Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 2
2 C dagskrá morgunblaðið fimmtudagur i. janúar 1993 Þróun í sjónvarpi og hljóðvarpi Ekki er neitt sem bendir til að verulegur vöxtur verði á sviði innlendrar dagskrárgerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp. Ekki mun verða þörf fyrir aukinn starfskraft frá því sem nú er, tekjustofnarnir munu ekki aukast að raungildi og tækninýjungar munu draga til sín stærsta hluta fjármagnsins hjá íslensku stöðvunum Á síðustu árum hefur róttæk uppstokkun átt sér stað á sviði ljósvakamiðlunar á Íslandi. Árið 1982 stýrði ríkisvaldið hljóðvarpi og sjónvarpi í krafti lagalegrar einokunar. I dag eru a.m.k. fimm einkareknar hljóðvarpsstöðv- ar á Stór-Reykjavíkursvæðinu, öflug einka- sjónvarpsstöð með net sjónvarpsfélaga um land allt, auk fjölda aðila sem aflað hafa sér skammtíma- eða tækifærisleyfa til útsending- ar útvarps. Árið 1982 mynduðu afnotagjöld og auglýs- ingar meginuppistöðuna í rekstrartekjum Rík- isútvarpsins (RÚV), meðan tolltekjur voru hverfandi. í dag er spumingin hvort til staðar sér pólitísk samstaða um að tryggja RÚV næga tekjustofna, þegar sýnt er að Stöð 2 sem áskriftar- og auglýsingasjónvarp hefur náð að tryggja sér rekstrargrundvöll. Árið 1982 lagði útvarpslaganefnd fram til- lögu um afnám einkaréttar RÚV og að veita skyldi öðrum innlendum aðilum en ríkinu leyfí til hljóðvarps- og sjónvarpsrekstrar. í dag hafa alþjóðlegir ljósvakamiðlar sett strik í reikninginn með útsendingum um gervihnetti (m.a. Astra 1A og 1B), beint til móttakenda, án milligöngu íslenska dreifikerfisins. Það er ástæða til að ætla, að þróunin í ís- lenskum hljóðvarps- og sjónvarpsmálum muni á næstu 10-15 árum fela í sér miklar breyting- ar, þar sem tækni, fjármagn, pólitík og menn- ing em afgerandi þættir. Tækni Á meginlandi Evrópu, m.a. fyrir tilstuðlan EB, hefur gífurlegum fjármunum verið varið til tækniþróunar á sviði hljóðvarps- og sjón- varpsbúnaðar. Markmiðið er að skapa fram- leiðslu- og markaðssvæði sem geti keppt við sambærilegan iðnað í Bandaríkjunum og Jap- an. Stafrænt hljóðvarp er langt á veg komið og verður líklega að vemleika um aldamót. Væntanlegir hlustendur þurfa þá m.a. að fjár- festa í nýjum móttökutækjum. Slíkt mun, í krafti fjöldaframleiðslu, verða kleift fyrir flesta hlustendur. Fyrir íslenskar útvarpsstöðvar, ef í slíkt verður ráðist, mun það hins vegar verða fjárfrekt, þar sem í langan aðlögunartíma þarf að senda út bæði hliðrænt og stafrænt með ærnum tilkostnaði. Útgjöld sem m.a. munu verða fjármögnuð með niðurskurði á útgjöldum til dagskrárgerðar. Hvað viðvíkur sjónvarpi er ólíklegt að varan- leg lausn finnist á allra næstu ámm. Á bak við skerpusjónvarp (HDTV) takast á öflugir hagsmunir pólitíkur og fjármagns. Það er hins vegar ljóst að um aldamótin mun verða til staðar nýtt staðalkerfí fyrir sjónvarp, samhliða núverandi PAL-kerfi. Slík breyting fyrir RÚV og Stöð 2 kallar á gífurlega íjármuni, þar sem endurnýja þarf nær allan tækjabúnað. Slíkt mun óhjákvæmilega draga til sín fjármagn frá dagskrárgerðinni. Fjöldi einkajarðstöðva á íslandi mun vaxa á allra næstu ámm, en hins vegar er ólíklegt að notendum kapalkerfa fjölgi frá því sem nú er. Þar kemur til að lagning utan þéttbýlis- kjarna er ekki arðbær, en líka ákveðnar hindr- anir í sjálfum útvarpslögunum. Fjármagn Vöxtur og viðgangur íslenskra ljósvaka- miðla er í nánum tengslum við almennt efna- hagsástand samfélagsins. Þensla, lægð eða stöðnun hafa beina þýðingu fyrir mismunandi þætti hljóðvarps- og sjónvarpsreksturs. Kaup- máttur almennings, velta auglýsingamarkað- arins og einkum pólitísk afstaða til afnota- gjaldsins er afgerandi fyrir RÚV. Samkvæmt opinberum spám er ekki gert ráð fyrir vemleg- um vexti í íslensku efnahagslífi á allra næstu missemm. Þetta hefur m.a. þýðingu fyrir umfang auglýsingaveltunnar og þróun afnota- og áskriftargjalda. Áskriftargjald Stöðvar 2 ræðst af lögmálum markaðarins á hveijum tíma. Hækkun afnotagjalds (a.m.k. 10% árið 1993) er eina raunhæfa leiðin til að tryggja afkomu RÚV í því formi sem við þekkjum það í dag. Það er hins vegar engan veginn víst hvort pólitískur meirihluti sé fyrir því að hækka afnotagjöldin á komandi árum. Veltu ljósvakamiðlanna má áætla um 3,3 milljarða á ári. Rekstrargjöld RÚV vom skv. fjárlögum ársins 1990 2.074 milljónir og rekstrartekjur íslenska útvarpsfélagsins sama ár 1.207 milljónir. Ríkissjónvarpið er dýrasti pósturinn, 61% af ráðstöfunarfénu rann til þess árið 1990. Auglýsingatekjur ríkissjón- varpsins hafa verið sveiflukenndar undanfarin ár, allt frá 20-35% af tekjum þess. Það er í fljótu bragði erfitt að koma auga á aukna vaxtarmöguleika í auglýsingatekjum, þannig að afgerandi fyrir fjárhagsgrundvöll RÚV er pólitísk samstaða um framtíð afnotagjaldsins. Pólitík" Á RÚV hvíla lögbundnar þjónustuskyldur umfram aðrar hljóðvarps- og sjónvarpsstöðv- ar. M.a. kveða útvarpsgjöldin á um fjölbreytt og vandað íslenskt efni. Hins vegar hafa kröf- ur um jafnvægi í rekstri RÚV sett meiri svip Morgunblaðið/Emilía Höfundur - Gísli Friðrik Gislason lauk kandidatsprófi frá Kaupmannahafnar- háskóla í haust og starfar hjá TV2 í Dan- mörku. á pólitíska umræðu en gæðakrafan. RÚV er gjarnan skilgreint sem mennta- og menningar- stofnun. Þar sem afnotagjöldin koma óhjá- kvæmilega til með að mynda meginuppistöð- una í fjármögnun RÚV í framtíðinni, er það dauðadómur fyrir stofnunina ef ekki tekst pólitísk sannfæring um að hljóðvarp og sjón- varp í núverandi mynd, og í krafti þjónustu- skyldna sinna, sé hluti af drífandi og marksæk- inni íslenskri menningarpólitík. Ef það tekst ekki, mun mikilvægi RÚV sem hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar hverfa á næstu 10-15 árum. Upp kemur sú staða, að á markaðinum verður einkavæðing ráðandi, þar sem áskriftar- og auglýsingatekjur eru reglan. Slík þróun mun óhjákvæmilega leiða til verulegs samdráttar í framleiðslu innlends dagskrárefnis í hljóðvarpi og sjónvarpi. Menning Framlag RÚV og Stöðvar 2 til menningar- innar má m.a. meta í stöðu innlends dagskrár- gerðarefnis gagnvart alþjóðlegri framleiðslu. Peningalega séð er íslensk dagskrárgerð margfalt dýrari. Ef ekki er til staðar pólitísk- ur og menningarlegur skilningur hjá ákvörð- unarvaldi og almenningi á þessari staðreynd, mun innlend dagskrárgerð minnka. Hljóðvarps- og sjónvarpsnotkun hefur tekið breytingum undanfarin ár. Þannig má ætla að útvarpshlustun sem meginiðja sé hverf- andi, en sú tegund hljóðvarps sem „hlustað“ er á í dag sé tónlistardagskrá. Þetta er til- hneiging sem endurspeglast í dagskrárformi ýmissa stöðva. Sjónvarpsnotkun hefur aftur á móti aukist. Tilkoma Stöðvar 2, lenging á útsendingartíma RÚV og loks gervihnattasjónvarp spila hér inn í. Kannanir Félagsvísindastofnunar benda til þess að fólk sextíu ára og eldri horfi mun meira á kvölddagskrár sjónvarpsstöðva en það yngra. Framtíðin Þó móttakendum gervihnattasendinga fjölgi innanlands, er ólíklegt að stöðvarnar verði fleiri en nú er. Það eru einfaldlega ekki næg- ar auglýsingatekjur til reksturs allra þeirra gervihnattarása sem nú senda. Útbreiðsla kapalsjónvarps á íslandi mun ekki aukast á næstu árum. Staðhættir, fjármagn og lagaleg ákvæði standa þar í veginum. Reksturinn hef- ur, og mun varla í framtíðinni verða svo arð- bær að hann gefi möguleika á framfærslu dagskrárefnis, sérstaklega fyrir kerfið. Á landsvísu veltur þróunin á þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar verða um afnota- gjaldið. Ef það fæst tengt vísitölu framfærslu- kostnaðar, mun RÚV líka næstu árin vera aðalmenningarstofnunin á íslandi. Líkast til verður mikil breyting á sviði kostunar- og útboðsmála, bæði hvað varðar hljóðvarp og sjónvarp. Stöð 2 eða önnur einkarekin rás mun verða til staðar, með innlent dagskrár- framboð sem að gæðum svarar til RÚV, en ekki að magni. Svæðis- og landshlutaútvarp mun eiga erfitt uppdráttar framvegis. Það er ekki möguleiki á að fjármagna það með aug- lýsingatekjum, hækkun á afnotagjöldum með skírskotun til þarfa þess, er varla raunsæ. Þó svo að efnahagurinn taki kipp upp á við, og pólitísk samstaða n'áist um aðgerðir, er framtíðin ekki björt fyrir ljósvakamiðlana á íslandi. Ekki er neitt sem bendir til að veru- legur vöxtur verði á sviði innlendrar dagskrár- gerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp. Ekki mun verða þörf fyrir aukinn starfskraft frá því sem nú er, tekjustofnarnir munu ekki aukast að raungildi og tækninýjungar munu draga til sín stærsta hluta fjármagnsins hjá íslensku stöðvunum. Gísli Fríðrik Gíslason Nýr kafli - Jarðstöðin Skyggnir. Með Skyggni hófst nýr kafli í fjarskiptum íslands við önnur lönd. Gervihnatta- stöðvar sækja í sig veðríð BRESKA gervihnattastöðin SKY hefur nú ákveðið að hefja framleiðslu eigin þátta í stað þess að sýna nær einungis bandarískt efni. Norræna gervihnattastöðin FilmNet stefnir að breytingum á dag- skrá sinni og hefur útsendingar barnaefnis og íþróttaviðburða auk kvikmynda. SKY Television hefur eigin dag- skrárgerð með framleiðslu spennumyndar eftir sögu Ken Fol- lett, en nokkrar sögur hans hafa komið út á íslensku. Sagan sem kvikmynduð verður heitir á frum- málinu Spread Eagle og verður sjónvarpað í fernu lagi. Ekki er búið að ráða alla leikara en ljóst er að þar verður valinn maður í hveiju rúmi. Leikstjórinn heitir Geoffrey Reeve og hefur hann meðal annars gert myndirnar The Far Pavillions og The Shooting Party. Tökur hefjast í vor og fara fram í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Norræna kvikmyndastöðin FilmNet heitir nú FilmNet PIus. Nafnbreytingin fylgir í kjölfar skipulagsbreytinga á rekstri stöðvarinnar, sem til þessa hefur einungis sýnt kvikmyndir. Nú er ætlunin að taka til sýninga barna- efni, íþróttaþætti, tónlistarefni og merka viðburði. Stöðin hefur gert nýja samninga við kvikmynda- framleiðendur sem gerir henni kleift að sýna nýrri myndir en boðið hefur verið upp á til þessa. Útvarp Lúx- emborg hætt REKSTRI Útvarps Lúxemborg- ar lauk á slaginu klukkan tólf á gamlárskvöld. Yfirlýsing þess efnis í október sl. kom mörgum á óvart, enda hefur „Radio Luxembourg" um árabil verið ein þekktasta útvarpstöðin í Evrópu. Þrátt fyrir frægð og vinsældir segja talsmenn hinnar sextíu ára útvarpsstöðvar að stöðin hafí ekki skilað hagnaði. Ekki segjast þeir þó ætla að selja nafnið fræga í bráð. Margar af skærustu útvarps- stjörnum heims hófu frægðarferil sinn í Lúxemborg og nægir í því sambandi að nefna Jimmy Savile, Noel Edmonds og David „Kid“ Jensen, sem reyndar er einn af tengdasonum íslands. Útvarp Lúxemborg hóf útsend- ingar um gervihnött fyrir ári, en hafði áður sent út á miðbylgju. Aðalstöðin hefur frá því í vor ver- ið með útsendingar á nóttunni frá Lúxemborg og segir Sigmar Guð- mundsson dagskrárstjóri að það hafi mælst vel fyrir hjá hlustend- um. Ekki segist hann vita hvað taki við, ýmislegt sé í athugun, en þangað til hljómar „Voiee of America“ hjá þeim á Aðalstöðinni. Klámmyndir í ársáskríft MTX heitir sjónvarpsstöð, sem nýverið var sett á laggirnar í Bret- landi. Stöð þessi mun eingöngu sýna klámmyndir og verða útsend- ingar truflaðar þannig að þeir áhugasömu þurfa að verða sér úti um sérstakan útbúnað. Hægt er að velja um ársáskrift þrjá tíma á dag fyrir 139 pund (rúmlega 13 þúsund ÍKR) eða ijóra tíma á dag fyrir 190 pund (rúmlega 18 þús- und ÍKR).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.