Morgunblaðið - 19.01.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.01.1993, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1993 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR BLAD B adidas Landslið Noregs í knattspyrnu leikur í Adidas SKIÐAGANGA X Besti árangur minn til þessa - sagði Daníel Jakobsson sem varð annar á sterku bikarmóti í Svíþjóð Daníel Jakobsson Daníel Jakobsson, skíðagöngu- maðurinn ungi frá Isafirði, náði besta árangri sínum frá upp- hafi í keppni í Svíþjóð um helgina. Hann varð annar á eftir heims- meistara unglinga, Matthiasi Fred- rikson, í 30 km göngu með frjálsri aðferð á bikarmóti pilta 19 — 20 ára. Alls voru 100 keppendur sem tóku þátt í mótinu, sem er í sama styrkleikaflokki og sænska meist- aramótið í þessum aldursflokki. Fredrikson, sem er efnilegasti göngumaður Svía, gekk vega- lengdina á 1:13.55 klst. og var tæpum þremur mínútum á undan Daníel (1:16.47). Henrik Erikson, unglingalandsliðsmaður Svía, varð þriðji á 1:16.58 klst. „Þetta er besti árangur sem ég hef náð í keppni og ég er í sjöunda himni. Ég fór fyrstur af stað í síðasta ráshópi og því gat ég ekki fylgst með keppinautum mínum. Ég kom fyrstur í mark en síðan varð ég bara að bíða og sjá hvernig hinum gekk,“ sagði Daníel. Daníel hefur verið valinn af fé- lagi sínu, Ásama, til að taka þátt í sænska meistaramótinu í flokki fullorðinna sem fram fer um aðra helgi. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og það verður spennandi að etja kappi við þá eldri. Ég mun keppa í 15 kílómetra göngu og boðgöngu með félagi mínu.“ Hann hefur einnig verið valinn til að keppa fyrir Islands hönd á Heims- meistaramótinu í Falun sem hefst 18. febrúar. 1 KNATTSPYRNA Helgi Sig- urðsson til Fram Helgi Sigurðsson, unglingalandsl- iðsmaður úr Víkingi, hefur gengið til liðs við Fram. Helgi, sem er 18 ára, er mjög marksækinn mið- heiji og skoraði hann 10 mörk fyrir Víkinga í 1. deildarkeppninni sl. sumar. Guðjón þjálfar landslið kvenna Guðjön Reynisson hefur verið ráð- inn þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, og landsliðsins skip- uðu stúlkum 20 ára og yngri. Guðjón hefur starfað við þjálfun undanfarin ár, og varð kvennalið Breiðabliks úr Kópavogi íslands- meistari undir stjóm hans síðustu tvö árin. Helsta verkefni yngra liðsins á árinu verður Norðurlandamót, sem fram fer í Danmörku í byijun ágúst. A-landsliðið leikur tvo vináttuleiki á heimavelli á árinu og jafnvel einn heimaleik í undankeppninni Evrópu- mótsins. KORFUKNATTLEIKUR Snæféllingar í fyrsta sinn í bikarúrslit Morgunblaðið/Bj ami Snæfellingar úr Stykkishólmi tryggðu sér á sunnudaginn rétt til að leika til úrslita í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hólmarar sigruðu lið Tindastóls frá Sauðárkróki í hörkuleik í Stykkishólmi, 76:64, og var fögnuðurinn mikill í bænum eftir að úrslitin lágu fyrir. Á myndinni fagna tveir leikmanna Snæfells, Bárður Eyþórsson, til vinstri, og ívar Ásgrímsson, sem jafnframt er þjálfari liðsins. Snæfellingar mæta íslandsmeisturunum frá Keflavík í úrslitum, en ÍBK sigraði lið Skallagríms úr Borgarnesi í hinum undanúrslitaleiknum í Keflavík. _________________________ ■ Leikirnir / B6 KIMATTSPYRIMA: SKULDIR VÍKIIMGA VEL YFIR 20 MILUÓIMIR KRÓIMA / B11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.