Morgunblaðið - 19.01.1993, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1993
HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA
Sáttur við leikinn
Eg er tiltölulega sáttur við leik-
inn, en það var óvænlegur
kostur að þurfa að sigra með tíu
mörkum," sagði Geir Sveinsson
fyrirliði Vals. „Þegar þeir jöfnuðu
20:20 var þetta búið og við ákáð-
um þá að einbeita okkur að því
að sigra. Það fór mikil orka í að
leika 3-3 vöm og okkur skorti
úthald til að leika sííka vöm allan
leikinn. Það gekk vel að taka Fra-
atz en Tútskíjn var allt of sterkur
fyrir okkur. Þá misfórst að taka
miðjumanninn," sagði Geir.
Ivanescu
„Við Iékum ágætlega í dag, en
það er erfitt að leika gegn svona
vöm. En sigurinn var aldrei í
hættu. Valsmenn gerðu það sem
þeir gátu og hugmyndin hjá þeim
var góð og í rauninni það eina sem
þeir gátu gert til að freista þess
að vinna upp muninn,“ sagði Pe-
tre Ivanescu þjálfari Essen.
Þorbjöm
„Við reyndum að einbeita okk-
ur að því að taka þá Fraatz og
Tútskíjn úr umferð en miðjumað-
urinn þeirra er greinilega enginn
auli, enda kæmist hann þá varla
í lið Essen. Níu mörk vom of
mikið, en ég held við höfum gert
heiðarlega tilraun og ég er ágæt-
lega sáttur við þennan leik, sem
slíkan, þó ég sé ekki ánægður að
vera fallinn úr keppni,“ sagði
Þorbjöm Jensson þjálfari Vals.
Morgunblaðið/Bjarni
Tútskíjn erfiður
Aleksandr Tútskíjn, hvít-rússneska stórskyttan í liðið Tusem Essen, reyndist
Valsmönnum erfiður í Laugardalshöll. Þrátt fyrir að Dagur Sigurðsson og félag-
ar hafí reynt af fremsta megni að stöðva leikmanninn gerði hann sjö mörk.
Dagur og Tútskíjn eru á myndinni að ofan, en til hliðar er Júlíus Gunnarsson,
sem einnig gerði sjö mörk. Júlíus kom skemmtilega á óvart í fyrri hálfleiknum
og lék þá mjög vel.
Tæpt hjá Val
VALS-STÚLKUR tryggðu sér
bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni
með 18:17 sigri á Gróttu að
Hlíðarenda á sunnudagskvöld-
ið, en tæpt var það. Þrátt fyrir
að Völsurum tækist þrívegis að
ná góðu forskoti tókst gestun-
um oftast að jafna með mikilli
baráttu, nema f lokin.
Bæði lið byrjuðu af krafti og voru
óhrædd við að brjótast í gegn
og skjóta. Sóknarleikur Valsstúlkna
I var oft vel útfærður
Stefán en strandaði oft á
stefánsson Fanney Rúnarsdótt-
skrifar ur í marki Gróttu.
Vöm Vals var sterk
og stæðileg en Gróttu-stúlkum tókst
nokkuð vel að finna glufur og jöfn-
uðu þriggja marka forskot heima-
manna á 18. mínútu. Þá gerðu Vals-
arar næstu fjögur mörk en Laufey
Sigvaldadóttir svaraði fyrir gestina
svo jafnt var í leikhléi.
Grótta náði forystunni strax í
seinni hálfleik og liðin skiptust á að
skora þar til Valsstúlkur náðu að
gera þrjú mörk í röð undir lokin.
Seltirningar gerðu allt hvað þeir
gátu til að jafna og gerðu tvö síð-
ustu mörkin en það dugði ekki til.
„Eftir niðurlæginguna gegn Vík-
ingi um daginn, þar sem við skiljum
ekki hvað gerðist, var um líf eða
dauða að tefla og það var rosalega
erfitt að ná saman. Grótta er mjög
gott lið og allt getur gerst í bikar-
leikjum. Þetta var enginn toppleikur
hjá okkur, við náðum þrisvar góðri
forystu en misstum hana niður og
það var bara Aðalheiður [Hreggviðs-
dóttir markvörður] sem hélt okkur
á floti. Nú hlakka ég bara til að
mæta Stjörnunni í úrslitum," sagði
Hanna Katrín Friðriksen sem var
markahæst í liði Vals og átti stór-
góðan leik ásamt Irinu Skorobo-
gatyk. Arnheiður varði mjög vel.
Sigríður Snorradóttir og Laufey
Sigvaldadóttir voru í aðalhlutverkum
hjá Gróttu og Brynhildur Þorgeirs-
dóttir átti góða spretti en Fanney í
markinu stal senunni með frábærri
markvörslu og varði 18 skot, mörg
hver úr opnum færum. „Þetta var
barátta hjá báðum liðum, vel spilað-
ur leikur og dómarar voru mjög
góðir þannig að það er ekkert nema
gott um leikinn að segja. Við gerðum
afdrifarík mistök í lokin en sigur
hefði getað fallið á hvorn veginn sem
var,“ sagði Haukur Geirmundsson
þjálfari Gróttu.
Góður sigur
en of Irtill
ÞRÁTT fyrir góðan leik og sigur
gegn TUSEM Essen urðu Vals-
menn að sætta sig við að falla
út úr Evrópukeppni bikarhafa á
laugardaginn. Liðin léku þá sfð-
ari leikinn í Laugardalshöll og
sigraði Valur 27:25. Það vantaði
talsvert uppá að þeir næðu að
slá þýska liðið út, en fyrri leikn-
um lauk með 23:14 sigri Essen.
Það vissu allir sem vildu vita að
róðurinn yrði Valsmönnum
geysilega erfiður því níu mörk eru
ansi mikið. Og það
kom á daginn. Vals-
menn, þrátt fyrir
góðan leik og heið-
arlega tilraun réðu
ekki við svona mikinn mun. Til þess
var lið Essen of sterkt.
„Við gerðum heiðarlega tilraun,
reyndum að sprengja upp hraðann
og það hefði hugsanlega getað tek-
ist ef við hefðum nýtt okkur stöðuna
í fyrri hálfleik þegar við komumst í
8:4,“ sagði Þorbjöm Jensson þjálfari
Vals eftir leikinn.
Valsmenn vissu að þeir yrðu að
taka áhættu og það gerðu þeir. Með
3-3 vöm hröktu þeir Essen langt út
á völlinn en við það losnaði um lín-
una, en þaðað gerðu leikmenn Essen
sex mörk. Sérstakar gætur voru
hafðar á aðalleikmönnum þeirra,
Fraatz og Tútskíjn og gekk það vel
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
með þann fyrmefnda en sá rús-
sneksi var Valsmönnum erfíður.
Eins átti leikstjómandinn, Arens
(nr. 2), mjög góðan dag og nýtti sér
glufur í vöm Vals vel. Línumaðurinn
Röpfer (nr. 4) var einnig dijúgur.
Munurinn í leikhléi var aðeins
þijú mörk og því ljóst að Valsmenn
yrðu að taka enn meiri áhættu í síð-
ari hálfleik. Það reyndu þeir en
dæmið gekk ekki upp. Munurinn var
það mikill að aldrei fór verulega um
leikmenn Essen né stuðningsmenn
liðsins. „Þetta var góður leikur, en
mjög erfiður. Valur hefur sterkt lið
og við áttum í miklum erfíðleikum
með [Júlíus] Gunnarsson í fyrri hálf-
leiknum, en gekk betur gegn honum
í síðari hálfleik," sagði Petre Iva-
nescu, þjálfari Essen. Hann bætti
því við að síðari leikurinn hefði ver-
ið betri en sá fyrri og bæði lið hefðu
leikið góðan handknattleik.
Valur lék vel, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Leikmenn gerðu fá tækni-
leg mistök en fóm ekki nægilega
vel með færin sem þeir fengu. Þegar
leið á leikinn kom í ljós hversu erf-
itt er að leika 3-3 vöm svo vel sé.
Valsarar hefðu ef til vill átt að skipta
um vamarleik um tíma til að hvíla
sig. Allir Valsarar áttu ágætan dag.
Júlíus lék mjög vel í fyrri hálfleik
en var tekinn af meiri ákveðni í
þeim síðari. Valdimar og Jón voru
einnig sterkir svo og Geir.
FOLX
■ VALSMENN voru með góða
nýtingu í leiknum gegn Essen, sér-
staklega í fyrri hálfleik. Þá gerðu
þeir 14 mörk í 23 sóknum, sem er
60,87% nýting. í seinni hálfleik skor-
uðu þeir 13 mörk í 29 sóknum,
44,83% nýting.
■ ESSENgerði 11 mörk í 24 sókn-
um í fyrri hálfleik, eða 45,83% nýt-
ing. í síðari hálfleik var nýtingin
47,17%, 14 mörk úr 29 sóknum.
■ BERND Ebner annar mark-
vörður Essen byijaði í markinu en
um miðjan fyrri hálfleik var honum
skipt útaf. Hafði þá ekki varið eitt
einasta skot.
■ KRISTJÁN Arason, þjálfari og
leikmaður FH, var sprautaður fyrir
leikinn vegna meiðsla í öxl. Hann
treysti sér ekki í sóknina fyrr en um
miðjan fyrri hálfleik, en þá var FH
tveimur mörkum undir.
■ KRISTJÁN ætlaði að snúa bolt-
anum framhjá Hofmann undir lokin,
en tókst ekki. „Þetta var búið og
það hafði ekkert uppá sig að taka
áhættu og skjóta. Öxlin er ekki tilbú-
in,“ sagði hann.
■ KRISTJÁN sagði að FH-ingar
hefðu verið daufir í fyrri hálfleik
eftir góða byijun, en eftir hlé hefði
kappið verið meira en forsjáin.
■ HEINER Brand, þjálfari Mass-
enheim, sagði sanngjamt að lið sitt
væri komið í undanúrslit. Það hefði
stjómað leiknum og endurkoma
Finnans KMlmans í liðið hefði haft
jákvæð áhrif á leikmennina og hald-
ið þeim við efnið.
■ BRAND var þjálfari Gumm-
ersbach, þegar Kristján Arason Iék
með liðinu. „Mér þykir leitt að Krist-
ján kemst ekki áfram en það er
betra en ef ég hefði setið eftir,"
sagði þjálfarinn og stráði salti í sár
starfsbróður síns.
■ EYJABANDIÐ komst ekki í
Kaplakrikann eins og til stóð og
var beðist afsökunar á því, en stuðn-
ingsmenn voru vandanum vaxnir og
ríkti sannkölluð heimaleikjastemmn-
ing í húsinu.
BIKARKEPPNI KVENNA