Morgunblaðið - 02.02.1993, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993
Arangur landsliðsins á mótum 1992-93
í janúar í mars i jum íjúní íjúlí í desember
Noregur
■ ÍVAR Webster lauk löngum
keppnisferli á körfuboltavellinum á
sunnudagskvöldið. Hann kom upp-
haflega til KR, og síðasti leikurinn
var gegn vesturbæjarfélaginu, með
Breiðabliki, sem hann gekk til liðs
við í haust.
■ INGÓLFUR Jónsson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR, afhenti
ívari blómvönd fyrir ieikinn í tilefni
dagsins.
■ ÍVAR lauk ferlinum á eftir-
minnilegan hátt; gerði síðustu körfu
leiksins, er ellefu sekúndur voru eft-
ir — þriggja stiga körfu, og fagnaði
henni innilega.
■ KARL Gauti Hjaltason var end-
urkjörinn formaður Karatesam-
bands íslands á ársþingi sambands-
ins um helgina. Aðrir í stjóm eru:
Bjarni Ásmundsson, Stefán Al-
freðsson, Jón ívar Einarsson og
Ingólfur Snorrason.
■ SEVERIANO Ballesteros tók
þátt í golfmóti í Dubai í síðustu viku.
Fyrsta daginn lék hann einu höggi
undir pari en var aðvaraður í tvígang
fyrir hægan leik og sagt að hann
yrði sektaður kæmi þetta fyrir aftur.
■ BALLESTEROS sagðist ekki
hafa leikið hægt. „Ég skil núna hvers
vegna Bemhard Langer er ekki
með,“ sagði hann, en Langer tekur
sér venjulega góðan tíma. „Nú bíð
ég spenntur eftir að sjá hvað Nick
[Faldo] verður sektaður um mikið
því hann er á eftir mér og leikur
mun hægar en ég,“ bætti hann við.
■ PETER Senior, kylfíngur frá
Ástralíu, sigraði á móti þar um
helgina, en var ekki hrifinn af um-
fjöllun fjölmiðla. „Þegar fjallað er
um hverjir geti unnið mót er fjöldi
kylfínga nefndur og jafnvel hund-
amir þeirra — en ekki orð um mig!“
■ SENIOR sagði ennfremur: „Eg
hafði forystu allt mótið en fjölmiðlar
töluðu bara um Allenby og Greg
Norman. Þeir eru báðir ágætir kylf-
ingar, en þegar ég hef forystu í
móti ætlast ég til að sjá nafnið mitt
einhversstaðar," sagði hann.
■ ANTHONY Peeler, nýliði hjá
Los Angeles Lakers í NBA-deild-
inni í körfuknattleik, var í byijunarl-
iðinu um helgina í staðinn fyrir
Byron Scott, sem var með flensu,
skoraði 16 stig og lagði grunninn
að níu stiga sigri, 96:87, gegn Bos-
ton Celtics.
H SEDALE Threatt var einnig
með 16 stig fyrir Lakers og A.C.
Green skoraði 15 stig í fimmta sigri
liðsins í síðustu sjö leikjum.
■ GREEN og Sam Perkins fóru
á kostum í öðrum leikhluta, þegar
Lakers gerði 12 stig í röð og komst
fimm stigum yfír, en liðið var yfír í
hálfleik, 54:49.
■ REGGIE Lewis skoraði 23 stig
fyrir Boston, sem náði mest átta
stiga forystu í fyrsta leikhluta.
■ DEE Brown gerði 17 stig fyrir
Boston, sem tapaði aðeins í fjórða
sinn í síðustu 14 leikjum.
ÓRÁÐ
Iþróttahreyfingin þarf mikla
peninga til að viðhalda rekstr-
inum og standa undir síauknum
væntingum. Með meiri sam-
keppni á öllum sviðum skiptir
markaðssetningin stöðugt meira
máli. Sá, sem hefur
ekki vel seljanlega
vöru, á sér ekki við-
reisnar von og sá,
sem sofnar á verðin-
um og kynnir ekki
trompin á réttan
hátt, á á hættu að
sitja eftir. 'Þetta vita þeir manna
best í Bandaríkjunum. Körfu-
boltadeildin þeirra, NBA-deildin,
er sú sterkasta í heimi og á allra
vitorði, bæði þar sem og um víða
veröld. Kynningin hefur enda
verið skipulögð út í ystu æsar
og henni fylgt eftir með sýning-
ar- og æfingaleikjum erlendis og
s.l. haust fóru fyrstu tveir leikir
deildarinnar fram í Japan.
Framganga Bandaríkjamanna
kom óneitanlega uppí hugann
fyrir helgi, þegar þijú sérsam-
sofandi að feigðarósi, sýndi loks
lífsmark, en sá ekki skóginn fyr-
ir tijánum og lét stýrimanninn
fara.
Þegar reglur koma í veg fyrir
að innlendir afreksmenn geti
bönd innan íþróttasambands ís-
lands, Körfuknattleikssamband-
ið, Sundsambandið og Hand-
knattleikssambandið, voru í
sviðsljósinu vegna óvenjulegrar
markaðssetningar. Körfuknatt-
leikssambandið fór eftir settum
reglum samþykktum af futltrú-
um aðildarfélaga sinna og mein-
aði einum besta körfuknattleiks-
manni íslands, leikmanni, sem
hefur náð lengst íslendinga í
íþróttinni og m.a. leikið í NBA-
deildinni, um leikheimild með
nýju félagi til vors. Sundsam-
bandið, sem horfir fram á kyn-
slóðaskipti á meðal afreksfólks
síns, er með fallandi stjömur í
fremstu röð og ekki með arftaka
í augsýn, viðraði í fullri alvöru
hugmynd um að flytja íslands-
mót sitt úr landi. Naumur meiri-
hluti stjórnar Handknattleiks-
sambandsins, sem virðist fljóta
Forystumenn þriggja
sérsambanda á
frekar hálum ís
skipt um félag og leikið á heima-
slóðum en heimila félögum að
skipta um útlendinga að vild, er
illt í efni og er full ástæða til
að taka undir orð Stefáns Kristj-
ánssonar í DV s.l. föstudag, þar
sem hann segir að reglunum um
félagaskipti innlendra sem er-
lendra leikmanna í körfunni verði
að breyta á næsta ársþingi KKÍ.
Jafnt verður yfír all.a að ganga.
Áhugi Sundsambandsins á að
halda Islandsmótið erlendis væri
skiljanlegur, ef eitthvað væri að
selja og í kjölfarið fylgdu auglýs-
ingasamningar og sala á sjón-
varpsrétti frá mótum innanlands;
ef Sundsambandið væri að fara
útá áður óþekkta braut hérlendis
til að afla tekna íþróttinni til efl-
ingar og framgangs. Að því leyti
er hugmyndin góð, en samband
í kafí sykki enn dýpra ef af yrði.
Mikil ólga hefur verið innan
handknattleikshrevfingarinnar
og má stjórn HSI síst við meiri
skakkaföllum. Lán HSÍ í óláni
er að stjórnin hefur fram-
kvæmdastjóra, sem finnur hvar
skórinn kreppir. Illt er 5 efni,
þegar samband, sem skuldar
meira en 30 milljónir og þarf á
miklum samtakamætti að halda,
hefur ekki not fyrir slíkan starfs-
kraft.
Steinþór
Guðbjartsson
Hver er hann eiginlega þessi JOE WRIGHT stórskyttan íkörfuboltaliði Breiðabliks?
Ferðast um
landið í vor
JOE Wright, sem nýlega gekk til liðs við körfuknattleikslið
Breiðabliks, hefur vakið mikla athygli ífyrstu leikjum sínum í
úrvalsdeildinni. Hann gerði 55 stig í fyrsta leiknum, því næst
52, siðan 67 í fyrsta sigurleik liðsins í rúma tvo mánuði — er
liðið vann UMFN á föstudagskvöldið — en var svo öllu rólegri
á sunnudagskvöldið, er hann gerði „aðeins" 45 stig gegn KR.
Wright, sem er 29 ára Bandarfkjamaður, einhleypur, lék í Finn-
landi áður en hann kom hingað til lands.
— sem gefa þátttökurétt í úrslita-
keppninni. En það tókst ekki. Liðið
þarf því að spila við lið úr 2. deild
um sæti í 1. deild og þarf ekki
útlending í það.“
Og því komstu hingað...
„Já, ég var reyndar næstum
kominn til Breiðabliks áður en ég.
fór til Finnlands í vetur. Var búinn
að ákveða að taka tilboði félagsins,
en tveimur dögum áður en ég lagði
af stað höfðu þeir samband frá
Turku og ég sló til. Ég þekkti til
þar, og valdi það því frekar en
koma hingað. Svo þegar ég losnaði
þaðan vantaði Breiðablik enn
mann, þannig að ég ákvað að
koma.“
Hefurðu a.Iltaf veríð svona mikil
skýtta? Hafa liðin viljað notað þig
á þennan hátt?
„Já, alltaf. Mér hefur verið sagt
að skjóta sem mest og ég hef allt-
af skorað mikið. Var með 40 stig
Morgunblaðið/Skapti
Joe Wright í „góða“ veðrinu í Kópavogi í gærdag.
Skapti
Hallgrímsson
skrifar
Wright er mjög góður leikmað-
ur; frábær skytta, hefur
góða tækni og á góðar sendingar.
En hvaða náungi
er þetta eiginlega.
Morgunblaðjð
spjallaði við hann í
gær.
Ég er frá Carthage, litlum bæ
í Missouri. Ég fór í háskóla í Kans-
as, þar sem ég lék körfubolta en
eftir það fór ég til Evrópu. Fékk
fyrsta samnmginn þar 1988, í
Austurríki. Árið eftir Iék ég í
Þýskalandi og því næst í Turku í
Finnlandi."
En hvar varstu áður en þú komst
hingað?
„Ég var í Finnlandi. Liðið sem
ég var hjá veturinn áður var ekki
með neinn útiending í byijun tíma-
bilsins, en svo var haft samband
við mig. Þeir vildu styrkja liðið til
að ná einu af átta efstu sætunum
að meðaltali í leik í Austurríki, 39
í Þýskalandi og 44 í Finnlandi. Ég
held ég sé alltaf að verði betri og
betri skytta...“
En myndirðu segja að þú værir
eigingjarn leikmaður?
„Nei. Ég skýt mikið því mér er
skipað að gera það, en auðvitað
gef ég líka oft boltann ef samheiji
er í betra færi. Ég er skot-bakvörð-
ur; er ekki vanur að stjórna spil-
inu, en sé mér sagt að gera það,
hlýði ég. Mér fellur það vel að bera
ábyrgð."
Hvemig kanntu við þig hérna?
„Mér líkar vel hér. ísland er
reyndar svolítið öðruvísi en Finn-
land; það er kaldara hér, en fólkið
er mjög vingjarnlegt, eins og ann-
ars staðar á Norðurlöndum."
Einhver framtíðaráform?
„Nei, ég plana ekki langt fram
í tímann. Ég veit ekki hvar ég spila
næsta vetur, en er tilbúinn að fara
hvert sem er ef ég fæ samning.
Annars er ég ákveðinn í að skoða
mig um á íslandi áður en ég fer.
Ferðast um landið. Ég er vanur
að gera það í þeim löndum þar sem
ég hef leikið. Svo ætla að stofna
körfuboltaskóla í Kaliforníu í sum-
ar. Ég var með svoleiðis námskeið
fyrir krakka í Kansas fyrir nokkr-
um árum og það gekk mjög vel.
Það er skemmtilegt starf og gef-
andi.“
Mér heyrist á þér að lítið annað
en körfubolti komist að...
„Já, það er alveg rétt. Líf mitt
snýst alveg um íþróttina — ég
hugsa um körfubolta 24 tima á
sólarhring!"