Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 C 5 Kristinn Tómasson Þar sem spilafíknin eða áráttan orsakast af öðrum geðsjúkdómum getur fólk þurft á lyfjameðferð að halda eins og í þeim tilfellum þegar spilafíknin hefur komið upp með oflæti. Spilað fyrir tugi þúsunda í lottó eða getraunum — Hverskonar veðmál eða happ- drætti sækja spilafíklar í? „Þeir sækja í það sem veitir spennu og skyndilega ánægju. Spilavíti eru hönnuð fyrir veðmála- fíkla og því dæmigerð fyrir það sem fíkillinn fellur fjfrir. Hann sækir til dæmis í lottó, getraunir, spilakassa og bingó sem er næstum því hægt að spila hvert einasta kvöld. Sala lottóseðla og getrauna fer næstum öll fram sama dag og dregið er. Það er spennan að bíða í skamman tíma eftir úrslitum sem dregur að. Hér á íslandi eru til nokkur dæmi um að menn hafí farið með tugi og jafnvel hundruð þúsunda og keypt slíka miða. Kristinn segir að fyrir drátt sé fíkillinn ör og kátur, spennan í há- marki. Eftir að úrslit eru kunn er eins og lofti sé hleypt úr blöðru, hann er búinn að tapa og þá er bara að reyna aftur. Það var við því að búast að hann tapaði núna en næsta laugardag leikur lánið örugglega við hann ... Það kemur fram hjá Kristni að víða eriendis eru takmörk fyrir því hversu miklu hægt er að eyða í happdrætti. í Bandaríkjunum er til dæmis ekki óalgengt að spilapen- inga megi aðeins kaupa fyrir lágar upphæðir, eða sem samsvarar þijú þúsund krónum, ekki megi kaupa nema visst mörg bingóspjöld og þak sé sett á eyðslu í happdrætti. Hér á landi eru engin takmörk og er það umhugsunarvert. Brenglar verðmætamat bama -Nú umgangast böm töluvert lottó, happdrætti og spilakassa. Fyrir jólin er jafnvel jólasveinninn hvattur til að gefa skafmiða í skó- inn. Getur þetta haft áhrif síðar meir? „Böm skynja ekki hvað er eðlileg eyðsla og mér fínnst að böm ættu ekki cið umgangast þessa hluti fyrr en á fullorðinsárum“, segir Krist- inn. „Það á ekki að kynna lottó, skafmiða eða spilakassa sem hugs- anlega leið til að græða á skömmum tíma. Það brenglar verðmætamat sem böm öðlast annars með því að safna í baukinn sinn og spara.“ Að sögn Kristins telja þeir sem velta þessum málum mikið fyrir sér að veðmál í æsku sé áhættuþáttur fyrir veðmálsfíkn á fullorðinsárum. „Annars vitum við í rauninni ekki hverjar afleiðingamar eiga eftir að verða af þessu happdrættisæði okk- ar þvi þaið er tiltölulega stutt síðan það skall á.“ — Nú dreymir okkur flest um þann stóra. En hvenær fer þessi fíkn að verða okkur hættuleg? „Þetta er að vissu leyti eins og með áfengi,“ segir Kristinn. Þorri fólks getur umgengist happdrætti og tekið því eins og góðum leik, spilað fyrir ákveðna upphæð og lát- ið þar við sitja. Þegar einstaklingur- inn fer að eyða meim en hann ætl- aði og getur ekki hætt er voðinn vís.“ ■ Guðbjörg R. Guðmundsdðttir . Besta bama- efnið í sjónvarpinu BANDAKÍKJAMENN hafa oft áhyggjur af því hversu miklum tima ungviðið þar eyðir fyrir framan sjónvarpið. Og barnaefnið finnst þeim heldur ekki alltaf vera upp á marga fiska. Við hér á Fróni getum llk- lega tekið undir hvorutveggja því bæði eyða of margir íslenskir krakk- ar mðrgum klukkustundum á dag fyrir framan sjónvarpið og því mið- ur er ekki alltaf um skemmtílegt eða uppbyggjandi efni að ræða sem ráðamenn sjónvarpsstöðvanna bjóða þessum yngstu áhorfendum sínum uppá. í New York er starfandi stofnun sem heítir Museum of Television and Radio eða Sjónvarps og útvarpssafn- ið og þessa dagana bjóða forráða- menn þar á bæ gestum sínum að sjá sýnishom úr liðlega sjötíu þáttum sem gerðir hafa verið fyrir böm og þykja skara framúr. Þættimir eru frá öllum heimshomum og þar á meðal era Babar, fílinn sem íslensk böm þekkja vel og Pingu sem er þáttur um mörgæsir. ■ Óhamingjusamar unglingsstúlkur sækja í auknum mæli til skólahjúkrunarfræðinga AIIERSLUBREYTINGAR í starfí skólahjúkrunarfræð- inga hafa átt sér stað að und- anfðrnu í þá átt að leggja aukna áherslu á andlega vel- líðan bama en fækka í staðinn almennum læknisskoðunum innan veggja skólanna. a„Auk þess sem starfsfólk skólaheilsugæslu þarf að sinna andlega þættinum í auknum mæli, er brýnt að o hlú vel að þeim bömum sem eiga við ákveðna sjúkdóma að stríða eins og t.d. sykur- sýki eða flogaveiki,“ segir Anna Björg Aradóttir yfir- S hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu, en emb- ættið hélt nýlega fund með skólahjúkrunarfræðingum þar sem rætt var um breytt skipu- lag á Skólaheilsugæslu. „í mörgum skólum hefur áherslum þegar verið breytt í þessa átt, € i samræmi við í nágrannalöndun- um. Nú er ætlunin að samræma skipulag á starfí skólahjúkranar- fræðinga, þó vissulega verði að taka tillit til þess að mikiH munur getur verið á aðstöðu og skipulagi eftir því hvort eru skólar í Reylqa- vík eða á landsbyggðinni." Reglubundnar mælingar á sjón, heym, hæð og þyngd verða áfram á vegum skóla- heilsugæslu, en ekki lengur skylt að gera þær á hveiju ári. - Bólusetningar verða einnig áfram í höndum starfsfólks skólaheilsu- gæslu. Böm í áhaettuhóp „Öll böm eiga kost á við- tölum við skólahjúkrunar- fræðing á hveiju ári og mikil- vægt er að gott samstarf verði milli kennara og hjúkrunar- fræðinga. Stefnt er að því að þeim bömum verði sinnt sem em í áhættuhópi vegna líkam- legra, andlegra eða félagslegra vandamála.“ Nemendavemdarráð starfa í öllum skólum, en í ráðinu eiga sæti fulltrúi skólastjóra eða yfírkennara, fagstjóri í sér- kennslu, ftilltrúi sálfræðideild- ar og oft skólahjúkranarfræð- ingur eða skólalæknir. „Upp- lýsingastreymi milli heilsu- gæslustarfsfólks og heimila þarf að auka. Við eram að leita nýrra leiða til að mæta brýnni þörf sem lengi hefur verið til staðar. Vegna þess hversu tímafrekar almennar læknis- skoðanir era, hefur ekki verið mögulegt að mæta þessari þörf sem skyldi.“ Þar sem fyrirhugað er að auka andlegan stuðning við þau börn sem á þurfa að halda, vaknar sú spuming hvort það sé ekki tíma- frekara en læknisskoðanir. „Það á eftir að koma í ljós,“ segir Anna Björg. „Nú er gert ráð fyrir að hver skólahjúkranarfræðingur annist 800-1.000 böm, en með breyttum áherslum þarf að meta hversu marga nemendur er æski- legt að einn starfsmaður annist.“ Hvers leita börnin? Þorbjörg Gunnarsdóttir og Sól- friður Guðmundsdóttir eru skóla- hj úk ru n arfræðingar í Langholts- skóla. Á fundi landlæknisembætt- is, sem getið er hér að framan, sögðu þær frá ástæðum fyrir komu barna til hj úkrunarfræðinga. Á síðasta skólaári leituðu nem- endur 1.437 sinnum til Þorbjargar að eigin frumkvæðL Þetta þótti henni mikið, sérstaklega í ljósi Af nemendum úr eldri bekkjum leituðu margfalt fleiri stúlkur en drengir til skólahjúkrunarfræð- ings. þess að viðtalstímar hennar eru aðeins 4 klst. á dag, §óra daga vikunnar. Því ákvað hún að skrá komur nemenda og ástæður sem þeir tiltóku. Langoftast, eða í tæplega 1.240 tilfellum, var ein ákveðin ástæða fyrir því að börnin leituðu til hjúkr- unarfræðings og var kynjaskiptmg nokkuð jöfn hjá 6-8 ára bömum. „Hjá eldri bömum var kynjamunur sláandi og stúlkur komu margfalt oftar en drengir. „í þessu tflefíii má nefna að í 6. bekk komu 37 stúlkur alls 348 sinnum á sama skólaárinu.“ Flestir kvörtuðu um einhvers konar veriri. „Oft var það höfuð- eða magaverkur. Þá spurði ég bömin hvort og hvað þau hefðu borðað fram að þeim tíma og hversu mflrið þau hefðu sofið. I langfíestum tilfellum mátti sjá tengsl milli svefii-eða matar- leysis og höfuðverkjar. Það átti aðallega við um böm í eldri bekkjardeildum, sem oft höfðu vaknað á síðustu stundu og ekki haft tíma tfl að fá sér morgunverð áður en þau fóru í skólann.“ Einn af athyglisverðustu liðum úr niðurstöðum Þorbjargar verður að teljast flokkurinn „Óljósar kvartanir“ þegar böm leituðu tll hennar án augljósrar ástæðu. „Þetta var 22% af heildarfjölda og þá virtist vera tfl staðar félags- leg eða andleg vanlíðan.“ Margir sofa og borða of lítið Sóifríður gerði könnun meðal 12 ára nem- enda í upphafi þessa árs, þar sem líðan þeirra var at- huguð. Meðal annars voru svefe- og mat- arvenjur þeirra kann- aðar. „Tæp- lega 29% sögðust sjaldnast eða aldrei borða morgunmat og um 90% borða brauð- eða kornmeti í hádeginu. Tveir af hveijum þremur sögðust vera sátt- ir við sjálfa sig og 85% sagðist oftast líða vel. Það vakti athygii mína að 15% þessara bama kváð- ust ekki hafa neinn til að tala við um líðan sina. Flestir sögðust sofa vel, en þónokkrir sögðust sofa „sæmilega". Algengast er að böm- in fari í rúmið um kL 23 en softii ekki fyrr en um eða uppúr mið- nætti. Svefnþörf er vitaskuld ein- staklingsbundin en 9-12 ára böm þurfa flest 10-11 klukkustunda svefn, svo það gefur auga leið að böm sem softia um miðnættí og vakna snemma á morgnana, fá ekki nægan svefn. Tímaskortur foreldra bitnar oft fllilega á bömunum. Foreldrar ættu að gefa sér betri tíma til að tala við bömin sín og reyna að skilja það sem þau segja. Foreldr- ar gera oft óraunhæfar kröfur til bama, sem era í engu samræmi við þroska þeirra. Ég gef bömim- um oft ráð til að nálgast foreldra sína og fá þá tfl að hlusta. Heimili á að vera sá staður þar sem böm eiga rétt á ástúð, skilningi og aga.“ ■ Brynja Tomer Athygiisvert er uð 22% unglingoí nseó Oliósor virtust þjóst of féiogslegri eóa andlegri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.