Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 31. JANÚAR 1993 p FRETTIR/IIMMLEIMt Á slóðum Corporate Training Unlimited Með bækistöðvar í hreiðri sérþiálfaðra ævintýramaiina Ólíklegar bækistöðvar HOFUÐSTOÐVAR Corporate Training Unlim- ited eru við fjölfarna götu í Fayetteville í Norður- Karólínu. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins knúði þar dyra rétt stungu starfsmenn nefinu í gættina til að vísa honum á braut. Höfuðstöðv- arnar láta lítið yfir sér og virðist fráleitt að ætla að þarna séu skipulagðar aðgerðir til að nema á brott börn bandarískra foreldra á erlendri grundu. Fayetteville, Norður-Karólínu. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ ER engin tilviljun að höfuðstöðvar Corporate Tra- ining Unlimited, fyrirtækisins að baki brottnámstilraun ís- lensku stúlknanna tveggja, skuli vera í borginni Fayette- ville í Norður-Karólínu. Hér hafa sveitir úr landhernum aðsetur, þar á meðal sérsveit- ir, sem fara eiga svo leynt, að stjórnvöld viðurkenna ekki tilvist þeirra þótt þær séu á allra vörum. Fayetteville er á stærð við Reykja- vík að fólksfjölda en þegar nærliggj- andi bæjarfélög eru talin með nálg- ast þessi byggðarkjami 200 þúsund íbúa og er hann sá fjórði stærsti í ríkinu. Helsta vítamínsprautan hér á slóðum er herstöðin Fort Bragg. Þar eru 41 þúsund hermenn og átta þús- und óbreyttir borgarar við vinnu og kostar reksturinn 3,2 milljarða doll- ara á ári. 82. flugdeild landhersins og fyrsta séraðgerðasveit hans hefur þar bækistöðvar auk miðstöðvar um „séraðgerðir" sem kennd er við John F. Kennedy, fyrrum forseta. Þar er einnig að fínna hina svokölluðu Delta-sveit, sem gerð hefur verið ódauðleg í kvikmyndum ofurhugans Chucks Norris. Höfuðstöðvar Delta eru rækilega faldar, enda hafa bandarísk stjóm- völd hvorki viljað neita né staðfesta tilvist sveitarinnar frá því hún var stofnuð fyrir einum og hálfum ára- tug. Kunnugir segja hins vegar að til- vist Delta fari allt annað en leynt. Ekki þurfí glöggt auga til að þekkja félaga sveitarinnar úr. Bæði séu þeir geislandi af sjálfstrausti og einnig séu þeir verkefna sinna vegna oft miður hermanniegir til fara. Það vekur athygli þegar síðhærðir menn birtast skyndilega innan um bursta- klippta hermenn. En það er hins vegar ekki hægt að sjá á félögum í Delta hvaða þjálf- un þeir hafa hlotið. Þeir eru æfðir í meðferð hvers kyns vopna og sprengiefna. Samkvæmt lýsingum í bók Neals Livingstone, Rescue My Child, sem fjallar um CTU, er fátt sem sveitarmeðlimir geta ekki gert. Þeir geta varpað sér út úr flugvélum í hvaða hæð sem er, klessukeyrt bíla án þess að fínna fyrir því og kastað sér inn um glugga án þess að verða meint af. Úr Delta í einkarekstur Donald M. Feeney, sem nú situr í haldi í Reykjavík fyrir tilraun til að koma dætrum Emu Eyjólfsdóttur úr landi, var félagi í Delta. Feeney fæddist f Brooklyn í New York og lítur fremur út fyrir að vera leigubflstjóri en sérþjálfaður ævin- týramaður. Hann kveðst f bók Li- vingstone hafa verið skammt frá því að komast í kast við lögin í Brooklyn svo hann ákvað að ganga í herinn. Don Feeney var sjötti maðurinn sem tekinn var inn í Delta. Hann tók þátt í tilrauninni til að bjarga banda- rískum gíslum í Íran árið 1980. Sú tilraun fór út um þúfur sem frægt er orðið, en hann slapp lífs. Hann tók einnig þátt í aðgerð til að bjarga sex trúboðum í Súdan og innrásinni í Grenada árið 1983. Árið 1982 var Feeney sendur til Beirút í Líbanon til að gæta öryggis bandaríska sendiherrans þar. Á þess- um árum var dýrt að lifa í Beirút, þar sem öll viðskipti fóru fram á svörtum markaði, og herinn skammt- aði naumt. Feeney og félagar gerðu samning við eiganda hótelsins, sem þeir bjuggu á, um að þeir greiddu minna fyrir gistingu sína en sendi- ráðið lét þeim í té. Þetta kölluðu þeir að bjarga sér við erfiðar aðstæð- ur, en herinn var ekki á sama máli þegar upp komst. Fremur en að sæta refsingu hætti Feeney í hernum árið 1984. Ári síðar stofnaði hann ásamt konu sinni Judy, Corporate Training Unlimited. I fyrstu var hlutverkið eingöngu að þjálfa starfsmenn fyrirtækja og sendiráða til að eiga við hryðjuverka- menn erlendis og bandarískar lög- reglusveitir til sérverkefna. Höfuð- stöðvar CTU eru í látlausu tvílyftu húsi við fjölfama götu hér í Fayette- ville og fyrir utan er stórt gult skilti með stöfum fyrirtækisins og mynd af erni. Ástæðan fyrir því að Feeney- hjónin ákváðu þessa staðsetningu er sú að hér er fjöldi sérsveitarmanna sem sestur er í helgan stein og er svo áfjáður í að drýgja eftirlaunin að ekki þarf nema taka upp síma til að fá þá til liðs við sig. Feeney klæjaði alltaf í fíngurna að komast í ævintýri og fyrsta tæki- færið gafst í lok árs 1987. Síðan þá hefur Feeney ásamt samstarfsmönn- um sínum staðið fyrir aðgerðum í átta löndum án þess að nokkuð færi úrskeiðis. Níunda verkefnið fór hins vegar úr böndum og lét Feeney kló- festa sig fyrsta sinni er hann lét til skarar skríða á íslandi. Neal Livingstone, fréttafulltrúi CTU, leggur áherslu á að aðgerðir fyrirtækisins séu hvergi nærri jafn vi'galegar og athafnir Delta og bætir við að Feeney og félagar fari aldrei vopnaðir. Islensk sljórnvöld mega vara síg sækí þau okkar menn tíl saka - segir blaðafulltrúi CTU, fyrirtækisins sem skipulagði brottnám systranna Fayetteville, Norður-Karólínu. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. NEIL C. Livingstone, blaðafulltrúi fyrirtækisins Corporate Training Unlimited (CTU) sem reyndi að nema brott tvær ís- lenskar stúlkur í síðustu viku, segir í viðtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið muni ekki láta kyrrt liggja ef höfðað verði mál á íslandi gegn Donald Feeney, forsvarsmanni CTU. „íslensk stjómvöld ættu að vara sig. Við munum þrýsta á bandarísk sljórnvöld að setja höft á vegabréfsáritanir frá íslandi til Bandaríkjanna ef reynt verður að sækja okkar menn til saka.“ Engar upplýsingar hefur verið að fá á skrifstofu CTU hér í Fayette- ville í Norður-Karólínu frá því að blaðamann bar að garði. Samkvæmt upplýsingum blaða- manna hér hafa Donald og Judy Feeney, hjónin sem reka CTU, hing- að til keppst við að komast í fjöl- miðla, en nú kveður við annan tón. Það eina sem blaðamaður fékk í hendur á skrifstofu CTU var minnis- blað, sem greinilega hafði verið dreift til starfsmanna um að „hringi ein- hveijir blaðamenn í dag vinsámleg- ast svarið á eftirfarandi hátt: Við höfum ekkert um málið að segja eins og stendur. Blaðafulltrúi okkar, Neil Livingstone, mun með ánægju ræða við þig“. Livingstone þessi skrifaði bók um CTU, sem kom út skömmu fynr jól undir nafninu Rescue My Child. Þeg- ar rætt var við hann á fimmtudag var hann sérfræðingur um CTU en á föstudag var hann orðinn blaðafull- trúi fyrirtækisins. Með Hillary Clinton að vopni? Livingstone sagði í viðtali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að ná stúlkunum úr landi vegna þsss að það orð fari af íslenskum stjórn- völdum að þau séu ósamvinnuþýð í forræðismálum. Hann vildi hins veg- ar ekki taka dæmi um slíkt. Rannsóknarlögreglan kannar mál- ið nú sem um barnsrán hafí verið að ræða. Livingstone sagði að íslend- ingar yrðu beittir þrýstingi ef Don Feeney og James B. Grayson, faðir yngri stúlkunnar, yrðu sóttir til saka á Islandi. „Hillary Clinton [konu Bandaríkja- forseta] er umhugað um málefni barna,“ sagði Livingstone til stuðn- ings því að sennilegt væri að Banda- ríkjamenn myndu grípa til refsiað- gerða. Harin nefndi einnig að Banda- ríkjamenn væru aðilar að Haag-sátt- málanum frá árinu 1980 um „borg- aralegar hliðar alþjóðlegra barnsr- ána“. Aðeins um tugur ríkja er aðili að þessum sáttmála. Vettlingatök Bandaríkjamanna Bandaríkjastjórn hefur hins vegar ætíð tekið mál af þessu tagi vettlin- gatökum. Gott samband við viðkom- andi ríki virðist vera í fyrirrúmi, en örlög bandarískra ríkisborgara er- lendis sitja á hakanum. CTU bjarg- aði t.d. barni, sem hafði búið við slæ- man kost, ásamt bandarískri móður þess, sem sætt hafði misþyrmingum af hálfu jórdansks eiginmanns síns, í Jórdaníu. Sýnt þótti að ekki væri hægt að fá barnið laust með öðrum hætti þar sem lög múhameðstrúar- ríkja kveða á um að faðir fái skilyrð- islaust forræði yfir barni ef móðir er erlend. Bandarísk stjórnvöld báð- ust afsökunar við stjórnvöld í Jórdan- íu eftir að mæðginin voru numin brott og vítti CTU. Alan Dixon, fyrrum þingmaður frá Illinois, segir að nú séu um 10 þús- und bandarísk börn í haldi erlendis. Utanríkisráðuneytið segir hins vegar að aðeins séu um 600 mál „í gangi“. Livingstone skýrir þennan mun svo að í utanríkisráðuneytinu sé máli aðeins haldið vakandi í 2 ár en síðan látið fyrnast nema aðstandendur láti að sér kveða. Fólk gefíst hins vegar yfírleitt upp á að leita til ráðuneytis- ins vegna aðgerðaleysis þar á bæ. Segir hann að Feeney-hjónin hefðu aldrei farið út í aðgerðir af þessu tagi ef bandarísk stjómvöld sýndu fórnarlömbum í svona málum meiri skilning. Útlendingar sem misst hafa for- ræði yfír bömum sínum reyna oft að komast með þau til fóstuijarðar sinnar í þeirri von að á heimavelli megi knýja fram aðra niðurstöðu dómstóla en fékkst á útivelli. A Arnes hf. Flutningi lýkur 1 vikunni Sclfossi. FLUTNINGI allrar fisk- vinnslu Árness hf. til Þorláks- hafnar verður lokið í fyrstu viku febrúar. Unnið er að því að ganga frá vinnslusölum í Þorlákshöfn. Nú vinna um 30 manns í vinnslunni en þeim verður fjölgað þegar hún kemst á fullan skrið í febr- úar. Helmingur starfsmanna í vinnslunni er frá Stokks- eyri. Að sögn Péturs Reimars- sonar framkvæmdasljóra hef- ur öllum þeim, sem sagt var upp þegar flutningur vinnsl- unnar var í undirbúningi, ver- ið boðin fastráðning og flestir hefðu þegið hana en sumir afþakkað. Á síðastliðnu ári voru unnin 9-10 þúsund tonn hjá Ámesi í húsum þess á Stokkseyri og í Þorlákshöfn. Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri sagði að stefnt væri að því að vera á svip- uðu róli á þessu ári en nú færi vinnslan fram á einum stað. Vinnslan hefði farið af stað í ár með svipuðum hætti og í fyrra, fyrstu 5-6 vikumar væru rólegar en þess væri að vænta að mikill gangur yrði í vinnslunni í febrúar og síðan haldið fullri keyrslu fram á haust. En þess væri að vænta að sem fyrr yrðu desember og janúar erfíðir. Pétur sagði að erfitt yrði að reka fyrirtækið þar sem það væri nokkuð.skuldsett en menn væru bjartsýnir á að það mætti takast að bæta reksturinn með því að fylgja þeirri stefnu sem stjórn fyrirtækisins hefði markað meðal annars með flutningi vinnslunnar á einn stað. Um gagniýni á stjóm fyrir- tækisins eftir flutning vinnslunn- ar á einn stað í Þorlákshöfn, meðal annars frá stjómarmönn- um í Byggðastofnun, sagði Pétur að það væri alveg á hreinu að það væri ekki hægt að reka hluta- félag eins og stjómmálabaráttu á Alþingi. „Við sem sjáum um reksturinn ætlum að reka öflugt fyrirtæki í sjávarútvegi á þessu svæði og ég vona að við fáum frið til þess,“ sagði Pétur Reim- arsson. Hann sagði einnig að þeir hluthafar sem væm óánægð- ir eftir hluthafafundinn sem hald- inn var fyrr í mánuðinum yrðu að gera málin upp sín á milli án þess að trafla rekstur fyrirtækis- ins’ - Sig. Jóns. Þrír karlar sóttir í Kerl- ingarskarð Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi sótti í gær þijá menn á þrítugsaldri upp í Kerl- ingarskarð, en þar höfðu þeir fest fólksbifreið sína. Mönnunum var komið til Stykkishólms heil- um á húfi. Mennirnir þrír höfðu lagt á fjall- veginn þrátt fyrir að hann hefði verið auglýstur lokaður. Vegagerð- armenn gáfust upp á snjómokstri um hádegi og gekk illa á leið niður af fjallinu, að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi. Þremenningarnir gátu gert vart við sig um bílasíma en ekki var hægt að ná sambandi við þá aftur. Sex hjóla trukkur var fenginn að láni og lagt á honum áleiðis upp í skarðið, og þaðan ruddi jarðýta á undan trukknum að bifreið mann- anna, sem var nærri komin á kaf í snjó er björgunarsveitarmenn komu að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.