Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Morgunblaðið/Kristinn Festið pennana saman með lím- bandi. Skrifið nafn þess sem á að fá pakkann eða gerið mynstur sem ykkur dettur í hug. Persónulegur gjafapappír með mjög lítilli fyrirhöfn STUNDUM þarf lítið annað en hugmyndaflug til að koma skemmtilega á óvart. Þeir sem vilja breyta til geta prófað að gera eigin gjafapappír, sem er bæði ódýrari og persónulegri en sá sem keyptur er í búð. Allt sem þarf er einlitur pappír og þrír mislitir tússpennar. Það þarf ekki listamann til að útbúa pappír af þessu tagi, því sú sem útbjó þennan pappír hefur hvorki yfir listrænum hæfíleikum, né sér- stakri sköpunargáfu að ráða. Áður en byijað er að skreyta pappírinn getur verið gott að æfa sig á blaði til að sjá hvernig mynstrið kemur út. Þegar penn- amir eru festir saman, þarf að gæta þess að þeir skrifi allir. Það er gert með því að láta alla odd- ana nema við blað meðan pennarn- ir eru límdir saman. Hringir, hjörtu og bognar línur geta komið mjög skemmtilega út og þegar gjöfínni hefur verið pakk- að inn er ekki úr vegi að skreyta pakkann með borðum í sama lit og tússpennamir. ■ Arlega missa nokkrir menn hér á landi allar eigur sínar, vinnu og jafnvel fjölskyldu vegna veðmálafíknar Á hverju ári fara nokkrir lands- menn í meðferð vegna veðmála- eða spilafíknar. Þeir fara sjaldan í meðferð fyrr en þeir hafa brennt allar brýr að baki sér, spilað fyrir aleiguna, kannski farið að misnota áfengi, misst vinnuna og jafnvel fjölskyldu og vini í kjölfarið. Nokkrir koma til meðferðar til áfengis- og fíkniefnadeilda en einn- ig hefur fólk verið í meðferð hjá sálfræðingum eða geðlæknum úti í bæ. Við eyðum um það bil fímm milljörðum í happdrætti og lottó á hverju ári og að sögn Sigurðar Baldurssonar hjá íslenskum get- raunum eyða einstaklingar að með- altali 320 krónum í getraunir á viku en Sigurður kannast líka við upp- hæðir sem nema hundruðum þús- unda. Hann bendir þó á að þar sé oft um að ræða marga sem hafi tekið sig saman og komið upp ákveðnu kerfí. Hins vegar þekkir Sigurður spilafíkla eins og reyndar fleiri sem selja happdrætti. „Við spilum um háar upphæðir, venju- lega hátt á annað hundrað milljónir og vissulega eru þessar fjárhæðir freistandi fyrir veðmálafíkla. Við erum meðvitaðir um þennan vanda, höfum kynnst þessu fólki sem er bæði karlar og konur og höfum verið að velta fyrir okkur einhveij- um leiðum til úrræða því getraunir eiga fyrst og fremst að vera skemmtun." Það eru ekki svo mörg ár síðan Happdrætti Háskólans, SÍBS og DAS voru aðaluppistaðan í happ- drættissölunni og þróunin hefur verið ör. Það hefur haft ýmislegt í för með sér, meðal annars fíölgun þeirra sem flokkast undir spilafíkla. Það er undarleg kaldhæðni að flest- ir þeir sem selja spennuna sem fíkl- amir sækjast í eru íþrótta- eða líkn- arfélög. Tugir íslendlnga á árl „Við fáum á hvetju ári einstakl- inga til meðferðar vegna alvarlegr- ar veðmálafíknar en yfírleitt koma þeir ekki fyrr en ástandið er orðið óviðunandi. Oft kemur fólk á geð- deild vegna annarra vandamála og við höfum sérstaklega orðið varir við þetta hjá fólki sem hefur komið í áfengismeðferð,“ segir Kristinn Tómasson, geðlæknir á Landspítal- anum. Hann segir að samkvæmt könnun sem hann hafí gert bendi tölur til þess að um 2-3% þeirra sem koma í áfengismeðferð hér á landi séu veðmálafíklar sem þýðir um fjörutíu til sextíu einstaklingar á ári. Hverjlr eru veðmálaf íklar? Kristinn segir að erfítt sé að ald- ursgreina veðmálafíklana, ekkert síður sé um fullorðið fólk að ræða en ungt og hann bendir á að þó konur séu líka veðmálafíklar sé þorri þeirra einstaklinga sem komið hafa til meðferðar á Landspítalan- um karlmenn. í Bandaríkjunum eru spilafíklar oft roskið fólk sem er fjárhaglega illa statt og er að bíða eftir þeim stóra. Spila- eða veðmálafíkillinn er sí- fellt með það í huga að veðja eða spila og nýtir hvert tækifæri til þess. Kristinn segir að þegar fíknin sé komin á alvarlegt stig trufli hún allt fjölskyldulíf. „Spilafíkillinn get- ur verið það langt íeiddur að hann feli skuldirnar fyrir makanum, steli úr sparibauk barnanna og fái frí í vinnu til að spila. Veðmálafíkill- inn er kannski að spila langt fram eftir nóttu um þann stóra og mæt- ir því ekki í vinnu, hann fer að gefa út gúmmítékka, veðsetja eign- ir og selja bíl- inn. Hann slær lán hjá okurlánara og endirinn er oftast sorg- legur, spila- fíkillinn miss- ir vinnuna og kannski fjölskylduna líka. Kristinn segir það einkennandi að fjölskyldan hylmi yfir með spila- fíklinum, eiginkonan standi sig að því að ljúga fyrir hann og einkenn- in séu ekki ósvipuð og hjá eigin- konu alkóhólista. - Hvernig er meðferð spilafíkils háttað? „í fyrsta lagi þarf að kynna vandamálið fyrir öllum fjölskyldu- meðlimum og gera þeim grein fyrir ástandinu. Yfirleitt reynist nauð- synlegt að koma fjárráðunum í hendur á öðrum innan fjölskyldunn- Til saman- buröar þeim fimm milljörð- um sem við eyðum í happ- drættin mó geta þess að ó fjórlögum þessa órs er gert róð ffyrir að innan við sjö milljarðar fari til rekst- urs Ríkisspít- alanna. Markmiðið segir Kristinn síðan vera að kenna veðmáls- eða spila- fíklinum að stjórna þessum hvötum og geta gengið framhjá þeim stöð- um sem lokka án þess að láta freist- ast. Hér á landi eru líka starfandi samtök fyrir nafnlausa spilafíkla (gamblers anonymous). Þar eru haldnir reglulegir stuðningsfundir. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir. Viðar Helgason og Rannveig Baldursdóttir ásamt heimasætunni Nönnu Viðarsdóttur, 18 ára. „Ungfrú Namibía" 1992 Michelle McLean, sem jafnframt er „Ungfrú Heimur“ 1992 heimsótti Swakopmund fyrir skömmu og gafst Nönnu þá tækifæri á að hitta hana. teygir anga sína til Namibíu NAMIBÍUMENN eru eins og við íslendingar afar stoltir af sínum fegurðardrottningum, sérstaklega ef þær ná árangri á alþjóðavett- vangi. Ungfrú Namibía 1992, Michelle McLean, náði þeim merka titli að verða „Ungfrú Heimur“ á síðasta ári og hafa namibískir fjölmiðlar verið ötulir við að fylgja henni hvert fótmál. Michelle heimsótti fyrir skömmu namibískar íþróttastjörnur, sem eru við æfingar í bænum LaGrange, litl- um bæ 80 km suðvestur af Atlanta- borg í Bandaríkjunum. Þar stunda íþróttamennirnir stíft æfingar fyrir Olympíuleikana 1996. í namibíska dagblaðinu Tempo var frá því greint hinn 7. febrúar sl. að „Ungfrú Heim- ur“ hefði ferðast 20 þúsund km leið til þess að styðja við bak sinna manna í þjálfunarbúðunum, sem sérstaklega hafa verið hannaðar fyrir þátttakendur í Ólympíuleik- unum. Hinsvegar hefði íslensk fegurð getað veitt samkeppni Michelle ef á það hefði reynt því Nönnu Viðars- dóttur, 18 ára yngismeyju, sem búsett er í Swakopmund ásamt for- eldrum sínum, þeim Viðari Helga- syni fiskifræðingi og Rannveigu Baldursdóttur, gafst kostur á að taka þátt í fegurðarsamkeppninni „Ungfrú Namibía" eftir að Nanna bar sigur úr býtum í keppninni „Ungfrú Palm Beach“ sem haldin var í Swakopmund í desember 1991. Nanna sagðist ekki hafa haft áhuga þó tilstandið í kring um „Ungfrú Palm Beach“ hafí verið skemmtilegt. Nanna stundar nú nám í skóla í Swakopmund og áætl- ar að útskrifast sem stúdent á árinu samkvæmt enska skólakerfinu. Hún segir að miklar kröfur séu gerðar til nemenda, en henni líki lífíð vel í Namibíu. Hún hafi eignast þó nokkuð af vinum, sem hún eyði frí- stundunum með auk þess sem hún hafi tekið bílpróf heima í sumar og geti því farið allra sinna ferða sjálf. Heimilisvarðhundurinn Skuggi, sem segja má að sé tröll að burðum, sér svo um að gæta hennar þess á milli enda eru þau hinir mestu mátar. Fjölskyldan fór reyndar í frí til íslands í sumar og á meðan bauð Skuggi innbijótsþjófa velkomna inn á heimilið sem tóku með sér ýmis tæki auk Boss-jakka sem faðir Nönnu, Viðar, hafði fjárfest í á sín- um tíma. Einhveiju sinni var Nanna að labba úti á götu og mætti þá blökkumanni í nákvæmlega eins jakka og sá var sem hafði horfið úr fataskáp föður hennar. Hún vék sér að manninum með það sama og bað hann um að koma með sér á skrifstofu föður síns sem var ekki skammt undan. Maðurinn vissi ekki hvað á sig stóð veðrið, en fylgdi á eftir og þegar betur var að gáð, kom í ljós að innan í jakkanum stóð „Sævar Karl“. Þar með voru lög- regluyfirvöld í Swakopmund látin vita að jakkinn fíni væri að minnsta kosti komin í leitimar og maðurinn, sem bar jakkann utan á sér, sór sárt við að hann hefði í sakleysi sínu keypt jakkann af vini sínum fyrir smápeninga og spurt einskis. Jóhanna Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.