Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 1
BLAÐ ALLRA
LANDSMANNA
B
1993
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR
BLAÐ
adidas
, Handknattleikslið
IR leikur í Adidas
KLETTAKLIFUR
Bjöm hlaut
siHurí
Svíþjóð
„Ekki óraunhæft að stefna á Vetrarólympíuleik-
ana í Lillehammer," segir Björn Baldursson
BJÖRM Baldursson og Árni
Gunnar Reynisson úr Islenska
Alpaklúbbnum stóðu sig vel á
BJörn Baldursson hlaut silfurverð-
laun á fyrsta klettaklifurmóti sínu á
erlendri grund.
Opna sænska meistaramótinu
í klettaklifri sem fram fór í
Östersund í Svíþjóð um síð-
ustu helgi. Björn hafnaði í öðru
sæti eftir spennandi keppni um
gullverðlaunin og Árni Gunnar
í 12. sæti af 50 keppendum.
Þetta var í fyrsta sinn sem ís-
lendingar keppa á erlendu
móti i klettaklifri. „Þetta er
sannkölluð óskabyrjun," sagði
Magnús Tumi Guðmundsson,
formaður íslenska Alpaklúbb-
sins, um árangurinn.
Björn sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann hefði ekki búist
við svona góðum árangri fyrirfram.
„Ég vissi í rauninni ekkert hvar ég
stóð. Þessi árangur er mikil hvatn-
ing fyrir mig. Svíarnir voru mjög
undrandi á frammistöðu minni og
sögðu að ég ætti nú að snúa mér
að þátttöku í heimsbikarmótum,“
sagði Björn, sem er 24 ára og hef-
ur æft klettaklifur í sex ár.
Keppt var á tilbúnum klifurvegg
inni í íþróttahöll í bænum Öster-
sund. Veggurinn var níu metra hár
og slútti átta metra fram yfir sig.
Keppnin fór þannig fram að allir
þátttakendur reyndu við tiltekna
leið á veggnum og réði þá hversu
hátt menn komust. Að lokinni þess-
ari þraut tóku tíu efstu menn þátt
í úrslitakeppni og voru Bjöm Bald-
ursson og Svíinn Tomas Hanson
efstir og jafnir eftir hana. Reyndu
þeir þá með sér í þriðju leiðinni og
var hún erfíðust. Komst Hansen þá
hálfum metra ofar en Björn og hlaut
gullið.
Björn sagðist nú stefna á þátt-
töku í heimsbikarmóti sem fram fer
í Lillehammer í Noregi 5. - 7. júlí
í sumar en þar verður nýr klifur-
veggur prófaður. „Þessi grein verð-
ur sýningargrein á Vetrarólympíu-
leikunum í Lillehammer 1994 og
því ekki óraunhæft að stefna þang-
að úr þessu. Hver veit!“
TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA MEISTARAMOTIÐ
Reuter
Þriðji sigur Seles í röð
Monica Seles, aðeins 19 ára, sýndi um helgina að staða hennar á toppnum í tennis kvenna er ekki tilviljun. Hún vann
Steffí Graf í úrslitum, 2:1, á Opna ástralska meistaramótinu og var þetta þriðji sigur hennar á mótinu í röð. Banda-
ríkjamaðurinn Jim Courier sigraði Stefan Edberg frá Svíþjóð í úrslitaleik, 3:1. Leikurinn tók tvær stundir og 32 mínútur
og lauk með 3-1 sigri Couriers. Courier endurtók leikinn frá því í fyrra og rauk út að Yarraánni og kastaði sér útí hana.
Sales og Courier fengu liðlega 17,1 milljón ísl. kr. í verðlaun. Sjá nánar B8
RUÐIMIIMGUR: DALLAS COWBOYS HAFDIMIKLA YFIRBURÐI / B7