Morgunblaðið - 29.01.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.01.1993, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGSMIR FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Morgunblaðið/Theodór Þórðarson Unnið að byggingaframkvæmdum við þjónustuíbúðir aldraðra við Dvalarheimilið í Borgarnesi. Veður hefur hamlað steypuframkvæmdum síðustu vikurnar. „Neð allar klær úti“ Þröng staóa byggingariónaóarins i Borgarfirói Borgamesi. VERKEFNASTAÐA byggingariðnaðarins í Borgarfirði er frekar þröng um þessar mundir. Samdráttur hefur ríkt á flestum sviðum og nú síðustu vikumar hefur slæm veðrátta hamlað flestum útiverk- um. Ráðamönnum hefur þó tekist að brúa hluta af erfiðleikatíma- bili með því að semja við heimaaðila um verkefni eins og gert var í Borgaraesi. í uppsveitunum munar mestu um þá styrkingu sem að menntasetrin hafa hlotið með nýjum verkefnum eins og á Hvann- eyri og Samvinnuháskólanum að Bifröst. Hefur þetta orðið til þess að efla kjark fólks á þessum stöðum og í næstu sveitum til að ráðast í framkvæmdir sem annars hefði ekki orðið af. Aðalframkvæmdin í Borgamesi er bygging 24 íbúða fjölbýlis- húss sem í verða þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Samið var um verkið við Hrafnaklett hf. sem er bygg- ingafyrirtæki sem að Byggingafé- lagið Borg hf. og Loftorka hf. í Borgamesi standa að. Búið er að steypa plötu og reisa kjallaraeining- ar en veður hefur hamlað steypu- framkvæmdum síðustu vikumar. Að sögn Konráðs Andréssonar framkvæmdastjóra Loftorku hf. munaði miklu um að hafa fengið fyölbýlishúsið í Borgamesi. Að öðm leyti væri verkefnastaðan þröng, tvö hús í smíðum í Reykjavík og tvö önnur í takinu. „Ég hef þurft að segja upp nokkmm mönnum og núna í fyrsta skipti í sögu fyrirtæk- isins er aðeins unnin dagvinna hjá mannskapnum," sagði Konráð. Sama var að segja hjá Byggingafé- laginu Borg hf. Þar er einungis unnin dagvinna eins og er. Að sögn Eiríks Ingólfssonar framkvæmda- stjóra er aðalverkefnið fjölbýlishús- ið í Borgamesi þar sem verkefni em fyrir um helminginn af mann- skapnum. „En við emm með allar klær úti til að afla okkur frekari verkefna," sagði Eiríkur. Þó dregið hafi úr byggingu íbúð- arhúsa í Borgarfírði er þó enn byggt í sveitinni. Um 50 íbúðarhús vora í byggingu á síðasta ári í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og 240 sumar- bústaðir. Sumarbústaðir í héraðinu em nú komnir yfír eitt þúsund og dregur lítið úr fjölgun þeirra milli ára. Að sögn Gísla Kjartanssonar sem rekur lögfræði- og fasteignastofu í Borgamesi, er verð á fasteignum um 70 til 80% af markaðsverði í Reykjavík. Eftirspum er eftir blokkaríbúðum og minni eignum en þyngri sala í stærri eignum. Ásókn væri í leiguhúsnæði en framboð þar væri lítið sem ekkert. TKÞ Húsbréfakerfió ÍHinnkandi vanskil af fasteignaveó- lánum i desember VANSKIL fasteignaveðbréfa 30 daga og eldri voru 263 milljónir í mánaðarlok, sem svarar til 0,76% af höfuðstól fasteignaveðbréfanna. Vanskil höfðu þá lækkað um 51 milljón frá síðasta mánuði. Búist er við því að þetta hlutfall hækki í næsta mánuði þar sem þá verða vanskil af desembergjalddaga orðin eldri en 30 daga. Kemur þetta fram í yfirliti frá Húsnæðisstofnun ríkisins yfír desembermánuð. Idesember var gefínn út nýr flokkur húsbréfa, 4. flokkur 1992, sem er að hámarki 4 milljarðar. Þar sem þá kom til af- greiðslu nýr flokkur húsbréfa var hægt að hefja afgreiðslur á eðlileg- um hraða aftur, en nokkuð hafði verið dregið úr afgreiðsluhraða, þar sem fyrri flokkur var að verða bú- inn,. ðafgreiddar umsóknir um síð- ustu áramót vom því í algeru lág- marki. I yfírlitinu segir, að desember- mánuður sé yfírleitt ekki sá mánuð- ur ársins sem menn standi í miklum fasteignaviðskiptum og var des- embermánuður nú ekki frábmgð- inn þeirri venju. Hins vegar reyna þeir sem em í framkvæmdum að ganga frá sínum málum fyrir ára- mót, þannig að sem flest mál þeirra séu á hreinu um áramótin. Af þeim sökum var ekki mikill þrýstingur vegna notaðra íbúða í desember, en þeim mun meiri þrýstingur frá þeim sem stóðu í nýbyggingum eða endurbótum. Einungis bygginga- raðilar fengu enga afgreiðslu í des- ember, enda ekkert fyrirliggjandi, sem var tilbúið af þeim umsóknum, en 8 umsóknir bámst frá bygginga- raðilum í þeim mánuði. Miðað við núverandi aðstæður, þegar verkalýðsfélög em hvert af öðm að segja upp kjarasamningum og samningaviðræður framundan, með þeirri óvissu sem því fylgir, er ekki búist við því að mikil um- svif verði í fasteignaviðskiptum í upphafi árs 1993. Ef litið er til síð- asta árs, þá hófst það eins, kjara- samningar vom lausir og samn- ingaviðræður í gangi. Á meðan svo var varð ekki vart við mikil fast- eignaviðskipti, en hins vegar varð greinileg uppsveifla í þeim viðskipt- um strax og viðræðum lauk, jafn- vel þó ekki væri búið að ganga til atkvæða um samninginn. Af þeim sökum er búist við frekar rólegu upphafí ársins 1993. Hins vegar kemur ekki í ljós fyrr en síðar hvort sams konar uppsöfnun á fasteigna- viðskiptum á sér stað núna og á árinu 1992, sem fæm þá af stað eftir að nýir kjarasamningar hafa verið undirritaðir. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar gerðu ráð fyrir 6% samdrætti í fast- eignaviðskiptum á árinu 1992. Það varð hins vegar rúmlega 9% sam- dráttur í húsbréfakerfínu vegna notaðra íbúða en 10% aukning í nýbyggingum. Á árinu 1993 gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir 9% sam- drætti í fasteignaviðskiptum og gera áætlanir Húsbréfadeildar ráð fyrir þeim samdrætti í notuðu hús- næði. Hins vegar gera áætlanir Hús- bréfadeildar ráð fyrir 15% sam- drætti í nýbyggingum, sökum þess að afgreiðslur Húsbréfadeildar vegna nýbygginga era vegna fram- kvæmda, sem byijað var á fyrir þó nokkra. MARKAÐURINN Byggingaradílar og markaóurlim Undanfarin misseri hefur fram- boð á nýjum íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu verið meira en eftirspurain eftir þeim. Bygg- ingaraðilar hafa átt erfitt með að selja þær íbúðir sem þeir hafa byggt. Bæði í húsbréfakerfinu og í félagslega íbúðarkerfinu er með óbeinum hætti komið tíl móts við þessa erfiðleika bygg- ingaraðila. Húsbréfakerfið eð húsbréfakerfínu var tekin upp sú nýbreytni, að bygg- ingaraðilar geta fengið húsbréfalán til byggingar íbúða fyrir hinn al- menna markað. Þessi fyrirgreiðsla á við um viður- kennda fram- kvæmdaaðila, sem byggja og selja fullfrágengnar íbúðir. Tilgangur- inn með þessu er að auðvelda bygg- ingaraðilum fjár- mögnun fram- kvæmda og stuðla þannig að lækk- un byggingarkostnaðar. Bankaábyrgð Byggingaraðilar, sem byggja og selja fullfrágengnar íbúðir, eiga kost á húsbréfaláni og fjárhæð allt að 90% af samþykktum fokheldis- kostnaði íbúðar. Til að fá afgreiðslu verða þeir að leggja fram banka- ábyrgð. Hún verður að vera í gildi eins lengi og íbúðin, sem veitt er húsbréfalán út á, er óseld. Banka- ábyrgðin fellur því ekki niður nema við sölu íbúðarinnar, og yfirtöku annars aðila á láninu, eða með upp- greiðslu lánsins. Eins og þessi lýs- ing gefur til kynna, er það undir bönkum eða sparisjóðum komið hvort byggingaraðilar geta fengið húsbréfalán. Kaupandi, sem yfirtekur hús- bréfalán sem byggingaraðili hefur fengið, getur fengið viðbót við það lán upp að því hámarki sem um getur verið að ræða fyrir viðkom- andi íbúð. Húsbréfalán til byggingaraðila Húsnæðisstofnun veitti bygg- ingaraðilum 16 húsbréfalán á árinu 1990, 28 á árinu 1991 og 104 á árinu 1992. Fjölgun þessara lána er vísbending um aukna erfiðleika byggingaraðila með sölu nýrra íbúða. Félagslega íbúðarkerfið Húsnæðismálastjórn setti það skilyrði fyrir byggingu félagslegra íbúða við úthlutun framkvæmda- lána á árinu 1992, að fyrir lægi, að framkvæmdaaðilar gætu ekki fest kaup á íbúðum á hinum al- menna markaði. Þeim var gert skylt að kanna markaðinn áður en ákvörðun um framkvæmdir var tek- in. Þetta var gert til að tryggja sem lægst verð á félagslegum íbúðum, væntanlegum íbúðum til hagsbóta. En þessi ráðstöfun gat jafnframt að sjálfsögðu komið byggingaraðil- um til góða. Fasteignaverð Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hækkaði fer- metraverð íbúða í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu um 7,5% um- fram hækkun lánskjaravísitölu á fyrstu 9 mánuðum ársins 1992. Nýjar íbúðir virðast hins vegar ekki hafa fylgt þessari þróun. Bygg- ingaraðilar hafa bmgðist við sölu- tregðu á nýjum íbúðum, sem bæði kemur fram í verði þeirra og því að dregið hefur úr nýbyggingum. Samkeppnisstaða Því hefur verið haldið fram að samkeppnisstaða nýrra íbúða á fasteignamarkaðnum hafi farið versnandi. Skýringa á því ástandi er ekki að leita í húsnæðilánakerf- inu, eins og haldið hefur verið fram. Slíkar skýringar em einföldun á raunvemleikanum. Eðii málsins samkvæmt em nýjar íbúðir dýrari en notaðar. Því er við því að búast, að dragi úr sölu nýrra íbúða þegar þrengingar steðja að í efnahags- og atvinnulífinu. Byggingarmark- aðurinn er hins vegar seinn að bregðast við slíkum þrengingum, enda er ekki unnt að skrúfa fyrir framkvæmdir eins og hendi sé veif- að. Það tekur tíma að draga saman. Hér hefur verið bent á þætti í hinu opinbera húsnæðislánakerfí sem em til að auðvelda fyrir bygg- ingaraðilum. Það breytir því þó ekki, að markmið jafnt húsbréfa- kerfísins sem félagslega íbúðarkerf- isins er að auðvelda fólki að eign- ast íbúðarhúsnæði eða búa á annan hátt við öryggi í húsnæðismálum. Vettvangur húsbréfaviðskipta Kaupum og seljum húsbréf. Önnumst vörslu og eftirlit með útdrætti húsbréfa. Veitum faglega rágjöf um húsbréfaviðskipti. Onnumst greiðslumat. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sfmi 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Veröbréfaþingi Islands. eftir Grétar J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.