Morgunblaðið - 03.11.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992
B 3
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Saunders
óstöðvandi
- getur ekki hætt að skora eftir að
hann hóf að leika með Aston Villa
BLACKBURN er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eftir
markalaust jafntefli gegn Sheffield Wednesday þar sem síðar-
nefnda liðið var mun betra. Norwich gerði einnig jafntefli og er
með jafn mörg stig, en lakara markahlutfall. Stórlið Manchester
United tapaði enn, nú heima gegn Wimbledon og hefur ekki
unnið í deildinni síðan 12. september, Liverpool tapaði úti fyrir
Tottenham og meistarar Leeds jöfnuðu á lokasekúndunum gegn
Coventry á heimavelli. Þá er Aston Villa á mikilli siglingu um
þessar mundir, sigraði QPR og er komið í þriðja sæti deildarinn-
ar — og Dean Saunders virðist hreinlega ekki geta hætt að skora
eftir að hann kom til liðsins!
Dean Saunders hefur verið hreint óstöðvandi að hrella markverði eftir að
hann hóf að leika á Villa Park.
Aðeins munaði 15 sekúndum að
meistarar Leeds töpuðu í
fyrsta sinn á heimavelli í 30 leikj-
um. Peter Ndlovu
Frá frá Zimbabwe kom
Bob Coventry yfír, 2:1,
Hennessy 12 mín. fyrir leiks-
i Englandi ]0k — markið var
dæmt gott og gilt þrátt fyrir áköf
mótmæli leikmanna Leeds, sem
vildu fá dæmda rangstöðu skömmu
áður — en 15 sek. áður en dómar-
inn flautaði leikinn af náði vamar-
maðurinn Chris Fairclough að jafna
með skalla eftir aukaspymu Gor-
dons Strachan.
Blackburn var heppið að gera
markalaust jafntefli við Sheffield
Wednesday á Hillsborough. John
Harkes átti skot í tréverkið hjá
Blackbum og þá vildu heimamenn
fá vítaspymu í fyrri hálfleik, en
varð ekki að ósk sinni. Útheijinn
Chris Waddle hjá Wednesday var
maður leiksins, hreint frábær og
gerði beinlínis grín að vamarmönn-
um Blackbum hvað eftir annað.
Ken Dalglish, stjóri Blackbum,
greip til þess ráðs að setja vara-
manninn Tony Dobson inn á í þeim
tilgangi einum að hafa hemil á
Waddle ásamt þeim sem hafði gæt-
ur á honum fyrir. En það fékk ekki
stöðvað landsliðsmanninn fyrrver-
andi, þó svo frammistaða hans
dygði ekki til þess að Wednesday
skoraði.
Dalglish sagði lið sitt ekki hafa
leikið verr á tímabilinu, en á laugar-
dag.
Manchester United hefur ekki
ÍTALÍA
TOPPLIÐIN AC Milan og Tórínó
gerðu markalaust jafntefli á San
Siro-leikvanginum í Mflanó á
sunnudaginn. Þar með var sig-
urganga AC Milan rofin, en liðið
hefur enn tveggja stiga forskot
á Inter í deildinni og einn leik
til góða. Sampdoria sigraði
Genúa í nágrannaslag 4:1.
Tórínó hafði í fullu tré við meist-
arana sem léku án Hollending-
anna Ruud Gullit og Frank Rijkaard
sem voru meiddir.
Króatinn Zvonimir
Bœlödal Boba" lékMfyret'oik
skrifar sinn fynr Milan. Tór-
ínó átti meira í leikn-
um allt þar til Mussi var vikið af
leikvelli 60. mín. eftir brot á fyrrum
leikmanni Tórínó, Lentini. AC Milan
náði þó ekki að nýta sér liðsmuninn
og kom Luca Marcegiani, markvörð-
ur Tórínó, í veg fyrir það.
Sampdoria sigraði Genúa í ná-
grannaslag 4:1 í frábærum leik.
Mancini náði forystunni fyrir Sampd-
unnið í deildinni síðan 12. septem-
ber, og reyndar aðeins unnið einu
sinni í síðustu ellefu deildar- og
bikarleikjum. Láðið tapaði heima
gegn Wimbledon, 0:1, og sagði Alex
Ferguson greinilegt að það hefði
dregið allan kraft úr mönnum sínum
að detta út úr deildarbikarkeppn-
inni gegn Aston Villa í fyrri viku.
Áhangendur United bauluðu á
leikmenn liðsins er þeir gengu af
velli en það var glatt á hjalla hjá
leikmönnum Wimbledon á eftir.
Þeir dönsuðu naktir í halarófu um
ganginn við búningsklefana á Old
Trafford, við dúndrandi tónlist úr
segulbandi sem þeir höfðu meðferð-
is — við litla hrifningu forystu-
manna United.
„Þeir héldu að við myndum ein-
beita okkur að langspymum og
hlaupum, en raunin varð ekki sú.
Við tókum þá í kennslustund — það
vorum við sem lékum knattspym-
una sem sýnd var í dag,“ sagði Joe
Kinnaer, stjóri Wimbledon eftir
sanngjarnan sigur liðs hans.
Gamala brýnið Lawrie Sanchez
kom inn í lið Wimbledon á ný eftir
sex vikna fjarveru vegna meiðsla.
Hlutverk hans var einvörðungu það
að passa Brian McClair, en hann
lét það ekki nægja heldur gerði eina
mark leiksins undir lokin. Þetta var
500. deildarleikur Sanches á ferlin-
um, en hann er líklega frægastur
fyrir að gera sigurmark Wimbledon
gegn Liverpool í bikarúrslitunum á
Wembley vorið 1988.
Tottenham skoraði tvívegis í
seinni hálfleik gegn Liverpool og
oria strax á 3. mínútu - beint úr
aukaspymu. Lanna jók forskotið í
2:0 með glæsilegu skallamarki.
Skömmu síðar varð að stöðva leikinn
f 10 mín. vegna óláta áhangenda lið-
anna, sem hentu allskyns drasli inná
völlinn. En eftir að ró komst á hófst
leikurinn aftur. Genóa náði fljótlega
að minnka muninn eftir glæsilega
samvinnu þeirra Skuravy og vara-
mannsins Padovano sem endað með
að sá síðamefndi þrumaði knettinum
upp í samskeytin. Löngu eftir að
venjulegum leiktíma var lokið náði
Sampdoria að bæta við tveimur
mörkum.
Inter komst í annað sætið með
sigri á Pescara. Pescara byijað leik-
inn með látum en inn vildi boltinn
ekki og í hálfleik var staðan 0:0.
Leikmenn Inter vöknuðu í síðari hálf-
leik og Rússinn Igor Shalimov gerði
fyrsta markið eftir að hafa leikið á
tvo vamarmenn Pescara. Fáum mín.
síðar náði Pescara að jafna en Inter
gerði út um leikinn með þremur
mörkum þeirra Battistini, Desideri
það dugði til sigurs á White Hart
Lane. Marokkóbúinn Nayim gerði
annað markanna, og var það sér-
lega glæsilegt. Eftir aukaspymu
barst knötturinn talsvert út fyrir
teig þar sem Nayim tók hann við-
stöðulaust á lofti og þrumaði efst
í markhornið.
Nottingham Forest tapaði heima,
0:1, fyrir Ipswich og bauluðu
áhangendur Forest á stjórann Brian
Clough er hann gekk af velli — í
fyrsta sinn síðan hann tók við fyrir
átján áram. Liðið hefur aðeins unn-
ið tvo af síðustu fjörtán deildar- og
bikarleikjum og falldraugurinn virð-
ist nú heija á félagið í fyrsta skipti
í ein 20 ár. Forest komst lítt áleið-
Robert Bagglo skoraði tvö.
og Sammer.
Juventus burstaði Ancona 5:1. „Ég
mun stilla landsliðsmönnunum upp
eins og þeim er stillt upp í landslið-
inu; Baggio í fremstu víglínu ásamt
Vialli," sagði Trappatoni þjáifari
Juve fyrir leikinn. Leikaðferðin virð-
ist hafa heppnast því Roberto Baggio
gerði tvö mörk. Það hjálpaði einnig
til að argentíski vamarmaðurinn
Oscar Ruggeri var rekinn út af í
fyrri hálfleik.
is gegn sterkri vöm Ipswich, átti
reyndar tvö góð skot undir lokin
og var Þorvaldur Örlygsson að verki
í annað skiptið.
Aston Villa hefur gengið mjög
vel upp á síðkastið og sigrað QPR
2:0 á sunnudaginn. Dean Saunders
gerði annað markið og hefur þar
með skorað átta mörk í tíu leikjum
síðan hann kom frá Liverpool fyrir
2,3 milljónir punda. Dalien Atkin-
son gerði seinna markið, sem var
hans níunda í vetur. „Liðið er að
verða mjög gott og vömin hjá okk-
ur er sérstaklega sannfærandi,"
sagði Saunders á eftir.
■ Úrslit / B6
SPÁNN
Coruna enn
á toppnum
Deportivo Corana hélt sigur-
göngu sinni áfram í spænsku
knattspymunni um helgina. Liðið
vann Sproting Gijon 2:1 á heima-
velli og heldur toppsætinu áttundu
vikuna í röð, er tveimur stigum á
undan Real Madrid og Barcelona.
Brasilíumaðurinn Jse Bebeto
gerði sjöunda mark sitt á tímabilinu
er hann gerði síðara mark Corana
gegn Sporting Gijon þegar 10 mín.
vora til leiksloka. Fraz Gonzalez
gerði fyrra mark Corana í byijun
leiks en Argentínumaðurinn Dario
Scotto minnkaði muninn fyrir Gijon
fyrir leikslok.
Chilebúinn Ivan Zamoano gerði
eina mark Real Madrid í 1:0 sigri
gegn Zaragoza á á þriðju mínútu.
Barcelona vann Logrones 2:1 með
mörkum Guillermo Amor og Búlg-
arinn Hristo Stochkov gerðu mörk
Börsunga en Kleber America gerði
mark heimamanna. Hann var síðan
rekinn af leikvelli ásamt Brasilíu-
manninum Antonio Poyatos á síð-
ustu mínútum leiksins. Miguel Nad-
al, varnarmaður Barcelona, var
einnig sendur í bað fyrir gróft brot.
Sigurganga AC
Milan stöðvuð
■ PSV Eindhoven er á toppnum
í hollensku 1. deildinni eftir sigur á
Twente 2:1 um helgina. Juul Eller-
man gerði sigurmark PSV á síðustu
mínútu leiksins, en fyrra markið
gerði landsliðsmaðurinn Wim KiefL
■ FEYENOORD vann stórsigur á
RKC Waalwyk og heldur öðra
sætinu. Gaston Taument gerði tvö
marka Feyenoord og Jon de Wolf
og Joszef Kiprich sitt markið hvor.
H AJAX mátti þakka fyrir jafn-
tefli gegn Den Bosch, 2:2. Svíinn
Stefan Pettersson jafnaði þegar
komið var framyfir venjulegan leik-
tíma.
■ DENNIS Bergkamp, framheiji
Ajax og hollenska landsliðsins, leik-
ur með AC Milan næsta keppnis-
tímabil skv. því sem Johan Cruyff,
þjálfari Barcelona, sagði í viðtali
við ítalskt blað um helgina.
■ CRUYFF sagði lið sitt hafa
haft áhuga á að krækja í Berg-
kamp, en vegna milligöngu Marcos
Van Basten, sem leikur með AC
Milan, sé ítalska félagið búið að
gera samning við Bergkamp bak
við tjöldin. Bergkamp sagði sjálfur
um þetta: „Ef Ajax verður ekki
meistari í ár mun ég leika með liði
vinar míns - sem heitir Van Basten
en ekki Cruyff.
■ PÓLSKI landsliðsmaðurinn
Andrezej Juskoviak skoraði fyrir
Sporting gegn Porto, en Búlgar-
inn Emile Kostadinov jafnaði, 1:1,
í Portúgal. Einn leikmaður Porto
var rekinn af leikvelli rétt fyrir leik-
hlé. „Við lékum betur í fyrri hálf-
leik gegn ellefu leikmönnum, en
gegn tíu í seinni hálfleik," sagði
Bobby Robson, þjálfari Sporting.
■ BENFICA, sem lét þjálfarann
Tomislav Ivic fara fyrir helgi, vann
Boavista 2:0.
I ÁKVEÐIÐ hefur verið að
Rauða stjaman frá Belgrad leiki
gegn úrvalsliði frá Sarajevo á Anfi-
eld Road í Liverpool 11. nóv-
ember. Leikurinn verður ágóðaleik-
ur fyrir hijáða borgara í Bosníu.
■ DAVID Batty, enski landsliðs-
maðurinn hjá Leeds, var borinn af
velli meiddur á ökkla undir lok leiks-
ins gegn Coventry um helgina.
Óvíst er hvort hann getur verið með
í Evrópuleiknum gegn Rangers á
morgun.
■ TONY Cottee, framheiji hjá
Everton í Englandi, gagnrýndi
þjálfarann Howard Kendall í sam-
tali við enskt blað á laugardaginn
— sagðist alltaf vera fyrsti maður
út úr liðinu ef þjálfarinn teldi breyt-
inga þörf, og það væri ekki sann-
gjamt.
■ KENDALL var ekki hress eftir
að lesið blöðin með morgunkaffinu;
tók Cottee út úr liðinu og sektaði
hann um tveggja vikna laun, 6.000
pund, sem er andvirði um 534 þús-
und.
■ KENDALL sagði reyndar að
Cottee gæti svo sem gagnrýnt sig,
en hann gæti ekki látið það viðgang-
ast að hann gagnrýndi samheija
sína, sem hann gerði einnig í blað-
inu.
■ PETER Reid tók þátt í 500.
deildarleik sfnum á laugardag —
kom inn á hjá Man. City gegn
Everton á Goodison Park. Hann er
stjóri City auk þess að leika með
liðinu, og fagnaði sigri.
■ ALLY McCoist framheiji hjá
Rangers gerði þrennu er lið hans
vann Motherwell 4:2 í skosku úr-
valsdeildinni.
■ BARÁTTA Bodo Illgner, mar-
kvarðar hjá Köln og Andreas
Köpke, Niimberg, um hver er besti
markvörður Þýskalands, hélt áfram
á laugardaginn þegar lið þeirra
mættust. Dlgner varði vítaspymu í
leiknum og þegar Niimberg fékk
aðra vítaspymu, var það Köpke sem
fór fram til að taka vítaspymuna
og skoraði hann örugglega - sendi
knöttinn efst upp í markhomið
óveijandi fyrir Illgner. Nömberg
vann 2:1.