Morgunblaðið - 22.12.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBBR 1992 B 3 KNATTSPYRNA Mlck Quínn hefur skorað átta mörk fyrir Coventry í fimm leilq'um síðan hann kom frá Newcastle. Hann skoraði tvö gegn Liverpool. HOLLAND Góð staða Eindhoven Liverpool fékk skell - og Norwich mátti þola tap Ipswich LIVERPOOL fékk heldur betur skell, þegar liðið sótti Coventry heim á laugardag. Liðið tapaði 5:1 í ensku úrvalsdeildinni og er það stærsta tap Liverpool síðan í desmeber 1976, þegar Aston Villa vann með sama mun. Blackburn skaust upp í þriðja sætið með 1:0 sigri gegn Sheffield United, en Manchester City og Aston Villa gerðu 1:1 jafntefli. Sömu úrslit urðu í viðureign Chelsea og Manchester United. Norwich mátti þola tap, 0:2, fyrir Ipswich á heimavelli sínum - Carrow Road, í gærkvöldi, en félagið er í efsta sæti með fjögurra stiga forskot á Aston Villa. Hart barist í Frakklandi Auxerre skaust upp að hlið Nant- es og Monaco um helgina og þessi þijú lið verðma því éfstu sætin yfir hátíðimar því Frakkar hefja ekki leik aftur fyrr en 9. janúar. Auxerre sigraði Le Havre stórt, 4:1, á heimavelli en Nantes varð að sætta sig við 2:0 tap gegn Toulouse. Liðin tvö eru með nákvæmlega sama markamun, hafa gert 35 mörk en fengið 18 á sig. Þau eru bæði með 26 stig eins og Monaco sem náði markalausu jafntefli í Lyon. Meistarar Marseille, sigruðu PSG 1:0, og eru í ijórða sæti, einu stigi á eftir toppliðunum en meistaramir eiga leik til góða. Auxerre, sem er komið í undanúr- slit UEFA-keppninnar, varð að sækja knöttinn í net sitt eftir stundarfjórð- ungs leik gegn Le Havre þegar Thi- erry Moreau skoraði. William Prunier jafnaði skömmu fyrir leikhlé og hinn ungi sóknarmaður, Lilian Laslandes, bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og Raphael Guerreiro innsigl- aði sigur Burgundy-liðsins. Það virðist ætla að ganga erfiðlega hjá Nantes að fylgja eftir góðri byij- un í haust. Um helgina tapaði liðið 2:0 fyrir Toulouse og gerðu heima- menn mörkin á fyrstu sjö mínútum leiksins. Rauð spjöld á lofti í Sevilla að gekk mikið á í Sevilla þegar heimamenn sigruðu Real Madrid 2:0 á laugardaginn. Fjórir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið áður en yfír lauk, þrír úr liði gest- anna og einn heimamaður. Real Madrid, sem er einu stigi á eftir Barcelona, reyndi árangurslaust að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en í þeim fyrri gerði Króatinn Davor Suker fyrra mark heimamanna. Leikmenn gerðust nú mjög grófir, sérstaklega leikmenn Real Madrid, og á 63. mínútu var Ricardo Rocha vikið af velli þegar hann fékk annað gula spjaldið. Sjö mínútum síðar voru Michel Gonzalez frá Real og Jose Prieto reknir útaf eftir slagsmál og ijórum mínútum síðar varð dómarinn enn að vísa leikmanni útaf. Að þessu sinni var það Króatinn Robert Pros- inecki sem fékk sér hvíld. Marcos de la Fuente gerði sigur- markið undir lok leiksins eftir að hafa leikið á markvörðinn. Diego Maradona lék með Sevilla og var þetta besti leikur hans til þessa fyrir liðið, en hann hefur ekki þótt sann- færandi með liðinu síðan hann kom til þess í október. Hristo Stoichkov og Ronald Koe- man, leikmenn Barcelona, voru rekn- ir af leikvelli þegar Barcelona gerði jafntefli, 3:3, við Rayo Vallacano, en alls voru þrettán leikmenn bókaðir í leiknum. Stoichkov, var rekinn af leikvelli eftir aðeins sjö mín., en þá hafði hann tvisvar verið bókaður. „Fyrir leikinn var búið að aðvara mig. Mér var bent á að dómarinn myndi hafa sérstaklega augastað á mér. Honum tókst það sem hann ætlaði sér,“ sagði Stoichkov. Koeman var rekinn af leikvelli á 70. mín. Anton Polster skoraði möll þijú mörkin fyrir Vallacano, sem var yfír 3:1, þegar leikmenn Barcelona voru orðnir níu á vellinum. Barcelona náði að jafna, 3:3. „Það var stórkostlegt að sjá níu leikmenn ná að vinna upp tveggja marka forskot. Þetta var góð sýning og við förum ánægðir í jólafrf," sagði Johann Cruyff, þjálfari Barcelona. Efsta liðið, Deportivo Coruna, vann sinn fyrsta sigur í Zaragoza í fjörtíu ár, 2:0. Claudio Barragan og Brasilíu- maðurinn Jose Bebeto skoruðu. PSV Eindhoven Styrkti stöðu sína enn frekar á toppi hollensku deildarinnar um helgina þegar liðið sigraði Vitesse Amhem 1:0. PSV hefur nú fímm stiga forskot, er með 26 stig eftir 15 leiki en Feyenoord og Utrecht eru með 21 stig. Bæði mörk Feyenoord í 2:0 sigri ge_gn Tilburg komu á síðustu fímm mínútunum og liðið fór í annað sæt- ið. Henk Fraser gerði fyrra markið, en Mike Obiku frá Nígeríu innsiglaði Daníel Jakobsson, skíðagöngu- maður, hefur staðið sig vel á æfingamótum í Svíþjóð að undan- fömu. Hann keppti í fjórum mótum 20 ára og yngri í síðustu viku, vann tvö þeirra og varð annar í einu og sjötti í því íjjórða. Hann sigraði sam- anlagt, hlaut 70 stig af 75 möguleg- um, en þijú af fjórum mótum telja. 12. desember var keppt í 10 km göngu með fijálsri aðferð og þar varð Daníel í 2. sæti og var 0,10 mín. á eftir Per Arnlund, sem gekk á 27.54 mín. Daginn eftir var keppt í 7,5 km göngu me hefðbundinni aðferð og þar hafnaði Daníel í 6. sæti. Hann sigraði síðan í 11 km göngu með frjálsri aðferð á laugar- daginn og var þá 1,33 mín. á undan Matthiasi Danielsson og 2,00 mín. á undan Per Amlund. Á sunnudaginn var keppt í 8 km göngu með hefð- bundinni aðferð og var Daníel aftur fyrstur. Hann gekk á 21,20 mín. og var 0,03 mín. á undan Matthiasi Danielsson og 0,59 mín. á undan Jhonny Ulander. síðan sigurinn. Tveggja mánaða hlé verður nú gert á hollensku deildinni og sagði Hans Westerhof, þjálfari PSV, að fríið væri kærkomið, en margir eru meiddir m.a. Wim Kieft, Berry van Aerle, Erwin Koeman og Juul Eller- man. „Ég er mjög ánægður með fyrri hluta tímabilsins. Við höfum náð því sem við ætluðum okkur, en nú þurf- um við frí,“ sagði Westerhof. Daníel hlaut samtals 70 stig, Matt- hias Daníelsson kom næstur með 65 stig og Per Amlund 60 stig. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér og ég finn að ég er að komast í nijög góða æfingu," sagði Daníel. „Ég gekk næstum eins hratt og Lars- Erik Ramström, sem er sænskur b- Chris Kiwomay kom Ipswich á bragðið í gærkvöldi með skalla af stuttu færi á 52. mín. og það var ■■i svo Neil Thompson Frá Bob sem rak smiðshöggið Hennessy á sigur liðsins í ná- /' Englandi granabaráttunni þegar tvær mín. voru til leiksloka. Hann komst einn inn fyrir vörn Norwich og sendi knöttinn í hornið fjær. Quinn á skotskónum Mick Quinn gerði tvö mörk fyrir Coventry gegn Liverpool og er þar með kominn með átta mörk fyrir félagið í fímm leikjum. Vamarmað- urinn Brian Borrows frá Liverpool gaf tóninn með tveimur fyrstu mörk- unum, en síðan skoraði Kevin Gallac- her og Quinn bætti um betur. „Stuðn- ingsmenn Coventry hljóta að halda að ég sé ólánskráka," sagði Quinn fyrir leikinn. „Ég hef stöðugt verið að skora, en samt hefur liðið ekki unnið neitt.“ En nú varð heldur bet- ur breyting á. Þetta var fyrsti sigur Coventry í 12 leikjum. Jamie Pedknapp skoraði fyrir Liverpool, 3:1, en fékk að sjá rauða spjáldið flórum mínútum síðar. David Lee skoraði fyrir Chelsea á 67. minútu og svo virtist sem fyrsta tap Manchester United í fímm leikj- um væri í aðsigi, en Eric Cantona kom í veg fyrir það með marki tólf mín. fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark hans fyrir United og Alex Ferguson, stjóri liðsins, var ánægð- landsliðsmaður, en hann vann eldri flokkinn. Um næstu helgi er fyrsta stórmótið „Salomon Cup“ í Sölen og þar verða allir bestu göngumenn Svía í mínum aldursflokki. A gaml- ársdag fer ég til Þrándheims í Nor- egi og keppi þar með Ásarna í boð- göngu,“ sagði Daníel. ur. „Efasemdir voru í félaginu um hvort hann [Cantona] væri sá rétti, en hann tryggði Leeds meistaratitil- inn á síðasta ári og það sýnir hvað hann er góður.“ Manchester United lék sjö leiki í röð án sigurs, en þá var Cantona keyptur og síðan hefur allt gengið eins og í sögu. „Ef til vill má segja að við höfum verið heppnir að ná jafntefli gegn Chelsea vegna þess að við lékum ekki vel. En þegar ver- ið er að beijast um meistaratitilinn er nauðsynlegt að fá stig, þó illa gangi úti á vellinum og þar er þáð sem við gerðum,“ sagði Ferguson. Chelsea er í fímmta sæti stigi á eftir United og hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu níu leikjum. „Við látum velgengnina ekki stígá okkur til höfuðs," sagði Ian Porterfield, stjóri Chelsea. „Við vitum að við eig- um langa leið fyrir höndum, en erum einnig meðvitaðir um að við erum á réttri leið.“ Andy Townsend, fyrirliði, tók í sama streng. „Utlitið er bjart og ég held að við séum betur í sveit settir til að fara alla leið en Norwich.“ Liðin tóku enga áhættu og var greinilegt að hugsunin var fyrst og fremst um að tapa ekki. Chelsea, með aðeins eitt tap í síðustu 12 leikj- um, var öryggið uppmálað, en eftir að Lee hafði skorað með skoti af um 25 metra færi, fyrsta mark hans á tímabilinu, setti United aukinn þunga í sóknina og Cantona skoraði. Gariy Parker skoraði fyrir Aston Villa á 34. mínútu með glæsilegri bákfallsspymu af 15 metra færi, en Garry Flitcroft jafnaði fyrir Manc- hester City á 58. mínútu og kom í veg fyrir fjórða tap liðsins í röð. Villa hefur aðeins tapað einum leik í síðustu 14 leikjum. Ian Wright bjargaði Arsenal frá fimmta tapinu í röð, þegar hann jafn- aði 1:1 gegn Middlesborough níu mínútum fyrir leikslok. KARFA Keflavík gegn Skallagrími Islandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik karla mæta leik- mönnum Skallagríms frá Borgamesi í undanúrslitum bikarkeppninnar í Keflavík. Snæfell mætir Tindastól í Stykkishólmi. Keflavík eða Tindastóll leikur gegn Grindavík í bikarkeppni kvenna og KR leikur gegn ÍR í Hagaskóla. HANDBOLTI Víkingur mætirVal Víkingar og Valsmenn mætast í undanúrslitum bikarkeppni karla í handknattleik og fer leikurinn fram í Víkinni. KA fær Selfoss í heimsókn. í kvennaflokki leika Valur og Grótta að Hlíðarenda og Stjarnan fær Fram í heimsókn í Garðabæ. SKIÐAGANGA „Er að komast í góðaæfingu" - segir Daníel Jakobsson, sem sigraði í tveimur mótum í Svíþjóð Daníel Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.