Morgunblaðið - 03.11.1992, Page 5

Morgunblaðið - 03.11.1992, Page 5
4 B HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Stigunum bróðuriega skipt - hjá FH og Val í miklum baráttuleik ÞAÐ var hart barist í leik topp- liðanna í 1. deild, Vals og FH, að Hlíðarenda á laugardaginn. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka virtist Valur hafa sig- urinn í hendi sér enda tveimur mörkum yfir. En FH-ingar sýndu mikla baráttu og sönn- uðu enn einu sinni að leikur er ekki búinn fyrr en flautað er af. Þeir náðu að jafna 20:20 áður en yfir lauk og Valsmenn gengu sneyptir af velli. Leikur- inn var jafn og spennandi en harkan og baráttan kom niður á gæðum handboltans. Valsmenn höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik, voru yfir utan einu sinni. Valur hafði þriggja marka for- skot í hálfleik, 12:9, en FH-ingar þurftu aðeins þrjár mínútur í upphafi seinni hálf- Valur B. Jónatansson skrífar Hvað sögðu þeir? Ánægður með annað stigið - sagði Kristján Ara- son, þjálfari FH Kristján Arason, þjálfari og leik- maður FH, sagðist vera ánægður með annað stigið í leiknum gegn Val. „Þetta var hörkuleikur og mikil barátta. Við getum ekki annað en verið ánægðir með annað stigið miðað við hverning leikurinn þróaðist í lokin. Sóknarleikurinn riðlaðist aðeins hjá þeim þegar Dagfur meiddist og við notfærðum okkur það. Annars er ég ánægðast- ur með frammistöðu Trúfans í þess- um leik. Þetta var besti leikur hans síðan hann kom til okkar og veit á gott fyrir Evrópuleikina um næstu helgi,“ sagði Kristján. Langt frá því að vera ánægður „Við erum langt frá því að vera ánægðir með þessi úrslit. Við áttum að fá bæði stigin. Það var dýrt að missa niður þriggja marka forskot strax í byrjun síðari hálfleiks," sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals. „Það er enn langur vegur eftir af mótinu og við getum bætt mikið hjá okkur sjálfum. Sóknar- leikurinn er ekki nægilega markviss og eins þurfum við að nýta betur hraðaupphlaupin.“ Dómaramir eyðilögðu leikinn Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, var brúnaþungur er hann gekk til búningsklefa eftir leikinn. „Eg held að þetta hefði getað orðið skemmti- legur leikur en því miður voru tveir svartklæddir menn inná vellinum sem eyðilögðu hann. Því miður gát- um við ekki sýnt betri leik en þetta. Það er svekkjandi þegar bæði liðin eru að reyna að leggja sig fram um að spila almennilega, virðist útilok- að að gera það vegna dómgæslunn- ar. Þetta eru áþekk lið sem leika þokkalegan varnarleik og byggja sóknarleikinn á hraðaupphlaupum," sagði Þorbjörn. Sóknar- nýting Valsmenn áttu 23 sóknir í fyrri hálfleik og gerðu 12 mörk, sem er 52% sóknamýt- ing. í síðari hálfleik var sóknamýting Vals aðeins 40%, 20 sóknir og 8 mörk. Sóknarnýting FH í fyrri hálfleik var 45%, 22 sóknir og 9 mörk. í síðari hálf- leik var annað upp á teningnum, nýtingin var 55%, eða 11 mörk úr 20 sóknum. ■ Valsmenn gerðu 6 mörk með lang- skotum, 4 úr homum, 2 af línu, 4 eftir hraðaupphlaup og 4 úr vítaköstum. ■ FH-ingar gerðu 8 mörk með lang- skotum, 2 úr homum, 5 af línu, 2 úr hraðaupphlaupum og 3 úr vítaköstum. leiks til að jafna leikinn, 12:12. Spennan hélst út leikinn. Valdi- mar skoraði 20. mark Vals þegar flórar mínútur voru eftir og staðan þá 20:18. Halfdán minnkaði muninn í eitt mark þegar 2,30 mín. voru til leiksloka. í næstu sókn átti Jón Kristjánsson misheppnaða línu- sendingu og FH-ingar bmnuðu upp og Sigurður Sveinsson jafnaði þeg- ar 1,20 mín. vom eftir. Valsmenn vom í sókn sem eftir var en kom- ust lítt áleiðis. Ólafur Stefánsson komst þó í gegn og skoraði, en dómaramir aðeins of fljótir á sér og dæmdu aukakast. Jón Kristjáns- son átti síðan örvæntingafullt skot á Iokasekúndunum sem Bergsveinn átti ekki í vandræðum með að veija. Leikurinn verður ekki minni- stæður fyrir góðan handknattleik en hann var skemmtilegur fyrir áhorfendur og bauð upp á mikla spennu og baráttu. Það var oft meira kapp en forsjá í sóknarleik beggja liða, en vömin og markvarsl- an var í góðu lagi hjá báðum liðum. Dagur Sigurðsson og Valdimar Grímsson vom bestu leikmenn Vals auk Guðmundar í markinu. Dagur meiddist í upphafi síðari hálfleiks og kom ekki aftur inná fyrr en fimm mínútur vom eftir og á meðankom- ust FH-ingar inní leikinn. Ólafur Stefánsson var ógnandi og fiskaði m.a. þijú vítaköst. Hjá FH var Trúfan í miklu stuði og lék einn besta leik sinn með FH. Halfdán Þórðarson var ömggur á línunni, gerði fimm mörk og fiskaði tvö vítaköst. Bergsveinn voru einnig mjög góðir og svo Kristján Arason í vörninni. Sigurður Sveinsson, sem er þekktari sem homamaður, leikur í stöðu skyttu hægra meginn og er það merkileg staða fyrir minnsta leikmann liðsins. En hann skilaði sínu hlutverki vel. Dómararnir vom ekki nægilega sannfærandi og hleyptu leiknum of mikið upp. Þeir hefðu átt að gefa tveimur leikmönnum rauða spjaldið. Fyrst Gunnari Beinteinssyni fyrir að bijóta gróflega á Ólafí Stefáns- syni í fyrri hálfleik og síðan Jakobi Sigurðssyni fyrir að hrinda Sigurði Sveinssyni viljandi í síðari hálfleik. En þetta er eins og með leikmenn, að dómarar geta átt sína slæmu daga. Þorbjöm hjólaði í okkur strax eftir leik - segirJón Hermannsson, dómari. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, erekki á sama máli ÞORBJÖRN Jensson þjálfari Vals var mjög óhress með dómgæsl- una í leik Vals og FH á laugardag- inn, og segir Jón Hermannsson, annar dómara leiksins, að hann hafi gengið f skrokk á sér. Sam- kvæmt skýrslu dómaranna eftir leikinn á Þorbjörn Jensson yfir höfði sér þriggja til fjögurra leikja bann vegna framkomu sinnar. „Hann hjólaði íokkur strax eftir leik. Hann þóttist vera að þakka okkur fyrir leikinn — kom aftan að mér og þreif í hend- ina á mér og rykkti henni niður og snéri sér síðan við og stjak- aði mér út í tímavarðaborðið," segir Jón Hermansson um atvik- ið. Jón sagðist viðurkenna það að þeir hafí dæmt leikinn illa. „Við misst- um leikinn of langt frá okkur og það gerist oft í leikjum að maður nær þeim ekki inn aftur. Við leyfðum of mikið. Svo er endalaust hægt að deila um einstök atriði. En þetta var ekki okkar dagur. Það afsakar þó ekki framkomu Þorbjarnar, leikmanna og forráðamanna Vals sem var fyrir neðan allar hellur. Maður hélt að þeir sem væru í rauðu treyjunum ættu að sjá um öryggisgæslu í hús- inu. En þegar þeir láta manna verst sjálfir er ekki von á góðu,“ sagði Jón. Þorbjöm Jensson lýsti umræddu atviki þannig: „Þegar leikurinn var búinn fór ég til dómaranna og sagði nokkur vel valin orð við þá. Síðan fór ég frá þeim en snéri mér fljótlega aftur að þeim við tímavarðaborðið — tók í hendina á Guðmundi fyrst og sagði frekar hranalega, þakka þér fyrir leikinn. Svo þegar kom að Jóni var hendin ekki til staðar þannig að ég tók bara í hendina á honum og sagði, þakka þér fyrir leikinn líka. Ég strunsaði svo í burtu frá þeim og þá straukst öxlin á mér við öxlina á Jóni í öllum látunum,“ sagði Þorbjörn. „Það má alltaf segja sem svo að auðvitað á maður ekki að gera svona hluti. En þeir voru búnir að gefa æðimörg tilefni til þess. Ég get alveg sagt við þá hvernig þeir eigi að koma í veg fyrir að svonalagað gerist. Það er að dæma almennilega og hafa tök á því verkefni sem þeir eru að taka að sér. Það er ljóst að það verður að gera eitthvað í sambandi við dóm- gæsluna, sem hefur verið afspyrnulé- leg. Liðin koma mjög vel undirbúin fyrir keppnistímabilið en dómaramir ekki. Ef það er einhver lausn á dóm- aramálunum að setja mig í leikbann er það gott,“ sagði Þorbjörn. Dómararnir gáfu skýrslu um atvik- ið og verður sú skýrsla væntanlega tekin fyrir hjá aganefnd HSÍ í dag. Samkvæmt skýrslu dómaranna telja þeir þetta brot Þorbjörns varða við ofbeldi utan vallar. Samkvæmt reglu- gerð Aganefndar HSÍ þýðir það 10 refsistig og Þorbjöm gæti því hlotið þriggja til fjögurra leikja bann. ■) Lt MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 B 5 KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND Morgunblaðið/RAX FyrlrllAarnir, Guðjón Árnason og Jakob Sigurðsson, takast í hendur eftir leikinn umdeilda að Hlíðarenda á laugardag- inn. Jakob er greinilega ósáttur við úrslitin ef marka má svipinn á andliti hans, en Bergsveinn markvörður reynir að hughreysta hann. Friðrik Oddsson, stuðningsmaður FH-inga, hefur greinilega eitthvað til málanna að leggja. Sigurður Svelnsson fékk oft óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Vals. Hér liggur hann eftir fyrir utan hliðarlínu eftir að Jakob Sigurðsson hafði stjakað viljandi við honum. Lánleysid algjört sagði EyjólfurSverrisson eftirtap- leikinn gegn Bayern Munchen EYJÓLFUR Sverrisson og sam- herjar hans hjá Stuttgart máttu sætta sig við tap gegn Bayern Miinchen, 2:3, á Neckar-leik- vanginum í Stuttgart á laugar- daginn. „Við stjórnuðum leikn- um frá fyrstu mínútu en lán- leysið var algjört og þvffór sem fór,“ sagði Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur sagði sem dæmi um yfir- burðina að Stuttgart hafí átt 26 skot á markið og nýtt aðeins tvö en Bayem 9 skot og nýtt þijú þeirra. „Það var mjög svekkjandi að tapa og var algjör klaufaskapur. Við emm að spila mjög vel úti á vellinum en það gengur ekkert að koma boltanum í netið. Þetta á eft- ir að vera erfítt því öll liðin vilja leggja meistarana. Nú fáum við hálfsmánaðar frí í deildinni og ætl- um að nota þann tíma vel,“ sagði Eyjólfur sem lék í stöðu vamarteng- iliðs á laugardaginn. Blöð í Þýska- landi segja að eftir gangi leiksins hefði Stuttgart átt að vera fímm til sex núll yfír í leikhléi. Fritz Walter kom Stuttgart yfír með marki úr vítaspyrnu á 52. mín- útu, eftir að hinn 19 ára Austurrík- ismaður Harald Cerny hafði fellt hann. Cemy átti eftir að koma meira við sögu, því að hann lagði upp jöfnunarmark Bmno Labbadia aðeins mínútu síðar. Hann skoraði sjálfur, 1:2, og lagði upp þriðja mark Bayem, sem Christian Ziega skoraði. „Þegar ég sá að varamaður var byijaður að hita upp ákvað ég að leggja allt sem ég átti í leik- inn,“ sagði Cerny. Andre Golke náði að minnka muninn fyrir heima- menn, sem töpuðu fyrsta heima- leiknum á þessu tímabili. Eyjólfur Sverrisson fékk að sjá gula spjaldið í Ieiknum. Félagi hans Michael Frontzeck, sem fékk það hlutverk að hafa gætur á Lothar Mattháus, var heppinn að fá ekki að sjá rauða spjaldið. Hann skallaði í andlit Mattháus. Enn er rætt og ritað um framtíð Christoph Daum, þjálfara Stuttg- art, og em menn ekki búnir að gleyma mistökum hans í Evrópu- leiknum gegn Leeds. Sandy Lyle fékk 10 milljónir ÍSK um helgina þrátt fyrir að leika fremur illa. Lyle sigraði í bráðabana SKOTINN Sandy Lyle sigraði f Volvo meistarakeppninni sem lauk á Valderrama golfvellinum á Spáni um helgina. Lyle sigr- aði landa sinn Colin Montgo- merie á fyrstu holu í bráða- bana. Montgomerie lék mjög vel síð- asta daginn og kom þá inn á 69 höggum, tveimur undir pari, en eyðilagði algjörlega fyrir sér með hræðilegu upphafshöggi í bráða- bananum. Boltinn lenti í tijágrein og fór aðeins um 50 metra. Eftir þijú högg var hann ekki enn kom- inn inná flöt, vippaði glæsilega og einpúttaði. Það dugði þó ekki því Lyle lék af öryggi og fór holuna á fjórum höggum, eða pari. Lyle lék síðasta hringinn á 73 höggum, eða tveimur yfír pari, og var nokkuð ánægður þegar hann tók við stórri ávísun eftir mótið. Hún var stór bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu en Lyle fékk 10 milljónir ÍSK fyrir sigurinn. Þeir félagar léku holurnar 72 báðir á 287 höggum sem er þremur höggum yfír pari vallarins. Saga þessa móts er ekki löng, aðeins fimm ár, og er þetta í fyrsta sinn sem mótið vinnst á svona háu skori. Kylfíngur ársins, Englendingur- inn Nick Faldo, endaði tímabilið ekki glæsilega. Hann lék illa og endaði í 23. sæti en engu að síður er þetta eitt besta tímabil þessa frábæra kylfings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.