Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 3
MORGUN'BLADID LAUGAKDAQUR £1. NÓVEMBER 1^2 ALLTAFAÐ GERA UPPGJÖR Mér er í barnsminni hvað nærvera afa míns varsterk. Honum virtist eðlilegt að ráða öllu á einhvern miidan hátt, með einhverju mildu ofríki. Og þó var engum ráðum hans ráðið nema bera und- irsína fátöluðu konu sem ólhonum tólfbörn. ALfinn er Thor Jens- en og amman Margrét Þorbjörg. Börnin eru Thorsarnir svoköll- uðu, höfundurinn Thor Vilhjálmsson, dóttursonur þess Thors er hann er nefndur eftir. Bókin er Raddir ígarðinum, nýútkomin; eins konar frásögn, rannsókn eða skoðun eins manns á því hvaða stofnar standa að honum. Um leið miklu fleira. etta er auðvitað að ein- hvetju leyti byggt á þeirri löngun manns til að vita meira um rætur sínar. Skoða þær betur í ljósi tímans. Vita hver sá efniviður er sem manni er gef- inn með erfðavísunum. Líklega er þessi bók sprottin af sömu rót og allar aðrar bækur mínar, að vita betur hvað var, er og gæti orðið," segir Thor Vilhjálmsson í upphafi samtals um Raddir í garðinum Líklega finnst einhverjum slæg- ur í þeim tíðindum að Thor sé búinn að skrifa bók sem að dijúg- um hluta er varið í frásagnir af móðurbræðrum hans. „Þeir voru allir sterkir persónuleikar, með sterka návist og hlýir í viðmóti en samt var eins og þeir ættu eitt- hvað ósagt. Ættu sér innri heim sem þeir flíkuðu ekki, en héldu fyrir sig. Þeir voru engir flysjung- ar og ekki útbært sitt geð,“ segir Thor. „Ég bar djúpa og mikla virð- ingu fyrir Ólafi Thors móðurbróð- ur mínum, þó ég væri ekki sam- mála honum um skoðanir." Kærust minning mín um þenn- an stórbrotna bróður móður minnar er frá því þegar við sátum að næturlagi stundalangt í stofu að Lágafelli í húsi afa míns en hann lá banaleguna á hæðinni fyrir ofan okkur. Aldrei fannst mér ég standa nær honum en þá og skynja umhyggju hans. Hann kannaði hug minn mildilega og laðaði mig til að segja frá því sem að brjótast um innra með mér. Þama 'sat öflugasti leiðtogi hinna borgaralegu afla á íslandi og var að reyna að skilja hvað leiddi mig til andstöðu við lífskoðanir hans og ævistarf og stappaði í mig stál- inu í minni leit og örvaði. Við sát- um þarna tveir menn. Góðvilji hans umlukti mig og nærgætni. Það var útséð um hvem veg stríð- ið á loftinu fyrir ofan okkur end- aði. „Já, ég er að segja frá því hvem mann mér finnst þetta fólk mitt hafa haft að geyma og þá ekki síður föðurfólkið mitt fyrir norðan sem mér hefur leikið mikil forvitni á að fræðast meira um. Hvað skoðanaágreining varðar þá fannst mér oft sem ég væri í þeirri aðstöðu að vera tortryggður á báða bóga.“ - Og þá væntanlega á þann hátt að uppruninn hafi verið tor- tryggður á aðra höndina en skoðanimar á hina? „Já, en sjáðu til. Þetta vom andstyggilegir tímar þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Það þurfti ekki annað en benda á einhvern mann og hrópa, kommúnisti, og þá var hann það. Það þurfti eng- Thor Vilhjálmsson um bók sína Raddir í garðinum inn rök. Þetta var galdraofsókn, enda skrifuðu menn einsog Arthur Miller leikrit um slíkar ofsóknir, og menn könnuðust við sig sam- stundis. Kalda stríðið varð til þess að menn skipuðust í andstæðar fylkingar, allt var einfaldað og mönnum gerðar upp skoðanir." - Varstu svarti sauðurinn í fjölskyldunni? „Ég held ég hljóti að hafa verið það og þá ekki sfður útífrá. Mér var stillt þannig upp undir þessum kringumstæðum. Og ég fór aðra leið en ætlast var til af mér. En þegar ég rifja þessi atvik upp fyr- ir mér er það eins og ég sé þau. Þetta er mín hlið - lýsing á því hvemig ég met atvikin og aðstæð- umar núna. Það hefur margt breyst síðan. En ég vona að bókin segi ekki síður frá veröldinni sem nú er og ekki aðeins þeirri veröld sem þá var.“ Það gekk á ýmsu hjá þessum manni (Thor Jensen) sem var hið sanna athafnaskáld og miðaði at- hafnir sínar við það sem af þeim mætti leiða til þjóðþrifa sam- kvæmt þessari hugsjón sem dag- aði uppi í einhverjum úreldingar- sjóði velferðarkerfís fyrirtækj- anna; og nú vekur flír sniðugu strákanna sem allt skera niður sem varðar almannaheill, byggja glæstustu hallir án þess að hafa hugmynd um til hvers mætti nýta þær, nema helzt sem bílaathvarf. „Það em þessi sniðugu menn sem em hættulegastir. Að vera sniðugur er það sem fer með allt til fjandans. Þessir hraðkvæðu menn sem þyrla einhveiju ryki upp án þess að segja nokkuð." - Hefurðu setið á þér með að skrifa þessa bók, forðast ótíma- bært uppgjör? „Kannski er maður alltaf að gera uppgjör með einhveiju hætti í öllum bókum sínum. Nei, ég hef ekki gengið með þessa frásögn tímum saman, þó þetta séu allt hlutir sem ég hef verið að hugsa um lengi. Ég hef alltaf haft nóg fyrir stafni og þessi bók kom yfir mig núna. Svo óx hún þegar ég fór að hreyfa við þessu. En kannski forsjónarmildin hafi forð- að því að ég réðist í þetta án yfir- vegunar," segir Thor um Raddir í Garðinum. HS Kafli úr bók Thors Vilhjálmssonar „Raddir í garðinumu Eitt sinn var égsamferða Rich- ard með Gullfossi. Ég held að kalda stríðið hafi þá verið og gott ef ekki komin Viðreisn með allri þeirri and- legu kreppu og niðurlægingu sem fylgdi. Ég man nú ekki hvort Jón Sigurðsson var ennþá skipstjóri eða Kristján Aðalsteinsson tekinn við, ég hefði verið háseti hjá þeim báð- um. Og naut þó kannski meir fóður míns í því að ég var settur við Skip- stjóraborðið við máltíðir. Það var dálítið þvingandi að þar sátu oftast höfðingjar sem buðu upp á snafs með matnum þegar mann langaði meira í rauðvín. Sumir buðu uppá rauðvínsglas og gerðu manni ókleift að panta sér hálfa flösku og standa þannig uppí hárinu á stoðum þjóðfé- lagsins. Nóg var nú samt að vera einskonar vargur í véum vegna pólitískra skoðana, bæði þeirra sem ég hafði sjálfur, og þó ennþá frekar þeirra sem mér voru gerðar upp. Richard frændi minn var settur næst skipstjóranum einsog hann væri sjálfur Þórður Sturluson. Næstur hopum sat listpáfi borgar- anna, Páll ísólfsson sá mikili organ- leikari og eftirherma sem var svo snjall að líkja eftir mönnum að hann þótti oft betri í túlkun sinni en þeir sjálfír. Hann var svo góður í að herma eftir Islands stærke mand, Jónasi frá Hriflu að eitt sinn þegar Jónas hringdi sjálfur heim til Páls og spurði eftir húsbóndanum segir húsfreyja í símann: Æ láttu ekki svona Páll, heldur að ég þekki þig ekki? Ö-hö var sagt: Ja þetta er nú samt hann Jónas sjálfur núna. Öðru sinni hringdi Páll í annan dómkirkjuprestinn, séra Friðrik Hallgrímsson sem hafði verið prest- ur í Islendingabyggðum vestanhafs og þjálfast vel í þeirri mennt þar- lendra að hlaupa um á skautum. Páll brá sér í gervi Jóns Helgasonar biskups sem þótti umvöndurnar- samur og tók að finna að því að sjálfur Dómkirkjupresturinn leyfði sér þá léttúð að hlaupa á skautum innanum æskufólk. Hinn brást hvatlega við og bar af sér ámælið og þeir hnakkrifust lengi dags. Mig minnir að ég hafi verið neð- an við miðju og einlitt broddborg- aralið í kringum mig. Og einhver undarleg ókyrrð í loftinu, þótt sjór væri næstum sléttur úti sem sást um kýraugað vaggast mildilega með mánaböðuðum smáöldum, ein- sog þær hefðu ekki hugmynd um það hver færi yfír þær sem þær kviknuðu og lognuðust útaf. Þetta upphafna fólk var líktog það væri ekki öruggt um félags- styrk sinn vegna návistar minnar. Ein teygði sig útúr hjúpi tímalausr- ar og staðlausrar fegurðar og þar- ssem hún var þessvegna ekki í efn- inu var einsog samtalið við hana gerðist á öðru plani og óháð ókyrrð- inni og riðstraumi hennar Hún sagði: Af hverju þýðið þér ekki Litla prinsinn? Hún var ein af þremur systrum, það var aldrei hægt að segja hver væri elzt og hver yngst því þær voru allar utan við þá atburði sem láta fólk eldast og á sjá, enda voru þær alltaf á Laugarvatni á sumrum þegar þær voru ekki í bókum eftir Halldór Laxness, þar sem þær liðu tignar inní þessar bækur og útúr þeim aftur þar til sú næsta var komin nógu langt fyrir þær til að taka þær með inn á ódáinsvelli með áætlunarbfl snilldarinnar. Eftir góð- an stanz hurfu þær endanlega úr bókunum en þetta undarlega úandi hljóð ómar á fjallsöxlinni og berg- málar utan af sjó og berst með goluþyt yfir eggjagijót inní kjarr. Þess á milli voru þær að sinna ýmsum efnum, ein að teikna hús útí löndum, önnur að mála myndir og ala upp næmlynd myndlistar- ungmenni og sú þriðja að heyra manninn sinn góla af hlátri í öðrum herbergjum eða húsum eða löndum meðan hún var að lesa Litla prins- inn eftir St. Exupéry. Þær höfðu allar vaðið í flæðar- málinu á Langasandi uppi á Skaga og faðir þeirra var vígslubiskup: Briemsystur. En hæglátar og sefandi alfa- bylgjur myndar hennar viku fyrir öðrum lágtíðnistraumi, því önnur kona sat beint á móti mér og neytti ímyndaðrar nálægðar, varimar sundurflenntar svo blöstu óþægi- lega við stórar tennur, gisnar og lutu ekki samræmi einsog hver um sig gæti hrokkið framan í mig og ert taugaenda í húðinni. Augun voru eins og þau ættu einhveija kröfu á því hvenær maður mætti horfa á hana og hvenær maður ætti að gera það. I krafti yfirburða- fáfræði fór hún að ýfast svolítið við mig eða amast við mér með sykur- húðuðum dónaskap sem flokkast undir kurteisi. Þetta verkaði róandi á mig svo ég varð æ öruggari í kurteisi minni, og fípaðist ekki einu- sinni við að þau þurfa sífellt að horfa unndan tönnunum. Þetta ork- aði þannig á viðmælendur mína hið næsta að þeir misstu æ meir staðl- aðrar stéttarkurteysi eftir því sem ég náði betri tökum á þessu þeirra vopni og beitti þvi kaldrifjað svo lá við óspektum og menn misstu grím- umar. Ekki veit ég hvað ymtur af því barst að borðsendanum Jiarsem þeir sátu æðstan sess Páll Isólfsson og Richard Thors, hvor slnum megin við skipstjórann. Eftir þennan huggulega kvöldverð var sezt við kaffiborð skipstjórans í Reyksaln- um og höfðingjamir buðu koníak á víxl. Og það hið bezta sem fékkst á skipinu. Og eftir því sem fleiri höfðingjar höfðu boðið þann rauð- gullna drykk fór af setningur. Það var farið að tala um Gunnar Gunn- arsson af fjálgleik og hallaðist æ meir á Halldór Laxness eftir því sem koníaksglösunum fjölgaði. Páll ísólfsson örvaði aðdáendur sína með því að láta uppi þá skoðun að vera kynni að menn myndu æ betur sitthvað sem Gunnar hefði skrifað þegar farið væri að fymast ýmis- legt hjá Halldóri Laxness og rjúka yfír það sem nú þætti mest snilld hjá Sumum. Þá stóðst ég ekki mát- ið, og segi að mér þyki undarlegt að heyra sjálfan Pál Isólfsson tala svona þó hann væri átrúnaðargoð góðborgaranna í Reykjavík. Þá hvessti_ snögglega í Páli og hann segir: Ég ætla að fara með þig fram í stafn á morgun og raka af þér skeggið! A þessum árum þótti það ögrun við siðað samfélag að vera með al- skegg í Lútherslöndum og á Spáni þarsem fasisminn ríkti, þar komst ég samt upp með það þrátt fyrir ráðleggingar spánsks vinar míns í París sem sagði að þeir vildu að allir væm eins hjá Franco. Hér var því öllu verr tekið þegar birtist rauð- skeggjaður maður, enda man ég þá ekki eftir öðmm en Jóni Leifs og Jóni Engilberts sem buðu þeirri prótestönzku siðavendni byrginn. Nýstúdentar með hvíta kolla reyndu einusinni að henda mér í Tjömina á fögm sumarkvöldi fyrir þessa vansæmd sem ég gerði þjóð minni. Andúð broddborgaranna ergðist enn og vanbúnaður þeirra að taka hinu ófyrirséða og undiraldan óx, fleira sem geijaði þama rann í einn svelg. Þá var skipstjórinn löngu genginn uppí stjómpall og enginn til að lægja öldumar. Og það rætt- ist ekki sem segir hjá Einari Bene- diktssyni í Einræðum Starkaðar, að mælist þér bext verða aðrir hljóð- ir heldur þvert á móti. Og nú kann að vera að ég hafi studnum sýnt sérstaka hæfiléika í að espa fólk upp með nærvem minni og leikhátt- um, einkum þegar að er sótt, og þar kom þó að mig setti hljóðan við orð frænda míns Richards því mér datt eitt svar í hug sem mátti ekki hafa yfir þó það væri frá Shakespeare. Hann spurði mig nefniléga þegar leikurinn barst víðar um völl hvort ég héldi ekki að það kæmi að því einhvemtímann að ég myndi sjá eftir þeim bókum sem ég hafði ver- ið að setja saman. Einhver ári hvíslaði að mér því sem Hamlet segir við Polonius: You are a fishmonger sir. Af hveiju þýðið þér ekki Litla prinsinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.