Morgunblaðið - 05.01.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
C 3
KNATTSPYRNA / ITALIA
Ruud Gullft var hetja Milan og gerði eina mark liðsins.
Milan einum færrí
en sigraði samt
„Uthugsaður sigur sem
AC Milan setti enn eitt metið
á sunnudaginn þegar liðið vann
AS Roma á útivelli 1:0. Þetta
var sjöundi sigur Milan á úti-
velli í röð og hefur ekkert ít-
alskt lið leikið það eftir. Milan
hefur nú leikið 49 leiki í röð án
þess að tapa og er það einnig
met.
Það blés ekki byrlega fyrir Milan
því auk þess að vera án knatt-
spyrnumanns ársins,_ Marco van
Basten, sem er
Birgir meiddur, var fyrir-
Breiðdal liði . þeirra, Franco
sknfar Baresi, rekinn af
velli eftir aðeins
fimm mínútur. Það kom þó ekki að
sök því-á 30. mínútu tryggði Ruud
FOI_K
■ LUIGI Radice þjálfari Fiorentina var rek-
inn frá félaginu á sunnudaginn, eftir að liðið
tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Atalanta. Liðið var
í öðru sæti en datt niður í það sjöunda við tapið.
U EFTIR leikinn rifust þjálfarinn og eigendur
félagsins hressilega og endaði það með því að
þjálfarinn var látinn fara.. Hann tók við liðinu
í október 1991 og var þetta 500. leikurinn sem
hann stjórnar liði í deildinni.
U MARADONA var rekinn af velli þegar lið
hans, Sevilla, tapaði 3:0 fyrir Tenerife. Mara-
dona fékk tvívegis að sjá gula spjaldið fyrir
nöldur, á 12. og 60. mínútu.
■ LANDI hans hjá Tenerife gerði tvö mörk
úr vítaspyrnum en var síðan rekin af. velli
skömmu á undan Maradona.
■ SEVILLA misti einnig miðjumanninn
Marcos de la Fuente útaf vegna tveggja gulra
spjalda.
■ JOSE Bebeto frá Brasilíu gerði öll þrjú
mörk Coruna þegar liðið sigraði Espanol 3:0.
Fyrsta markið gerði hann á fyrstu mínútu leiks-
ins úr vítaspyrnu.
■ BEBETO er nú markahæstur ásamt Hristo
Stoichkov en þeir hafa gert 15 mörk.
■ FJÓRIR leikmenn voru reknir af velli þeg-
ar Benfica og Belenenses mættust í Lissabon
í Portúgal. Liðin gerðu 1:1 jafntefli en tveir
leikmenn úr hvoru liði voru reknir af velli.
vannstmeð höfðinu,"
Gullit Milan sigur með glæsilegu
marki úr þröngu færi. Baresi er
ekki óvanur að líta rauða spjaldið
þessa dagana því í iandsleik gegn
Möltu á dögunum var hann einnig
rekinn af velli.
„Þetta var úthugsaður sigur,
unninn með höfðinu,“ sagði Gullit
eftir leikinn. „Ég vona að ég eigi
eftir að enda ferilinn hér hjá Milan,“
bætti hann við en á dögunum hafði
hann í hyggju að fara frá Milan.
Hann er sem sagt hættur við það.
Inter, sem er í öðru sæti átta
stigum á eftir Milan, vann stórsigur
á Genoa, 4:0. Shalimov lék mjög
vel, Iagði upp eitt mark og gerði
annað sjálfur. Vamarmaðurinn
Battistini gerði fyrsta markið og
var það 4000. mark Inter frá upp-
sagði Gullit, hetja Milan
hafi. Bergomi lék 500. leik sinn
fyrir Inter og stóð sig vel.
Fylgismenn Juventus, sem hefur
lengst af verið í baráttunni á toppn-
um, voru ekki ánægður með leik
liðsins. Liðið gerði 2:2 jafntefli á
þeimavelli við Parma. Kohler byij-
aði á að gera sjálfsmark og koma
gestunum yfir en Baggio jafnaði
með glæsilegu marki. Vialli jafnaði
síðan metin aftur eftir að hin unga
stjarna Parma, Melli, hafði komið
gestunum yfir öðru sinni. David
Platt lék ekki með Juventus og í
hans stað var Vialli fluttur á miðj-
una sem leikstjórnandi.
Þrátt fyrir að fyrirliði Sampdoria,
Roberto Mancini, gerði þrennu gegn
Foggia varð liðið að sætta sig við
jafntefli.
ENGLAND
Liverpool slapp fyrir hom
HARTLEPOOL, sem er þekkt-
ara fyrir að berjast fyrir lífi sínu
en ná árangri gerði sér lítið
fyrir og sló úrvalsdeildarlið
Crystal Palace út úr ensku bik-
arkepninni á laugardag. Um-
deild vítaspyrna undir lokin
tryggði 2. deildarliðinu 1:0 sig-
ur gegn úrslitaliðinu frá 1990.
Bolton Wanderes var einnig
nálægt því að koma rækilega á
óvart, komst í 2:0 gegn bikar-
meisturum Liverpool, en varð
að sætta sig við jafntefli.
Andy Saville var hetja Hartle-
pool, skoraði úr vítinu átta
mínútum fyrir leikslok og Hartle-
pool leikur í 4. um-
ferð í fjórða sinn í
sögu félagsins.
Leikmenn Palace,
sem höfðu leikið sex
leiki í röð án taps, mótmæltu
ákvörðun dómarans án árangurs
og Saville gerði 17. mark sitt á
tímabilinu.
Steve Coppell, stjóri Palace,
gagnrýndi dóminn. „Ef þetta var
víti þá væru sex eða sjö víti í hveij-
Frá Bob
Hennesssy
í Englandi
um leik. Ég hélt að dómarinn væri
að dæma útspark. Það er sárt að
falla úr bikarnum á þennan hátt,
en ég óska Hartlepool góðs gengis
og vonandi hagnast félagið vel á
áframhaldandi þátttöku."
Alan Murray, stjóri Hartlepool,
tók undir ásakanir Coppells. „Ég
hefði verið mjög reiður ef mitt lið
hefði fengið svona vítaspyrnu
dæmda á sig. En stundum hagnast
maður á dómgæslunni og stundum
ekki. Hins vegar erum við með betra
lið en margir halda og við áttum
skilið að sigra. Ég hafði á tilfinning-
unni að Palace hefði komið hingað
með þvi hugarfari að fá annan leik
heima.“
Rush bjargaði Liverpool
Ian Rush jafnaði 2:2 fyrir
Liverpool gegn Bolton Wanderes,
þegar átta mínútur voru til leiks-
loka. John McGinlay skoraði fyrir
Rovers eftir aðeins átta mínútur og
Mark Seagraves bætti öðru marki
við um miðjan hálfleikinn. Rovers
fékk tvö góð marktækifæri að auki
í hálfleiknum.
Varamaðurinn Ronnie Rosenthal
skaut í stöng á 57. mínútu, en
Mark Winstanley tókst ekki að
hreinsa og skoraði í eigið mark.
Undir lokin komst Steve McMana-
man inní sendingu frá Seagraves,
markvörðurinn varði, en Rush
fylgdi vel og jafnaði með 39. bikar-
marki sínu fyrir Liverpool.
Meistarar Leeds áttu í erfiðleik-
um með Charlton, en gerðu 1:1 jafn-
tefli. „Okkur vantar þá trú sem
fylgir sjálfstraustinu," sagði How-
ard Wilkinson, stjóri Leeds. „Við
uppskárum ekki eins og til var sáð.“
Ian Wright gerði öll mörk Arse-
nal í 3:1 sigri gegn Yeovil.
Áhugamannaliðið Marlow seldi
Tottenham heimaleikinn, en átti
aldrei möguleika og tapaði 5:1.
Adrian Heath var með tvö mörk
fyrir 2. deildarlið Burnley, en
heimamönnum Sheffield United
tókst að jafna á síðustu mínútu.
John Áldridge náði forystunni
fyrir Tranmere, en var síðar vikið
af velli. Oldham náði að rétta úr
kútnum og jafna eftir að hafa verið
2:0 undir.
Bournemouth komst yfir gegn
Blackburn, en varð að sætta sig við
3:1 tap.
Neil Cox kom inná sem varamað-
ur hjá Aston Villa og kom liðinu á
bragðið, en Marcus Browning jafn- -
aði fyrir Bristol Rovers. Dean
Saunders tókst ekki að skora úr
vítaspyrnu, sme Villa fékk í seinni
hálfleik. Malcolm Allison, stjóri
Rovers, gerði lítið úr Villa fyrir leik-
inn. „Sálfræðin hefur mikið að segja
í undirbúningnum fyrir svona bikar-
leik. Ég sagði leikmönnum mínum
að öll þjóðin fyrir utan stuðnings-
menn Villa stæði með þeim og vildi
að þeir sigruðu. Og við áttum að
sigra. Hraðinn var að visu meiri en
við eigum að venjast, en strákarnir
aðlöguðust fljótt og voru síst verri.
Villa mátti þalcka fyrir að við vorum
ekki með sterkasta lið okkar.“
Ron Atkinson, stjóri Villa, var
ekki sérlega kátur. „Við gerðum
okkur erfitt fyrir með því að fara
illa með færin og erum í óþægi-
legri stöðu.“
Níu leikjum í 3. umferð var frest-
að vegna veðurs.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Barkley og félagar töpuðu
SAN Antonio stöðvaði sigur-
göngu Charles Barkley og fé
laga í Phoenix á sunnudags-
kvöldið. San Antonio hafði bet-
ur, 114:113, eftir franlengdan
leik. Phoenix hafði sigrað í fjórt-
án leikjum í röð þar til liðið tap-
aði í San Antonio. Barkley gerði
31 stig en Robinson 33 fyrir
heimamenn.
að var hörkuleikur í New York
þegar Knicks tók á móti LA
Clippers og Knicks tapaði öðrum
heimaleik sínum á tímabilinu en lið-
ið hefur leikið fimmtán leiki heima.
Það var Gary Grant sem gerði sig-
urkörfuna með skoti úr horninu á
síðustu sekúndu framlengingarinn-
ar. Pat Riley, þjálfari Knicks var
ekki ánægður með úrslitin. „Það er
ferlegt að tapa svona leik,“ sagði
hann enda var lið hans yfir lengst
af. Ron Harper gerði 20 stig og tók
13 fráköst fyrir Clippers. Patrick
Ewing gerði 26 stig fyrir Knicks og
tók 17 fráköst.
Það var líka jafn og skemmtilegur
leikur þegar Charlotte sigraði New
Jersey 118:117. Kendall Gill skoraði
sigurkörfuna frá endalínu þegar
fjórar sekúndur voru eftir. New Jers-
ey var með eins stigs forystu og
knöttinn þegar 12 sekúndur voru
eftir. Þá braut Kenny Anderson af
sér og það nýttu heimamenn sér.
Larry Johnson gerði ekki stig í síð-
asta fjórðungi en 32 í hinum þrem-
ur. Hjá New Jersey var Drazen
Petrovic með 27 stig, Derrick Cole-
man 26 og Chris Morris 24.
Joe Dumars gerði 23 stig í síðari
hálfleik fyrir Detroit gegn Orlando
og alls gerði kappinn 32 stig. Hann
nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín
í leiknum og leiddi liðið til sigurs
þrátt fyrir að heimamenn í Orlando
hefðu baft 19 stiga forystu um tíma.
Shaquille O’Neal gerði 29 stig fyrir
heimamenn og tók 15 fráköst en
hann missti knöttinn sjö sinnum en
alls missti liðið boltann 25 sinnum
í leiknum!
Michael Jordan gerði 39 stig fyrir
Chicago gegn Indiana sem tapaði
sjötta Ieik sínum í röð.
Kari Malone gerð 29 stig og tók
13 fráköst. Jeff Malone gerði 21
stig þegar Utah vann sinn fimmta
sigur í röð, að þessu sinni í Port-
land. Kevin Duckworth gerði 27 stig
fyrir heimamenn sem léku án Clyde
Drexlers og Jerome Karseys, sem
eru meiddir.
Cleveland hélt sigurgöngu sinni
áfram, vann LA Lakers að þessu
sinni og hefur nú sigrað í tíu af ell-
efu síðustu leikjum.
Sacramento vann sinn næst
stærsta sigur frá upphafi þegar liðið
fékk Philadelphia 76ers í heimsókn.
Nýliðinn Walt Williams gerði 40 stig
þegar liðið sigraði 154:98! Stærsti
sigur liðsins var á þriðjudaginn gegn
Dallas en þá vann það 139:81, eða
með 58 stiga mun. Aldrei hafa leik-
menn liðsins gert eins mörg stig í
einum leik og gegn 76ers.
Dallas tapaði þrettánda útileik
sínum á tímabilinu og áttunda leikn-
um í röð og hefur engu liði gengið
eins illa í deildinni. Liðið hefur tapað
23 leikjum en aðeins unnið tvo.
Blue Edwards gerði 31 stig fyrir
Milwaukee gegn Atlanta og hefur
leikmönnum gengið allt í óhag síðan
Dominique Wilkins fingurbrotnaði
fyrir nokkru.
Thompson hjá Indiana í baráttu við Grant og Armstorn hjá Chicago.