Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 C 3 Lítil harka er í viðtölum við þingmenn í fréttum sjónvarpsstöðvanna tveggja SAMVINNUÞYTT spumingaform er mest notað í viðtölum við alþingismenn 'í fréttum Ríkissjón- varps og Stöðvar 2. Fréttamenn Stöðvar 2 eru þó ágengari en starfsbræður þeirra á Ríkissjón- varpinu. Þetta kemur fram í lokaverkefni sem nemar í fjölmiðlafræði við Háskóla íslands unnu í fyrra. Einnig kom fram að þó að þáttur kvenna hafi vaxið mikið í atvinnulifinu og á öðrum svið- um þjóðfélagsins eru þær lítt sjáanlegar sem viðmælendur í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Hlutfall stjómmálaflokkanna á Alþingi og hlutfall þess heildartíma sem Stöð 2 og RÚV notuðu í viðtöl við einstaka flokka 50% 45 40 ri 35 30 25 20 15 10 5 0 — ll_ — Sjálfstæðisflokkur — Alþýðuflokkur — Framsóknarflokkur — Atþýðubandalag r Kvennalisti RUV Stöð 2 Alþingi Þetta lokaverkefni í Qölmiðla- fræði byggist á innihaldsgreiningu á fréttum beggja sjónvarpsstöðv- anna á 6 vikna tímabili á síðasta ári. í greiningu var lögð áhersla á að rannsaka viðtöl við stjóm- málamenn og þátt kvenna í frétt- um almennt. Konur í fréttum Sú tilgáta íjölmiðlanemanna, sem að rannsókninni stóðu, að minna væri rætt við konur en karla úr hópi þingmanna stóðst fullkomlega. Konur eru 24% þing- manna en hlutfallstölur þeirra i viðtölum voru 5,5% á RÚV og 11,4% á Stöð 2. Þegar viðtöl við konur almennt í innlendum fréttum á báðum sjón- varpsstöðvunum vora athuguð kom í ljós að hlutur þeirra var einungis 16%. Konur vora viðmæl- endur í 15,4% viðtala á RÚV, en 16,7% á Stöð 2. Þegar störf viðmælanda voru rannsökuð sást að þar var líka töluverð skipting eftir kynjum. Niðurstöður sýndu að konur vora meirihluti viðmælanda þegar rætt var við afgreiðslufólk, nema, elli- lífeyrisþéga, öiyrkja, húsmæður, og fólk í hjúkrunarstörfum. í fréttatíma var oftast talað við stjómmálamenn, fulltrúa verka- lýðsfélaga, sérfræðinga af ýmsum toga, deildarstjóra og hærri stjóm- endur. í þessum starfsgreinum var talað við alls 43 konur en 435 karla. Hver les fréttirnar? Innihaldsgreining leiddi í ljós að innlendar fréttir voru lesnar af karlkyns fréttamanni í meirihluta tilfella. Á Stöð 2 vora þær lesnar af karlmanni í 90,0% tilvika en 65,9% á RÚV. Hlutfall kvenkyns fréttamanna \ var ívið meira þegar athugað var hver Hver les fréttimar? Hlutfall karla og kvenna 90% Karlar — RUV Stðð 2 RUV Stöð 2 innlendar fréttir Erlendar fréttir Samskiptaform fréttamanna og þingmanna A: Jákvæð spurning og svar. B: Jákvæð spurning, neikvætt svar. C: Ageng spuming, jákvætt svar. D: Ágeng spurning, neikvætt svar. 90 84,9% 77,5% 04/vA O btöu £, RÚV 156% 7,6% 0,6% 0,1% 7,1% 6.9% læsi erlendar fréttir. Á RÚV las kona erlendar fréttir í 56,7% tilvika, en 41,8% á Stöð 2. Meira talað við stjórnarliða í könnuninni var athugað hvemig og hve mikið talað væri við alþingismenn í sjónvarps- fréttum. Eingöngu voru athuguð bein viðtöl við þingmenn og niðurstöður miðaðar við lengd viðtala en ekki fjölda. Settar voru fram ýmsar tilgátur og athugað hvort þær stæðust. Sem dæmi má nefna að settar vora fram tilgát- umar: „Báðar stöðvar veija meiri tíma í viðtöl við stjómarliða en stjómarandstöðu. Ekki er munur á milli stöðvanna að þessu leyti." I ljós kom að fyrri tilgátan stóðst en ekki sú síðari. Af heildartíma viðtala við alþingismenn var hlutfall stjómarandstöðu 15,2% hjá RÚV en 24,5% hjá Stöð 2. Einnig var karinað hvort hlut- fallsleg lengd viðtala við einstaka stjómmálaflokka væri í samræmi við fjölda þingsæta þeirra á Al- þingi. í ljós kom að í fréttum RÚV Hlutfall viðtala á báðum sjónvarps- stöðvunum við konur og karla á Alþingi, auk kynjaskiptingar á Alþingi Kariar CU Konur 5,5% 11,4%-i 24,0% n RUV Stöð 2 Alþingi var Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem hafði svipað hlut- fall í viðtölum og á Alþingi. Aftur á móti var mun meira talað við þingmenn Alþýðuflokksins en vænta hefði mátt af hlutfallslegum styrk þeirra á þingi. Hlutfall flokksins er 16% á Alþingi en hlutfall í viðtölum RÚV var 44,1%. f fréttum Stöðvar 2 fengu báðir flokkamir meiri umfjöllun en styrkur þeirra er á þingi. Þó var munurinn ekki eins mikill og hjá RÚV eins og sjá má af því að hlutfall heOdartíma í viðtöl við alþýðuflokksmenn á Stöð 2 var 25,6%. Aðrir flokkar fengu minni umfjöllun á báðum sjónvarps- stöðvum en reikna hefði mátt með út frá þingstyrk. „Mjúk“ vlótöl Algengast var á báðum sjón- varpsstöðvum að fréttamaður not- aði samvinnuþýtt spumingaform og alþingismaður svaraði á jákvæðan hátt. Þetta samskipta- form kom fram í 84,9% tilfella hjá RÚV en í 77,5% viðtala á Stöð 2. Þegar athuguð var sú tilgáta hvort fréttamenn Stöðvar 2 væru ágengari en fréttamenn Ríkissjónvarps reyndist hún standast. Innihaldsgreining leiddi í ljós að áleitið spumingaform var meira notað á Stöð 2 en hjá RÚV, eða í 22,4% tilvika á móti 14,5%. Báðar sjónvarpsstöðvar sýndu meiri ágengni við þingmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en við þingmenn annarra flokka. ■ Anna Sveinbjamardóttir Offita er vandamál sem hrjáir marga Bandaríkjamenn ORÐIÐ hamborgararass hefur löngum verið notað til að lýsa nyúk- vöxnum Bandaríkjamönnum, en það orð dugir tæpast tU að lýsa öllum þeim fjölda einstaklinga sem á við offituvandamál að stríða hér vestra. Því fleira feitt fólk, því fleiri megrunarkúrar; það má eiginlega segja að Bandaríkjamenn séu með kaloríur á heilanum. OC Sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá. því nýlega að á síðustu tveimur árum hefðu um 60% S2 Bandaríkjamanna einhvem tima farið í megrunarkúr. Það SS er svo misjafnt um hvers kyns JA4 megrunarkúrar það er í hvert 3B skipti. Sumir láta glepjast af heillandi auglýsingabæklingum þar sem lofað er árangri á tveimur vik- um og tágrannar fyrirsætur eiga að sanna gæði viðkomandi megran- arkúrs. Aðrir era í megran sam- kvæmt læknisráði og faglært fólk reynir að kenna því fólki sem á við offituvandamál að stríða að breyta mataræði sínu, taka upp nýja lifn- aðarhætti o.s.frv. Matvörar með lágt fituinnihald eru auglýstar í gríð og erg, gallinn er bara sá að “lágt fituinnihald" virðist vera teyj- anlegt hugtak og óijóst hvaða staðl- ar liggja að baki. Stöðugt streyma bækur sér- fróðra sem leikra manna á markað- inn um ástæður þess að fólk borðar of mikið og sýnist sitt hveijum. Oftar en ekki virðist þó mega rekja matarástríðuna til misnotkunar eða ástleysis í bemsku. Maturinn verður þá tákn alls þess sem viðkomandi einstaklingur hefur farið á mis við. Einkum virðist þetta eiga við um konur, hvemig sem á því stendur og sumir kenningasmiðir í offitu- fræðum hafa talað um mat sem hinn dulda elskhuga konunnar. Víst er að auglýsingum um megranar- kúra er oftar en ekki beint til kvenna og þær eru tiyggustu við- skiptavinir verslana sem bjóða upp á tíu daga töfralausnir þar sem kfló- in eiga að fjúka veg allrar verald- ar. Þetta þýðir þó ekki að auðveld- ara sé að blekkja konur en karla, ástæðan er auðvitað sú að þjóðfé- lagið hefur alltaf verið og er um- burðarlyndara í garð feitlaginna karla en kvenna. Burtséð frá fegurðarsjónarmiði er það viðurkennd staðreynd að offituvandamál er oftast einnig heilsufarsvandamál. Það er í það minnsta augljós staðréynd þegar fólk er svo feitt að það á orðið erf- itt með gang vegna offitu, þjáist af andþyngslum og blóðrásartrufl- unum. Slfldr offitusjúklingar era því miður alltof algeng sjón hér. Þetta fólk getur ekki sest í venjuleg flugvélasæti né farið í leikhús eða bíó án þess að gera sérstakar ráð- stafanir með sæti. En það er meira en að segja það að ætla sér að breyta um mataræði í þjóðfélagi þar sem skjmdibitastaðir era á hveiju götuhorni og gegndarlaus gosdrykkja og sælgætisát eru hluti af daglegu lífsmunstri flestra sem þetta land byggja. Einhvem veginn virðist sem allir séu alltaf að borða hvenær dags sem er. Matvöruverslanir eru opnar allan sólarhringinn þannig að auð- velt er að verða sér út um aðföng ef farið er að minnka í ísskápnum. Franskur stúdent sem kom til náms í Bandaríkjunum sagði að eftir þriggja mánaða vera væri þessi matarryþmi búinn að ná þvílíkum tökum á honum að hann væri alltaf svangur! Það er liðin sú tíð að góð hold táknuðu veraldlega velmegun, nú á dögum deila menn um af hveiju offita stafar og hvernig megi lækna hana. Á meðan heldur fólk áfram að fitna hér í Bandaríkjunum og víðar í hinum vestræna heimi. Á sama tíma þarf að senda herafla inn í Afríkuríki til að bjarga fólki frá hungurvofunni. ■ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Höfundur var blaðamadur á Morg- unblaðinu og er nú búsettur i Bandaríkjunum ^ÉÉÉIÍk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.