Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Sverrir Eg er svartsýnn,“ segir Jean Jacques Lebel, listamaðurinn sem Erró segir að eigi heiðurinn af því að gera uppákomuna, „happenings" að marktæku tjáningarformi í Frakklandi. Erró lét ekki sitt eftir liggja og í bók sinni segir hann:„Okkar uppákomur voru fortakslaust villtari, óútreiknan- legri og átakameiri en þær am- ' erísku." Víst er að þó voru þær enginn barnaleikur. Og svo stendur hann fyrir framan mig, þessi maður frá fágaða fagur- keralandinu, Frakklandi — þar sem heimslistin og ódauðleikinn búa — og segist vera svartsýnn. Það út af fyrir sig er „happen- ing“. Lágvaxinn og þrekinn, skegg og hár grásprengt og vísar út um allan sjó. Augun síkvik og síung, alltaf að vakna upp til nýrra hugsana sem fela í sér nýtt líf mitt í húsi dauðans, jörð- inni. „Ég hef alltaf verið hræddur við dauðann," bætir Jean Jacqu- es við. Er hann til? „Eyðingin er til. Ég er hrædd- ur um að eyðast áður en ég er búinn að lifa.“ Kannski fæðistu aftur, segi ég hughreystandi. „Það er annað.“ Kannski betra. Hann veltir því fyrir sér og segr: „Kannski tekur draumur- inn við. Kannski eru ekki mörk milli draums og dauða, fremur en draums og veruleika. Það er listin. Hefur það komið fyrir þig að koma á einhvem stað í fyrsta sinn og finnast þú hafa verið þar áður?“ spyr hann ákafur. Já. „Þannig á listin að vera. Þeg- ar þú sérð eitthvað sem þér finnst þú þekkja, öðlast það merkingu í vitund þinni. Ekki bara staðir. Líka myndir. Þú horfír á mynd og hún hefur áhrif á þig, snertir þig, öll skynj- un þín meðtekur hana. Þú þekk- ir upplýsingamar, tilfínningarn- ar, hugsunina sem hún miðlar." Já? „Það er góð myndlist. Svo er til vond myndlist. Það eru til frjálsir listamenn og þrælalista- menn. Þrælamir reyna að þókn- ast kaupandanum, listfræðingn- um sem stýrir safninu, lista- verkasalanum og galleríeigand- anum. Fijáls listamaður reynir ekki að þóknast neinum, heldur byggir hann brú, sem er tungu- mál milli þín og hans. Þannig reyni ég að starfa. Myndimar mínar em leikur sem við getum bæði tekið þátt í. Og ég verð að segja að ég er mjög stoltur af að vera ekki þræll. Skilaboðin í myndunum eiga að fara út úr þeim og inn í hjarta þitt, færast inn í drauma þína og vera þar alltaf. Þannig hefur listin alltaf verið notuð. Ef þú skoðar Madonnumyndir frá því fyrr á öldum, þá vom þær notað- ar til að hræða fólk, skilyrða það til að breyta eftir kennisetn- ingunum. Þegar menn litu á þessa ströngu konu sem sá allt og vissi allt þorðu þeir ekki ann- að en hlýða. Hún er súper-egó- imynd. Um þetta snúast yfir- burða töfrar listarinnar; hún er áróðurstæki, flytur skilaboð til að stjórna hugsunum." Hvað með uppákomumar? „Þær em óhjákvæmilegt framhald í þróun myndlistarinn- ar. A síðustu öld var myndin kyrr og þú varðst að fara til Jean Jacques Lebel hennar. Á þessari öld kemur hún til þín. Dadaisminn nýtti þessa hugmynd; listamaðurinn notaði allan líkama sinn til að tjá sig í listinni, næsta skref í þróun- inni var af veggnum og inn í líf þitt. Futuristar og dadaistar máluðu hreyfíngu; lestir og hunda á gangi, til dæmis. Við héldum hreyfíngunni áfram út í lífið, afmörkuðum það ekki við léreftið. Öðmm þræði verður listin því eins og draumur, Þig dreymir einhveija mynd sem er á hreyfíngu og hún fylgir þér inn í vökustundimar, allan dag- inn, jafnvel lengur. Þú manst hann og hann gefur lífí þínu kannski nýja merkingu. Börn hafa til dæmis þann hæfileika að gera ekki greinarmun á draumi og vemleika. Hvort tveggja er jafn eðlilegt. Listin býr í vitundinni og er ekki bara ljóð sem er skrifað eða mynd sem er máluð á striga og hengd upp á vegg. Listin er þéttriðið net af hugmyndum sem eru á stöðugri hreyfingu. Svo mynd- ast einskonar ættbálkar sem gera listinni kleift að berast út í þjóðfélagið — og listin hefur ekki landamæri, fremur en mörk milli draums og vöku, hún virðir hvorki stétt né stöðu, litarhátt eða kyn. Hún lifir sínu lífí.“ Þú ferðast um heiminn með listahátíðir er mér sagt. „Já, en ekki einn. Við erum einn svona ættbálkur og emm með performansa. í þeim er myndlist, ljóðlist, leiklist, tónlist — hvað sem er og við spyijum ekki að þjóðemi, litarhætti eða kyni. Það skiptir ekki máli. Við ferðumst um með list okkar og fremjum hana, hvar sem við fáum nógu stórt rými; í listasöl- um, íþróttahúsum, skólum og skemmum. Áhorfandinn verður aðstoðarskapandi okkar. Fyrr er listaverkið ekki tilbúið." Ertu stjómleysingi? „Já, ég hef alltaf verið það. Ekki af neinum trúarlegum hvötum. Þetta byijaði í Algeríu- stríðinu. Á götum Parísar vom Algeríumenn að drepa löggur og löggur að drepa Algeríu- menn. Ástandið var hræðilegt. Ég sá mann drepinn rétt við húsið sem ég bjó í, en þar faldi ég nokkra þeirra sem voru of- sóttir. Þetta stríð var svo fánýtt og tilgangslaust, en það snerist um stjómun og stjórnmál." Jean Jacques er orðið heitt í hamsi, hann stendur upp til að ná sér í kaffi, kemur aftur að borðinu áður en hann hellir í bollann og segir: Stjórnmála- menn eru glæponar. Það ætti að fyrirkoma öllum stjóm- málamönn- um í Frakk- landi. Örugg- lega annars staðar líka ... Veistu, ef þú gefur stjóm- málamanni eina tommu af lífí þínu hefurðu tap- að því.“ Svo nær hann í kaffið, horfir út í haustsólina og spyr hvemig veðr- ið hafi verið hér í sumar. Leiðinlegt, svara ég og hann segir: „Eg á svo mörg líf.“ Svo sest hann. Ha? „Líf í málverkinu, líf í uppá- komum, líf í listahátíðunum og bókalíf. Ég hef skrifað tíu bæk- ur.“ Um hvað? „Stjórnmál, listasögu, lista- heimspeki, hugmyndafræði og ljóðabækur. í tíu ár neitaði ég að vera „listamaður." Ég hélt áfram að mála allan tímann en neitaði að sýna. Mér var svo óglatt af því gríðarlega vandamáli sem skap- aðist af því að listin var gerð að einhveijum iðnaði; iðnaðar- kúltúr. I þannig kúltúr er maður neyddur til að selja vinnu sína og það er ekkert annað en enn einn anginn á kapítalísku þræla- haldi. Auðvitað verður maður að selja til að hafa til hnífs og skeiðar, en maður verður að selja sjálfur. Sá listamaður sem selur ekki sjálfur er orðinn að vamingi. Hann verður að neita að vera markaðssettur af öðrum og segja: „Ég er ekki hóra, ég vil ekki mála það sem til er ætlast til að verða stórt nafn.“ Andy Warhol sagði seint á ferli sínum: „Eina listin sem eftir er í heiminum, er listin að græða pen- inga.“ Um all- an heim var fullt af ungum ösnum sem tóku þetta bókstaflega, skildu ekki ádeiluna og gerðust hór- ur. Þeir munu aldrei læra að skilja að lista- maður á að selja verk sín á sínum eigin skilmálum." Finnst þér myndlistin í miklum vanda út af þessu? „Vandi listarinnar er bara pínulítill! Hann er bara svona lítið brot af allri þvælunni,“ segir Jean Jacaues og býr til ósýnilegan punkt. „Vandamálið er ekki hver selur minna í dag en í gær. í samfélagi þar sem lífið er sjón- varpsleikur, þar sem áhorfand- inn er mataður af upplýsingum og týnir hæfileikanum til áð - skynja, skilja, hugsa, bregðast við og aðhafast, spyr enginn grundvallarspurninga, eins og „Hver er ég?“ Hver ertu? „Ég er að mála til að komast að því.“ Hvar býrðu? í Normandí, einn á býli. Ég þarf mikla einveru. Ég get alveg orðið vitlaus í stórborgum, eins og París, New York eða Los Angeles. Það er ekki hægt að hugsa á svoleiðis stöðum — of mikill hávaði, of mikið af öllu. Rétt hjá húsinu mínu er klaustur frá 11. öld. Þar búa munkar og þeir eru miklir vinir mínir. Ég hef mikil samskipti við þá.“ Ertu trúaður stjórnleysingi? „Ekki einu sinni trúaður. En einu sinni skrapp ég til munk- anna og einn þeirra kom að máli við mig og spurði hvort hann mætti koma að skoða myndirnar mínar. Ég var að hugsa um að segja nei en sagði já. Ég var svo hræddur við að láta hann sjá þær. Og ég kveið fyrir dögum saman. Myndirnar mínar eru svo dónalegar fyrir heilög augu. í þeim eru kynfæri og kynferðislegar athafnir, mik- ið um nakið fólk og gráðugt fólk og alls kyns hluti sem eru meira dýrkaðir en almættið. Svo kom hann og ég þorði ekki að horfa framan í hann. Hann settist niður og sat á meðan ég vann. Þegar ég loks- ins sneri mér að honum, brosti hann út að eyrum ogsagði: „Við erum alveg eins.“ Eg hváði og þá sagði hann: „Ég eyði lífí mínu í að biðja fyrir manneskj- unni.“ Eru myndir þínar bænir? „Nei, en þær eru hugleiðsla. Ég er að hugleiða hvemig kom- ið er fyrir manneskjunni og reyna að koma því til skila. Kannski hún geti þá hjálpað sjálfri sér. Ég er að reyna að horfast í augu við veruleikann þegar ég vinn myndirnar mínar og veruleikinn er sprengja, spill- ing, nautnir." Og hvernig gengur? „Ég hef aldrei sagt að mér myndi takast þetta, enda er það sjálft ferlið sem skiptir máli. Hvort einhver kaupir niðurstöð- una er aukaatriði, enda er hún ekki varningur." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Skilaboðin í myndunum eiga að fara út úr þeim og inn í hjarta þitt, fœrast inn í drauma þína og vera þar alltaf. Þannig hefur listin alltaf verið notuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.