Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1993 B 3 KNATTSPYRNA / ENGLAND Norwich gefur ekkert eftir IPSWICH stöðvaði sigurgöngu Manchester United og Aston Villa mátti enn einu sinni þola tap í Southampton, en Norwich gerði góða ferð til Liverpool, sigraði Everton og skaust ítoppsætið í ensku úrvalsdeildinni á ný eftir leiki heigarinnar. ^ryan Gunn, markvörður Frá Bob Hennessy i Englandi Norwich, var hetja gestanna á Goodison Park og sagði ekki rétt að aðeins tvö lið, Manchester United og Aston Villa, væru að beijast um meist- aratitilinn. „Fólk getur afskrifað okkur, en við höfum gaman af því sem við erum að gera og verðum bara að halda áfram á sömu braut.“ Howard Kendall, stjóri Everton, tók í sama streng. „Þetta er langt því frá að vera tveggja liða keppni. Öll meistaralið verða að vera með frábæran mark- vörð og vissulega er Norwich með einn slíkan — það sást gegn okkur.“ Chris Sutton skoraði fyrir Norwich snemma í leiknum, en Gunn bjargaði hvað eftir annað meistaralega, einkum frá Tony Cottee og sérstaklega á lokasek- úndunum. „Ég kastaði mér til hægri og tókst að koma fingrunum á bolt- ann,“ sagði Gunn um síðustu björg- Milan i íerfið- leikum AC Milan tapaði sfnu fyrsta stigi á útivelli á tímabilinu þeg- ar liðið heimsótti Foggia og gerði 2:2 jafntefli. Lazio sigr- aði Sampdoria og skaust i þriðja sæti deildarinnar. Leikmenn Foggia tókst hér um bil það sem engum öðrum hefur tekist í vetur, að sigra AC Milan, en það tókst ekki alveg. Foggia var þó 1:0 yfir í1 leikhléi og snemma í síðari hálfleik fékk liðið vítaspyrnu en Rossi varði frá Di Baagio. Papin jafnaði með leglegum skalla eftir fyrirgjöf Gullit og skömmu síðar kom Rijka- ard gestunum yfir með glæsilegu marki. Þrumuskoti frá vítateig. Seno jafnaði fyrir heimamenn und- ir lokin. „Mér hefði ekki litist á blikuna ef Foggia hefði skorað úr víta- spyrnunni. Liðið kom mér ekki á óvart, það kann að halda knettin- um á jörðinni og spilaði vel,“ sagði Fabio Capello þjálfari Milan. Leik- menn Milan voru óhressir með að í leikhléi var völlurinn bleyttur, eingöngu til að gera Milan erfiðara fyrir, töldu þeir. Rubin Sosa byijar nýtt ár vel því hann hefur skorað í öllum leikj- um Inter í deildinni á þessu ári. Hann kom liði sínu í 2:0 með marki úr vítaspymu á sunnudaginn en það dugði ekki því leikmenn Udi- nese jöfnuðu í síðari hálfleik. „Við hættum í síðari hálfleik,“ sagði Berti hjá Inter eftir leikinn. Lazio skaust í þriðja sætið með 2:1 sigri á Sampdoria. Gascoigne byijaði vel en lenti í einhveijum útistöðum við dómarann og eftir nokkurt þras gaf Bettin dómari honum tyggjó, eflaust til að þagga niður í honum. „Það var rétt að taka mig útaf,“ sagði kappinn. Birgir Breiðdal skrifar frá Ítalíu unina. „Boltinn skrúfaðist á stöng- ina og sem betur fer í fangið á mér.“ „Hann var frábær — hann bjargaði öllu frá mér hvernig sem ég skaut,“ sagði Cottee, sem fékk fimm gullin marktækifæri. Mike Walker, stjóri Norwich, var ánægður með gang mála. „Ef fólk vill halda að tvö lið beijist um titil- inn þá má það halda það. í síðustu viku féllum við út úr bikarkeppn- inni og vorum þar með afskrifaðir. Síðan kom sigur í miðri viku og nú erum við í efsta sæti. Hvað segir liðið við því?“ Ekki maí ennþá Peter Schmeichel, besti mark- vörður Evrópu að margra mati, ætlaði að hreinsa en hitti ekki bolt- ann og Chris Kiwomya átti ekki í erfiðleikum með að skora fyrir Ipswich. Eftir það átti Manchester United í erfiðleikum og tapaði 2:1, en Alex Ferguson, stjóri United, vildi ekki kenna danska markverð- inum um hvernig fór. „Það er ekk- ert grín að leika gegn þessu liði,“ sagði Ferguson. „Leikmennirnir eru seigir og í góðri æfingu og Kiwomya heldur varnarmönnum við efnið allan tímann. Þetta er erfið- asta liðið, sem við höfum leikið gegn í deildinni og úrslitin ættu að slá á tal um að titillinn sé þegar okkar. Það er ekki maí ennþá.“ Kanadadíski landsliðsmaðurinn Frank Yallop gerði annað mark Ipswich með þrumuskoti, þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, en Brian McClair minnkaði muninn undir lokinn. Ipswich hefur aðeins tapað einum leik heima á tímabilinu, en United hafði sigrað í síðustu sex leikjum og leikið 12 leiki í röð án taps. Nottingham Forest vann Oldham 2:0 og fór úr neðsta sætinu í fyrsta sinn í 23 vikur — markatalan er betri en hjá Oldham. Blackburn komst í 2:0 á fyrsta stundarfjórðungnum gegn Manc- hester City, en heimamenn létu mótlætið ekki á sig fá og sigruðu 3:2. Norski miðheijinn Frank Strandli byijaði vel með Leeds, kom inná sem varamaður og skoraði 11 mín- útum síðar. Tvö mörk fylgdu í kjöl- farið og Leeds fagnaði 3:0 sigri gegn Middlesbrough. Crystal Palace átti aldrei mögu- leika gegn Tottenham, sem vann 3:1. Steve Coppell, stjóri heima- manna, bað stuðningsmennina af- sökunar á frammistöðunni. „Þetta kemur ekki fyrir aftur. Ég ber ábyrgðina, því ég keypti mennina, hafði trú á þeim og setti þá í liðið. En þetta var hörmung." Mikilvægur sigur Liverpool John Barnes tryggði Liverpool 1:0 sigur gegn Arsenal, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Paul Merson fékk tækifæri til að jafna þremur mínút- um síðar, en David James varði vítaspyrnu hans. Nigel Winterburn fékk að líta rauða spjaldið undir lokin fyrir gróf- an leik og lék Arsenal því með 10 menn síðustu þijár mínúturnar. Þetta var fyrsti sigur Liverpool í síðustu átta leikjum. Liðið er eiris og Arsenal um miðja deild, en að- eins átta stigum fyrir ofan Oldham, sem vermir nú botnsætið. P Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 Emllio Butragueno, sóknarleikmaður Real Madrid (t.v.), í baráttu við Jose María Bakero, leikmenn Barcelona. Atta bókaðir íMadrid ÞAÐ gekk mikið á þegar Real Madrid sigraði Barcelona 2:1 fyrir framan 96.000 áhorfendur á laugardaginn. Átta leikmenn voru bókaðir í þessum slag stórveldanna í spænskri knattspyrnu. ÍMémR FOLK ■ ARSENAL keypti í gær varn- armanninn Martin Keown frá Everton fyrir 2 milljónir punda. Keown er 26 ára, og er að komá til Arsenal í annað sinn. Félagið seldi hann til Aston Villá 1986 fyrir 200 þús^- und pund, og þaðai fór hann til Everton. Frá Bob Hennessy í Englandi ■ DMITRI Kharin lék fyrst; leikinn sinn með Chelsea um hel, ina, en Rússinn, sem lék áður mei ZSKA Moskva og sovéska landsliðj inu, meiddist og kom ekki inn; eftir hlé. Jerry Peyton, sem vaf keyptur s.l. mánudag, fór í markið. ■ KHARIN á heimili í Þýska- landi og flaug þangað á þriðjudag, en tvívegis var brotist inn til hans og eignum, sem metnar eru á um tvær milljónir kr. stolið. ■ CHRIS Waddle var maður leiksins og tryggði öðrum fremur 2:0 sigur Sheffield Wednesday. Hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér í enska landsliðið og ekki stóð á svarinu. „Já, ef ég verð valinn.“ I FRANK Yallop hefur verið í fjögur ár hjá Ipswich, en kana- díski landsliðsmaðurinn náði ekki að skora fyrr en í síðustu viku. Fyrst með þrumuskoti gegn Spurs á miðvikudag og svo endurtók hann leikinn gegn Manchester United. ■ LEIKMENN Ipswich voru keyptir á samtals 100 millj. kr., en samsvarándi tala fyrir Manchester United er 1,3 inilljarður. H ROY Keane verður áfram hjá Nottingham Forest. Fyrir leik liðsins gegn Oldham var tilkynnt að hann ætlaði að gera fjögurra ára samning. ■ SOUTHAMPTON hefur ekki gengið vel og stuðningsmenn liðs- ins hafa gjarnan sungið „Branfoot í burtu, Branfoot í burtu...“, ep stjórinn tók gleði sína á ný eftir sigurinn gegn Aston Villa. „Þettá var eins og í gamla daga. Nú sungu menn „When the saints go marching in...“ ■ MEISTARAR MarseiIIe sýndu gamla takta á laugardaginn, þegar þeir unnu Auxerre 2:0 í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsti ósigur Auxerre á heimavelli síðan í janúar 1991, en Marseille eygir enn vonina um fimmta meist- aratitilinn í röð. rkörf m D/ÍU3 rkur.l**" eð sigrinum færist Real upp fyrir Barcelona í stigatöfl- unni, er nú komið í annað sætið en Coruna heldur forystunnu og munar aðeins tveimur stigum því Coruna varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Celta í slökum leik þar sem bæði lið lögðu mest uppúr varnarleiknum. Það voru Ivan Zamorano og Mic- hel Gonzalez sem gerðu mörk Re- al. Það má segja að Zamorano hafi haldið uppteknum hætti frá síðustu helgi, en þá gerði hann öll þiju mörk Real gegn Tenerife. Núna skoraði hann strax á 10. mínútu og kom Real yfir. Sjö mínútum síðar jafnaði Guill- ermo Amor eftir góða sendingu frá Michael Laudrup. Stuttu fyrir hlé var Gonzales felldur í teignum eftir þríhyrningaspil við Butragueno, og hann skoraði sjálfur úr vítaspyrn- unni. Þrír leikmenn Real voru bókaðir og fimm hjá Barcelona. Remando Hierro hjá Real fékk fimmta gula spjaldið í vetur og verður því ekki með um næstu helgi þegar Real mætir Real Burgos. Maradona tryggði Sevillu 2:1 sig- ur á Albacete á elleftu stundu. Di- ego Simeone var rekinn af velli á 77. mínútu en þrátt fyrir að vera einum færri tókst Sevillu að sigra. Maradona skoraði beint úr auka- spyrnu á 83. mínútu. -T,„ki l>"" Leitaðu upplýsinga hjá íþróttafélaginu þínu. Vmsóknir liggja þar frammi og i næsta banka. sparísjóði ogafgmiðslu Kmditkorts hf., Ármúla 28. KREDITKORT HF., ARMULA 28, 108 REYKjAVIK, SIMt 91 - 685T99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.