Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 4
4 C dagskrá
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
SJOIMVARPIÐ
9.00 DRDI|1ICCU| ► Morgunsjón-
UNHnilLrill varp barnanna —
Bakkabræður Sögur af Gísla, Eiríki
og Helga í leikflutningi Árna Bland-
on. Ævintýrið um kanínuna og
Ljónið Bandarísk teiknimynd. Hafið,
bláa hafið Mynd um daglegt líf
drengs í Bolungarvík. Fjörkálfar í
heimi kvikmyndanna Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Fyrsti þáttur af
þrettán. Gamlir kunningjar, Alli og
íkomamir, leika í frægum stórmynd-
um sem hafa orðið vinsælar í kvik-
myndahúsum. Vilhjálmur og Karí-
tas 3. þáttur um leiksystkinin eftir
Sigurð G. Valgeirsson og Sveinbjöm
I. Baldvinsson. Leikendur: Eggert
Þorleifsson og Sigrún E. Bjömsdótt-
ir. Litli íkorninn Brúskur Þýskur
teiknimyndaflokkur um ævintýri
Brúsks íkoma og vina hans í skógin-
um. Hlöðver grís Fyrsti þáttur af
26 í breskum teiknimyndaflokki.
Gamla konan og svinið Börn úr
skóla ísaks Jónssonar flytja ævintýri
undir stjórn Herdísar Egilsdóttur.
11.00 ►Hlé
14.55
ÍÞROTTIR
► Enska knatt-
spyrnan Bein út-
sending frá leik Manchester United
og Tottenham á Old Trafford í Man-
chester í úrvalsdeild ensku knatt-
spymunnar. Lýsing: Arnar Björns-
16.45 ►iþróttaþátturinn Umsjón: Samúel
Öm Erlingsson.
18.00 ►Bangsi besta skinn (The Advent-
ures of Teddy Ruxpin) Breskur
teiknimyndaflokkur um Bangsa og
vini hans. Þýðandi: Þrándur Thorodd-
sen. Leikraddir: Öm Ámason.
(24:26)
18.30 ►Skólahurð aftur skellur (School's
Out) Kanadískur myndaflokkur um
skólasystkinin í Degrassi-skólanum
sem margir muna eftir úr fýrri þátta-
röðum. Þegar hér er komið sögu em
þau að ljúka unglingaskólanum og
eiga í vændum ævintýralegt sumar.
Leikstjóri: Kit Hood. Aðalhlutverk:
Pat Mastroianni, Stacie Mistysyn,
Neil Hope og Stefan Brogren. Þýð-
andi: Kristrún Þórðardóttir. (1:4)
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 ►Strandverðir (Baywatch) Banda-
rískur myndaflokkur um ævintýri
strandvarða í Kalifomíu. Aðalhlut-
verk: David Hasselhof. Þýðandi:
Ólafur Bjami Guðnason. (18:21)
20.00 ►Fréttir og veður
' 20.35 ►Lottó
20.40 ►Æskuár Indiana Jones (The
Young Indiana Jones Chronides)
Fjölþjóðlegur myndaflokkur fyrir alla
fjölskylduna, sem vafalítið vakti
meiri athygli en flest annað sjón-
varpsefni árið 1992. Hér segir frá
æskuámm ævintýrahetjunnar Indi-
ana Jones, ótrúlegum ferðum hans
um viða veröld og æsilegum ævintýr-
um. Við úthlutun Emmy-verðlaun-
anna í ágúst var myndaflokkurinn
tilnefndur til átta verðlauna — og
hlaut fimm. Leikstjóm: Terry Jones,
Bille August og fleiri. Aðalhlutverk:
Corey Carrier, Sean Patrick Flanery,
George Hall, Margaret Tyzak og
fleiri. Þýðandi: Reynir Harðarson.
(1:15)
21.30 ►Bláberjahóll (Blueberry Hill)
Belgísk bíómynd frá 1989. Myndin
gerist á 6. áratugnum og fjallar um
uppátæki unglinga í St. Josephs-skól-
anum. Það líður að prófum en Robin
sýnir einni skólasystur sinni mun
meiri áhuga en námsbókunum. Leik-
stjóri: Robbe De Hert. Aðalhlutverk:
Michael Pas og Babette van Veen.
Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson.
23.00 ►Erfðasyndin (Original Sin) Banda-
rísk bíómynd frá 1989. Hamingju-
samlega gift kona kemst að því að
tengdafaðir hennar er glæpaforingi
sem hugsanlega hefur staðið fyrir
ráni á syni hennar. Leikstjóri: Ron
Satlof. Aðalhlutverk: Ann Jillian,
Robert Desiderio og Charlton Hes-
ton. Þýðandi: Kristmann Eiðsson.
Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur
myndina ekki hæfa áhorfendum
yngri en 16 ára. Maltin gefur miðl-
ungseinkunn.
0.35 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
LAUGARPAGUR9I
STOÐ TVO
9.00 ►Með afa Afi sýnir teiknimyndir
með íslensku tali.
10.30 ►Lísa í Undralandi Teiknimynd
gerð eftir sögu Lewis Carroll:
10.55 ►Súper Maríó bræður Teikni-
myndaflokkur.
11.15 ►Maggý (Maxie’s World) Teikni-
mynd um táningsstelpu.
11.35 ►Ráðagóðir krakkar (Radio Detec-
tives) Leikinn spennumyndaflokkur
fyrir böm og unglinga. (22:26)
12.00 ►Dýravinurinn Jack Hanna Fylgst
með Jack þar sem hann heimsækir
viilt dýr í dýragörðum.
12.55 Vlf||f IIVUIIID ► Hlátrasköll
Imnminuilt (Punchline) Sally
Field leikur húsmóður, sem þráir að
slá í gegn sem grínisti, og í óþökk
eiginmanns síns, sem er algert karl-
rembusvín, stelst hún til að koma
fram á áhugamannakvöldi á nætur-
klúbbi. Aðalhlutverk: Sally Field,
Tom Hanks, John Goodman og Mark
Rydell. Leikstjóri. David Seltzer.
1988. Lokasýning. Maltin gefur
★ ★★ Myndbandahandbókin gefur
★ ★‘/2
15.00 ►Þrjúbíó — Vetur konungur Ævin-
týramynd fyrir alla fjölskylduna um
stúlku sem leitar að hinni einu sönnu
ást.
16.30 íkDflTTID ► íslandsmótið í
IPRUI IIR 1. deild karla í hand-
knattleik. HK - Haukar Bein útsend-
ing frá leik í íþróttahúsinu Digranesi.
18.00 ►Popp og kók Tónlistarþáttur í
umsjón Lárasar Halldórssonar.
19.00 ►Laugardagssyrpan Teiknimynda-
syrpa fyrir alla aldurshópa.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Morðgáta (Murder She Wrote)
Bandarískur spennumyndaflokkur.
20.50 ►Imbakassinn Grínþáttur. Umsjón:
Gysbræður.
21.10 ►Falin myndavél (Candid Camera)
21.35 iruiinivuniD ► Stattu með
RTIRmlHUIR mér (Stand by
Me) Kvikmynd um vináttu og ævin-
týri fjögurra stráka í smábæ í Banda-
ríkjunum á sjötta áratugnum. Byggð
á smásögunni „The Body“ eftir
Stephen King. Strákarnir frétta að
unglingspiltur hafí látið lífið í skógin-
um og að jarðneskar leifar hans aldr-
ei fundist. Þeir leggja upp í leiðangur
í leit að líkinu, lenda í margs konar
ævintýram og koma mikið breyttir
úr svaðilförinni. Aðalhlutverk: Rich-
ard Dreyfus, Wil Wheaton, River
Phoenix, og Corey Feldman, Jerry
O’ConnoII. Leikstjóri: Rob Reiner.
1986. Maltin gefur ★ ★ ★ Mynd-
bandahandbókin gefur ★★★
23.15 ►Góðir gæjar (Goodfellas) Aðal-
hlutverk: Robert De Niro, Ray Liotta
og Joe Pesci. Leikstjóri: Martin Scor-
sese. Efniviðurinn er sönn saga
manns sem fæddist í fátækrahverfi
New York, ólst upp innan mafíunnar
og komst til æðstu metorða í heimi
skipulagðrar glæpastarfsemi.
Stranglega bönnuð börnum. Maltin
gefur ★★★'/2
1.35 ►Einkamál (Personals) Jennifer
O’NeilI er hér í hlutverki hversdags-
legs bókasafnsfræðings sem lítið
berst á í félagslífínu. En ekki er allt
sem sýnist því eftir að skyggja tekur
breytist hún í drottningu næturinnar
og heldur á stefnumót við menn sem
hafa auglýst í einkamáladálkum.
Enginn þessara manna er til frásagn-
ar um stefnumótið því þeir era allir
myrtir. Lögreglan stendur ráðþrota
þar til eiginkona eins fómarlambsins
ákveður að rannsaka morð eigin-
manns síns. Aðalhlutverk: Jennifer
O’NeilI, Stephanie Zimbalist og Rob-
in Thomas. Leikstjóri: Steven Hilliard
Stern. 1990. Bönnuð bömum. Malt-
in gefur miðlungseinkunn.
3.05 ►Morðóða vélmennið (Assassin)
Henry Stanton er mikilsvirtur fyrram
njósnari hjá leyniþjónustu Bandaríkj-
anna. Hann er fenginn til liðs við
stofnunina á ný til að stöðva Robert,
háþróað vélmenni sem við fyrstu sýn
virðist mennskt og hefur verið forrit-
að til að myrða æðstu menn Banda-
ríkjanna. Aðalieikarar: Robert
Conrad, Karen Austin og Richard
Young. Leikstjóri: Sandor Stem.
1986. Bönnuð bömum.
4.35 ►Dagskrárlok
Ástfanginn - Robin má lítíð vera að því að hugsa um
prófin því Gathy á hug hans allan.
Prófstuldur og ástir
í unglingaskóla
Robin kann
ekki að láta
tilfinningar
sínar I Ijós
SJÓNVARPIÐ Kl. 21.30 Fyrri
myndin á laugardagskvöld er belg-
ísk, frá árinu 1989 og nefnist Blá-
beijahæð. Þetta er ástarsaga frá
sjötta áratugnum. Nemendur St.
Josephs-skólans bíða þess að kom-
ast í sumarfrí. En prófin eru eftir.
Robin hefur þó öðrum hnöppum
að hneppa, því gamla kærastan
hans, Cathy, hefur skotið upp koll-
inum á ný og hann er ástfanginn
upp fyrir haus. Vandinn er sá að
Robin kann ekki að láta tilfinning-
ar sínar í ljós. Nokkrir nemendanna
reyna að stela prófunum, en skóla-
stjórinn stendur einn þeirra að
verki og þá dregur heldur til tíð-
inda.
strákar
í ævin-
týraleit
Klíkan hefur
höfuðstöðvar í
tréhúsi þar
sem strákarnir
geta verið út af
fyrir sig
STÖÐ 2 KL. 21.35. Aðalsögu-
hetjurnar í kvikmyndinni
Stattu með mér (Stand by Me)
eru fjórir strákar í smábæ í
Bandaríkjunum á sjötta ára-
tugnum. Einn er töffari, annar
viðkvæmur, sá þriðji eldhugi
og sá fjórði skræfa. A milli
þeirra eru sterk vináttubönd
og þeir þrá allir að vera eins
og hetjur teiknimyndablaðanna
í augum hinna. Klíkan hefur
höfðustöðvar í tréhúsi þar sem
strákarnir geta verið út af fyr-
ir sig, púað sígarettur, sagt
sögur og skoðað „fullorðins-
blöð“. Þegar þeir frétta að
ungur maður hafi látið lífið í
skóginum og jarðneskar leifar
hans séu ófundnar fara þeir í
leiðangur í leit að líkinu. Mynd-
in er byggð á smásögu Step-
hens King „The Body“. Leik-
stjóri er Bob Reiner. Með aðal-
hlutverk fara Richard Dreyfus,
Wil Wheaton, River Phoenix,
Corey Feldman og Jerry O’C-
onnoll.
Ungur nemur - gamall temur - Jimmy Conway (Robert DeNiro) kennir unglingunum Henry
(Ray Liotta) og Tommy (Joe Pesci) sitt lítíð af hveiju um „viðskiptí“.
í innsta hring
mafíunnar
Myndin er
byggöá
frásögn manns
sem starfaöi í
þrjátíu ár innan
mafíunnar í
New York
STÖÐ 2 KL.23.15 Kvikmyndin
Góðir gæjar (Goodfellas) er spennu-
mynd frá Martin Scorsese byggð á
raunverulegri frásögn manns sem
starfaði í þijátíu ár innan mafíunn-
ar í New York. Robert DeNiro er
í hlutverki Jimmy Conway, vel efn-
aðs afbrotamanns sem nýtur mikill-
ar virðingar í heimi skipulagðrar
glæpastarfsemi og á götum fá-
tækrahverfanna. Hann tekur ungan
mann, Henry Hill, sem leikinn er
af Ray Liotta, upp á arma sína og
kennir honum allt sem hann veit
um „viðskiptin". Joe Pesci leikur
Tommy DeVito, hviklyndan mann
sem gengur til liðs við „fjölskyld-
una“ á sama tíma og Henry. Góðir
gæjar var útnefnd til sex Óskars-
verðlauna og Joe Pesci fékk stytt-
Robert DeNiro
una fyrir bestan leik í aukahlut-
verki. Með önnur hlutverk fara
Lorraine Bracco og Paul Sorvino.
Rolling Stones og George Harrison
eru á meðal þeirra sem semja og
flytja tónlistina.