Morgunblaðið - 06.03.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.03.1993, Qupperneq 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1993 LAIJGApgÁgffK^MARZ 1993 B 5 Björk Jónsdóftir og Svana Víkingsdótfir. ' LISIflSAFH SIGURJÓNS LJÓÐASÖNGUR VIÐ SUNDIN ÞÆR Björk Jónsdóttir sópransöngkona og Svana Víkingsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Listasafni Siguijóns í dag, laugardaginn 6. mars, klukkan 17 og þriðjudaginn 9. mars klukk- an 20.30. Á tónleikunum flytja þær Björk og Svana verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bizet, Brahms, Chopin, Markús Kristjáns- son og Verdi. að má kannski segja að þemað á tónleikunum sé ástin í öllum verkunum sem ég syng, segir Björk, „nema í verki Þorkels. Það verk er samið við fímm ljóð úr ljóðabókinni„Þorpinu“, eftir Jón úr Vör. Þau íjalla um lífsbaráttu verkamannsins, þorpslífíð og sam- band mannsins við náttúruna. Síðan leikur Svana „Fantasíu í f-moll, op. 49“, eftir Chopin. í því verki er mismunandi þema, sem koma aftur og aftur fram. Þetta stykki er ekki mjög oft flutt hér. Það er nokkuð erfitt, dálítið þungt, en ákaflega blæbrigðaríkt og fal- legt. Eg syng þijú lög eftir Biset; „Pastorale", eða Hjarðljóð, „Chan- son D’avril“, (Aprílsöngur) og „Adieux de L’Hotesse Arabe“, eða Arabísk kona kveður gest sinn. Þetta eru ekki mjög þekkt ljóð og hafa lítið verið flutt hér. Verkin eftir Brahms sem ég flyt eru „Die Mainaeht“. Það er náttúrulýsing með silfurmánanum og næturgala. Ljóðmælandi segir frá því að hann reiki hnugginn á milli tijánna, ein- mana. Hann heyrir kurrið í dúfu- hjónum en snýr á braut og leitar að myrkari skuggum. Þetta er mjög fallegt, eins og svö mörg ljóð um sorgina. Næsta ljóð er „Och Moder, ich well en ding han“. Það er um stúlku sem er að biðja móð- ur sína um eitthvað. En móðirin er lengi að átta sig á því um hvað stúlkan er að biðja. Hún býður henni brúðu, lítinn hring, lítinn kjól. Hún skilur ekki hvað stúlkan meinar fyrr en hún segir fjórða sinni að hana langi í dálítið. Móðir- in spyr hvort hana langi í mann. Hún hefur ekki áttað sig á því að litla stúlkan hennar er orðin stór. Næst á efnisskránni er „Stándc- hen“, mansöngur. Hér er aftur á ferðinni náttúrulýsing; stúlka sit- ur, lætur sig dreyma um ljóshærða unnusta sinn og syngur„gleymdu mér ei“. í kringum hana eru stúd- entar sem leika á flautu, fíðlu og sítar og hljómar þessara hljóðfæra hafa þau áhrif á stúlkuna að hún sér unnusta sinn fyrir sér. Þvínæst er „Von ewiger liebe“ (Um eilífa ást). Þetta er einnig náttúrulýsing og fjallar um pilt sem er að fylgja unnustu sinni heim. Hann er hræddur um að ást þeirra muni kulna; hann segir stúlkunni að hann óttist að eitthvað komi upp á milli þeirra. Stúlkan svarar því til að ást þeirra skuli aldrei rofin; hún sé óhagganlegri en stál og járn. Það má segja að þessi fyrri hluti tónleikanna sé helgaður ljóðatónlistinni. Eftir hlé bijótum við þetta upp. Þá leikur Svana fantasíuna og við komum síðan með tvö sönglög eftir Markús Kristjánsson. Það má segja að Markús sé ekkert fjar- lægur Chopin í hljómagerð. Við flytjum eftir hann tvö lög; „Kvöld- söng“ og „Minningu". Síðan end- um við á aríu, sem ég held að hafí aldrei verið flutt hér — eða veit ekki til þess. Hún er mjög stór og dramatísk, er eftir Verdi; Aría Elísabetar úr óperunni Don Carlos og heitir „Tu che le vanita“. Þær Björk og Svana eru báðar kennarar við Nýja tónlistarskól- ann. Björk lauk námi við Söng- skólann í Reykjavík árið 1990. Síðan hefur hún notið leiðsagnar prófessors Susanne Eken við Konservatoríið í Kaupmannahöfn. Hún hefur sótt námskeið hjá Geof- frey Parson, Orin Braun og Anth- ony Hose, hlotið styrki úr Minning- arsjóðum Guðrúnar Á. Símonar, Guðlaugar Pálsdóttur og óperu- sjóði Félags íslenskra leikara. Hún hélt sína fyrstu tónleika í Hafnar- borg haustið 1990 og hefur síðan tekið þátt í sýningu Islensku óper- unnar á Rigoletto og korhið fram á tónleikum, m.a. tekið þátt í flutn- ingi Kórs Langholtskirkju á Jó- hannesarpassíu, Matteusarpass- íunni, kantötum o.fl. Síðastliðið sumar keppti hún til úrslita um tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, Tónvakans. Svana stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Kennarar hennar voru Hermína Kristjáns- dóttir, Jón Nordal og Árni Krist- jánsson. Hún lauk píanókennara- prófi 1976 og einleikaraprófí ári síðar. Svana stundaði framhalds- nám 1978-1983 við Hochschula der Kiinst í Vestur-Berlín og lauk þaðan diplómaprófi í píanóleik. Kennarar hennar þar voru Klaus Schilde og Georg Sava. ssv t . . EINSOG LEIKA í ÞRÁ BARURNAR IIM FÆREYSKAR KVENNABÓKMENHTIR UM ALDAMOTIH eftir Malan Simonsen ídagtökum við dætur Anniku Beintu og annarra færeyskra kvenna pennann sem svo lengi var verksviðið hans fallíski mátturinn hans og.við notum hann til að finna eigin ást og lifnaðarhætti úr ruglinu í huga okkar þar sem vottur af sjálfsmynd okkar flækist inn í myndina sem hann sá af okkur og sem við bundumst svo fast (Úr „Að vera listakona í Færeyjum", Malan Poulsen 1988.) I I menningarbyltingunni við lok 19. aldar hófu konur að skrifa skáldverkj blaðagreinar og fagbókmenntir. I byijun einkennast straumar kvenna- bókmennta af aukinni meðvitund kvenna um tilfmningalega, félagslega og pólitíska afstöðu þeirra. Súsanna Helena Patursson skrifaði fyrsta færeyska leikritið. Nefndist það„ Veðurföst“ og var sýnt á leik- sviði á fyrstu Föstusamkvundu Fær- eyingafélags í marsmánuði 1889. Leikritið hvarf síðar, en af handritum fjögurra af ellefu hlutverkum þess sést, að þar er fjallað um færeyska tungumálið. Á því sést að konur voru fúsar að þróa það, þegar þær settust niður við að læra að skrifa það. Leik- urinn fjallar um mikilvægt hlutverk og eldhug kvenna í þjóðernislegu bar- áttunni, og hvemig þær hvöttu karl- mennina. Veðurföst gerist á bóndabæ og lýsir siðum og hegðun innanhúss, einkum þeim verkefnum sem konur höfðu, t.d. matmóðurinni og um- hyggju hennar fyrir húshaldinu. Veð- urföst lagði áherslu á hversdagsleik- ann. Aftur á móti lagði sá leikritahöf- undur sem skrifaði sem flest leikrit um aldamótin frekar áherslu á dulræn efni og hetjusögur. Súsanna Helena Patursson orti auk þess nokkur ljóð. „Far væl“ lýsir svik- ula unnustanum, og annað ljóð dýsir því hvemig stúlka ein hæðir óþolin- móða biðla. Sögurnar, sem hún skrif- aði á dönsku, og sem voru ekki prent- aðar, fjalla um og kafa dýpra í efni ljóðanna. Bæði „Han duede ikke“ og „Oluf og Helga Weller" lýsa óábyrgum og svikulum karlmönnum sem ekki er treystandi, en sem konumar era þó kynferðislega hrifnari af en mönn- um sem em félagslega meðvitaðir, vinnusamir og ábyrgir. Sögumar stað- hæfa að þessar dyggðir eiga ekkert skylt við kynferðislegt aðdráttarafl. í sögunum skrifar Súsanna Helena Pat- ursson í anda Georg Brandes og „mód- emisku vakningarinnár", að lifandi skáldskapur fjalli um mikilvæg mál- efni samtímans, eins og hjónaband, ,trú, eignarrétt, ást og þjóðfélag. Sög- ur Súsönnu Helenu Patursson lýsa sambandinu milli karls og konu, og miðað við annað færeyskt samtímap- rósa leggja þær óvenjumikla áherslu á kynferðisleg, erótísk málefni. Hefði Súsanna Helena Patursson þjálfað hæfileika sína og látið fleiri sögur á prent, væri hún eflaust eitt fremsta skáld okkar á síðustu öld. Konur komust fljótlega í nefnd Færeyingafélagsins bæði heima og í Kaupmannahöfn og tóku þátt í blað- aumræðum rétt fyrir aldamót. Fyrsta blaðið sem kom út á færeysku á 20. öld var kvennablaðið „Oyggjamar", á ámnum 1905-08, og var Súsanna Helena ritstjóri. „Oyggjamar" hvatti konur að ganga nýjar leiðir, þær ættu að heimta kosningarétt og fara að heiman að mennta sig. Þær ættu að móta undirstöðu nýrra tíma, stunda heimilisstörf og ala upp böm sam- kvæmt nýjustu vísindalegu rannsókn- amiðurstöðum. Blað þetta var aðal- verk hennar. Er það Súsönnu Helenu að þakka að konur urðu svo snemma meðvitaðar um þjóðfélagsmál. Hún myndar sérstakan hóp skáldkvenna, ásamt Sigrid Niclasen, þótt efniviður ljóða hennar, ástleysi og ástavanda- mál, einkenni skáldskapinn og tengi við síðari strauma. Kringum aldamótin var mikil gróska í bókmenntum. Ári eftir að „Veðurföst" kom fram, var leikritið „Jákup á Mön“ frumsýnt. I því leik- riti hafði Sigrid Niclasen endurnýjað háðkvæði Nólseyjar-Páls, aðlagað það og breytt viðhorfinu svo það varð fjöl- breyttara. í stað þess að kenna móður- inni um hve illa Jákupi vegnar í biðils- hlutverkinu, leggur leikritið áherslu á að faðirinn, sem gefur Jákupi flösku í veganesti, sé ekki síður sekur - föð- urráð em varla skárri en konuráð. II Á sama tíma og Súsanna Helena Patursson skrifaði leikrit sitt fór vin- kona hennar Billa Hansen að yrkja. Með henni hefst næsti þáttur skáld- kvenna. Aðaltextaformið er ljóðið, og efniviðurinn spannar frá kvörtun um einsemd til löngunar eftir einsemd- inni, sem einnig er forsenda þróunar. Innihaldið er þannig um þroska, auk þess sem listræna meðvitundin eykst. Ljóð Billu Hansen em frábmgðin öðmm færeyskum bókmenntum þessa tímabils. Hún var kannski fyrsta ljóð- skáldið sem lét reyna á ljóðagerð í óbundnu máli - það er „I tonkum", um brostna ástardrauma. Einnig orti hún hefðbundnari, rímuð ljóð með föstum bragarhætti, sem vom sett upp í erindi. Eitt þessara hefðbundnu ljóða hefur verið endurprentað í öllum út- gáfum „Söngbókar Færeyja Fólks“, „Ein útróðardag um heystið", sem byijar svo: „Ein landssynningsstorm- ur so skjótt brast á“. Fjallar það um ofurmáttugu og lævísu náttúmöflin sem hóta lífi og hamingju kvenna jafnt sem karla. Billa Hansen orti átta ljóð, og það hefur ekki verið nógu mikið gert til að koma fjölbreytni ljóðaforms hennar til skila. Alveg sérstakt er útfararljóðið „Ain skægvarfer" sem endurspeglar þær ströngu kröfur sem iðnaðarþjóðfélagið og Iaunþegatilver- an settu. Skáldið verður að sleppa bæði vinnubyrðinni og kynferðishvöt- unum til þess að geta notið samver- unnar við vinina - nautnaseggurinn verður að vera óháður allri ábyrgð og öllum hlutverkum, aðeins vera hann sjálfur og kynferðislaus. Ljóð Billu Hansen fjölluðu seinna í meira mæli um ákveðin vandamá! í lífínu, þau urðu daprari og sögðu frá einsemd og dauðalöngun. Skáldið í ljóðum hennar á við miklar trúarlegar efa- semdir að stríða, stundum lýsa þau heyrnarlausum og harðgerðum guði, stundum er kirkjan leiðarljós skálds- ins. En yfirleitt þarf skáldið í ljóðum Billu Hansen ekki á himneskum mátt- arvöldum að halda. Innri rödd skálds- ins sjálfs er nægilega mikill harðstjóri. Þvílíkur trúarlegur efí einkennir einnig skáldskapinn sem skrifaður var í samræmi við „módemísku vakning- una“. Viðhorf Ijóða Billu Hansen em þess vegna frekar í samræmi við danska bókmenntastrauma en fær- eyska. Billa Hansen og Súsanna Helena Patursson stofnuðu - ásamt öðmm færeyskum konum í Kaupmannahöfn - annað Færeyingafélag 1896, í and- stöðu við upphaflega félagið sem þeim fannst sýna sér vanvirðingu. Færey- ingafélagið í Kaupmannahöfn var sprottið úr „Föstusamkvundunum á Garði“, þar sem vom aðeins karl- menn, og þeir þverneituðu konum að taka þátt í fundunum, þegar þær fóm fram á það upp úr 1890. En þær fengu að vera með í einni veislu árlega. Loksins sameinuðust þó bæði félögin eftir stutt en árangursrík átök. Sús- anna og Billa náðu um leið kjöri í nefnd Færeyingafélagsins. Sorg og barlómur vegna hjóna- bands- og ástleysis tengja ljóð Sús- önnu og Billu. Þetta sýnir tíðarandann - af ýmsum ástæðum giftust margar konur ekki og þurftu að sjá fyrir sér sjálfar. Eftir þetta er ekki frekar kveð- ið um ástleysi, heldur einkennast næstu tímabil af varfæmislegri dirfsku og persónulegu og listrænu sjálfstrausti. Hjá „Eyjastúlkunni", sem er dulnefni, kemur sjálfstraustið aðeins óbeint fram í einu ljóða henn- ar. „Ég giftist tá eg var átjan“ sem svo að segja leiðbeinir þeim sem þrá giftingu. Ljóðið lýsir hjónabandinu sem þvingun, krossi og eilífu stríði, en það er ort við „brúðarvísulagið". Þetta snýr viðhorfí textans frá barlómi til kaldhæðni. María Rebekka Mikkelsen er mesti stílistinn og meðvituðust í þessum skáldkvennahópi. Hún orti ljóð og skrifaði eina sögu, sum voru prentuð, og hún skrifaði nokkrar greinar um aðra rithöfunda. Auk þess þýddi hún mikið. Allt sem hún skrifaði einkenn- ist af ömggri máltilfinningu, og rit- háttur óbundna málsins er afburða listrænn og vel unninn. Sagan „Fyri fyrst“ lýsir tilfmningabældum strák sem er við það að sigrast á ótta sínum gagnvart stúlkum og kynferðishvöt- um. Hún er skrifuð í sérstökum stíl Maríu, sem má líkja við impressjónísk- an rithátt. Viðhorf ljóðsins „Tjaldurs- unga beyð hin harða lagna“ um út- legðina og móðurmálið, er óvenjulega bjartsýnt miðað við önnur móðurmáls- ljóð samtímans. „Kærleikur", ljóð sem hún lét ekki prenta, er um platónska ást - ástina sem forsendu bókmennta- starfs, því án hennar „eingin sál kundi stavar rita“. María R. Mikkelsen lætur karlmenn vera aðalpersónur í sögum sínum, og það virðist vera ákvörðun sem á að fela kvenlega blæinn. Þó einkennir kvenlegt hugarfar strákinn í „Fyri fyrst“, og uppeldi hans í kynferðismál- um er frekar kynfjandsamlegt. María gerir kynferðiseinkenni textans lit- laus, og varpar þeim frá sér eins og Billa Hansen. María Mikkelsen gerir þetta óbeint, þegar hún velur sér ritst- íl, en BiUa kemur því fram í textanum. Skáldleg afrek Andreu Reinert bera öll vott um sterkan lífsáhuga og þrá eftir innsæi og upplifun. í Ijóðinu „Fráferðin" fylgdi hún annarri stefnu en brautryðjendumir. Skáldið snýr sjálft baki við unnustanum og ást- inni, sem binda og fjötra hana, og leitar út í öldurót lífsins sem hún þrá- ir. I ljóði þessu er engin andstyggð við það kynferðislega. í sögunni „Dreymurin" fjallar Andrea um kyn- hlutverk kvenna og karla, og lýsir ólíkum ástarhug. „Dreymurin" endur- skoðar þjóðsöguna um Kálf Lítla (síð- asta kaþólska prestinn í Færeyjum, sem var illræmdur), víkkar lýsinguna af tengdadóttur hans Malunni, sem er aðalpersóna, og af Kálfi sjálfum. Þau em bæði aðalleikarar í ástarþrí- hymingi, þar sem lausaleiksbarn Kálfs, Ólafur, er þriðji leikarinn. Sad- ískum ástarleik milli Malunnar og Kálfs er lýst í draumamyndum, og ástarleikurinn endar á táknrænan hátt með því að Malan á að verða brennd á báli. Sannur og einlægur ástarleikur þeirra Ólafs kemur ekki fram í sögunni. Hann er ábyrgur fjöl- skyldufaðir, sem stundar útróðra fremur en að vera heima hjá konunni og veija ást sína móti hörku og órétt- læti föður síns. Ástin milli Malunnar og Ólafs er háð harðstjóranum sem hótar, þótt ekki sé nema í draumi, því þegar Ólafur ætlar að henda Kálfi á bálið, sem er kynt handa Malunni, biður hún fyrir honum, og Ólafur beygir sig. Johanna AAaria Skylv Hansen (1877- 1974) Sibylle „Billa“ Hansen (1864-1951) „Dreymurin" og sögur Súsönnu Helenu Patursson líkjast, af því að þær hafa kynferðislega meiri áhuga á því andsamfélagslega, óábyrga og hörkulega, en þægilegum og vinnu- sömum húsbónda. Það er ekki aðeins að kynferðislegi blærinn sé sterkari hjá þessum tveim höfundum en hjá hinum, kynlífið er einnig óvenjulega áberandi í textanum. Því er þó engan veginn lýst; það var ekki hægt á þeim tímum. En kynlífið kemst til skila í myndmálinu. III Skáldkonurnar úr báðum fyrst- nefndu hópunum unnu allar úr samtíð- arefni á meira eða minna persónuleg- an og innilegan hátt. Þær lýstu, beint eða myndrænt, eigin aðstæðum, en Johanna Maria Skylv Hansen sneri svo að segja aftur til upphafs þeirra allra, og mótaði hún sérstaka kven- bókmenntastefnu. Hún sneri baki við samtíðinni, lýsti henni óbeint í alle- górískum goðsagnastíl, syrgði hana og vanvirti. í öðrum sögum - skrifuð- um fyrir 1945, en kannski einkum seinna - fjallar hún um líf kvenna í gamla bændasamfélaginu, þar sem trúlofun og hjónaband áttu minna skylt við tilfmningar en tryggingu jarðeigna og viðgang ættarinnar. En hún dregur þó sömu línu og hinar skáldkonurnar þegar hún lýsir því að í gamla bændasamfélaginu gátu ör- lögin orðið ógiftum konum þungbær, eins og í sögunni „Óminnisdrykkur- inn“. Ritháttur Jóhönnu Mariu Skylv Hansen er einhverstaðar á milli munn- legs skáldskapar og nútímasmásögu. Flestallar sögurnar hafa sagnfræði- lega sannan kjama eins og þjóðsögur, en auk þess eru samræður, og bygg- ingin listrænni með hæðum, persónu- lýsingum o.þ.h. Þetta lýsir hugarfari Jóhönnu Maríu og djúpum rótum hennar í gömlu menningunni, en markmið hennar var að varðveita Susanna Helena Patursson (1864-1916) Maria R. Mikkelsen (1877-1956) minninguna um hana. Elsa við Á gagnrýndi Jóhönnu fyrir þá tilhneig- ingu hennar að skapa glansmyndir af gamla þjóðfélaginu í sögum sínum, og þá skoðun að bágstaddir og veikir fengju góða umönnun. Saga hennar um „Bekku“ sýnir - í myndbeitingu og náttúrulýsingum - að aðstæður hinnar foreldralausu Bekku og systur hennar voru bágar og varla samboðn- ar mönnum. Þrátt fyrir það var Bekka lífsglöð og sátt, Vegna þess að björtu hliðarnar voru líka til staðar: Samvera mjaltakvenna gaf þeim tækifæri til að gagnrýna og hæðast að karlaveld- inu, sem annars var allsráðandi. Sögur Jóhönnu Maríu Skylv Hansen og Elsu við Á einkennast af skáldlegu sjálfsöryggi eins og sögur og Ijóð Ándreu Reinert og Maríu Mikkelsen. ÍV Allir rithöfundar tímabilsins 1889- 1945 ortu og skrifuðu af eldmóði. Súsanna Helena Patursson, Jóhanna María Skylv Hansen og Andrea Árting höfðu auk þess ákveðna ætlan með skrifunum. Hluti ritverka Súsönnu Helenu þjónaði hvetjandi uppeldistil- gangi. Blaðið „Oyggjarnar" tók þátt í kvenréttindabaráttunni, og leikritið „Veðurföst“ var liður í starfsemi Fær- eyingafélagsins. Jóhanna María var í ritstörfum sínum „safnvörður" gam- allar liðinnar menningar. Fjórða stefnan er félagsleg raun- sæisstefna Andreu Árting. Það sem hún leggur til bókmenntanna er verkamannakvæðið „Tó fjölment í tali vit eru ov smá“ með hvatningu og sjálfsgagnrýni, og sósíalrealíska ljóðið „Jólavonir" um jólagjafaóskir smá- barna, sem foreldrar geta alls ekki uppfyllt. Andrea Árting orti líka um hætturnar á hafinu frá svipuðu sjónar- horni og Billa Hansen. Aðalinntak ljóða Andreu er vonin um framtíð, sem er áþreifanlegri og síður skáldleg en í Ijóðum Andreu Reinert, sem leitaði þangað sem „bárumar leika í þrá“. Ekki er allur þessi skáldskapur jafn góður, þótt hann sé hver á sinn hátt bókmenntalega áhugaverður. Meðal ljóðanna ber „Fráfaring“ eftir Andreu Reinert af, en „í tonkum" og „Ain skægvarfer" eftir Billu Hansen, og „Tjaldursunga beyð hin lagna harða“ eftir Maríu Mikkelsen eru einnig góð. Sögurnar sem ná lengst era „Dreym- urin“ eftir Andreu Reinert og „Fyri fyrst“ eftir Maríu R. Mikkelsen, og málblær Jóhönnu Maríu Skylv Hansen er sérstakur. Rithátturinn er breytilegur á tíma- bilinu. Fyrsti prósinn er natúralískur með impressjónískum blæ, og hvers- dagsraunsæi einkennir leikritin. Ljóð- listin er undir áhrifum samtíðar sym- bólisma, og ljóð þessa tímabils eiga sameiginlega kveinstafi og þrá eftir hjónabandi. Síðar breytist þráin í gagnrýni á þessa þjóðfélagslegu stofn- un, sem fjötrar og þrælkar konumar. Skáldskapurinn fæst meginhluta tímabilsins við persónulegar aðstæður og fjallar því aðallega um samtíðar- málefni. Stóra stökkbreytingin varð um 1930, þegar efniviður sagnanna færðist aftur til fortíðar. Hann varð þá almennari og síður persónulegur, á sama tíma og félagsleg kreppa hófst í þjóðfélaginu. Við lok tímabilsins snýst ljóðið fram á við og á að hvetja verkafólk til réttindabaráttu. Á þenn- an hátt tengist það blaðaskrifum í byijun tímabilsins, sem hvöttu konur til að krefjast réttar síns. í skáldskap kvenna kom kvennabaráttan á undan stéttabaráttunni. Rammi þessarar greinar er ímyndað ferðalag, sem þematískt tengir leikrit- in, ljóðin og sögurnar. í sjálfum text- unum er oft um ferðalög að ræða - stundum í áþreifanlegri og stundum í yfírfærðri merkingu. Aðalpersónum- ar í sögum Súsönnu Helenu Patursson eru farnar að heiman, og blað hennar hvatti konur til að leita annarra leiða en þeirra venjulegu. Skáldið í ljóðinu „Heimleys" eftir Billu Hansen er statt erlendis, og strákurinn í „Fyri fyrst“ eftir Maríu Mikkelsen verður að fara utan til að þroskast. Andrea Reinert kveður beinlínis um útþrá, og „Tjald- ursunga beyð hin lagna harða“ hjá Maríu Mikkelsen syngur um það sem menn græða á því að fara. Eyjastúlk- una langar að komast burtu, þangað sem engir erfiðleikar eru. Þær fyrstu brutust út úr þögninni, í kjölfarið voru konumar staddar í heimi þar sem þær lifðu einar og björguðu sér sjálfar. Þetta endurspegl- ast í textunum sem sorg og löngun eftir dauðanum, því gott líf í einsemd var óhugsandi í vitund þeirra flestra. Næsta stig var að sleppa dauðalöng- uninni og skilja einsemdina sem for- réttindi, frelsi til að fullnægja hvötum og huga, sem var ósamræmanlegt í innilokun hjónabandsins. Skáldskapur eftir konur á tímabil- inu 1889-1945 er á við rannsóknar- leiðangur. Fyrst lá ieiðin inn á við, í hugann, að rannsaka geðshræringar og sálarleg mein, eins og í ljóðum Súsönnu Helenu Patursson og Billu Hansen. Síðan lá leið Andreu Reinert út fyrir rammann, sem raunveruleik- inn, hversdagslífið og hugmyndafræð- in setja, til þess að kanna ótroðnar slóðir. Áður en haldið var áfram, sneri Jóhanna María Skylv Hansen aftur til þeirra aðstæðna sem ríktu áður en konur hugleiddu yfírleitt að taka sér penna í hönd og yrkja. Eftir fyrsta ferðalagið, að heiman og fram á rit- völlinn og síðan aftur heim, leitaði Andrea Arting inn í framtíðina, út í þjóðfélagið og hvatti til breytinga á lífsskilyrðum allra. Höfundur er bókmenntafræðingur í Færeyjum. Kári Pctersen þýddi. irecht í Fordinum sínum í útlegð í Danmörku árið 1936. HVAD SAGDI BRECHT UM MYRKA TÍMA? „EINNIG HATRIÐ A SVÍVIRÐUNNIAF- SKRÆMIR ANDLITIÐ" Eftir Jóhann Hjálmarsson Það eru mótsagnir eða öllu heldur tvískinnungur í Bertolt Brecht eins og svo mörgum öðrum skáldum. Þegar Elias Canetti hitti Brecht í Berlín 1928 leist honum ekkert á hegðun Brechts, klæðaburð hans og tal. Brecht kvaðst aðeins skrifa fyrir peninga, elskaði bílinn sinn og gat ekki sætt sig við annað en vera fremstur og sífellt í sviðsljós- inu. Gagnrýnandinn Karl Kraus, kunnasti menningarfrömuður þessara tíma í Evrópu, mælti allt upp í Brecht, hlustaði á hann með aðdáun og stuðlaði að frægð hans. Hinn varkári Canetti (sem átti eftir að skrifa hið rómaða verk Múg og vald og margar fleiri bækur) var eins og utangátta í þessum félagsskap. Um eitt er hann þó sammála mörg- um. Hann telur Brecht hafa verið mikið Ijóðskáld. Brecht bjó til lífsreglur, setti sam- an eftirfarandi heilræði: „Skrifa, gróðursetja,/ ferðast, syngja,/ vera vingjamlegur." Að vísu var farið að halla undan fæti hjá Brecht þegar hann orti þetta, áður var háðið honum beittara vopn en vinarhótin. Nöpur ádeiluljóð voru list sem hann kunni vel. Til hinna óbornu í tilefni nýrrar þýðingar sinnar á ljóði Brechts, Til hinna óbornu, skrif- ar Bengt Höglund um Brecht og skáldskap hans í tímaritinu Lyrik- vannen í Stokkhólmi (nr. 4 1992). Ljóðið er til í íslenskri þýðingu Sig- fúsar Daðasonar og er stuðst við hana í þessari grein. Það sem vekur sérstaka athygli við lestur greinar Bengts Höglunds er á hve sannfærandi hátt hann styðst við ævisöguleg atriði í túlkun ljóðsins, ekki aðeins Brechts heldur sín eigin. Slíkar aðferðir hafa vissu- lega verið litnar hornauga, en þær stuðla oftast að skemmtilegri skrif- um en mjög fræðilegar úttektir. Til hinna óbornu er meðal þeirra ljóða sem Brecht orti í útlegð. Vorið 1937 hafði hann ort að minnsta kosti tvö ljóðanna í flokknum (þau era alls þrjú), en þá bjó hann í Svend- borg á Fjóni. Útlegðarljóðin voru fyrst prentuð í Kaupmannahöfn og gefin út í London undir heitinu Svendborgarljóð. Leggið þjóðina niður Ekki get ég tekið undir það sem Bengt Höglund gefur í skyn að sök vinstrihreyfingarinnar verði minni átti menn sig á þeirri reynslu sem Brecht lýsir í Ijóðinu. Það hefur ver- ið upplýst að Brecht var sjálfur óánægður með þróunina í kommún- istalöndunum. Það kom m.a. fram í ljóðum sem hann orti undir lok ævinnar (Brecht lést 1956 fimmtiu og átta ára). Hvemig á til dæmis að skilja það ráð sem hann gaf stjóm- völdum í Austur-Þýskalandi, „að leggja niður þjóðina og velja sér nýja“. Það stóð í Ijóði sem Brecht orti eftir uppreisn verkamanna í Austur-Berlín 1953. Meistari beina Ijóðsins Brecht var meistari hins beina Ijóðs. Einfaldleiki ljóða hans á að nokkru rætur að rekja til kínverskrar Ijóðlistar þar sem lífsviskan situr í fyrirrúmi. Rím og háttbundin hrynj- andi hurfu smám saman úr ljóðum hans. Hann orti á hversdagsmáli um daglegt líf, ljóðin urðu óbundin í formi og auðskilin, að mestu laus við líkingar, en þrátt fyrir þetta stundum tvíræð eins og Höglund bendir á. Um illskuna og hatrið yrkir Brecht í Til hinna óbomu. Meðal lærdóma ljóðsins er að „einnig hatrið á svívirð- unni/ afskræmir andlitið“ og „við, sem vildum búa jarðveginn undir vin- áttu,/ gátum sjálf ekki verið vin- gjarnleg". Á þeim myrku tímum sem ljóðið speglar ber slétt enni „vitni um sljóleik tilfinninganna". Hinir óbornu, þegnar framtíðar- innar, eru beðnir um að sýna um- burðarlyndi þegar þeir rifja upp tímana sem ort er um. Þriðja ljóðið er líkt og ákall. Það hefst á eftirfar andi erindum: Þið, sem mun skjóta upp úr flóðinu, er við fórumst í, minnizt einnig, þegar þið talið um veikleika okkar, hinna myrku tíma, sem þið hafið bjargazt úr. Við skiptum um land oftar en skó okkar, og lifðum strið stéttanna, örvona, þegar óréttlætið eitt var þeim í för og engin uppreist. Um illskuna orti Brecht í öðra ljóði: Uppi á vegg hjá mér hangir japanskt lista- verk úr tré, grima ills anda með pllinni skreytinp. Af meðaumkvun virði ég fyrir mér þrútnar æðar ennisins sem sýna hvílík þraut það er að vera illur. í skjóli ráðamanna Bertolt Brecht settist að Austur-Berlín 1949 ásamt síðari konu sinni, leikkonunni Helene Weigel, og þar stofnuðu þau og stjórnuðu frægu leikfélagi, Berliner Ensemble. Ári áður hafði hann leikstýrt eigin verki, Mutter Courage með Helene Weigel í aðalhlutverki. í Austur-Berlín sat marxistinn Brecht í skjóli ráðamanna og skrifaði oftast eins og þeim þóknaðist, en framkoma hans og dagleg breytni var þó ekki alltaf eftir þeirra höfði. Hann var til dæmis lítt fáanlegur til að klæðast á borgaralega vísu, gekk jafnan til fara eins og öreigi. Ýmsir hafa orðið til þess á síðari áram að varpa rýrð á persónu Brechts, draga fram galla hans og saka hann um óheilindi. Á slíkar raddir er vitanlega alltaf hlustað. Gott hjartalag Svo vill til að við eigum íslenskan vitnisburð um Brecht, ummæli vinar hans og þýðanda æskuljóðsins um Maríu Farrar, Halldórs Laxness. eftirmælum um Brecht lét Halldór svo ummælt að hann efaðist um að betra hjarta en Bertolts Brechts hafi slegið í þýsku brjósti á hans dögum, Ekki verður efast um kaldhæðni Brechts, en margt í ljóðum hans og leikritum staðfestir gott hjartalag. Þeir kostir yfírgnæfa að mestu mótsagnir í lífi skáldsins og list.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.