Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 noPTTrr 3 Alla virka daga frá kl. 7-9 í þætti Þorgeirs Ástvaldssonar og Eiríks Hjálmarssonar verður farið víða um landið og fjallað um fjölbreytt málefni sem öll eiga það sameiginlegt að varða íslenskt þjóðlíf. Þorgeir og Eiríkur setja „tempóið" fyrir daginn og velta upp málum sem rædd verða til hlítar í síðdegisþættinum á milli kl.15:55 og 18:30. ISLANDS EINA VON Alla virka daga frá kl. 9-12 Siggi Hlöðvers og Erla Friðgeirsdóttir eru á léttari nótunum þar sem þau heimsækja meðal annars vinnustaði og spjalla við landann, og stjórna „ÍSLANDSLEIKNUM," sem verður viðamikill hlustendaleikur í samstarfi við nokkra framleiðendur á íslenskum^vörum. Hér er á ferðinni vandaður þáttur í umsjón fréttastofu Stöðvar 2, þar sem ný og fersk viðhorf í atvinnumálum verða dregin fram í dagsljósið. Þáttur þessi verður á dagskrá 4. febrúar og er í umsjón Karls Garðarssonar og Kristjáns Más Unnarssonar. Alla virka daga frá kl. 15:55-18:30 Sigursteinn Másson og Bjarni Dagur Jónsson stjórna nýjum útvarpsþætti sem tekur púlsinn á þjóðlífinu á róttækan hátt. Þátturinn verður yfirfullur af upplýsingum, mikið af viðtölum og stjórnendur eru á ferð og flugi um landið. Á íslenskum dögum verður lögð áhersla á gagnrýna umfjöllun en um leið uppbyggilega, hvað hefur farið úrskeiðis, hversvegna og hvað er vel gert. íji. rtbKU Al\ Alla virka daga frá kl. 13-16 Ágúst lætur tónlistina ráða ferðinni sem og endranær, en nú er það :lensk tónlist sem situr í fyrirrúmi. Spjallað verður við nýja og gamla tónlistarmenn og meðal efnis er þróun íslenskrar tónlistar. Alla virka daga á meðan á „íslenskum dögum“ stendur, mun fréttastofa Stöðvar 2 skyggnast inn í íslenska menningu, listir og iðnað. Hvar er vaxtarbroddurinn, hvar er nýsköpunin, hver er að brjóta ísinn og hverjir ríða á vaðið? „ÍSLANDSLEIKURINN" teygir anga sína inn í þátt Ágústs og allt til kl. 16:00 verða dregin út nöfn heppinna íslendinga sem hljóta íslenskar vörur í verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.