Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 1
72 SIÐUR B 25. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tíminn flýgnr áfram í Berlín RAFDRIFNAR klukkur í Berlín hafa gengið skrykkjótt að undanförnu, aðallega hafa þær þó gengið hraðar en eðlilegt getur talist. Astæðan er sú að í desember var Berlín tengd austur- þýska rafdreifikerfinu. Raforkan sem leikur um það kemur enn að mestu leyti frá orkuverum í Rússlandi og Úkrainu. Straumurinn á það til að flökta þótt oftast sé hann 51 rið en íbúar vesturhlutans voru vanir jöfnum staðalstraumi upp á 50 rið. Breytingin hefur gert það að verkum að vekjara- klukkur hringja fyrr en elia og menn mæta of snemma til vinnu. Þá hefur hún sömuleiðis ruglað raftæki ýmiss konar í riminu, svo sem myndbands- tæki sem stillt hafa verið fyrirfram til að taka upp sjónvarpsþætti sem staðið hefur til að horfa á síðar. Kvörtunum hefur rignt yfir rafmagnsveitu borgar- innar, ekki síst frá bönkum sem óttast að rafdrifnar læsingar bankahvelfing- anna opnist í ótíma. Drykkjusektín fjórfölduð YFIRVÖLD í héraðinu Khmelnísky í Úkraínu hafa sagt drykkjuskap á al- mannafæri stríð á hendur. Gjald sem þeim sem hirtir eru upp af götunni og látnir eru sofa úr sér í sérstökum þurrkhúsum er gert að greiða hefur verið fjórfaldað. Hækkað i 1.000 karbovaneta eða rúmar 50 krónur sem jafngildir vikulaunum þar um slóðir. Innifalið í verðinu er ísköld sturta og svefn á steinbekk. Með tilkomu brenni- vínssektarinnar verður aflögð sú vepja að senda viðvörunarbréf til vinnustað- ar þess blauta en þeim fylgdi jafnan föðurlegar formælingar frá fulltrúum flokksins í viðkomandi verksmiðju. Utvarpaði áhugamálum NORSKUM plötusnúði Víkurvarpsins í Malvik varð heldur betur á í mess- unni þegar hann útvarpaði eigin sam- tali við kynlífsþjónustu í Hong Kong. Eftir að hann hafði sett siðustu plöt- una á fóninn og kvatt hlustendur hringdi hann í kynlífsþjónustu í Hong Kong. Hlustaði hann á opinskáa frá- sögn af mjólkurpósti sem komst í vin- fengi við kvenkyns viðskiptavini. Fyrir slysni útvarpaði maðurinn samtali sínu þannig að hlustendur urðu vitni að frásögninni. Serbar og múslimar hafna friðaráætlun Genf, Washington. Reuter. VIÐRÆÐUR um frið í Bosníu fóru út um þúfur í Genf í gær og munu Cyrus Vance og Owen lávarður, milligöngumenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) og Evrópubandalagsins (EB), nú freista þess að fá öryggis- ráð SÞ til þess að samþykkja friðar- áætlun fyrir Bosníu og auka þar með þrýsting á stríðsaðila þar. Rík- isstjórn Bills Clintons Bandaríkja- forseta er sögð vinna að því að fá ákvörðun um að framfylgja flug- banni yfir Bosníu hraðað. Owen lávarður varaði stríðsaðila í Bosn- íu við er þeir gengu til viðræðna í Genf í gær og sagði þá mega vænta aðgerða af hálfu SÞ samþykktu þeir ekki friðará- ætlun þeirra Vance. Meðal annars gætu þeir átt von á hemaðaríhlutun. Fulltrúar Bosníustjómar og fulltrúar Bosníuserba neituðu að undirrita lykilatr- iði friðaráætlunarinnar. Mate Boban leið- togi Bosníukróata undirritaði hins vegar alla þrjá hluta áætlunarinnar; um vopna- hlé, framtíðar stjómskipan í Bosníu og kort um skiptingu landsins í stjómsýslu- svæði. Reynt til þrautar að semja Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba undirritaði fyrstu tvo þættina, um vopna- hlé og stjómskipan, en Alija Izetbegovic forseti og leitogi múslima undirritaði ein- ungis kaflann um stjómskipan sem hann hafði samþykkt fyrr í þessum mánuði. Sagði hann að friðaráætlunin verðlaúnaði hernám Serba á stórum svæðum og skipti Bosníu eftir uppruna þjóðarinnar. Stjómarerindrekar útilokuðu ekki að reynt yrði að koma á tvíhliða viðræðum milli Karadzics og Izetebegovics síðdegis í gær í þeim tilgangi að auka þrýsting á þá að fallast á áætlunina. Þá lá fyrir að reynt yrði að halda samningaviðræðum áfram þegar öryggisráðið hefði samþykkt áætlun Vance og Owens. Aðgerðir yfirvofandi? „Haldi deiluaðilar, einn eða fleiri, upp- teknum hætti og hafni áfram friðará- ætluninni þá vonumst við til að öryggis- ráðið grípi til nauðsynlegra ráðstafana, pólitískra, efnahagslegra eða hemaðar- legra, til þess að hrinda áætluninni í fram- kvæmd,“ sagði Owen í gær. 10 LEIKFLÉTTA UM SEÐLA- BANKASTðL vimm GOTT KVÖLD! 18 Bidin senná enda? Manchester United gengur allt í haginn þessa dagana 38

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.