Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 8
Cíl
□
seer aaaMaaaa '.e auoAauaivctiM aiaajai4uohom
IÖRUNDUR
biarnason
MIÐVIKUDAQUR 9. DESEMBER 1992
BOLLANN
Morgwiblaðið/Róbert Schmidt
RÆKJUVEIÐAR á Arnarfirði hafa gengið vel það, sem af er vertíð. Karl Garðarsson á Jörundi Bjamasyni
BA er einn á báti og hefur fengið milli 16 og 20 tonn af rækju af 78 tonna kvóta. Að sögn Karls er rækjan
góð. Sterkur stofn af tveggja ára rækju hefur verið áberandi í aflanum, en sú rækja er fremur smá. Karl
hefur fengið upp i 2,5 tonn í hali og segir hann það mikið.
SÉRBLAÐ (IM SJÁVARÚTVEG
Fiskpatévörur þróaðar
úr vannýtta hráefninu
ÍSLENSKT-FRANSKT
eldhús og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins
hafa unnið að því verkefni
að þróa úr vannýttu hrá-
efni paté-vörur fyrir Hol-
landsmarkað, þannig að
afurðimar henti til framleiðslu í lítilli verksmiðju og framleiðslan geti
skilað hagnaði. Niðurstöður verkefnisins, sem Rannsóknaráð hefur styrkt,
benda til að unnt verði að framleiða þessar afurðir á hagkvæman máta.
Verkefnisstjóri er Guðmundur Stefánsson hjá Rf.
Verögildi mamings úr ý
og þorski eykst sexfalt
við fiskpaté-framleiðslu
Markaður íyrir fiskpaté fer vaxandi
vlða erlendis. Fiskpaté-afurðir eru for-
réttir eða léttir aðalréttir, sem hafa fal-
legt útlit og mikla ferskleikaímynd og
þessar afurðir eru sérstaklega vinsælar
á veitingahúsum. Afurðirnar líta út eins
og þær hafi verið búnar til af mat-
reiðslumeistara hússins, enda þótt þær
séu í raun oft gerðar af kunnáttumönn-
um í verksmiðju.
Að uppistöðu til er fiskpaté hakkað
fiskhold, t.d. marningur, sem í er bætt
stærri hráefnishlutum, svo sem laxi,
rækju, humri, krabbakjöti og græn-
meti. Hráefnið, sem notað er til fram-
leiðslunnar, getur verið af ýmsum toga
en verður að vera mjög ferskt. Margs
konar aukaafurðir, t.d. afskurður og
útlitsgallað hráefni, sem erfitt er að
nota í aðra framleiðslu, henta sem hrá-
efni til fiskpatégerðar og því getur verð-
mæti þess hráefnis, sem notað er til
framleiðslunnar, aukist mjög mikið.
Sem dæmi má nefna að verðgildi grunn-
hráefnisins, ýsu- eða þorskmarnings,
eykst sexfalt við fískpaté-framleiðsl-
una.
FOLK
Jósafat
Hinriksson
Á karfanum
við Grænland
■ JÓSAFA T Hinriksson,
hlera- og blakkaframleiðandi,
hefur margt reynt um ævina
og kann frá
ýmsu að
segja. í nýj-
asta tölublaði
Poly-Ice
frétta segir
hann frá
karfaveiðum á
Grænlands-
miðum:
„Þetta var í bytjun nóvember-
mánaðar 1953. Ég réði mig á
skip sem fyrsta vélstjóra einn
túr á togskipið Neptúnus.
Skipstjóri var toppaflamaður-
inn Bjarni Ingimarsson frá
Hnífsdal. Aflinn varð óhemju-
mikill, gerðum við þrjá túra á
nimlega mánuði, um 400 tonn.
Ég var ráðinn einn túr, en veiði-
ferðunum fjölgaði, ég ílengdist
og var þar í tæp 10 ár. Góður
skóli það. Veiðarnar frá Juli-
aneháb voru sannkallaðar út-
hafsveiðar þá og mjög erfítt
að sækja. Siglandi fyrir Hvarf
oftast í svarta myrkri og innan
um ís, skipið takandi sjó fram-
an yfír sig á lensi svo að sjór
skall aftur á brú. Þá dældaðist
keisinn inn á lensinu. Hef ég
varla heyrt álíka frásagnir af
veiðiferðum á síðari tímum.“
Bullandi
atvinna
■ SIGURÞÓR Hreggviðs-
son, hafnarstjóri á Eskifirði
er brattur þessa dagana. „Það
hefur verið
bullandi
vinna hér á
Eskifírði í allt
haust. Sfld,
loðna og
rækja hefur
borizt að
landi í mikl-
um mæli, en
þorskfiskiriið er lélegt. Trill-
urnar físka svo vel, þegar
gefur. Það vantar fólk í vinnu
frekar en hitt og í frystihúsinu
hafa menn verið að vinna á
nóttunni. Nánast öll síld er
unnin til manneldis, heilfryst
á Japan og flökuð og fryst eða
söltuð. Hér var japanskt flutn-
ingaskip, 120 metra langt og
um 5.000 tonn að stærð að
taka sfld og var síld frá
Djúpavogi og Höfn keyrt
hingað, þar sem skipið var of
stórt fyrir hafnimar þar. Allt
lýsi er farið, en mjölið bíður
og vonast menn eftir því að
verð hækki. Það er alls staðar
nóg að gera á Austfjörðum,
nema kannski á Reyðarfirði,
en Reyðfírðingar hafa verið í
vinnu hér á Eskifírði og í
Neskaupstað er bullandi
vinna. Við erum því bara
brattir Austfirðingar og at-
vinnuleysi þekkjum við varla
nema af afspum,“ segir Sigur-
þór.
Sigurþór
Hreggviðsson
)•»
SIGURÐUR Þ. Sigurðsson, matreiðslumeistari hjá Veislu-
eldhúsinu Álfheimum 74, kemur hér með uppskrift að
rTTr^TTrTraTTa pömmsteiktum hlýra en einnig
má nota steinbít í þessa upp-
skrift, sem er fyrir fjóra. Tiiraunaeldi á steinbft og hlýra
er nú að nálgast framkvæmdastig, en þessir frændur henta
mjög vel í fiskeldi. í uppskriftina þarf:
800 grömm af hlýra
2 egg
Ört seasoning
salt og pipar
hvítlauksduft
picanta
rauða papriku
1/4 lauk
50 gr. af beikoni
blá vínber
3 tómata
1 pela af rjóma
Hlýrinn er beinhreinsaður og roðrifinn og velt upp úr
hveitikryddblöndu en í henni eru Ört seasoning, salt, pip-
ar, hvítlauksduft og picanta. Hlýranum er því næst velt
upp úr 2 hrærðum eggjum og steiktur á pönnu. í sósunni
eru rauð paprika, fjórðungur úr lauk, hvorttveggja sax-
að, um 50 grömm af fíntsöxuðu beikoni, blá, steinhreinsuð
vínber skorin í fjóra bita og saxað tómatkjöt úr þremur
tómötum. Laukurinn, paprikan og beikonið er látið
krauraa á pönnu. Einum pela af ijóma er síðan hellt út í
og þetta er soðið niður í 1 til tvær mfnútur. Tómatkjötinu
og vínbeijunum er bætt út í og kryddað er með fiski-
krafti eftir smekk. Sósunni er skipt á diska, fiskurinn
settur ofan á og borið fram með melónubát og sftrónu.
mánudag kl.02:00
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ
Gámur, 40 fet. +2°C. Perskur lax. Afhending Boulogne. Á