Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 20
20 ------------------------ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 Nokkrír samningar veríð gerðir um sölu á umframorku Islenskar gúrkur á markað allt áríð LANDSVIRKJUN og almenningsrafveitur hafa þegar gert nokkra samninga um sölu á umframrafmagni á afsláttar- kjörum sem byijað var að bjóða um áramót. Til dæmis hafa garðyrkjubændur aukið lýsingu í gróðurhúsum. Hafin er vetrarræktun á gúrkum með lýsingu og er útlit fyrir að framvegis verði íslenskar gúrkur á boðstólum allt árið, og framleiðsla blóma er að aukast. Formaður Sambands garðyrkjubænda segir að miklir möguleikar séu í garðyrkj- unni til að nýta umframorkuna til framleiðslu en hátt verð og afarkostir í afhendingarskilmálum Landsvirkjunar og RARIK dragi úr mönnum kjarkinn að nýta þá. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, hafa samningar þegar verið gerðir eða eru í burðarliðnum við nokkra aðila. Garðyrkjubændur í Hvera- gerði hafa myndað orkusamlag um aukin raforkukaup og búast við að auka kaup á rafmagni um 47% þeg- ar á fyrsta ári. ísaga hf. hefur sam- ið við Rafmagnsveitu Reykjavíkur um kaup á viðbótarrafmagni vegna aukningar á súrefnis- og köfnunar- efnisframleiðslu, meðal annars til frystingar matvæla. Kaupfélag Skagfirðinga semur við Rafmagns- veitu Sauðárkróks um kaup á raf- magni vegna mjólkur- og kjöt- vinnslu. Þá eru Bæjarveitur Vest- mannaeyja, Rafveita Akraness og fleiri rafveitur með ýmsa samninga í burðarliðnum. Mögxileikar í garðyrkju Kjartan Ólafsson, formaður Sam- bands garðyrkjubænda, segir að garðyrkjubændur hafí undanfarin ár verið að komast upp á iagið með að nota ljós til að rækta blóm allt árið. Lengst séu þeir komnir í rósa- ræktun. Innlenda framleiðslan hafi komið í stað innfluttra blóma og sparað gjaldeyri. Kjartan segir að möguleikar séu á að rækta fleiri tegundir blóma með þessum hætti og ýmsar tegundir grænmetis. í vetur hóf Óttar Baldursson, garð- yrkjubóndi í Hveragerði, ræktun á gúrkum með lýsingu og voru ís- lenskar gúrkur á markaðinum fram undir áramót. Þá eru garðyrkju- bændur á Laugalandi í Borgarfírði byijaðir að rækta gúrkur og kemur framleiðsla þeirra á markað eftir um það bil viku, rúmum mánuði fyrr en venjulega. Er útlit.fyrir að eftir það verði íslenskar gúrkur á markaðinum allt árið. Þórhallur Bjarnason garðyrkju- bóndi á Laugalandi segir að gúrku- ræktunin sé tæknilega framkvæm- anleg og að hún virðist einnig vera fjárhagslega hagkvæm þrátt fyrir töluverða fjárfestingu við kaup á lömpum og mikla rafmagnsnotkun. Hann segir útlit fyrir að viðunandi verð fáist fyrir framleiðsluna en miklar sveiflur séu á því vegna breytilegs verðs á innfluttum gúrk- um. Bendir hann á að íslensku gúrk- urnar séu mun ferskari en innfluttar og segir að reynslan sýni að neyt- endur kaupi þær frekar, að öðru jöfnu. Kjartan segir að tómatar séu ræktaðir allt árið í Noregi og Kanada og orðið sé tímabært að hefla tilraunir með ræktun þeirra hér. Árið 1985 notuðu ylræktar- bændur innan við 2 gígawattstundir á ári við framleiðsluna. Nú nota þeir innan við 10 gWst en Kjartan segir hægt að fjórfalda rafmagns- Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Vetur úti - sumar inni í garðyrkjustöðinni á Laugalandi í Borgarfírði eru ræktaðar gúrkur með lýsingu. Þar er sumar og „sól“ með tilheyrandi grósku innandyra á meðan vetrarveðrin geysa fyrir utan. Þórhallur Bjamason garðyrkjubóndi stendur við gróðurhúsið. Gúrkur í janúar Þórhallur Bjamason sýnir ljósmynd- aranum gúrkur sem vaxa hratt und- ir Ijósunum. Fyrsta framleiðslan fer á markað eftir viku. Er það meira en mánuði fyrr en venjulega. notkunina til að framleiða græn- meti og blóm fyrir innlendan mark- að í stað innflutnings. Þá segir hann að þegar garðyrkjubændur hafí náð tökum á þessari ræktun væri ekki fráleitt að ætla að opnast gætu möguleikar á framleiðslu einhverra tegunda til útflutnings. Afarkostir Landsvirkjun veitir einnar krónu afslátt af verði hverrar kílówatt- stundar í umframraforku til nýrrar framleiðslu. Kjartan segir að raf- orkuverðið sé enn tiltölulega hátt, þrátt fyrir afsláttinn, og sérstaklega að afarkostir séu í afhendingarskil- málum. Hann segir að þrátt fyrir umframgetu í raforkuframleiðslu og dreifingu hafi garðyrkjubændur þurft að ijúfa rafmagnið á daginn vegna fáránlegra sölusamninga milli Landsvirkjunar og RARIK. Þegar Rafmagnsveiturnar komist í sölutopp þurfí garðyrkjubændur að slökkva ljósin, eða greiða þrefalt verð, þótt þeir vilji kaupa rafmagn sem nóg sé til af í landinu. Þá seg- ir hann að gefa þurfí mönnum tæki- færi til að auka rafmagnskaupin smátt og smátt en Landsvirkjun hafi sett þau skilyrði að menn ykju þau strax um 300 megawattstundir. Garðyrkjubændur í Hveragerði hafa stofnað orkusamlag til sameigin- legra orkukaupa til að geta notið afsláttarkjaranna. Kjartan segir að þessi tæknilegu vandamál þurfí að leysa og sé Samband garðyrkju- bænda í viðræðum við Landsvirkjun um það. Staðamál hin nýjustu Reykliolt er kirkjunuar - ekki líkisins - segir Geir Waage sóknarprestur ENGINN aðili hefur þinglýsta eignarheimild fyrir Reyk- holti. Erindi frá séra Geir Waage sóknarpresti um að þinglýsa Reykholtsmáldaga sem réttri eignarheimild kirkjunnar var ekki talið hæft til þinglýsingar. í sumar var yfirlýsingu frá fjármálaráðuneyti um eignarheimild ríkissjóðs vísað frá; var ekki heldur talin vera nægjan- lega rökstudd. AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL LÚÐVÍK EINARSSON Séra Geir sagði sættargjörðina eftir „staðarmál hin síðari“ standa í fullu gildi. Þ.e.a.s. sáttmálann frá 2. maí 1297 milli Arna biskups Þorlákssonar- (,,Staða-Áma“) og Noregskonungs Eiríks Magnússonar „prestahatara“. í gögnum sýslumannsembættis- ins í Borgamesi er Reykholt talið vera eign ríkissjóðs en eignarheim- ild vantar. Sóknarprestur og stað- arhaldari í Reykholti telur að tekist hafi að hægja á ásælni ríkisvaldsins í kirkjueigur. Ríkissjóður hafí ekki þinglýsta eignarheimild. Sam- komulagið um staðamál hin síðari milli Árna biskups Þorlákssonar (Staða-Áma) og Eiríks Magnús- sonar Noregskonungs (Eiríks prestahatara) frá 1297 standi óhaggað og máldaginn frá 1185 gildi. „Til kirkju liggur í Reykja- holti heimaland með öllum lands- nytjum." Eignarheimild í desembermánuði í hitteðfyrra lagði sr. Geir Waage sóknarprestur og staðarhaldari í Reykholti inn erindi á sýsluskrifstofu Mýra- og Borgamessýslu í Borgamesi. Sókn- arpresturinn óskaði eftir því að því yrði fortakslaust og löglega þing- lýst að „Reykholtskirkja í Reyk- holti í Borgarfjarðarprófastsdæmi á í Reykholti heimaland með öllum landsnytjum, gögnum og gæðum þeim sem tilheyra og tilheyrt hafa því sama Benfício, eftir því sem tilgreint er i Reykjaholtsmáldagan- um og öðmm yngri máldögum kirkjunnar, og eigi hefur verið fargað úr hennar eign með kaupum og sölum og öðmm löggjömingum eða verið með sannanlegum hætti afhent öðmm að réttum lögum". Auk fyrrgreindrar yfirlýsingar ósk- aði presturinn eftir því að texta Reykholtsmáldaga yrði þinglýst sem réttri eignarheimild fyrir nefndri eign og réttindum. Tilefni þessarar málaleitunar vom áform fjármálaráðuneytisins í tengslum við útgáfu á eignaskrá ríkisins um að óska eftir þinglýs- ingu á ýmsum eigum í opinberri eigu sem ekki væm þinglýstar. Geir Waage taldi jörðina Reykholt sannanlega í opinberri eigu, þ.e. eigu kirkjunnar en ekki í eigu ríkis- valdsins. í júnímánuði á síðasta ári grennslaðist Morgunblaðið nokkuð fyrir um þetta þetta mál á sýslu- skrifstofunni í Borgamesi. Sam- kvæmt gögnum embættisins hafði enginn aðili þinglýsta eignarheim- ild á Reykholti. Erindi og óskir fjár- málaráðuneytis um þinglýsingu höfðu ekki þótt nægjanlega rök- studd og verið.endursend. En þá hafði ekki verið tekin afstaða til umleitunar sóknarprestsins í Reyk- holti. Varnarsigur Morgunblaðið hafði nýlega sam- band við Rúnar Guðjónsson sýslu- mann í Borgamesi. Sýslumaður sagði að að höfðu samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneytið og með vísan til þinglýsingarlaga hefði erindi Geirs Waage ekki verið talið hæft til þinglýsingar og endursent til prestins fyrir nokkmm vikum. Sýslumaður veitti Morgunblaðinu þær upplýsingar að á fasteignabók- arblaðinu fyrir Reykholt stæði að eigendur væm „ríkissjóður" en á þeim stað sem ætlaður væri fyrir skrásetningu eignarheimildar stæði hins vegar „vantar“. Reyk- holt væri því talin eign ríkissjóðs en eignarheimild vantaði. Eftir þessi tíðindi leitaði blaða- maður Morgunblaðsins til sr. Geirs. Prestur sagði það greinilegt að í þessu máli treysti ráðuneytið sér ekki til að gera nokkum skapaðan hlut. Menn væm ekki tilbúnir til að taka á þessu máli. Staðarhald- ari Reykholts taldi þó að honum hefði tekist að veijast nokkuð ásælni ríkisins í kirkjueigur. Hann hefði óskað eftir þinglýsingu á eignarheimild kirlq'unnar til að koma í veg fyrir að yfirlýsing um eignarheimild ríkisins yrði þinglýst. Klerkur sagði að enn stasði það gmndvallaratriði óhaggað að kirkj- an í Reykholti hefði a.m.k. síðan 1185 átt jörðina. Á því hefði engin breyting orðið í aldanna rás, hvorki með lögum, kaupi eða sölu eða nokkurri annarri ráðstöfun. Hann benti m.a. á að í byijun 13. aldar hefði Magnús Pálsson „gefið upp staðinn “ og Snorri Sturíusonhefði- „fengið heimildir" að Reykholti, varðveislu á staðnum og staðarfé öllu dauðu og lifandi, fríðu og ófríðu, föstu og lausu. Orðalagið gæfí til kynna að ekki hefði verið að selja fasteign. Eftir víg Snorra hefði konungur tekið til sín ýmsar eignir Snorra, t.d. Bessastaði. En Hákon konungur hefði ekki gert Reykholt upptækt, einfaldlega vegna þess að Snorri átti ekki Reykholt heldur bara heimildir að kirkjunni og öllu því sem hún átti. Séra Geir sagði sættargjörðina eft- ir „staðarmál hin síðari" standa í fullu gildi. Þ.e.a.s. sáttmálann frá 2. maí 1297 sem gerður var í Ög- valdsnesi í Noregi milli Áma bisk- ups Þorlákssonar (,,Staða-Áma“) og Noregskonungs Eiríks Magnús- sonar „prestahatara". Þeir staðir sem kirkjan ætti alla skyldu vera undir forræði biskups.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.