Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 -------—---- FIÐLAN IBLOÐINU FIÐLULEIKARINN Paganini er sagður hafa gert kaupmála við djöfulinn um snilld sína og gjaldið var sál hans. Litháíski fiðluleikarinn Martynas Svegzda-von Bekker er ungur að árum og of snemmt að spá fyrir um sálarháska hans, en þykir hann þó gefa fögur fyrir- heit um áframhaldið, enda ný- skriðinn úr námi með hæstu einkunn sem skóli hans hefur veitt fiðluleikara á annan ára- tug. Hann var aðeins sjö ára gamall þegar hann kom fram sem einleikari með sinfóníu- hljómsveit í Vilníus, en neitar þó harðlega að hafa verið undrabarn á sínu sviði. Hógvær þakkar hann ömmu sinni og ástundun við fiðlunámið hæfi- leikana sem hann býr yfir og segir að þeir séu ekkert eins- dæmi. Hérlendis heldur hann tvenna tónleika ásamt píanó- leikaranum Guðríði St. Sigurð- ardóttur, hina fyrri í dag i ís- lensku óperunni. Litháíski fiðluleikarinn Martynas Svegzda-von Bekker fæddist í Viln- íus árið 1967, faðir , hans er þekktur list- málari og starfar nú í Berlín en móðir hans er sviðsmyndahönnuður, og rekur Martynas ættir sínar til tónlistar- manna, eins og sést glöggt á að afi hans var þekktur tónlistar- stjóri í Litháen og fímm ára gam- all hóf Martynas fiðlunám hjá ömmu sinni, prófessor E. Strazd- as, en hún var vel þekktur fiðlu- leikari á sínum tíma. „Ýkjulaust má því segja að fiðlan sé mér í blóð borin,“ segir Martynas Svegzda-von Bekker. „Amma var með mér á hveijum degi, og þótt hún kenndi mér ekki alltaf, hafði hún umsjón með því að ég svikist ekki um og tæki framförum. Hún menntaði sig í Prag og París og átti mikinn frama fyrir höndum, en lokaðist inn i Litháen með alla sína menntun og kunnáttu við valdatöku Sovétríkjanna í stríðs- lok. Nýir stjómarherrar viður- kenndu hana ekki sem listamann því hún tengdist „vestrænu auð- valdi“ og hún einbeitti sér þess í stað að kennslu minni.“ Eftir þennan undirbúning hóf Martynas nám í Ciurlionis-listaskólanum í Vilníus. „Það var stöðugur skoð- anaágreiningur milli ömmu og kennaranna í skólanum, en þann- ig fékk ég samtímis tvenns konar menntun, vestræna og rússneska. Þetta hafði jákvæð áhrif á leik minn, því ég gat tileinkað mér það besta frá báðum hefðum." Ári síðar kom Martynas fyrst fram sem einleikari með sinfóníu- hljómsveit í Vilníus, þá einungis sjö ára gamall. „Ég var alls ekk- ert undrabarn," fullyrðir hann, „tónleikar með sama sniði voru og eru fremur algengir á þessum slóðum." Áar Martynas eru af fjölbreyttu þj’óðemi. Ættamafnið tilheyrir gömlum aðalstitli og er hollenskt að uppruna, en einn forfaðir hans, gyðingur, keypti titilinn þar og flutti til Þýskalands. Pólskt blóð blandast síðan saman við ættina og hún hafnar loks í Litháen, og segir Martynas raunar að alþjóð- leg samsetning fjölskylda sé al- Morgunblaðið/Þorkell Martynas Svegzda-von Bekker: Líklegast er ég fyrsti handhafi vegabréfs frá Litháen sem til ís- lands kemur. geng í Vilníus. „Ég ólst upp með mismunandi tungumál klingjandi í eyranum og þrátt fyrir að ég lærði ekki mál allra forfeðra minna, vandist ég því að hlusta á framandi tungur og varð móttæki- legri fyrir vikið.“ Á næstu áram vann hann til margvíslegra verð- launa í heimalandi sínu en 1989 flutti hann til Hamborgar með 200 dollara í vasanum, nótnabunka og fíðlukassa undir hendinni. Þar í borg stundaði hann nám í Hoc- hschule fiir Musik und The- ater undir leiðsögn prófess- ors Marks Lubotskys og lauk prófí nýverið með hæstu einkunn sem skólinn hefur gefíð fiðlunema í á annan áratug. Sigurganga hans í keppnum og sem ein- leikari hefur varað nær óslitið síðan. En af hveiju kaus hann að sækja sér framhalds- menntun vestur á bóginn? „Þijár ástæður réðu vali mínu. í fyrsta lagi, og það vó þungt, vildi ég ekki gegna herþjónustu í sovéska hemum. í öðra lagi, sem var mikilvægast, heyrði kona að nafni Lampsatis, prófessor í píanóleik, í mér á tónleikum og bauð mér að sækja einkatíma til Hamborgar. Og í þriðja Iagi var Hamborg sú vestræna stórborg sem lá næst Litháen og því ódýr- ast að fara þangað því farareyrir var af skornum skammti. Ég vildi líka læra meira og það á erlendri grund, en ekki endilega í Þýska- landi. Samkeppnin er einnig meiri á Vesturlöndum og sú staðreynd heillaði mig. Samt sem áður sé ég geysimikla möguleika í tónlist í öllum baltnesku löndunum á næstu fimm áram, því hefðin er þar fyrir hendi, mikill áhugi á tón- list og vilji fólksins til að gera tónlist hátt undir höfði. Ég er fæddur í landi sem stjórnað var af Sovétríkjunum og eins og öll mín fjölskylda hataði ég kerfíð, en við reynum að sjá málin í hlut- lausu ljósi eins og þau vora og verða. Það kann að virðast bág- borið, en samt trúi ég heilshugar á framtíðina, vegna þess að fólkið Eftir áratugalöng yfirráð Sovétríkjanna verður öldinni ekki kippt í liðinn á tveimur árum og á þeim forsendum þörfnumst við langlundargeðs og skilnings umheimsins. Ég vil þó halda því fram að þetta sé síðasta tilraun fólksins til að treysta öflum sem tengjast að einhverju marki gamla stjórnarfyrirkomulaginu. sýndi svo mikla samstöðu við að losa sig undan sovésku valdi að því eru allir vegir færir." Fólkið hefur gleymst - Hafa sviptingar í stjómmál- um í Litháen, og nú seinast úrslit þingkosninganna, þá ekki þvingað eðlilegt líf fólksins af réttri braut? „Útlendingar sjá atburðina í Litháen í mjög einföldu ljósi, allt er annað hvort jákvætt eða nei- kvætt. Óneitanlega er hugsunar- háttur fólksins mjög á þeim nótum um þessar mundir, einkum þar sem blaðamenn og stjórnmála- menn sem skrifa í blöðin, virðast hafa gleymt ýmsum „smáatriðum" sem era í raun mjög mikilvæg. Þessi litlu vandkvæði era samt stór í augum fólksins en þau skiij- ast ekki á erlendri grandu, annað hvort líta menn fram hjá þeim eða rangtúlka. Þannig fær maður á tilfinninguna þegar vestræn blöð era lesin eða horft á sjónvarp, að með úrslitum þingkosninganna séu kommúnistar komnir tii fyrri valda. Reyndin er önn- ur. Auðvitað óskaði maður þess að hægri flokkamir hefðu unnið, og það hefði verið það besta í stöðunni, en málið er flóknara en svo. Litháískt þjóðfélag þarf að endurbyggja í efnahags- legu, félagslegu og menn- ingarlegu tilliti. Við þörfn- umst nýrrar byijunar. Frá því að langþráðu sjálfstæði var komið á hafa stjóm- málamenn verið svo ákafir í að bindast Vesturlöndum endumýjuðum böndum, að innanríkismál og fólkið í landinu hefur gleymst. Nú má segja að upprannið sé tímabil þar sem búið er að staðfesta öll mikilvægustu atriði varðandi utanríkis- mál, og því er óskandi að sú ríkisstjórn sem sest á valda- stól, þótt hún hafi verið kosin eins og hún var kosin, snúi sér að lausn innanbúðar vandamála. Það er líka nauðsynlegt að vestræn stjómvöld snúi ekki baki við Litháen, þótt þau vantreysti nýjum valdhöfum. Eftir áratugalöng yfirráð Sovét- ríkjanna verður öldinni ekki kippt í liðinn á tveimur áram, og á þeim forsendum þörfnumst við lang- lundargeðs og skilnings umheims- ins. Ég vil þó halda því fram að þetta sé síðasta tilraun fólksins til að treysta öflum sem tengjast að einhveiju marki gamla stjóm- arfyrirkomulaginu. Að í næstu kosningum muni kommúnísk áhrif útvatnast enn frekar þegar fólkið nær áttum í ringulreiðinni sem hefur einkennt landið síðustu tvö ár.“ - Ég hjó eftir að þú ýjaðir að kringumstæðum kosninganna, að þær hefðu ekki verið fullkomlega eðlilegar. Hefurðu þá eitthvað sér- stakt í huga? „Ég kom til Litháen tæpum hálfum mánuði fyrir kosningar, viku áður hætti afgreiðsla á bens- íni og olíu og ekki var hægt að knýja bíla eða kynda íbúðir. Hitinn var tekinn af í 5 gráðu frosti. Þetta ástand stóð yfir frám yfir kosningar og var umtalsverður lið- styrkur fyrir stjómarandstöðuna og óánægjukór fólks yfír efna- hagsástandinu varð háværari. Tímasetningin er engin tilviljun og orkuskorturinn ekki bein afleið- ing af efnahagsástandinu. Menn verða að hafa hugfast að elds- neyti og orka er innflutt frá Rúss- landi, þannig að hæg era heima- tökin. Fjölmiðlar í Moskvu sem enn era að einhveiju leyti hallir undir kommúnisma eða rússneska þjóðernisstefnu, eins og Pravda og Izvestia, lofuðu Litháum gulli og grænum skógum ef stjóm Landsbergis færi frá, og reyndu með aðdróttunum og óþverra- brögðum að gera flokk hans, Saju- dis, tortryggilegan sem öfgasinn- aðan hægriflokk. Þau höfðu það eftir áreiðanlegum heimildar- mönnum að Rússar myndu hægja á eða fresta brottflutningi her- sveita sinna um óákveðinn tíma þangað til úrslit kosninganna væru ljós. Skrattinn var svo ræki- lega málaður á vegg, að það má taia um ísmeygilegan sálfræði- hemað sem fólk var ekki ósnortið af. Mér fínnst mikilvægt að al- menningur á Vesturlöndum viti af þessum aðstæðum áður en hann fellir sleggjudóma. Ég tel hins vegar að Lýðræðislegi verkalýðs- flokkurinn sem sigraði, sé ekki jafn litaður af gamla kommúnista- flokknum og menn vilja vera láta í vestri.“ Óopinberir sendiherrar landsins - En hvemig þrífst menning- arstarfsemi þegar varla er nægi- legt fé fyrir daglegu brauði og stórir hópar listamanna hafa verið tældir af gylliboðum til Vestur- landa? „Það era engir peningar í um- ferð til að halda uppi öflugu nienn- ingarlífi í Litháen. Og menning þjóðar er hlutur sem þarf að sinna, annars er hætt við að hún deyi út eins og eitthvað sem bundið er tíma og stað. Ég skil þó vel að menn haldi í víking vestur á bóg- inn, enda sjálfur í þeim flokki. En ef listamennimir sem búa erlendis gleyma aldrei að kynna sig og þjóð sína, geta þeir aðstoðað land- ið jafnvel meira en þeir gætu á heimavígstöðvum. Margir þeirra sem flytja frá Litháen og starfa erlendis, era bæði opinberir og óopinberir sendiherrar landsins. Af þeim sökum sé ég ekkert nei- kvætt við búsetu þeirra. Maður gleymir aldrei upprana sínum, en neyðist til að færa sig um set tíma- bundið til að komast áfram.“ Þegar erlendúr vettvangur ber á góma, vill Martynas taka fram hve gífurlega ánægður hann er að heimsækja landið sem viður- kenndi sjálfstæði Litháens fyrst allra eftir hatramma frelsisbaráttu er virtist um tíma ætla að fara út um þúfur vegna varkámi heimsbyggðarinnar. „Óneitanlega kom mér þó spænskt fyrir sjónir að þurfa sérstaka vegabréfsáritun til íslands, þar sem tollyfirvöld viðurkenna ekki vegabréf mitt og hefðu vart hleypt mér inn í landið án áritunar. Þau hafa ekki fengið rétta pappíra til viðmiðunar og staðfestingar. Stjómmálamenn sem hingað komu vora í fyrstu með rússnesk vegabréf og síðan með diplómatabréf, þannig að lík- legast er ég fyrsti handhafi vega- bréfs frá Litháen sem til landsins kemur. En það er alls ekki verra." SFr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.