Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Jeppar af flestum gerðum í Jeppaklúbbi starfsmanna Eimskips FIMMTfU og fírnm manns á 18 jeppum héldu í Þórs- mörk um síðustu helgi en þar var á ferð „Jeppaklúbb- ur starfsmanna Eimskipa- félagsins" sem hefúr að vísu ekki verið formlega stofnaður sem slíkur en engu að síður staðið fyrir nokkrum ferðum jeppaeig- enda sem starfa hjá Eim- skip. -Þeim fjölgar smám saman starfsmönnum sem eiga jeppa og skella sér í þessar ferðir og eru þeir alls nærri 80 um þessar mundir. Af þeim hafa 11 starfsmenn farið allar ferð- irnar síðustu þijú árin, seg- ir Hólmfríður Pálsdóttir en hún er óformlegur formað- iu- hópsins ásamt Svavari Ottóssjmi. Félagar í jeppaklúbbi Eim- skipsstarfsmanna koma úr öllum deildum en þó segir Hólmfríður að sjómenn hafí lítið getað tekið þátt í ferðunum af eðlilegum ástæðum og ekki séu heldur margir jeppamenn meðal þeirra. -Þetta er í þriðja sinn sem við forum í Þórsmörk svo hún er orðin fastur liður í vetrarferðun- um hjá okkur, segir Hólmfríður, -en alls eru þijár fastar ferðir á ári. Við höfum farið í Kerlingar- fyöll, Veiðivötn, Álftavatn og Emstrur og Eldgjá. Þetta eru alltaf helgarferðir og því höfum við ekki náð mikið lengra en við förum alltaf í óbyggðir. Tilganginn með þessu starfí segir Hólmfríður vera þann að gefa sem flestum jeppaeigendum tækifæri til að ferðast í óbyggð- um en það sé ekki nóg að eiga jeppann, menn verði líka að fá tækifæri til að nota hann: -Sum- ir hafa sagt að þeir fari nánast aldrei út fyrir þjóðvegina og eru því mjög ánægðir að fá tækifæri til að ferðast með þeim sem van- ari eru og þá sakar heldur ekki að vera í góðum félagsskap. Við Jafnvel vanir menn geta fest jeppa sína en í siík- um hópferðum eru margir til aðstoð- ar. Félagar í jeppa- klúbbi starfs- manna Eimskips héldu í Þórsmörk um síðustu helgi. skála höfum alltaf vana jeppamenn bæði fremst og aftast í ferðum okkar og gætum sérstaklega að okkur t.d. þegar farið er yfír ár. Þá er þeim leiðbeint sem á þarf að halda og þannig fá óvanir ferðamenn æfínguna. Þórsmerkurfararnir um síð- ustu helgi fengu þokkalegt veður en gist var í skála Útivistar í Básum. Þar voru saman komnir 18 jeppar og segir Hólmfríður þá vera af flestum tegundum en furðu margir starfsmenn eigi jeppa frá Toyota. ■ BIHIW, Benz og VW tel ja bfla of marga VIÐ fyrstu sýn kemur mönnum það ef til vill svo fyrir sjónir að bílafram- leiðendur sem beijist fyrir því að banna bílaumferð í borgarkjörnum séu að vinna gegn eigin hagsmunum. Forystumenn Daimler-Benz, BMW og Volkswagen eru þó sannfærðir um að framtíðarmöguleikar fyrirtækj- anna séu undir því komnir að það takist að leysa umferðarhnúta stór- borganna. Þessi þýsku stórfyritæki hafa lagt mikla fjármuni í að þróa tölvustýrt kerfi til umferðarstýring- ar. Einkabílar útilokaðir Með tilraunum sem fljótlega eiga að hefíast í þremur borgum í Þýskalandi er annars vegar stefnt að því að finna leið til að gera það dýrara og tímafrekari að nota einkabíla og hins vegar að stórbæta almenningssamgöngur. Einkabflar verða smám saman útilokaðir frá miðborgunum. Stuttgart, heimaborg Daimler, stærsta iðn- aðarfyrirtækis Þýskalands, varð nýlega fyrsta borg í heimi til að samþykkja að verða vett- vangur fyrir nýtt og háþróað umferðarstýri- kerfí sem fyrirtæki er Daimler á hlut í vinnur nú að. „Eina leiðin til að ná valdi á umferðinni í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu er umferðarstýrikerfi," segir Hartmut Weule; sem sæti á í framkvæmdastjóm Daimler. „I nýja kerfínu okkar, sem er kallað STORM, er prófuð tækni, sem mikil og alþjóðleg eftir- spum verður eftir innan skamms," sagði Weule við þýska blaðamenn. Stuttgart, Munchen og Hanover fyrst Bayerische Motorwerke, BMW vinnur með öðrum fyrirtækjum, svo og jámbrautafélagi og borgarstjóm Munchen-borgar að því að þróa svipað kerfí og sama verkefni er einnig uppi á borðinu hjá Volkswagen í Hanover. Kjaminn í umferðarstýrikerfi hverrar borg- ar verður tölvuheili sem safnar saman, vinnur úr og miðlar öllum tiltækum upplýsingum um þann fjölda ökutækja sem stefnir að og ekur um götur þeirrar borgar. Fullhönnuð munu kerfin tengjast skiltum, einhvers konar um- ferðarmerkjum, sem beina munu ökumönnn- um að fljótfömustu leiðunum og vara við hættum og tálmunum framundan, t.a.m. vegna hálku og ísingar, vegaframkvæmda og tafa vegna umferðarslysa. Allir með strætó Þegar umferðarhnútamir eru hvað þéttastir munu þessi upplýsingaskilti veita ökumönnum upplýsingar um hve langan tíma líklegt sé að það muni taka að aka inn í miðbæinn og jafn- framt veita upplýsingar um það hvemig kom- ast megi á áfangastað á skemmri tíma með því að færa sér almenningsfarartæki í nyt. Þannig verður brugðið upp leiðartöflum þeirra strætisvagna, sporvagna og járbrautarlesta, sem skemmst em undan, jafnframt því sem sýnt verður hvaða leiðir menn geta ekið að nærliggjandi bflageymsluhúsum. 1 úthverfum verður komið upp stórbættri aðstöðu til að gera íbúum kleift að skilja bíla sína eftir við strætisvagnaa- og lestarstöðvar og ferðast með slíkum farartækjum inn í miðbæina án þess að ganga langar leiðir. Jafn- framt verður tekin upp upp sú stefna að gjöld í stöðumæla fara stighækkandi eftir því sem nær dregur miðbæ eða bæjarhluta með þéttri umferð. Elnka- og vörubílar víkl vlð Ijós Einn möguleiki sem verið er að kanna hvort unnt sé að útfæra er að forrita bflaútvörp með segulbandi þannig að þau taki upp til- kynningar útvarpsstöðva umhvaðeina viðkom- andi umferð og geri ökumönnum viðvart um leið og slíkar tilkynningar berast. Ferðir lesta, sporvagna og strætisvagna verða örari og leiðarkerfin bætt þannig að biðtímar þeirra sem skipta þurfa um farar- tæki verði sem skemmstur. Umferðarljós verða forrituð til að veita al- menningsfarartækjum forgang fram yfir einkabfla og flutningabfla. „Kerfi eins og þetta á að vera hægt að búa til í dag, með þeirri tölvutækni sem við ráðum þegar yfír,“ segir Christoph Huss, forstjóri umferðar- og öryggismáladeildar BMW í sam- tali við Reuters fréttastofúna. „Spumingin snýst aðeins um það hvort við viljum leggja út í þetta eða ekki.“ Benz, BMW, VW, Siemens og Bosch í samvinnu við borgar- og sveitarstjómir, útvarpsstöðvar og rafeindafyrirtæki á borð við Siemens og Bosch, hyggjast Daimler og BMW veija hvort um sig jafnvirði 36,5 millj- óna bandaríkjadala, í undirbúningskostnað vegna þessara fyrirhuguðu aðgerða í Stuttg- art annars vegar og Munchen hins vegar. í apríl mánuði mun Daimler hefíast handa við að koma upp tölvustýrðum unnlýsingaskilt- um sem gera munu íbúum og öðmm vegfar- endum í Stuttgart kleift að taka ákvörðun um farkost og leið á grundvelli nýjustu tiltækra upplýsinga úr umferðinni. 31 milljón bíla 31 milljón bíla er nú í einkaeign í Þýska- landi og hefur fjöldi þeirra sexfaldast undan- farin 30 ár en afkastageta vegakerfisins hefur aðeins verið aukin um 40% á sama tíma. Á sama tíma og umferðin virðist þyngjast út í hið óendanlega hefur smám saman gengið til þurrðar það landrými sem unnt er að bijóta undir nýja vegi til að létta á umferðarhnútun- um. Þessi vandi er sérstaklega mikill í austur- hluta Þýskalands þar sem tölur um bílaeign einstaklinga hafa tekið mun stærra stökk en afkastageta vegakerfisins eftir sameininguna árið 1990. Stjómarformaður BMW, Eberhard von Huehnheim segir að til að snúast gegn hinni síversnandi umferðarteppu þurfi framleiðend- ur að tileinka sér heildstæðan hugsunarhátt sem taki fyrst og fremst mið af samgöngukerf- inu. „Bílaiðnaðurinn getur ekki einbeitt kröft- um sínum að einu afbrigði samgangna og flutninga," sagði hann. „Menn verða sjá lengra og hugsa stærra en svo að þeir séu bundnir einungis af eigin vörumerki." Heimsendingarþjónusta stórmarkaóa til að minnka umferð Bílaframleiðendur standa nú einnig í samn- ingaviðræðum við stærstu stórmarkaði um að koma á fót heimsendingarþjónustu og er því ætlað að vera enn einn liðurinn í því að hvetja fólk til að gera sér þjónustu almenningsf- arartækjanna að góðu. Á síðari stigum mundu upplýsinga- kerfin þróast yfir í það að gera ökumönnum kleift að fá upplýsingar í gegnum tölvur eða jafnvel útvarpstæki bfl- anna. „Fyrir nokkur þúsund mörk, munu menn einnig geta keypt sér tölvu með korti þar sem á verður vegakort af öllu Þýskalandi. Menn geta svo fengið upplýsingar frá miðstöð umferðarstýrikerfisins og þannig með hjálp tölvunnar lagt á ráðin um hvaða leið þeir skuli aka til að sneiða algjörlega hjá umferðar- hnútum," segir Huss. ■ Ileimild: Reuter. „Eina leiðin til aó nó valdi ú umferúinni I Þýskalandi og annars staðar í Evrópu er umferöarstýri- kerfi,"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.