Morgunblaðið - 19.01.1993, Page 7

Morgunblaðið - 19.01.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1993 B 7 Morgunblaðið/Bjami Hart barist í Hólminum ik Snæfells og Tindastóls á sunnudag, enda mikið í húfi; sæti í bikarúrslitaleiknum. Á myndinni beijast þeir um boltann Damon )ur Tindastóls. Ekki má á milli sjá hvor hefur betur í þetta skipti — uppkast líklega verið dæmt — en Lopez og félagar fögnuðu í lokin. i beygja Stúdenta og kláraði leikinn án teljandi mót- stöðu undir lokin. Leikur HK liðsins var góður á köflum og leikmenn liðs- ins börðust gífurlega í lágvörninni en þeir Vignir Hlöðversson og Einar Hilmarsson, gerðu það gott í sókn- inni. Stúdentar voru brokkgengir og móttakan gekk illa en þó átti Sigfús Viggósson stórleik í sókninni fyrir sína menn. Laufiétt hjá Þrótti Nýliðar Stjörnunnar mættu hrein- lega ofjörlum sínum í Ásgarði á laug- ardaginn þegar liðið tapaði fyrir Þrótti í þremur hrinum gegn engri. Þróttarar voru betri á flestum sviðum leiksins og nýttu sér veiku hliðarnar á leik Stjömunnar til fullnustu á köfl- um. Hrinurnar voru keimlíkar, Þrótt- arar náðu góðu forskoti strax í upp- hafi en leikmenn Stjörnunnar þurftu alltaf að sækja á brattann. Það reynd- ist þeim mjög erfítt og stöðugleikinn var heldur ekki til staðar hjá þeim þegar þess þurfti, móttakan var af- leit og í sóknirnar vantaði þar af leið- andi allan þunga. Hjá Þrótti var Jón Árnason mjög sprækur en hjá Stjörn- unni bar einna mest á Erni Kr. Arnar- syni. Stúdínur sannfærandi Stúdínur áttu heldur náðugan dag gegn HK á sunnudagskvöldið og þær þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri sínum þó svo að HK stúlkumar hafí náð að krækja sér í sigur í þriðju hrinunni. Stúdínur byijuðu mun betur og með sterkum uppgjöfum settu þær móttöku HK liðsins hreinlega úr skorðum á köflum. Stúdínur léku við hvern sinn fíngur í fyrstu tveim hrin- unum en náðu sér síðan á strik aftur eftir smá bakslag í þriðju hrinunni og sigmðu sannfærandi í þeirri fjórðu. Stúdínur áttu flestar ágætan dag én þó voru þær Þórey Haraldsdóttir og Úrsula Junemann áberandi sterkar í sókninni með Mettu Helgadóttur upp- spilara röggsama í uppspilinu. ■ Úrslit / B10 NBA-DEILDIN Góð helgi hjá Orlando Magic Liðið vann bæði Boston og Chicago ÞAÐ dugði ekki Chicago til sig- urs gegn Orlando að Michael Jordan gerði 64 stig í leiknum. Gestirnir höfðu betur, 128:124 eftir framlengingu. Þetta var annar sigur Orlando um helg- ina, á föstudaginn vann liðið Boston, einnig á útivelli, og var þetta fyrsti sigur þess f Boston Garden. Nick Anderson var hetja Orlando. Hann jafnaði með þriggja stiga körfu þannig að framlengja varð. í framlengingunni gerði hann fimm stig. Þar með tapaði Chicago fjórða leiknum af síðustu sjö. Scott Skiles fór fyrir liði Orlando. Hann gerði 31 stig en sex leikmenn gerðu fleiri en tíu stig. O’Neal sýndi hvers vegna hann er talinn arftaki Jordan sem konungur körfunnar. Hann gerði 29 stig, tók 24 fráköst og varði fimm skot. Chicago hafði 10 stiga forystu í síðasta leikhluta en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu. Jordan rauf 60 stiga múrinn í fimmta sinn á ferlinum, gerði 64 stig að þessu sinni. Hann hefur 31 sinni gert yfir 50 stig í leik. í Baltimore hélt lið New Jersey Nets uppteknum hætti og sigrað í fjórða leiknum í röð. Að þessu sinni var það Washington sem varð að játa sig sigrað. Derrick Coleman gerði 27 stig og Drazen Petrovic 26. Það hefur gengið vel hjá Nets að undanförnu og liðið hefur unnið átta af síðustu 11 leikjum. Nets nálgast nú New York Knicks í Atlandshafsriðlinum því síðar- nefnda liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Houston. Hakeem Olajuwon gerði 42 stig og varði sniðskot frá Greg Anthony á síðustu sekúndunni þannig að 104:102 sigur var í höfn. Knicks hefur enn ekki unnið leik ef mótheijamir hafa náð að gera 100 stig eða meira. David Robinson gerði 52 stig fyr- ir San Antonio Spurs þegar liðið sigraði Charlotte 124:111. Robinson hefur aldrei gert eins mörg stig í leik. Þetta var sjötti sigurleikur Spurs í röð. LA Lakers gengur vel á móti sterkum liðum ef marka má árang- urinn í vetur. Liði hefur unnið Port-, land þrívegis og Chicago tvisvar, en þessi lið léku til úrslita í fyrra. La- kers hefur hins vegar tapað sex leikj- um gegn neðstu liðunum. Liðið tap- aði meira að segja fyrir Dallas sem hefur sigrað í tveimur leikjum af 32 og er á góðri leið með að setja „met“. RUÐNINGUR / NFL Buffaloog Dallas leika til úrslita LIÐ Buffalo Bills og Dallas Cowboys mætast í úrslitaleik bandaríska fótboltans, „ofur- skálarleiknum" (Super Bowl), eftir að liðin sigruðu í undanúr- siitum um helgina í NFL-deild- inni. Buffalo leikur nú til úrslita þriðja árið í röð, en Dalias í fyrsta skipti síðan 1978. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Fyrri leikurinn á sunnudag var viðureign Buffalo og Miami á heimavelli síðarnefnda liðsins. Skemmst er frá því að segja að Buffalo hafði mikla yfírburði og sigraði 29:10. Liðið hafði 13:3 for- ystu í hálfleik og leikurinn var þá í járnum en í seinni hálfleik juku leik- menn Buffalo forystuna jafnt og þétt og sigruðu örugglega — komust t.d. í 22:3. Buffalo leikur þar með þriðja árið í röð í úrslitum; liðið tap- aði úrslitaleiknum bæði árin, gegn New York Giants 1991 og gegn Washington Redskins í fyrra. Buff- alo komst í úrslit nú með því að vinna tvo leiki í röð á útivelli. Leikstjórn- andi liðsins, Jim Kelly, kom inn í liðið á sunnudag eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla, og þrátt fyrir að mikil presa væri á þjálfara liðsins að nota vara-stjórnandann sem hefur staðið sig geysilega vel undanfarið, ákvað hann að láta Kelly spila. Og Kelly brást ekki; átti stór- leik og stjórnaði liðinu til öruggs sigurs. „Vörnin gaf okkur tækifæri til að vinna leikinn. Við létum fjaðra- fokið í fjölmiðlum í vikunni ekki hafa áhrif á okkur í dag,“ sagði Kelly að leikslokum, en mikið var rætt um það í fjölmiðlum vestan- hafs, að ekki væri rétt að láta Kelly spila. „Við komum með réttu hugar-. fari í leikinn — það dugði,“ sagði leikstjórnandinn. Lið Miami tapaði með því að missa boltann fímm sinnum í leiknum. Frábært í San Fransisco Seinni leikurinn fór fram í San Fransisco, þar sem lið heimamanna tók á móti Dallas Cowboys. í vik- unni fyrir leikinn var völlurinn tyrfð- ur upp á nýtt; grasið var orðið ónýtt eftir gífurlegar rigningar í Kalifor- níu. Kúrekunum frá Dallas líkaði nýja grasið vel og þeir sigruðu í hörkuleik, 30:20. Leikurinn var jafn og iry'ög spennandi. Staðan í hálfleik var 10:10 og 20:24 fyrir Dallas þeg- ar fjórar og hálf mín. voru eftir. Og- kúrekamir rejmdust sterkari á enda- sprettinum, bættu örlítið við og unnu 30:20. Lið San Fransisco og Dallas eru tvö þau lang bestu í deildinni að áliti flestra sparksérfærðinga, og þótti viðureign þeirra á sunnudag mjög vel spiluð. Sigur Dallas var sanngjarn; liðið var sterkara á enda- sprettinum. Jimmy Johnson þjálfari Dallas tók við liðinu fyrir fjórum árum þegar það var í neðsta sæti í sínum riðli. Hann sagðist þá skyldu koma því í úrslit á fímm árum, og er því einu ári á undan áætlun! „Sig- ur þessi er árangur af þrotlausu starfí aðstoðarþjálfara minna. En enginn ætti að fagna of mikið í dag, því við eigum einn leik eftir enn,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Ofurskálarleikurinn verður 31. janúar á Rose-Bowl leikvanginum í Pasadena, norður af Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.