Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 . v!.' . ]-},———!—Ti'^TlT* 1'-r—' l-"' ‘T' HVERTVERK ERHIÐFYRSTA AÐEINS nítján ára gamall var Áskell Másson fastráðinn tónhöfundur Islenska dansflokksins, en þá hafði hann Iært á klarínett og slagverk frá barnsaldri. Hann gegndi þeirri stöðu um tveggja ára skeið og samdi meðal annars tónlist fyrir ballettinn Höfuðskepnurnar og leikrit Birg- is Sigurðssonar Selurinn hefur mannsaugu sem sýnd voru á Listahátíð 1974. Arin hafa liðið og brátt getur tónskáldið og slagverksleikarinn Áskell Másson fagnað tuttugu ára starfsafmæli við tónsköpun, en á þessum árum hefur hann hefur samið tónlist fyrir sinfóníuhljómsveit, kammerhópa, einleikara, söngraddir, leikhús og myndmiðla. Þessi þula er þó aðeins forsmekkur af elju hans við nótnablöðin. Aþessum árum hefur Áskell einnig starfað sem hljóðfæraleikari, og vann til dæmis með Norræna kvart- ettinum um nokkurt 1 skeið og fór með honum í tónleikaferð iyn Kína árið- 1987. En kvartettinn hefur lagt upp laupana. „Joseph Fung, tónskáld og gítarleikari, sem starfaði með okkur, er nú búsettur í Hong Kong,“ segir Áskell aðspurður um afdrif hópsins, „og þegar heimsálfur liggja á milli er nánast ógjömingur að halda svona samstarfi lifandi, því miður. Ég get raunar ekki neit- að því að ég sakna spilamennskunn- ar öðru hvoru, og er eflaust tekinn að ryðga á því sviði sökum ónógra æfínga, þar sem tónsmíðamar hafa svo lengi setið í fyrirrúmi." Snjór og marimba-sónata Verk Áskels em nú um sjötíu talsins. Þar má nefna konsert fyrir marimbu sem Sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg frumflutti í fyrra, §öm- tíu mínútna langan píanókonsert og básúnukonsert sem Sinfóníu- hljómsveit Islands fmmflutti auk verka fyrir ýmis einleikshljóðfæri, þ. á m. verkið Prim sem daufdumbi Morgunblaðið/Gunnar Blöndal ásláttarleikarinn Evelyn Glennie flutti á tónleikum í Royal Festival Hall og Wigmore Hall í London í hitteðfyrra, og sónötu fyrir slagverk sem flutt var í Finlandia-höllinni í Helsinki, svo stiklað sé á stóm. Árið 1988 var gefínn út geislaplata með fímm tónverkum sem hann samdi á árabilinu 1980-1985, og var fyrsta geislaplatan sem gefín vaT út hérlendis með tónlist íslensks samtíðartónskálds. Skemmst er einnig að minnast þáttar sem Sjón- varpið sýndi í fyrravetur en þar rannu texti Thors Vilhjálmssonar, myndverk Amar Þorsteinssonar og tónsmíðar Áskels saman í þríeina og ljóðræna heild. Rétt undir síð- ustu áramót lauk Áskell við blásar- akvintett eftir pöntun sænska blás- Áskell Másson arakvintettsins Quintessence, er hefur flutt hann í átján borgum á Norðurlöndum og hljóðritað fyrir danska og sænska útvarpið. í sum- ar lauk Askell við verk sem pantað var af japönskum listunnanda og auðkýfingi, sem mun vera fróður um íslenska tónlist, og bað fímm tónskáld sérstaklega að semja verk fyrir sig. „Mitt verk samdi ég með- fram öðmm þætti sinfóníu sem ég hef haft í smíðum undanfarin ár og er geysilega kraftmikill og nokk- um veginn í fullkominni andstöðu við litla japanska verkið, Snjó, eins og ég kalla það, að minnsta kosti hvað yfirborð varðar. Snjór er fín- gert ljóð eða innhverf hugleiðing, skrifað fyrir 4 hljóðfæraleikara, en sinfónían fyrir um 110 hljóðfæra- leikara.“ Snjór verður fluttur á Myrkum músíkdögum í febrúar næstkomandi, þá í Japan og loks gefíð út á geisladisk með verkum hinna tónskáldanna. Árið hefur einnig verið annasamt hjá Áskeli, ef miðað er við flutning verka hans á ýmsum tónlistarhátíð- um og tónleikum í Ástralíu, Banda- ríkjunum, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Japan, Noregi, Nýja Sjálandi og Svíþjóð. Þá þijá mánuði sem Áskell dvaldi í Englandi í upp- hafí árs, vissi hann um flutning á verkum sínum á u.þ.b. 40 stöðum. Ber þó við að tónskáld frétti ekki af flutningi verka sinna fyrr en seint eða aldrei. Fyrir tíu dögum kom út geislaplata með hálftíma- löngum marimbu-konsert sem Sin- fóníuhljómsveit Gautaborgar leikur undir stjórn Jun’ichi Hirokami, en einleikari er félagi Áskels úr Nor- ræna kvartettinum, Roger Carls- son. „Hljómsveitin frumflutti verkið í nóvember í fyma með sama ein- leikara," rifjar Áskell upp. „Þetta var mér ákaflega stór stund, því sjaldan eða aldrei hefur tónlist eftir mig fengið jafn góðar móttökur. Tónleikahöll Gautaborgar var full út að dymm, og fólk reis úr sætum eftir flutninginn og fagnaði ákaf- lega, sem er mjög óvenjulegt þegar um ný verk er að ræða.“ í beinu framhaldi var ákveðið að hljóðrita verkið og fengnir til tónmeistarar sem hafa meðal annars unnið með Deutche Grammophone-hljóm- plötuútgáfunni. Konsertinn er gef- inn út hjá fyrirtæki er nefnist Intim Musik, og var geislaplata með Ás- hildi Haraidsdóttur flautuleikara gefínn út hjá sama fyrirtæki fyrir EINS KONAR NEYTENDAFÉLAG Ein er sú menningarstofnun í Reykjavík sem lftið lætur yfir sér og berst sjaldan á í fjölmiðlum. Þó er samfellt starf orðið nær fjórir ára- tugir og hefur vel verið haldið á spilum; opinber fyrirgreiðsla lítil sem engin og engu eytt umfram efni. Þetta er Kammerkiúbbur Reykjavík- ur, einstakt dæmi um félagsskap áhugamanna sem helgað hefur krafta sína þvi eina markmiði að fá tækifæri reglulega til að hlýða á bestu tónlistarmenn landsins flytja kammertónlist. Einfalt og göfugt. ^■■^ ammerklúbbur f Reykjavíkur hefur nú hafíð sitt 36. starfsár og framundan em [ aðrir tónleikar vetr- I arins; Reykjavíkur- kvartettinn leikur í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30, Strengjakvartett nr. 1 í G-dúr K. 80 eftir Wolfgang Ámadeus Mozart, Strengjakvartett nr. 1 í F-dúr op. 18 eftir Ludwig van Beethoven og Strengjakvartett nr. 15 í es-moll op. 144 eftir Dmitri Shostakovits. Efnisskráin annað kvöld er gott dæmi um hvemig Kammerklúbbur- inn setur saman efnisskrá á tónleik- um á sínum vegum, þess er vandlega gætt að sígild verk séu í öndvegi (17. 18. og 19. öldin); þegar nýrri verk em samþykkt inn á efnisskrá er það ávallt gert í þeirri vissu að verkið hafí engu að síður sannað gildi sitt og eigi „ódauðleikann" framundan. Strengjakvartett nr. 15 eftir Shostakovits uppfyllir án efa slík skilyrði. Aðalsmannatónlist Einar B. Pálsson verkfræðipró- fessor er einn fimm stjómenda og stofnenda Kammerklúbbsins og í þessu viðtali leiðsögumaður um hvemig tónlistaráhugamaður sinnir þessu áhugamáli sínu af alúð. „Ég vandist strax sem bam á að sækja tónleika og á námsámm mínum í Þýskalandi 1930-36 sótti égtónleika eftir því sem kostur var,“ segir Einar og bætir því við að upplifun tónlistar á tónleikum sé einstök og þar komi ekkert í staðinn. „rammófónninn er ágætur og ég á sjálfur mikið safn af hljómplötum og geisladiskum, en það kemur ekki í stað tónleika." Kammertónlist dregur nafn sitt af því að uppmna þessa tónlistar- forms er að fínna í salarkynnum aðalsmanna í Evrópu á 18. og 19. öld. „Þá var öðmvísi um að litast í Evrópu en nú er; álfunni var skipt upp í fjölda smáríkja, konungs- og furstadæma, þar sem aðalsmenn og smákóngar réðu ríkjum og margir lögðu metnað sinn í að hafa á sínum snæmm listamenn er fluttu þeim tónlist og máluðu myndir o.s.frv. Aðeins þeir auðugustu, keisarar og konungar, höfðu ráð á stómm hirð- hljómsveitum er flutt gátu heilar sinfóníur, hinir urðu að láta sér nægja smærri sveitir, 4-8 hljóð- færaleikara, er léku reglulega fyrir hús- bóndann og hirð hans. Margir lögðu einnig metnað sinn í að kaupa verk af viðurkenndum tón- skáldum fyrir þessa hljómsveitarskipan og þannig má í stuttu máli segja að kammertónlistin hafí þróast, tríó, kvartettar, kvintett- ar og allt upp í oktetta," segir Einar. í kjölfar þeirra miklu þjóðfélags- breytinga sem verða í Evrópu á 19. öld og vexti borgarastéttarinnar má segja að betri borgarnir taki að nokkm leyti við hlutverki aðalsmann- anna. „Tónleikahallir vom reistar í helstu borgum Evrópu og kringum þær stofnaðar ríkishljómsveitir, en í smærri borgunum þar sem fjárráð vom heldur minni, tóku heldri borg- arar sig gjaman saman og réðu í sameiningu nokkra hljóðfæraleikara til að leika þau verk sem hentuðu þeim, kammertónlistina." Stofnun Kammerklúbbsins Hér á íslandi má segja að aðdrag- andinn að stofnun Kammerklúbbsins sé sumpart svipaður þessari þróun, því klúbburinn er stofnaður í kjölfar þess að ríkið tók að sér flutning stóra tónverkanna með stofnun ríkis- hljómsveitarinnar, Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. „Tónlistarfélag- ið var stofnað 1932 og aðalmarkmið þess í upphafí var að koma á fót tónlistarskóla. Þegar Tónlistarskóli Reykjavíkur var kominn á Iaggimir var aðaláherslan lögð á reglulegt tónleikahald hér í Reykjavík. A ámn- um fyrir stríð vom fengnir hingað til lands erlendir hljóðfæraleikarar en slæmar samgöngur og takmörkuð fjárráð félagsins leyfðu ekki meiri umsvif en að fá hingað einleikara til tónleikahalds. Það heyrði til algjörra undantekninga að hingað kæmu stærri sveitir," segir Einar. Þegar svo Sinfóníuhljómsveit ís- lands var stofnuð 1950 vom í fyrsta sinn orðin til skilyrði til að flytja öll stóru verkin, sinfóníur og konsert- verk, og Tónlistarfélag Reykjavíkur Kammerklúbbur Reykjavíkur á 36. starfsári stóð fyrir reglulegum einleikstónleik- um með bæði innlendum og erlendum listamönnum en hvað kammertónlist- ina varðaði var nánast eyða. Þetta var að minnsta kosti skoðun þeirra Guðmundar Vilhjálmssonar lögfræð- ings og Magnúsar Magnússonar eðl- isfræðings sem vom upphafsmenn að stofnun Kammerklúbbs Reykja- víkur árið 1956. Gangið í klúbbinn „Við emm fimm sem stjómum klúbbnum og höfum gert frá upp- hafí, Guðmundur Vilhjálmsson lög- fræðingur er okkar formaður, en hinir em Þórarinn Guðnason læknir, Jakob Benediktsson málfræðingur, Runólfur Þórðarson verkfræðingur og svo ég sjálfur. í upphafí náðum við saman 200 félagsmönnum í klúbbinn sem greiða viss árstillag og fá í staðinn aðgang að tónleikum á vegum klúbbsins. Þessi hópur er nú farinn að grisjast enda em menn famir að eldast og sumir horfnir á vit feðranna," segir Einar og með þessum orðum er tilmælum beint til unnenda kammertónlistar að gefa sig fram og styrkja starf Kammerklúbbs Reykjavíkur með inngöngu. „Ef klúbburinn væri lagður niður núna er alveg ljóst að ekkert kæmi í stað- inn. „Kammertónlist er mjög sérstakt og vandmeðfarið tónlistarform. Það er ekki hægt að hóa saman fjórum hljóðfæraleikumm og áefa upp nokkra kvartetta fyrir eina tónleika og snúa sér svo að einhveiju öðm. Hljóðfæraleikarar þurfa langan tíma til að ná saman í góðum kvartett og það eru alls ekki allir sem hafa skap- gerð til þess,“ segir Einar. Skilyrði fyrir samfelldum rekstri tríóa, kvart- etta eða kvintetta hafa heldur ekki verið fyrir hendi hér á landi, nema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.