Morgunblaðið - 31.01.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.01.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 Giftió ykkur ... var heilræðið sem Poul Schliiter gaf eftirmanni sínum, forsætisráðherranum Poul Nyrup Rasmussen, og sambýliskonu hans, Lone Dybkjær, sem er frammákona í Róttæka GIFTINGAR INNBYRDIS í DÖNSKUM STJÓRNMÁLUM VEKJA ATHYGLI vinstriflokknum. Mogens Lykketoft fjármálaráðherra og Jytte Hild- en menningarráðherra eru hjón. Hann var áður kvæntur fyrstu konu Nyrups. eftir Sigrúnu Davíðsdóttur í Kaupmannahöfn ORÐIN „pólitík“ og „róman- tík“ virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameigin- legt. En ef hugað er að ásta- og fjölskyldumálum dan- skra ráðherra kemur annað í ljós. Stjómmálamennimir í nýju stjórainni era í áber- andi mæli giftir stjórnmála- mönnum, svo þar fara póli- tík og rómantík greinilega saman. Reyndar er pólitíkin ekki í öllum tilfellum sú sama hjá báðum, en áhuginn er alla vega sá sami. En hverjir eru þá giftir eða búa með hverjum? Parið, sem mesta athygli vekur er óneitanlega forsætis- ráðherrann, Poul Nyrup Rasmussen, og sambýlis- kona hans og fyrrverandi umhverfisráðherra, Lone Dybkjær, sem er frammá- kona í Róttæka vinstriflokknum. Dybkjær, sem er 52 ára, skildi 1980 eftir sextán ára hjónaband og á tvær dætur af því hjónabandi. Hún tók upp nafn mannsins síns og hef- ur haldið því. Nyrup verður fimm- tugur á árinu, er tvígiftur og á eina dóttur bama frá fyrra hjónabandi. Samband þeirra Nyrups og Dybkjær hefur staðið í nokkur ár, en farið leynt. Öllum á óvart birtust þau í fyrsta skipti saman opinberlega í ágúst á Pavarotti-tónleikum í Ros- enborgargarðinum, sem nýlega voru sýndir í íslenska sjónvarpinu. Þegar samband þeirra var orðið lýð- um ljóst skildu menn betur hvað Niels Helveg Petersen fyrrum for- maður Róttæka flokksins átti við þegar hann sagði að með Nyrup sem formann Jafnaðarmannaflokksins myndi samband flokkanna tveggja örugglega verða gott. Þau orð hafa gengið eftir nú þegar flokkamir tveir eru komnir í eina sæng, þó með tveimur öðmm flokkum sé. Nymp Rasmussen á marga góða vini innan flokksins og einn þeirra er Mogens Lykketoft fjármálaráð- herra. Þeir hafa verið vinir lengi og em báðir í vinahópi, sem á sum- arhús í sameiningu. Eftir að Nymp skildi við fyrstu konu sína giftist Lykketoft henni, en þau em nú skilin. Lykketoft, sem er á líku reki og Nymp, giftist 1987 flokkssystur sinni Jytte Hilden. Þau höfðu meðal annars skrifað bók saman. Hilden er nú menningarráðherra, svo hjón- in em bæði ráðherrar í stjóm holl- vinarins Nymps og em þar með fyrstu ráðherrahjónin í danskri sögu. Áðumefndur Niels Helveg Pet- ersen er rúmlega fímmtugur og einnig giftur flokkssystur sinni. Þau giftust 1984. Kona hans heitir Kirsten Lee, er bamalæknir, sat 1 miðstjórn flokksins þegar þau gift- ust og var á þingi 1987-1990, en á þeim ámm var hann ráðherra í stjórn Pouls Schluters. Hún var á þeim tíma áberandi í dönskum stjórnmálum og vakti athygli fyrir skeleggar skoðanir í heilbrigðismál- um. Hún hefur síðan dregið sig í h!é og hefur sig lítt í frammi opin- berlega. Helveg er reyndar sjálfur afsprengi stjómmálahjónabands, því foreldrar hans vom báðir þing- menn. Fyrir þá sem muna danska stjóm- málamenn frá því fyrr á öldinni er annað kunnuglegt nafn i stjórninni. Varnarmálaráðherrann heitir Hans Hækkemp, sonur Pers Hækkemps, sem var ráðherra á sínum tíma og bróðir Pers, Hans, var einnig þing- maður og ráðherra. Hækkemp yngri er jafnaðarmaður eins og fað- irinn. Kona varnarmálaráðherrans er þingmaðurinn Lis Hækkemp. Sú útnefning sem kom einna mest á óvart úr röðum jafnaðar- manna var að embætti félagsmála- ráðherra skyldi falla í skaut Karen Jespersen. Illar tungur segja að hingað til hafí hún aðeins beitt sér fyrir einu máli á þingi, en það var fmmvarp um bann við að skottstífa hunda. Sumir segja að skýringar- innar á tilnefningunni sé hugsan- lega að leita í samstarfi og vináttu manns hennar, Ralf Pittelkov, og Nymps. Pittelkov hefur undanfarin ár verið sérlegur ráðgjafí hans og búist er við að hann verði aðstoðar- maður forsætisráðherra. Pittelkov var í þeim þrönga hópi, sem vék vart frá flokksformanninum alla stjómarmyndunarvikuna. Hjónin vom áður í Venstre Sosialisteme, fóm svo yfír í Sósíalíska þjóðar- flokkinn, áður en þau gengu í Jafn- aðarmannaflokkinn. Pjölskyldumynstur og sljórnmálahræringar Kynslóðin á milli fímmtugs og sextugs hefur gjörbylt dönsku þjóð- félagi, meðal annars með tíðum hjónaskilnuðum. Af hjónabands- sögu sumra danskra stjómmála- manna og væntanlega annarra hópa má lesa að fyrsti makinn er skóla- systkini eða vinur frá námsámnum. Svo taka við annasöm störf, metn- aðurinn er í hámarki og sólarhring- urinn dugir varla til. Eitthvað verð- ur undan að láta og það er þá gjarn- an hjónabandið. Nymp er gott dæmi um þetta. Svo lifa þeir og hrærast í vinn- unni, tíminn leyfir ekki annað fé- lagslíf og það er þá í pólitíkinni, sem þeir hitta einhvem, sem þeir bæði hrífast af og sem deilir þá líka með þeim áköfum pólitískum áhuga og hefur skilning á að starfíð krefjist mikils af þeim. En ef marka má afdrif Kirsten Lee og Lone Dybkj- ær, þá virðist mega ætla að það sé frekar konan en karlinn sem dregur úr stjórnmálaumsvifunum. Báðar þessar konur hefðu vel getað orðið ráðherrar, ekki síður en mennimir. En hjá Jytte Hilden og Mogens Lykketoft virðist hjónabandið og stjómmálaframinn ganga upp hjá báðum. Vinátta Lykketofts og Nyrups og konan sem fer frá einum til annars er gott dæmi um hvemig fyrrver- andi hjón og nýir makar hér halda iðulega góðu sambandi. Hér er ekk- ert óalgengt að fráskilin hjón haldi áfram að hittast, haldi vináttunni, þó hún hafí ekki dugað sem hjóna- bandsgrundvöllur. Fráskilin hjón velja oft að búa nálægt hvort öðru, til að auðvelda börnunum að halda sambandi við báða foreldra og stundum búa bömin til skiptis hjá foreldrunum viku í senn. Og vina- hópurinn skiptist þá ekki á milli makanna, heldur haldast báðir í hópnum og þá með nýjum förunaut-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.