Morgunblaðið - 03.11.1992, Qupperneq 8
KR-ingar
engin hindr-
un fyrir Kefl-
víkinga
ÍSLANDSMEISTARARNIR frá
Keflavík áttu ekki í neinum
erfiðleikum með KR - rufu enn
einu sinni hundrað stiga múr-
inn og unnu örugglega, 105:94.
Þeir eru taplausir í úrvalsdeild-
inni. „Ég átti von á KR-ingum
sterkari eftir sigur þeirra gegn
Snæfelli í Stykkishólmi. Þeir
voru kraftlausir gegn okkur.
Við náðum strax góðum tökum
á leiknum, en ég var óhress
með lokakaflann hjá okkur -
þá gáfum við eftir. Afslöppunin
sem átti sér stað er óæskileg
þar sem við erum með
reynslumikla leikmenn, sem
eiga að gata keyrt út á fullum
krafti," sagði Jón Kr. Gíslason,
þjálfari Kefiavíkinga.
Keflvíkingar gerðu út um leikinn
strax í fyrri hálfleik. KR-ingar
réðu ekki við hraða þeirra og Guð-
jón Skúlason, sem
Sigmundur Ó. var. ðstöðvandi -
Steinarsson setti niður sex
skrífar þriggja stiga körfur,
en alls skoraði hann
sjö þriggja stiga körfur í leiknum.
„Við lékum mjög vel í fyrri hálf-
leiknum og í byijun seinni hálfleiks-
ins. Þá sýndum við okkar bestu
hliðar - lékum sterkan vamarleik
og vorum ákveðnir í skóknarað-
gerðum. KR-ingar léku pressuvöm
gegn okkur, en þannig vamarað-
gerð dugar ekki gegn liði sem leik-
ur eins hratt og við gerum," sagði
Jón Kr.
Guðjón Skúlason skoraði margar
stórglæsilegar körfur með skotum
utan af velli og lék hann við hvem
sinn fingur. „Þegar Guðjón er í
þessum ham er hann óstöðvandi.
Hann byijaði íslandsmótið mjög vel
og skoraði mikið með þriggja stiga
skotum, en síðan byijuðu að koma
feilnótur hjá honum. Það var því
ánægulegt að sjá að hann hefur
fundið fjölina sína á ný,“ sagði Jón
Kr. Gíslason.
Yfírburðir Keflvíkinga vom
miklu meiri en lokatölumar segja.
Þeir voru allan tímann með yfír-
höndinga gegn KR og leiddu yfír-
leitt með þetta tuttugu stiga mun.
Staðan í leikhléi var 40:64, en und-
ir lok Ieiksins slökuðu Keflvíkingar
á og KR-ingar náðu að minnka
muninn í ellefu stig.
Guðjón Skúlason, Jonathan Bow
og Albert Óskarsson voru bestu
leikmenn Keflavíkurliðsins og þá
áttu þeir Kristinn Friðriksson og
Hjörtur Harðarson góða spretti.
Hermann Hauksson, Láras Áma-
son, Guðni Guðnason og Harold
Thompkins vora atkvæðamestir hjá
KR.
Fyrstl heimasigur UMFG
Grindvíkingar unnu sinn fyrsta
heimaleik i vetur með sigri á
Breiðabliki, 90:73. Leikurinn var
ekki rismikil! og
Frímann margt sem bæði lið-
Ótafsson in þurfa að laga til
skrífar að bæta leik sinn.
„Við þurfum að laga
sóknarleikinn, vömin er í góðu lagi
hjá okkur og við leggjum hart að
okkur að bæta sóknina því hún er
veiki hlekkurinn í leik liðsins. Það
á samt að vera auðveldast að bæta
úr því og mórallinn er góður í lið-
inu,“ sagði Dan Krebbs, þjálfari
Grindvíkinga, eftir leikinn.
Guðmundur Bragason og Dan
Krebbs, sem óðum nálgast sitt fyrra
form, bestu menn Grindavíkurliðs-
ins en senuþjófur leiksins var þó
Heigi Jónas Guðfínnsson, 16 ára
unglingalandsliðsmaður, sem spil-
aði í byijunarliðinu og skoraði m.a.
fjórar þriggja stiga körfur úr sex
tilraunum auk þess að stjóma spili
liðsins meðan hann var inná. Mikið
efni á ferðinni.
Pétur Guðmundsson bar uppi leik
Breiðabliksliðsins og þrátt fyrir að
Lloyd Sergent hafi gert 19 stig var
hann ekki áberandi. Um miðjan síð-
ari hálfleik fékk hann sína fimmtu
villu og kom því ekki meira við sögu.
Spennufall hjá Skallagríml
Haukar unnu verðskuldaðan sig-
ur á Skallagrími 81:89 í
íþróttahúsinu á Borgamesi um
Hmg helgina. Borgnes-
Theódór Kr. ingamir byijuðu
Þórðarson betur og leiddu leik-
skrífar ;nn framan af en um
miðjan fyrri hálfleik
datt botninn úr leik þeirra og eftir
það var sigur Hauka aldrei í vera-
legri hættu. Borgnesingamir náðu
sér þó aftur á strik um tím undir
lok leiksins og þá var staðan 76:80
en Haukamir gáfu ekkert eftir síð-
ustu mínútumar og sigruðu nokkuð
örgglega 91:89. „Við byijuðum svo-
lítið illa en þeir fengu fljúgandi
start“ sagði Ingvar Jónsson þjálfari
Hauka eftir leikinn. „Það þurfti síð-
an víti á bekkinn hjá okkur til að
dómaramir vöknuðu og færa að
dæma á Skallagrím. Pressuvömin
hjá okkur virkaði vel, leikmenn
Skallagríms þoldu hana illa og æst-
ust allir upp og fóra að gera mis-
tök. Við áttum ekkert sérstakan
leik en betri en síðast á móti Grind-
víkingum og ég er ánægður með
okkar gengi," sagði Ingvar Jónsson
Morgunblaðið/Bjarni
Quftjón Skúlason skorar eina af sjö þriggja stiga körfum sínum, án þess
að KR-ingamir Matthías Einarsson (11) og Sigurður Jónsson koma vömum við.
að lokum. „Byrjunin lofaði góðu en
síðar varð spennufall hjá okkur og
eftir það náðum við okkur aldrei
almennilega á strik í leiknum. Við
náðum ekki nógu vel saman og
gerðum mikið af mistökum í þessum
leik,“ sagði Birgir Mikaelsson þjálf-
ari og leikmaður Skallagríms eftir
leikinn. „Okkur gekk illa að stöðva
þá í sókninni og John Rhodes var
okkur erflður. Þetta var greinilega
ekki okkar dagur," sagði Birgir.
Bestu menn leiksins vora, Pétur
Ingvarsson hjá Haukum og Alex
Ermonlínskíj hjá Skallagrími.
Bara byrjunln
Bara byrjunin," sagði ívar Ás-
grímsson, þjálfari og leikmað-
ur Snæfells, ánægður eftir sigurinn
á Tindastóli, 79:60, í Stykkishólmi
á sunnudaginn. Heimamenn byijðu
leikinn vel og höfðu ávallt forystu
en Tindastóll gafst
Mana ekki upp og náði að
Guðnadóttir minnka muninn og
skrífar höfðu eins stigs for-
ystu í hálfleik, 35:36.
Hólmarar byijuðu seinni hálfleik
af krafti. Kristinn Einarsson barðist
vel og náði að rífa sína menn áfram
og um miðjan hálfleikinn höfðu
þeir náð 10 stiga forskoti sem þeir
juku jafnt og þétt til leiksloka.
Það munaði miklu fyrir lið Tinda-
stóls að Páll Kolbeinsson og Harald-
ur Leifsson léku ekki með vegna
veikinda. Valur Ingimundarson
komst lítið áleiðis því Rúnar Guð-
jónsson hélt honum niðri og spilaði
mjög góða vöm. Bestur í jöfnu liði
Snæfells var Kristinn Einarsson.
Einnig áttu Tim Harway, Bárður
og Rúnar góða spretti. í liði Tinda-
stóls var Moore atkvæðamestur.
■ Staðan / B6
FOLK
I GUÐJÓN Skúlason, stórskytta
Keflavíkurliðsins, var hvfldur þeg-
ar 7,46 mín. vora eftir að leik KR
og ÍBK. Hann var þá kominn með
fjórar villur. Guðjón kom inná und-
ir lok leiksins og fékk þá sína
fímmtu villu.
I KRISTINN Friðríksson rauf
hundrað stiga múrinn fyrir Keflvík-
inga - skoraði 101:79, með skoti
undir körfunni.
■ TVÖ vítaskot skemmdu fyrir
að Guðjón Skúlason skoraði ekki
sjö þriggja stiga körfur í röð gegn
KR. Hann var búinn að skora fjór-
ar - þegar hann skoraði úr tveimur
vítaskotum, eftir að tæknivíti var
dæmt á KR. Eftir það skoraði Guð-
jón þijár glæsilegar þriggja stiga
körfur. Guðjón skoraði 31 stig í
leiknum.
■ EINAR Einarsson, leikmaður
körfuknattleiksliðs ÍBK fór undir
hnífinn í sl. viku. Hann lét lagfæra
liðbönd á ökkla hægri fótar og verð-
ur frá keppni í sex vikur.
■ KEFLA VÍKINGAR hafa skor-
að yfír 100 stig í íjóram af sex
leikjum sínum í úrvalsdeildinni. Alls
hafa þeir skorað 639 stig, sem er
106,5 stig að meðaltali í leik.
I BEINAR útvarpssendingar
verða á útileikjum TÍndastóls í
körfuknattleik í vetur, eins og sl.
vetur. Útvarpað verður á dreifikerfi
útvarpsstöðvar nemenda Fjöl-
brautaskólans á Sauðárkróki -
FM 93,7.
■ ÞAÐ verða stúdentsefni fjöl-
brautaskólans sem sjá um útsend-
ingamar og aðalþulur þeirra verður
Sigurður Agústsson, sem annaðist
lýsingar á síðasta vetri og var mjög
vinsæll.
Naumur
sigur
hjá Val
VALSMENN alsmenn fögnuðu
enn einum sigrinum i úrvals-
deildinni í körfuknattleik, þegar
þeir sigruðu Njarðvíkinga með
fjögurra stiga mun, 92:88, í
jöfnum en frekar rólegum leik
að Hlíðarenda á sunnudags-
kvöld. Góður kafli heimamanna
undir lokin, þar sem vrtahittni
Franc Bookers vóg þungt,
gerði gæfumuninn, en barátta
gestanna kom of seint.
Njarðvíkingar höfðu undirtökin
til að byrja með, en Svali
Björgvinsson kom inná hjá Vals-
mönnum í stöðunni
13:14 og fljótlega
náðu heimamenn 11
stiga forystu, 27:16.
Njarðvíkingar efld-
ust við mótlætið og með ákveðni
og markvissari leik minnkuðu þeir
muninn í eitt stig, 42:41, fyrir hlé.
Gestimir héldu uppteknum hætti
í byijun seinni hálfleiks, en náðu
samt aldrei meira en sex stiga for-
ystu. Valsmenn brúuðu bilið og
þegar átta mínútur voru til leiksloka
gerðu þeir 12 stig í röð, breyttu
stöðunni úr 67:68 í 79:68 á fjóram
mínútum og þetta var vendipunkt-
urinn. Þeir gáfu sér meiri tíma í
sóknimar það sem eftir lifði leiks
og þrátt fyrir góða baráttu Njarð-
víkinga á lokamínútunum var sigur-
inn í höfn, þó tæpara hefði það
vart mátt standa.
Steinþór
Guðbjartsson
skrífar
KORFUKNATTLEIKUR
LOTTO: 4 8 11 29 38 / 31