Morgunblaðið - 06.03.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1993 B 3 HEIMSHORNA ÁMILLI Á norrænni ljóðlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík árið 1985, og var nokkurs konar inngangur að bókmenntahátiðum þeim sem haldnar hafa verið síðan, var færeyska skáldið Karsten Hoydal á meðal gesta. Karsten lést fyrir fáeinum árum síðan. Sonur hans Gunnar hefur tek- ið upp merki skáldskapar á sama hátt og faðirinn, auk þess að starfa sem bæjararkitekt Þórshafnar og vera virkur þáttakandi í margvisleg- um menningarnefndum bæjarins. Hann hóf ritferil sinn með safni stuttra texta sem nefndist „Av longum leiðum" (1982) og vakti athygli á Norðurlöndum, sem ekki dró úr þegar Ijóðabók hans, „Hús úr ljóði“ var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989. Morgunblaðið/Alan Brockie Gunnar Hoydal: Aðeins tilvistarleg löngun til að skrifa ræður gerðum mínum. Fyrsta skáldsaga Gunnars, „Undir suðurstjornum" kom út árið 1991 og var framlag Færeyinga til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Bókin hnýtir saman ritgerð- ir, ljóð, staðreyndir og skáldskap, en þráðurinn í gegnum textann er ferða- lag systkina til Suður-Ameríku þar sem þau ætla að riíja upp minningar frá bernsku sinni og rækta hlutverk túrhesta í leiðinni. Sagan byggir að stórum hluta á minningum Gunnars, frá því tímabili þegar faðir hans, Karsten, var tæknilegur ráðgjafi Matvæla-og heilbrigðismálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna við verkefni í Ekvador á árunum 1954-1957. „Hin sígilda færeyska skáldsaga gerist á Færeyjum," segir Gunnar, „og þótt að margir höfundar hafi búið erlendis, skrifuðu þeir um eyj- amar vegna stöðugrar heimþrár. „Undir suðurstjomum" býr yfír metnaði til þess að hýsa allan heim- inn innan spjalda sinna, með þeim formerkjum þó, að litli grjótmolinn í Atlantshafínu er eins og miðpunkt- ur sem aðrir atburðir bókarinnar hverfast um. Eg byggi söguna að mörgu leyti á eigin minningum, en þær renna alltaf saman við aðra staði, aðra tíma og annan skáldskap. Ég skrifaði bókina á svipuðum tíma og faðir minn Iést, og því er hann eins konar aðalpersóna og þungam- iðja bókarinnar. Öðmm þræði er skáldsagan stefnumótastaður færey- skrar og suður-amerískar þjóðmenn- ingar, en hún fjallar líka um kynni af fólki sem býr í Andes-fjöllum og hefur aldrei séð hafíð, á sama tíma og við höfum nær eingöngu séð haf- ið. Þama er komið inn á mannlegar samhverfur tveggja ólíkra staða; hin sterku líkindi þeirra á milli, þrátt fyrir ólíkar rætur og ólíkar hefðir. Það sýnir sig, að tveir heimar geta bæði verið spegilmyndir og einnig fullkominn sambræðingur, þrátt fyrir að þeir virðist ólíkir við fyrstu sýn. Það byggist á því að fólkið er upp- runalegt, að einhveiju leyti óspillt, en hefur einnig verið neytt til að lifa á landsins kostum og ókostum." -Er mikilvægt fyrir bókmenntir frá Færeyjum að bijóta af sér viðjar eigin landhelgi? „Alla tíð hefur verið opinn gluggi til umheimsins hér í Færeyjum, bæði fyrir tilstuðlan þeirra höfunda sem hafa orðið fyrir áhrifum erlendis frá og einnig í gegnum þýðingar. Hitt er annað mál, að á tímum landa- mæralausrar fjölmiðlunar er glugg- inn galopinn, með þeim afleiðingum að t.d. hljóðlátar samræður við höfn- ina tilheyra liðinni tíð. Sjónvarpið hefur tekið við. Hins vegar er það gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að eiga aðgang að umheiminum, til að einangrast ekki í menningarlegu til- liti og fá auk þess nasasjón af íjar- lægum straumum. Sjálfur hef ég af fremsta megni reynt að komast burt. Ég tel að ég gæti ekki skrifað nokk- urn skapaðan hlut án þess að vera fjarri, stundum í landfræðilegum skilningi og stundum í hugrænum, bæði til þess að einbeita mér og einn- ig til að vera í hæfilegum fjarska frá þjóðfélaginu. Ég vil þó taka fram, að Færeyjar eru skáldum góðar, að hluta til vegna þess að maður er í beinum tengslum við fólkið, og að hluta til vegna þess að ekkert getur borgað sig á svo smáum markaði. Aðeins tilvistarleg löngun til að skrifa ræður gjörðum manns, en ekki hulin sjónarmið s.s. gróðafíkn." - Hefur vinna þín stutt skáldskap þinn á einhvem hátt? „Ég held staðfastlega að mikil- vægasta starf mitt sé unnið í þágu arkitektúrs. Hann er nokkurs konar skapandi skáldskapur, þ.e.a.s. maður kynnist mörgum og kemst í tæri við fjölbreytileg fyrirbrigði þjóðfélags- ins, auk þess að veita innblástur í annað. Samt sem áður vil ég ekki segja að starfíð sé einungis gmnd- völlur fyrir skáldskapinn, aðrir þætt- ir ráða þar meiru. í Þórshöfn og raunar á Færeyjum öllum er virkt listalíf og í fjölskyldu minni er löng og sterk hefð fyrir menningaráhuga. Ekki aðeins var faðir minn skáld, heldur og móðurafi minn, en mamma er dönsk, var einnig rithöfundur, og afí hennar sem var prestur hér í Færeyjum nokkuð fyrir síðustu alda- mót, gaf út margar bækur, bæði skáldsögur og smásögur, og var ein bóka hans, „Lykkens land“ færð í leikbúning. Skáldskapur og skriftir voru því eðlilegur og sjálfsagður þáttur í uppvexti mínum, auk auðugs listalífs á heimilinu. Faðir minn var í vinfengi við marga rithöfunda og listamenn, þekkta sem lítt þekkta, svo að bókhneigðin er sem bein af- leiðing af öllu því sem fyrir bar í nánasta umhverfi mínu í bernsku. Eins og áður sagði, er arkitektúrinn aðal atvinnugrein mín, en hin sein- ustu ár og með breyttum aðstæðum í Færeyjum hef ég öðlast meira tóm til að sinna ritstörfum. Það er e.t.v. nærtæk skýring á því hversu lítið er um stór leikverk og skáldsögur í færeyskum bókmenntum, að fólk vinnur alltaf önnur störf samhliða til að hafa í sig og á. Lengri verk krefjast tíma og einbeitingar sem stendur ekki til boða þegar málum er háttað á þessa vegu. Það kann að hljóma kaldhæðnislega, en ástæða þess að „Undir suðurstj0mum“ skuli hafa komið út á þessum tíma, má hugsanlega skrifa á reikning versn- andi efnahagsástands og minni fram- kvæmda í kjölfarið.“ Jafnframt því að leggja grunn að framtíðarfyrirkomulagi Þórshafnar, og-að skrifa fyrir sjálfan sig, hefur Gunnar samið texta fyrir hljómplötur systur sinnar, vísnasöngkonunnar og leikkonunnar Anniku Hoydal. Lítur hann þá fremur á sig sem ljóðskáld en prósahöfund? „Mér finnst sjálfum að ég sé meira skáld en skáldsagna- höfundur," segir Gunnar, „ég viðhef Ijóðræn vinnubrögð og fínnst þannig mikilvægt að til staðar sé hrynjandi og straumur lifandi mynda. Eg held samt sem áður að prósinn hafí unnið sífellt stærri lendur í mér og sé orð- inn náttúrulegur hluti af af mínum tjáningarmáta. Ég er gefínn fyrir ritgerðarlegt form, þar sem byggt er á einum föstum punkti og síðan haldið út frá honum. Ein setning hefst hér og nær heimshoma á milli; huganum er leyft að flæða óhrindrað og síðan snýr lífíð aftur að þeim punkti sem það hélt frá. Ekkert hef- ur breyst en þó allt.“ SFr HVESSIR KREPPAM PENNANN? Landsbókasafn Færeyja var stofnað árið 1828 sem sjálfseignarstofnun en hefur lengst af heyrt undir landstjórnina. Samkvæmt lögum frá 1952 á það að safna saman öllum færeyskum bókmenntum og öllu því sem kemur út erlendis og fjallar um Færeyjar á einn eða annan hátt, auk þess að gegna upplýsinga-og útbreiðsluskyldu. Núverandi landsbókavörður er Martin Næs, rithöfundur og skáld og vel mæltur á íslenska tungu, enda kvæntur íslenskri konu og hefur unnið á Is- landi. Fyrir nokkrum árum kom barnabók hans, Simon Pétur, út á islensku og væntanleg er nýjasta barnabók hans, „Spell at sólin kom upp“, sem Martin hyggst kalla Meinilla við morgunsólina. Martin Næs er fæddur árið 1953 og nam bókasafnsfræði í Danmörku. Hann hefur gefíð út þrjár ljóðabækur; „Friður“ (1972), „Marran sigur" (1975), „Úr“ (1979), og fjórar barnabækur;„Per og eg“ (1979), „Símon Sámal“ (1984), „Torbjorg og kúgvin" (1990), „Spell at sólin kom upp“ (1990), og nú seinast skáldsöguna „Tvey.“ Hann hefur einnig þýtt ljóðasafn Snorra Hjartarsonar, Hauströkkrið yfír mér, Flughvalinn fljúgandi eftir Olaf Gunnarsson, auk flestra barnabóka Guðrúnar Helgadóttur yfír á fær- eysku. „Allur minn tími nú og rúm- lega það fer í starfið, ég skrifa bara tékka,“ segir Martin glettnislega þegar skilin milli ritstarfa og bóka- vörslu eru rædd. „Mér gefst lítið tóm til að sinna ritstörfum og þýðingum eins og ástandið er, og geri það aðeins í stopulum frístundum. í Færeyjum dagsins í dag þarf maður að helga sig starfínu 100 prósent og jafnvel betur, svigrúmið er svo lítið. Að tveimur höfundum undan- skildum, vinna allir færeyskir rithöf- undar við eitthvað annað en ritstörf, og þessum tveimur gengur erfiðlega að eiga fyrir salti í grautinn. Við erum einfaldlega ekki komnir jafnt langt í þessum efnum og t.d. íslend- ingar, og í raun mesta furða að svo margar bækur skuli koma út sem raun ber vitni, ekki síst þegar fólks- fjöldinn er tekinn með í reikning- inn.“ Hann segir að síðan 1975 hafí um 100 bókatitlar verið gefnir út á hveiju ári, sem þýðir að um 2.000 ný verk hafa komið út síðan 1970. „Þróunin er afskaplega góð þegar miðað er við að allt í allt hafa komið út 3.000 titlar frá árinu 1922. Þetta stökk endurspeglar eflaust að á síðustu tveimur áratugum hefur fólk menntað sig í auknum mæli á ýmsum sviðum og landkassinn hefur styrkt útgáfu bóka. Árið 1990 komu út rúmlega 160 titlar (þar af 58,8% þýðingar og flest allar prentaðar erlendis), 119 árið þar á eftir og 117 á síðasta ári. En ég er hræddur um að miðað við núverandi ástand í efnahagsmálum, muni útgáfan dala. En kreppan hvessir kannski penn- ana.“ - Á bókaáhugi þá undir högg að sækja í Færeyjum samfara auknum samdrætti í útgáfu? „Nei, ég greini ýmis teikn á lofti um að ástandið sé á batavegi, því við erum búnir að reisa marga skóla og allar aðstæður hafa batnað varð- andi lestur og menntun. Við vitum að lestur á færeyskum bókum hefur aukist og mun meira hefur komið út af bókum síðustu tuttugu ár en fyrir þann tíma. Auk þess geta all- flestir Færeyingar lesið ensku og norðurlandamálin, nema kannski ís- lensku, því miður. Þó eigum við fólk sem hefur búið á íslandi og kann jafnvel íslensku, en með flestar bók- .menntir þaðan virðist eins og þær þurfí að koma út á öðrum norrænum tungumálum til að vekja áhuga hér. Þú finnur t.d. aldrei færeyskt barn sem les íslenska barnabók á ís- lensku, nema að einhver önnnur tengsl ráði, s.s. að annað hvort for- eldrið sé íslenskt, vináttubönd eða eitthvað í þeim dúr. Hvað færeyskar bækur áhrærir, hef ég á tilfínning- unni að vel sé tekið á móti þeim og allflestir lesi innlend verk eftir megni. Hins vegar hafa ekki verið gerðar lestrarkannanir og því ekki möguleiki að nota þær sem mæli- kvarða." ER ÞETTA FÆREYSK BÓK? Martin hefur lagt töluverða áherslu á að semja bamabækur og segir einkar mikilsvert að bamabæk- ur séu skrifaðar í Færeyjum, ekki síst þegar ástandið var þannig að 90% barnabóka voru danskar að uppmna í bókabúðum-og söfnum, og krakkarnir fundu vart jnnlendar bækur, sem „er alger hneisa. Hlut- fallið hefur kannski ekki breyst ýkja mikið, en titlunum hefur fjölgað það mikið að útvalið er gott og barnið þarf ekki lengur að koma til þín og spyija; „er þetta færeysk bók?“ Það er mikilvægt að þau geti lesið um okkar heim, okkar skip, okkar fjöll og jarðgöng, en ekki aðeins um ljón og lestir í Afríku, þótt auðvitað sé það líka mikilvægt að missa ekki tengslin við ijarlægar álfur. Bamabókin er frekar nýtt bók- menntaform, og ég held að hluta af aukningunni í bókaútgáfu megi rekja til útgáfu á barnabókum. Hér var stofnaður barnabókaklúbbur fyr- ir um sex ámm og hefur hann gefið út mjög mikið af bókum fyrir yngstu bömin og einnig fyrir unglinga. Um það bil helmingur útgefínna titla hin seinustu ár hefur verið barnabækur. Þar eru þýddar bækur því miður í meirihluta en færeyskar barnabæk- ur um fimm eða tíu talsins. En á hálfum öðmm áratug hafa gæði þeirra aukist hvað varðar bæði texta og útlit, og í dag sérðu í raun og veru engan mun á færeyskri barna- bók og útlenskri. Mér fínnst líka vega þungt í þessu sambandi, að sjónvarpið er komið til sögunnar og það er viðamikil árás á tungumálið. En ef við getum boðið börnum okk- ar bækur drögum við úr þunga árás- arinnar. í dag skrifar enginn Færey- ingur á dönsku og erum við almennt sammála um að tungumálið eigi að vera sameiginlegt bindiefni - því ef við viðhöldum þvi ekki, gerir enginn það fyrir okkur.“ SFr E Y S K I R M E H N I N G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.