- um. Nútímalist á erfiðara uppdrátt- ar. En um leið og kvartað er yfír lítilli kynningu erlendis má spyija hvemig hugmyndum okkar um list- sköpun nágranna okkar sé háttað? Hvað vitum við t.d. um samtímalist í Skotlandi? Skoska samtímatónl- ist? Skoska samtímamyndlist? Skoskar samtímabókmenntir? Ef við erum fullkomlega heiðarleg er líklegt að svarið verði; „harla lítið“. Hvað skoska tónlist varðar er hætt við að hugmyndir okkar nái ekki lengra en að hefðbundnum sekkja- pípuleik, sem er álíka rétt og að ímynda sér að helsta hljóðfæri okk- ar íslendinga sé langspil. Myrkir músíkdagar skoskir Ann McKay tekur í sama streng og Bergljót hvað varðar einstefnu í kynningum á list í Skotlandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum svo yfírgripsmikla kynningu á skoskri list í öðru landi. Hingað til hefur það tíðkast að fá listsýningar og listamenn til Skot- lands; við höfum t.d. á síðustu miss- erum tekið á móti stórum kynning- um á pólskri og rússneskri list. Þetta sameiginlega verkefni ís- lands og Skotlands er því merkur áfangi fyrir báða aðila; í Skotlandi er það okkur mikils virði að litið sé á innlenda listsköpun sem sjálf- stæða og þjóðlega. Við teljum að séreinkenni Skotlands og skoskra listamanna séu nægilega sterk til að standa undir sjálfstæðri skoðun og eigi ekki ávallt að sigla undir sameiginlegu flaggi Stóra-Bret- lands." Eins og gefur að skilja stendur undirbúningur að skosku listahátíð- inni eftir áramótin sem hæst og ekki eru öll smáatriði enn frágeng- in. Þó er dagskráin efnislega að mestu tilbúin og gefur góða hug- mynd um hversu yfírgripsmikil kynning stendur fyrir dyrum. Þeg- ar hafa verið ákveðnir 14 tónleikar á Myrkum músíkdögum og verða 10 þeirra helgaðir skoskri tónlist eða með skosku ívafí. Sinfóníu- hljómsveit íslands mun frumflytja verk eftir Sally Beamish á opnunar- tónleikum hátíðarinnar, en þetta verk er pantað sérstaklega af Reykjavíkurborg af þessu tilefni. Á sömu tónleikum verður fluttur kon- sert fyrir tenórsaxófón og hljóm- sveit eftir William Sweeney. Aðrir flytjendur verða Auður Hafsteinsdóttir, Blásarakvintett Reykjavíkur, Strengjakvartett Reykjavíkur, Caput, Ýmir, sem er nýstofnaður kammerhópur. Frá Skotlandi koma m.a. James Clapp- erton og Paragon kammerhópur- inn, sem halda mun tvenna tón- leika, þá síðari með Caput-hópnum. í janúar munu nemendur úr Tón- skóla Sigursveins semja verk í sam- starfí við skoskt tónskáld, og verð- ur verkið frumflutt á hátíðinni. Tónstofa Valgerðar tekur þátt í þessu verkefni. Á Akureyri verður sams konar verkefni í gangi, þar sem Tónlistarskólinn fær til liðs við sig skoskt tónskáld og verður af- raksturinn frumfluttur á Akureyri í byijun febrúar. Norræna húsið tekur virkan þátt í hátíðinni, með samstarfi við Tón- I: listarskólann í Reykjavík, þar sem haldnir verða tvennir nemendatón- leikar; einnig tveir fyrirlestrar um skoska tónlist og opnar æfíngar þar sem skosk og íslensk tónskáld ræða verk sín við íslenska tónlistar- nemendur sem æfa munu valin skosk og íslensk verk. Myndlist, matur og bókmenntir Skoski jassistinn Tommy Smith heldur tónleika ásamt Jasskvartett Reykjavíkur, en Tommy Smith verður einnig einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. . Skoska þjóðlagahljómsveitin Whistlebinkies heldur einnig tón- leika og stendur fyrir einhvers kon- ar uppákomu eins þeirra er vandi. Á Kjarvalsstöðum verður sett upp stór sýning á skoskri samtíma- list og í Norræna húsinu munu tveir skoskir rithöfundar dvelja, flytja fyrirlestra og lesa úr verkum sínum og annarra skoskra skálda. í Regnboganum verða sýndar 5 skoskar kvikmyndir og mun skosk- ur kvikmyndagerðarmaður segja frá kvikmyndagerð í Skotlandi. Loks tekur veitingahúsið Við Tjörn- ina á móti gestakokk frá Rogano í Glasgow og geta íslenskir mat- . unnendur þvi kynnst því besta í J skoskri matargerðarlist meðan á Jj hátiðinni stendur. „Þetta er áætlunin í stórum 1 dráttum," segir Bergljót og bætir því við að ýmislegt geti enn tekið breytingum, og þá einna helst að eitthvað bætist við dagskrána. „Auðvitað væri þetta ekki hægt án s þess að fjölmargir aðilar hafi lagst I á eitt og án þess að hægt sé að tæma listann í svona spjalli langar mig að nefna Tónskáldafélag ís- lands, Kjarvalsstaði, Reykjavíkur- borg, Norræna húsið, Ríkisútvarp- ið, Sinfóníuhljómsveit íslands, Rit- höfundasambandið, Tónlistarskól- ann í Reylqavík, Tónskóla Sigur- sveins, Tónstofu Valgerðar, Regn- bogann, Veitingahúsið við Tjörn- ina, Tónlistarskólann á Akureyri, Kammersveit Akureyrar." TEXTI: HÁVAR SIGURJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.