Morgunblaðið - 19.01.1993, Page 9

Morgunblaðið - 19.01.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1993 B 9 Svartnætti hjá Liverpool LIVERPOOL varð fyrir enn einu áfallinu um helgina, þegar liðið varð að sætta sig við 2:0 tap í Wimbiedon. Eftir nær óslitna sigurgöngu 129 ár hefur liðið ekki aðeins misst af lestinni á öllum vígstöðvum heldur er það í umræðunni, þegar fallið ber á góma. Leikmenn Aston Villa hafa hins vegar byrjað árið glæsilega; héldu sigur- göngunni áfram á sunnudaginn er þeir burstuðu Middlesbro- ugh 5:1, og komust á topp deildarinnar (fyrsta skipti síð- an í mars 1990. Liverpool, sem hefur aðeins sigr- að einu sinni á útivelli í vetur, hafði undirtökin fyrsta hálftímann en síðan ekki sög- una meir. „Mótheij- Hennessy arnir léku okkur íEnglandi sundur og saman, en Liverpool er ekki lengur Liverpool sem var. Samt er liðið of gott til að falla og það get- ur betur, en aðeins tíminn leiðir í ljós hvort það kemst á fyrri stall,“ sagði Joe Kinnear, stjóri Wimble- don, eftir þriðja heimasigur liðsins á tímabilinu. Graeme Souness, stjóri Liver- pool, neitaði að ræða við blaðamenn eftir leikinn, en sagði eftir tapið í bikamum um miðja síðustu viku að hann væri óánægður með hug- arfar leikmanna sinna, einkum svo- nefndra „stjama“. „Mitt er að örva leikmennina og koma þeim þannig á sigurbraut. Eg beiti sömu aðferð- um og vom við líði, þegar ég var leikmaður félagsins, og veit að þær em réttar, en það er leikmannanna að ljúka verkinu inni á vellinum." Alan Hansen, fyrmrn vamar- maður Liverpool, lagði sitt til mál- anna. „Ég hef aldrei séð annað eins hugarfar hjá liði Liverpool eins og nú viðgengst." David James var í marki gest- anna og átti sök á öðm marki heimamanna, en bjargaði hvað eftir annað og forðaði liði sínu frá enn stærra tapi. Aston Villa lék mjög vel í stór- sigrinum á Middlesbrough. Staðan var orðin 5:0 um miðjan seinni hálf- leikinn; Garry Parker, Paul McGrath, Dwight Yorke, Dean Saunders og Shaun Teale skomðu, áður en Craig Hignett lagaði stöð- una fyrir gestina undir lokin. Norwich, sem hafði ekki skorað í síðustu fímm leikjum, komst aftur á blað með marki Chris Sutton og gerði 1:1 jafntefli við Coventry. Bryan Gunn, markvörður Norwich, var heppinn að sleppa við rauða spjaldið skömmu áður en Coventry jafnaði. Hann felldi John Williams innan teigs, en Williams náði að koma boltanum fyrir og Quinn skor- aði. Hins vegar dæmdi dómarinn vítaspyrnu, en Gunn varði skotið frá Brian Borrows. Quinn fékk bolt- ann en skaut í slá og Norwich tókst að bægja hættunni frá. „í mínum huga var markið gilt, en fyrst dómarinn dæmdi víta- spyrnu átti hann að reka Gunn af velli,“ sagði Bobby Gould, stjóri Coventry." Norwich, sem fagnaði síðast sigri heima í október, vann Chelsea ör- ugglega, 3:0. Þetta var annar sigur liðsins í röð, en það vermir samt enn botnsætið. Ekkert hefur gengið hjá Chelsea síðustu tvær vikumar, liðið féll úr deildarbikamum og ensku bikarkeppninni og var þetta fjórða tap þess á 11 dögum. „Það sem er að gerast er ótrúlegt, en vömin er okkar vandamál," sagði Ian Porterfield, stjóri Chelsea. Tony Cottee, sem hafði verið úti 5 kuldanum hjá Everton í tvo mán- uði, var hetja heimamanna og gerði bæði mörkin í 2:0 sigri gegn meist- umm Leeds, sem hafa ekki enn sigrað á útivelli á tímabilinu. „Ég sagði Cottee að keyra sig út og hann gerði það sem fyrir hann var lagt," sagði Howard Kendall, sem skipti Cottee útaf. Ian Wright byrjaði í þriggja leikja banni, en fjarvera hans dró ekki úr Arsenal, sem vann Manchester City 1:0 í Manchester. Þetta var fyrsti sigur Arsenal í síðustu níu leikjum og George Graham var ánægður. „Frammistaða strákanna var eins og ég vildi sjá.“ Chris Waddle var vel fagnað á White Hart Lane í fyrstu heimsókn sinni síðan hann skipti í Marseille fyrir fjórum ámm. Waddle var allt í öllu hjá Sheffíeld Wednesday og tryggði öðmm fremur 2:0 sigur gegn Tottenham, en miðheijarnir Mark Bright David Hirst sáu um að skora í seinni hálfleik. ■ Úrslit / BIO ■ Staðan / B10 Reuter Tomas Fogdö frá Svíþjóð sigraði í svigi heimsbikarsins í þriðja sinn á þessu keppnistímabili á sunnudaginn. Hann er hér á fullri ferð í brautinni í Lech í Austurríki. Þriðji sigur Fogdö Girardelli á beinu brautinni í átt að fimmta sigrinum í heimsbikamum SVÍINN Tomas Fogdö sigraði í svigi heimsbikarsins í þriðja sinn á þessu keppnistímabili um helgina. Heimsmeistarinn í bruni, Franz Heinzer frá Sviss, vann annað brunmótið á innan við viku og Marc Girardelii eyk- ur enn forskotið í heildarstiga- keppninni og virðist fátt geta komið í veg fyrir fimmta sigur hans f heimsbikarnum. Fogdö, sem er 22 ára og hafði aðeins unnið eitt heimsbikar- mót fyrir þetta keppnistímabil, sigraði í svigi í Lech í Austurríki á sunnudag. Italinn Alberto Tomba varð að sætta sig við þriðja sætið en áður óþekktur Slóveni, Jure Kosir, varð annar. „Ég hef ekki aðdáendaklúbb á bak við mig eins og sumir, en ég kann því vel,“ sagði Fogdö. „Munurinn á árangri mín- um nú og í fyrra er sá að ég hef mun meiri ánægju af því að keppa í vetur. Það er mikilvægt að hafa gaman af því sem maður er að gera.“ Marc Girardelli varð í 12. sæti í sviginu en náði sjötta sæti í brun- inu á laugardaginn og vann tví- keppnina og nældi sér í dýrmæt stig. Hann hefur nú 875 stig en Tomba kemur næstur með 532 stig. „Ég er mjög ánægður með árang- urinn um helgina. En það er of snemmt að fagna sigri í stiga- keppninni — það er langur vegur eftir enn,“ sagði Girardelli. Helsti keppinautur hans, Alberto Tomba, sagði að Girardelli væri svo gott sem búinn að vinna heimsbikarinn. „Markmiðið hjá mér núna er að gera góða hluti á heimsmeistara- mótinu í Japan sem hefst í næsta mánuði." Franz Heinzer frá Sviss sýndi að hann er ókrýndur konungur brunsins með því að vinna í annað sinn á innan við viku og nú í Kanda- har-brunbrautinni. ítalinn Peter Runggaldier varð annar, 0,12 sek. á eftir og heimamaðurinn Gunther Mader varð þriðji. „Ég náði mér vel á strik í efri hluta brautarinnar en var ekki sannfærandi í neðri hlutanum og gerði mistök. Ég bjóSt ekki við sigri — hinir hljóta að hafa gert fleiri mistök en ég,“ sagði Heinzer. Schneider aðnásér ástrik Wachter tryggir stöðu sína VRENI Schneider frá Sviss vann annað svigmótið í röð á sunnudaginn, en þá kepptu konurnar í Cortina á Ítalíu. Heimsmeistarinn Ulrika Maier frá Austurríki sigraði í risasvigi á laugardag og landa hennar, Anita Wachter, er komin með gott forskot í stigakeppninni eftir mót helgarinnar. Schneider hafði mikla yfírburði í sviginu á sunnudag. Þetta var 42. sigur hennar í keppninni frá upphafi og einn sá auðveldasti. Hún var rúmlega sekúndu á undan Ann- elisu Coberger frá Nýja Sjálandi, sem náði besta tímanum í síðari umferð. Karin Buder frá Austurríki varð þriðja. „Það var mjög ánægju- legt að sigra hér. Ég gerði mistök í síðari umferð en það kom ekki að sök því fyrri umferðin var mjög góð,“ sagði Schneider sem er orðin Reuter Vrenl Schnelder frá Sviss og Anita Wachter frá Austurríki stóðu sig vel á skíðamótum helgarinnar í Cortina á Ítalíu. Schneider sigraði með yfirburðum í svigi og Wachter varð efst i tvíkeppni. 28 ára gömul. Ulrika Maier, tvöfaldur heims- meistari í risasvigi, sigraði í sér- grein sinni á sama stað á laugardag og vann þar þriðja mótið í vetur. Carole Merle frá Frakklandi varð önnur eins og í bruninu á föstudag, 0,20 sek. á eftir Maier. Silvia Eder nældi í þriðja sætið. Anita Wachter, sem varð níunda í bruninu á föstudag, varð sjöunda í sviginu og vann þar með tvíkeppn- ina og fékk fyrir það 100 stig. Hún varð fímmta í sviginu á sunnudag og því hefur hún nú 158 stiga for- skot á Corole Merle frá Frakk- landi, sem varð önnur í bruninu á föstudaginn og risasviginu á laug- ardag, en keppti ekki í sviginu. ■ Úrslit/B11 SPANN Óbreyttstaða "Tvö efstu lið spænsku 1. deildarinnar, Deportivo frá Coruna og ■ Barcelona, unnu bæði 2:1 á heimavelli á sunnudaginn. Deportivo er efst með 29 stig eftir 18 leiki, en Barcelona er tveimur stigum á eftir en á leik til góða. Barcelona hafði gífurlega yfírburði gegn Osasuna. Liðið átti sjö góð færi fyrir hlé, og skutu leikmenn liðsins þá m.a. tvívegis í stöng. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 62. mín. en þá skoraöi Jose Bakero fyrir heimaliðið. Ellefu mín. síðar jafnaði Pólveijinn Roman Kosecki úr vítaspymu, sem dæmd var eftir að hann var felldur. En réttlætinu var fullnægt — Juan Goicoechea náði að skora og tryggja Barcelona sigur á 79. mín. eftir mikil varnarmistök gestanna. Bebeto heldur sinu strlkl Brasilíumaðurinn Jose Bebeto styrkti stöðu sína á toppi listans yfír markahæstu menn á Spáni, er hann gerði fyrra mark Deportivo frá Coruna gegn Oviedo úr vítaspymu einni mfn. fyrir leikhlé. Þetta var 18. mark hans á tímabilinu. Luis Elcacho, einn varnarmanna gest- anna, mótmæli vítaspymudómnum kröftuglega, fékk fyrir það gult spjald en hafði einnig fengið að líta það fyrr í leiknum, þannig að hann varð að yfirgefa völlinn. Heimamenn voru því einum fleiri allan seinni hálfleikinn, bættu við marki strax í upphafi hans og sigurinn var sanngjam. Gestimir löguðu stöðuna ekki fyrr en alveg í lokin. SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM ENGLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.