Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 29.01.1993, Síða 16
Heild - nýtt Ca 190 fm atvinnuhúsnæði í Heild 3 sem er fyrirtækja- kjarni í Súðavogi 1. Hentar mjög vel fyrir heildsölur eða slíkan rekstur. Öll stæði malbikuð. Góður frágangur. Laust strax. Verð 10,2 millj. Laufbrekka - Kóp. Mjög gott atvinnuhúsnæði ca 300 fm sem er stór salur með innkeyrsludyrum. Lofthæð ca 5 metrar. Afgreiðslu- salur. Á millilofti eru góðar skrifstofur og kaffistofur. FASTEIGNA- OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI 18, 101 REYKJAVÍK Opið laugardag kl. 11-14 2ja herb. Hverafold — bflskýli 56 fm Ib. á jarðhæð. Sérgaröur. Pvhús og geymsla innan íb. Verð aðeins 5,9 millj. Áhv. 3,2 millj. Vallarás — góð lán 53 fm ib. á 3. hæð í lyftuhúsi. Parket á gólfum, flisarl. bað, góðar innr., suöursvalir og gervihnattasjónvarp. Frábært útsýnl. Húsið klætt utan nú þegar. Verð 5,7 mitlj. Áhv. 2,9 millj. Austurberg — laus 61 fm íb. á jarðhæð. Sérgarður. Snyrtil. og vel umgengin sameign. Verð 5,5 millj. Þangbakki — lyftuhús 62 fm íb. á 7. hæð. Parket á stofu, marmari á baði. Austursv. Góð ib. i næsta nágr. við Mjóddina. Verð 6,5 m. Áhv. hagst. lán 3 m. 3ja herb. Austurströnd — bílskýli 87 fm endaíb. á 3. hæð. Stórar suöursv. Glæsil. útsýni. Laus fljótl. Verð 8,7 millj. Áhv. 1,7 millj. Hverafold — góð lán 89 fm falleg íb. á 3. hæð í litlu fjölbhúsi. Fallegt útsýni. Gervihnattasjónvarp. Áhv. 4,7 millj. Garöastræti — þakhæð Falleg og björt 72 fm talsv. endurn. íb. Mik- ið útsýni m.a. yfir miðbæinn. Verö 6,2 millj. Áhv. 1,9 millj. hagst. lán. 4ra—5 herb. Eyrarholt — Hfj. Glæsileg ný 116 fm endaíb. á 1. hæð. Suð- ursv. og fráb. útsýni yfir höfnina og flóann. Verð 9,2 millj. Flúðasei - bílskýii Falleg 5 herb. 104 fm Ib. é 2. hæö. Parket á gólfum. Stórar suðursv. Verð 8,4 míllj. Garðhús — „penthouse" Ný 128 fm íb. á 3. hæð. íbúöin selst í núver- andi ástandí, tæplega fullb. á 8,7 millj. eða fullb. á 9,2 millj. Vesturbaer Stórgl. 4ra herb. íb. i nýl. húsí við Neeveg. Ib. er tveimur hæðum. Massíft parket og marmari 6 gólfum. Vandaðar Innr. Suöurgaröur. Svalir. Laus fljótl. Hlégerði — Kóp. 96 fm 3ja-4ra herb. afri sérhæð á friösælum stað. Góðar suðursvalir. Gott útsýni. Verð 8,3 millj. Raö- og parhús Ásgarður Snyrtilegt 110 fm raðhús. Anddyri, stofa og eldhús á miðhæð. Uppi 3 svefnherb. og baðherb. Geymslf .og þvhús í kj. Verð 8,5 millj. Áhv. 3,2 millj. Hagst. lán. Huldubraut — Kóp. 232 fm parhús á þremur hæðum. Sérstök og skemmtileg hönnun. Innb. bílsk. 32 fm. Eignín er ekki fullb. Verð 14,9 millj. Áhv. 7,6 m, hagst, lán, mögul. að yfirtaka 9,5 m. Víðiteigur — Mos. Snoturt 66 fm endaraðh. á einni hæö. And- dyri, stofa, svefnherb., eldhús og bað. Góð- ur suðurgarður. Verð 6,2 millj, Áhv. 2,6 millj. hagst. lán. Mögul. skipti á 2ja herb. íb. í Rvík. Einbýlishús Hæðarsel — góð lán 254 fm einb. á eftirsóttum stað efst í botn- langa í Seljahv. Vandaðar innr., parket á gólfum. Lítil séríb. á jarðhæð. Falleg lóð. Gott útsýni. 30 fm bílsk. Verö 17,0 millj. Áhv. 4,2 millj. hagst. lán. Kársnesbraut — Kóp. Nýl. 157 fm einb. á tveimur hæðum. Keramikflísar og parket á gólfum. Sam- byggöur bílsk. 32 fm. Sérst. og skemmtil. hönnun húss og lóöar. Verö 17,8 millj. Áhv. 4,4 millj. Mögul. skipti á minni eign í Rvík. Suðurhvammur — Hf. 252 fm einb. á tveimur hæöum. Innb. 50 fm bílsk. m. gryfju. Húsið er í dag m. 2 íb. Verð 17,8 millj. Áhv. 9,6 millj. hagst. lán. Skipti mögul. Háihvammur — Hf. 366 fm vandaö einb. á þremur hæðum m. innb. bílsk. Vandaðar innr. og gólfefni. Glæsilegt útsýni. Áhv. 4,0 millj. hagst. lán. Esjugrund — sjávarlóð Vorum að fá í einkasölu 180 fm fallegt einb- hús á stórri sjávarlóð m. fráb. útsýni. Verð 11,5 millj. Makaskipti mögul. I smíðum íbúðir: Nónhæð - Gbæ. 3ja-4ra herb. 107 fm tilb. u. trév. Verð frá 7950 þús. Hrísrimi. 2ja herb. 48,4 fm tilb. u. tróv. Verð 4,2 millj. 2ja herb. 57 fm tilb. u. trév. Verð 4,7 millj. 2ja herb. 63,3 fm tilb. u. trév. Verð 5,1 millj. 3ja herb. 90,6 fm tilb. u. trév. Verð 6350 þús. Með stæði í bílgeymslu. Verð 6950 þús. Álfholt - Hfj. 177 fm íb. á tveimur hæðum. Fullb. u. máln. utan, fokh. innan. V. 7,9 m. Rað- og parhús: Hrísrimi - parhús. 193 fm á tveimur hæð- um. Innb. bílsk. Fokh. innan, frág. utan. Verð 8,2 millj. Háhæð - Gbæ. 163 fm raðhús á einni hæð m. innb. bílsk. Fokh. innan, frág. utan. Verð 8,5 millj. Baughús - parhús. 202 fm á tveimur hæö- um m. innb. 38 fm bílsk. m. háum innkdyr- um. Verö 8,6 millj. Garðhús - endaraðhús. 147 fm á tveimur hæðum. Sórstæöur bílsk. 26 fm. V. 7,9 m. Hamratangi - Mos. 145 fm raðhús á einni hæö m. innb. bílsk. Skilast fokh. innan, tilb. u. máln. utan. Verö aðeins 6,9 millj. Mururimi. 178 fm parhús á tveimur hæðum. Innb. bílsk. Tvennar svalir. Verö 8,6 millj. Áhv. 6,0 millj. Grasarlml. 177 fm parhús á tveimur hæð- um. Innb. bílsk. Verð 8,1 millj. Einbýlishús: Langaflt - Gbæ. 165 fm á einni hæö m. innb. bílsk. Fullb, utan, fokh. innan. Verð 10,8 m. Mögul. á ýmiskonar eignaskiptum. Reyrengi. 160 fm á einni hæö auk 34 fm bílsk. Fokh. innan, fullb. utan. Sölumenn: Agnar Ólafsson, Guðmundur Valdimarsson, Óli Antonsson. Lögmenn: Sigurbjörn Magnússon hdl. og Gunnar Jóhann Birgisson hdl. Morgunblaðið/Kristinn wrrrmTT?rR 29. JANUAR 1993 Jón Jóel Einarsson, verkefnissijóri hjá Iðntæknistofnun Æ meiri lii'öfiii' ern gerðar til húsrarða Rætt viö Jón Jóel Eínarsson, verlt- efnisstjóra hjá Ióntæknlstofhun MEÐ sífellt fullkomnari byggingum eru gerðar meiri og meiri kröfur til húsvarða og það þykir sjálfsagt að kalla þá til, nánast á hvaða tíma sólarhrings sem er. Það eru jú þeir, sem eiga að sjá um, að hlutirnir séu í lagi. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyr- ir því, hvað húsverðir eru margir í landinu, en gizkað er á, að þeir séu um 400. Samt hafa þeir ekki enn stofnað með sér form- leg stéttarsamtök, enda þótt áhugi á því fari nú vaxandi innan stéttarinnar. Þeir bera mjög mismunandi starfsheiti. Hjá starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar heita þeir umsjónarmenn fast- eigna. Onnur starfsheiti eru einnig til eins og ráðsmaður, staðar- haldari o. fl. Mikil ábyrgð Húsverðir bera oft mikla ábyrgð og ég hef stundum líkt starfi þeirra við starf vélstjóra á skipi. Þeir eiga ekki endilega að kunna að byggja “skip“, en þeir eiga að kunna að halda því gangandi, sagði Jón Jóel Einarsson, verk- efnisstjóri á Iðn- tæknistofnun í viðtali við Morg- unblaðið, en í næsta mánuði á að hefjast þar sér- stakt húsvarða- námskeið um rekstur húsa. — Nú á sér stað mikil vakning varðandi viðhald á húsum. Reynsl- an hefur kennt okkur, að þau verð- mæti, sem liggja í byggingum, geta rýrnað mjög hratt, ef þeirra er ekki stöðugt gætt og af kunn- áttu. Það er því eðlilegt, að kröfur til þeirra, sem sjá um hús, fari vaxandi, segir Jón Jóel. - Erlendis þekkist það víða, þegar þyggð eru stórhýsi, að húsverðir séu ráðnir strax á hönnunarstigi hússins til þess að þeir geti fylgzt með frá byijun. Þeir eiga að sjá til þess, að húsið þjóni því hlutverki, sem það er byggt fyrir. Jón Jóel er fæddur 1951 og al- inn upp í Reykjavík og Dalasýslu. Hann gekk í Samvinnuskólann en fór síðan í háskóla í Osló, þar sem hann lærði leikhúsfræði og al- mennar bókmenntir. Hann segist hafa fengizt við margt á sínum starfsferli, þar á meðal við húsa- smíðar, en undanfarin sex ár hefur hann starfað hjá Iðntæknistofnun við að skipuleggja námskeið og námsgagnagerð. — ímynd húsvarða hefur verið að breytast, heldur Jón Jóel áfram. — Nú eru húsverðir ekki lengur bara lasburða karlar, sem hringla stórum lyklakippum. Nú eru það helzt iðnlærðir byggingamenn, sem gegna þessum störfum, enda reynir oft á slíka fagkunnáttu í starfi húsvarða. Starfið reynir líka mikið á hæfni í mannlegum sam- skiptum, þegar leysa á vanda þeirra fjölmörgu, sem ganga um og nota hús, t. d. skóla. Fyrirhugað námskeið er skipu- lagt út frá þeirri miklu breidd, sem felst í húsvarðarstarfinu. Haft var náið samráð við hagsmunaaðila eins og Húseigendafélagið, Bygg- ingadeild borgarverkfræðings, Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Samband ísl. sveitarfélaga, Land- samband iðnaðarmanna o. fl. Námskeiðið er byggt upp af 18 ólíkum námsþáttum með þjónustu, öryggi, skipulag og viðhald bygg- inga sem sérstök áherzlusvið. Frá því námskeiðið var fyrst haldið 1990, hafa um það bil 120 manns sótt það. — Þá var gizkað á, að á landinu öjlu væru 300-400 manns, sem störfuðu við hús- vörzlu, segir Jón Jóel. — Ef þessi ágizkun hefur verið rétt, eiga margir enn eftir að koma á þessi námskeið og vonazt er til, að hægt verði að ná til um 100 manns til viðbótar. Þeir, sem sótt hafa þessi námskeið, telja sig yfírleitt hafa haft mikið gagn af þeim. Þess hefur líka orðið vart, að hús- eigendur eru farnir að fara fram á, þegar þeir auglýsa eftir hús- vörðum, að umsækjendur hafi sótt þetta námskeið. Vantar sameiginleg hagsmunasamtök Það stendur húsvörðum nokkuð fyrir þrifum, að þeir eiga sér ekki sameiginleg hagsmunasamtök. — Störf þeirra eru mjög misjafnlega metin, því að það er ákaflega fátt til að styðjast við, heldur Jón Jóel áfram. — Það getur líka komið niður á vinnuveitendum þeirra, þegar þeir vita ekki, hvaða kröfur þeir geta gert til húsvarða. Stund- um leita húseigendur til okkar hér á Iðntæknistofnun í vandræðum sínum og vilja fá upplýsingar um einhveijar útlínur til að styðjast við varðandi verksvið húsvarða. Eg er líka sannfærður um, að fyrirhugað námskeið geti komið að gagni við að efla hvers konar gæðauppbyggingu. Þátttakendur fá mjög ítarleg námsgögn og hluti þeirra er svonefnd rekstrardagbók hússins, sem er verkfæri til dag- legra nota. í hana eru skráðar allar upplýsingar, sem skipta máli fyrir rekstur húseignanna og þar eru líka ýms verkfyrirmæli og minnislistar fyrir ólík verk, sem vinna þarf árið um kring. Þetta er 60 tíma námskeið og þátttaka í því kostar nú 35.000 kr. Það er grunnnámskeið og þjálf- un húsvarða er ekki lokið með því einu saman. Síðan gætu fylgt framhaldsnámskeið fyrir þá, sem það vilja um einstaka þætti t. d. ræstingar. — Margir húsverðir annast ræstingar í stórum bygg- ingum og velta þá mjög háum upphæðum, segir Jón Jóel. — Þeir hafa kannski 10-20 manns í vinnu og þurfa jafnframt einnig að kaupa inn ræstiefni. Þá skiptir það máli, að þeir kunni með þessi efni að fara, þannig að þeir geti leið- beint öðrum varðandi meðferð þeirra. Þess eru dæmi, að ræsti- efni hafi beinlínis eyðilagt flísar og gólf. Á námskeiðum okkar hef- ur einnig verið sýnt fram á, að oft má spara miklar fjárhæðir í hagræðingu í ræstingum. Onnur framhaldsnámskeið, sem drög hafa verið lögð að er t. d. húsvarsla í skólum. Þar er lögð áherzla á umgengni við börn og meðferð kælikerfa fyrir skóla, leiktækja, útisvæða og gróðurs, svo að nokkuð sé nefnt. Enn má nefna húsvörslu í umönunarstofnunum og umsjón íþróttamannvirkja, sem oft er mjög umfangsmikil. Töflugerð varðandi nýtingu slíkra mann- virkja getur verið mikið verk, enda eru þau gjaman notuð af miklum fjölda fólks. Þá þarf að þjóna þessu fólki, þannig að vel fari, sem getur eftir Magnús Sigurósson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.