Morgunblaðið - 06.03.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 Vinirnir Jacobsen og Deyrolle. Fari einhvetjir að rýna í norræna listasögu komast þeir fljótlega að því, að menn eru þar ekki eins einangraðir og margur villl vera láta, og hlutur okkar í listþróuninni er meiri en menn almennt hyggja. Hér skiptir meginmáli að menn glati ekki uppruna sínum, og að listin verði meira en endurómur þess, sem er að gerast meðal stærri þjóða, þar sem þessi þáttur mannlífsins er meira metin og betur ræktaður. Einn þeirra, sem borið hafa hróð- ur norrænns anda vítt um heim var danski myndhöggvarinn og grafík listamaðurinn Robert Jacobsen, sem fæddist í Kaupmannahöfn 4. júní 1912. í París fékk hann viðurnefnið “Le Gros Robert“, því að bæði var hann mikill á velli og svo þóttu myndir hans stórbrotnar og maðurinn mik- ilsháttar listamaður. Til eru þeir í Frakklandi sem álíta Jacobsen mesta anda sem Danska þjóðin hafi alið síðan Sören Kirkegaard, og veiga- mesta mýndhöggvara aldarinnar ásamt Alberto Giacometti. Frá árinu 1947 var hann búsettur í París, eins og vikið er að í greininni um Ric- hard Mortensen, og var það til árs- ins 1969 eða í 22 ár. En var reglu- lega um áraraðir í Múnchen í Bæj- aralandi, þar sem hann varð prófess- or við Fagurlistaskólann árið 1962, og var kjörinn heiðursmeðlimur, er hann hætti nítján árum seinna eða 1981. Svo snemma sem árið 1950 var gefín út bók um hann “Le Gros Robert“ sem kom út á svipuðum tíma í París og Kaupmannahöfn, og var höfundurinn engin minni bógur en málarinn Jean Dewasne. Hin síðari ár var hann búsettur í heimalandi sínu, eða frá 1969, og þar fékk hann sjálfkrafa viðumefnið “Store Rob- ert“. Meðan hann gengdi ennþá pró- fessorstöðu sinni í Múnchén, var hann einnig ráðinn prófessor við fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn (1976), og var þannig í fímm ár pró- fessor í rýmislist í tveim listaháskól- um, og veit ég ekki önnur dæmi um slíkt. Þó gat hann ekki státað af mikilli almennri menntun og í mynd- listinni telst hann sjálflærður. Ráðning hans að fagurlistaskó- lanum í Kaupmannahöfn gekk ekki hljóðlaust fyrir sig, því að fleiri vildu stöðuna, og einn þeirra mun hafa um árabil verið aðstoðarkennari við skólann, en var hvergi nærri jafn nafnkenndur listamaður. En fjöldi nemenda í höggmyndadeildinni vildu einmitt þennan mann og nokkrir fulltrúar í akademíráðinu einnig, og þar fyrir utan voru ýmsar lista- mannaklíkur Robert andsnúnar þannig að hlutimir fóru á háaloft og málið komst í hnút. En loks tók menningarmálaráðherrann Mimi Stilling Jacobsen af skarið og réði Robert Jacobsen. Henni þótti ein- faldlega ekki stætt í því að ganga fram hjá hinum víðkunna lista- manni, sem einnig hafði getið sér gott orð sem prófessor í Múnchen. Jacobsen reyndist farsæll í starfí og var vel metinn af nemendum sín- um á báðum stöðunum. Upplifði það raunar, sem eftir var tekið í Dan- mörku, að fyrrum óvinir hans og andstæðingar varðandi prófessor- stöðuna urðu með tímanum góðvinir hans og þannig lognuðust deilurnar útaf og runnu saman við það sem nefna má danskan yndisleika. það mun hafa verið félagi hans Deyrolle, sem þegar var prófesor í Múnchen, frá vormánuðum 1959, og unnið hafði sig í mikið álit, sem taldi frumkraftinn í persónu Robert Jacobsens eiga brýnt erindi þangað og mælti eindregið með honum í starfið. Er Jacobsen svo seinna yfír- gaf listhús Ðenise René 1955, kom hann í kjölfarið á Deyrolle í hið virta listhús “Galerie du France“ árið 1962, sem var þá toppurinn á öllum frama í París. Vafalítið hefur Dey- rolle mælt með honum, en hann hafði verið meðlimur frá 1959 minnir mig. I stuttu máli hófust listrænar at- hafnir Roberts Jacobsens á því, að hánn gerir sína fyrstu höggmynd árið 1930. Tveim árum seinna varð hann fyrir hugljómun á sýningu frammúrstefnulistamanna eins og Klee, Kokoschka, Kandinsky, Nolde, Kirchner Barlach, Schmidt-Rottluff o.fl., sem sett var upp í Kaupmanna- höfn. Það varð til þess að hann hóf nám hjá tréskurðarmeistara og steinhöggvara og áratug seinna eru verk eftir hann tekin á árlega haust- sýningu listamanna á Charlotten- borg (Kunstnerenes Efteraarsud- stilling) og hann sýnir þar reglulega til ársins 1945. En áður hafði ýmis- legt gengið á og hinn ungi maður reynt fyrir sér í margvíslegum störf- um samfara listiðkuninni. Hann hafði yfirgefið skólann í sjötta bekk, unnið fyrir sér sem boðsveinn á reið- hjóli, jassgítaristi, kennt badmiton og gætt hamingjuhjóls í Tivoli í heilt sumar svo eitthvað sé nefnt. Þegar hann var sendisveinn kom hann eitt sinn í fyrirtæki þar sem hann sá myndir eftir allþekkta listamenn eins og Sören Hjort Nielsen og Erik Ra- adal á veggjunum. Svona nokkuð hafði hann aldrei séð áður og snart hann mjög. Eftir það fór hann að nauða á móður sinni um kaup á verkum eftir ýmsa atvinnulistamenn og það bar árangur. Er tímar líða fer hann að vinna og sýna með Ric- hard Mortensen og var í slagtogi við listamenn, er seinna mynduðu danska kjarnan í Cobra hreyfing- unni, en þeir voru: Asger Jorn, Henry Heerup, Carl Henning Peters- en og Egill Jacobsen. Árið 1946 sýnir hann með Richard Mortensen í listhúsinu Tokanten, og árið eftir fara þeir báðir til Parísar og setjast að í nýkeyptu húsi fyrir danska listamenn í einu úthverfa Parísar “La Maison des Artistes Danois", Suresnes. Robert Jacobsen tilheyrði ekki hinum mennt- aða og fræðilega kjarna nú- listamanna, heldur var hann öðru fremur hið hugmynda- ríka og hráa náttúrubarn, sem lagði út af kraftinum og styrkleikanum í þeim efnivið sem hann hafði á milli handanna hveiju sinni. Það er merkilegt að hugsa til þess hve þeir félagar Jacobsen og Mortensen voru fljótir að hitta á listahópinn í kringum Denise René, og aðeins ári seinna eða 1948 sýnir Jacobsen í listhúsi hennar ásamt franska mál- urunum Jacques Duthoo og hinum rússenensk fædda málara Serge Poliakoff og má orða það svo, að þar með hafí upphaf frægðarferils hans verið bókað og skjal- fest. Og það var svo á einka- sýningu í listhúsinu 1950, sem hann sló í gegn. Jacobsen hafði einnig unnið við við fornsölu og söfnun als- kyns aflóga dóts samhliða listsköpun sinni og og á tíma átti hann ásamt móður sinni verslun með notaða muni. það hafði seinna mikil áhrif á mótun listar hans, sem hefur verið líkt við fijóvgun ruslsins, eða sáð- fall á jám, en hann er nafnkenndast- ur fyrir meðhöndlun sína á járni, þótt list hans spanni vítt svið. Upphaflega skar hann út í tré og hjó kynjaverur í stein og var þannig myndhöggvari af sígildu gráðunni handverkslega séð, en seinna fór hann að sjóða saman járn og vírbúta og var það eftir að hann hafði um skeið unnið á bifreiðaverkstæði í París og lært að sjóða saman járn. Og með logsuðutækið í hendinni skóp hann svonefndar rýmisteikn- ingar sínar, eins konar kalligrafíu rúmtaksins, þar sem hann notaði járnið til að ná fram spennu í línurn- ar og gerði það með mikilli tilfinn- ingu fyrir hrynjandi og myndbygg- ingu. Á sama tíma bjó Jacobsen til svo- nefnda “dúkkuskúlptúra", sem höfðu ekki beinlínis hið fágaða og draumkennda yfírbragð brúðunnar, heldur voru gerðar úr alls konar afgangsdóti og rusli, sem hann tengdi lystilega saman, og jafnvel voru þesar kynjaverur úr einum gömlum stólfæti eða ryðguðu brota- járni. Hann var einn hinna fyrstu til að uppgötva eiginleika brotajárns- ins, að það væri í sjálfu sér gætt myndrænni fegurð og við hana mætti auka með mannlegu innsæi og hugviti. Hér var hann samkvæm- ur eðli sínu, lífí og uppruna og þró- aði fljótlega mjög persónuleg stíl- brögð, sem báru kennimark hans og allir innvígðir könnuðust umsvifa- laust við, þótt ekki hefðu þeir fyrst leitað að áletruninni á myndverkun- um, sem var einfaldleg RJ, en þó ekki endilega skammstöfun fyrir ryðgað járn! Þó hann telst einn hinna fyrstu á vettvanginn, var hann langt frá því að vera fyrstur, því ýmsir mynd- listarmenn t.d. Picasso og Kurt Schwitters höfðu gert einstök verk úr tilfallandi efnivið löngu áður, en hann var vissulega einn hinna fyrstu til að gera sviðið að kjarna listar sinnar. Þá má vísa til áhrifa frá Henry Heerup hvað lágmyndir úr rusli snertir og Alexander Calder hyað járnið áhrærir. Fljótlega varð Robert eins konar tákngerfíngur fyrir nýjar formrænar lausnir í skúlptúrlistinni og áhrifavaldur í list fjölmargra og þar á meðal Gerðar Helgadóttur, sem um árabil handlék losuðutækið á svipuðum grundvelli. Járnskúlptúra sína málaði Jacob- sen iðulega kolsvarta og það gaf þeim einmitt hinn sérstaka og mjög svo einkennandi blæ, er varð fljót- lega kennimark hans og ótal spor- göngumanna, sem fæstir komust nokkru sinni með tærnar þar sem meistarinn var með hælana. í högg- myndinni, eða skúlptúrnum er hið óáþreifanlega loftkennda rými ekki síður mikilvægt en hið áþreifanlega, en það er engin ný speki heldur hefur gengið gegnum alla sögu rým- islistarinnar frá hinum assírísku og grísku meisturum til nútímans. í þessum hrifmiklu skúlptúrum var þyngdarlögmálið næsta afstætt, þeir voru allt í senn loftkenndir sem jarðrænir, formið svífandi sem jarð- tengt, létt og leikandi, en þó traust og óhagganlegt. Jámið var útlínan sem byggði og spennti upp rýmið og gerði það sýnilegt. Fyrir margt höfðu þessi þrívíðu form samhljóm með því sem félagar hans voru að fást við á hinum tvívíða fleti, og voru nokkurs konar framlenging og útvíkkun myndsviðsins. Nýr ferskur og rammur tónn í sinfón óhlutlægrar en vitsmunalegrar sköpunar. Þessir samverkandi þættir voru meginatriði listar Jacobsens frá fyrstu tíð og til hins síðasta, en hann var virkur fram í andlátið og átti nokkrum verkefnum ólokið er hann sofnaði inn í eilífðina í bókstaflegum skilningi, því að andlát hans bar að í svefni. Eðlislæg fölhæfni Jacobsens fékk útrás á mörgum öðrum sviðum myndlistarinnar og þannig málaði hann á pappír og gler, auk þess sem hann vann mikið í grafík enda er hann bæði titlaður myndhöggvari og grafík listamaður í uppsláttar- bókum. Einkenni grafík mynda hans er nær óbeislaður hömlulaus kraftur og þær eru líkastar formrænum eld- Með hækkandi sól í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti stendur yfir sýning á gler- verkum eftir Ingu Elínu Kristinsdóttur. Á sýningunni eru glermál- verk, glerskúlptúrar, glermyndir á tréplötum og munir sem flokka má undir nytjalist; skálar ýmiss konar. Inga Elín stundaði nám við Myndlistarskóla Reylgavíkur 1972-1974, næstu fjögur árin við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og nam síðan við kennaradeild skól- ans. Frá 1983 til 1988 var Inga Elín við framhaldsnám í Skolen for Brugskunst í Danmörku og lauk þaðan prófi frá keramik- og gler- deild. Með hækkandi sól“ er yfírskrift sýning- arinnar og víst er að hún er engin skuggaveröid; það sindrar á glerið í öllum regnbogans litum og mér dett- ur helst í hug setning sem gömul kona sagði einu sinni við mig, þegar ég spurði hvort henni þætti ekki leiðinlegt að hafa bara svart/hvítt sjónvarp. Hún svaraði: „Það er í lit.“ Þegar ég hváði, sagði sú gamla: „Maður ræður alveg sjálfur hvort maður sér lífíð í svart/hvítu eða lit.“ Inga Elín sér það greinilega í lit; birtan leikur um verkin, litatónamir breytast, eftir því hvar birtan fellur og þau minna helst á landslag sem breytir um andlit eftir gangi sólar. Vinnustofa Ingu er í listamannahverf- inu á Álafossi og þar vinnur hún daglangt að Iisthönnun. „Ég kenndi alltaf með áður en ég fór til Danmerkur," segir Inga Elín, „en þegar ég kom aftur heim, ákvað ég að vinna eingöngu við það sem ég hafði verið að læra - eða hætta alveg. Ég ákvað að láta kennsluna eiga sig, vegna þess að hún tekur svo mikla orku að það er ekki gott að vinna jafnframt að listsköpun. Ég byijaði á því að fá mér lán og koma mér upp vinnustofu og fór að vinna." Og hvemig gengur? „Það gengur mjög vel. Þetta var erfítt fyrst, en nú gengur þetta orðið mjög vel og ég lifí alveg af þessari vinnu." Er þetta ekki dýrt fyrirtæki? „Jú, en ég er ekki með blásturs- verkstæði. í það þarf maður heitan ofn, sem kallað er, og hann þarf að vera í gangi í 24 tíma á sólarhring. Þeir sem vinna við blástur, verða hálfgerðir þrælar ofnanna, vegna þess að það er svo dýrt að halda þeim gangandi að maður verður að hafa sig allan við að framleiða. Ég hafði ekkert efni á að kaupa mér þannig ofn og reka hann þegar ég kom heim, þannig að ég fékk mér leirbrennsluofn og var fyrst til að byija með dálítið í keramik. En gler- ið kallaði á_mig og ég fór að prófa ýmis efni. Ég fór að blanda saman keramik og gleri og geri dálítið af því enn að blanda glerinu við önnur efni. En mest vinn ég með gler nú orðið. Það má kannski segja að neyðin kenni naktri konu að spinna. Allavega urðu blankheit mín til þess að ég fór að prófa mig áfram með alls konar glermótun og glerlitun og þetta hefur verið feykilega skemmtileg vinna. Ekki þar fyrir að það gefur líka mjög mikla möguleika að hafa blástursofn og er mjög skemmtilegt. En ég held, að ef ég kaupi mér einhvem tímann blástursofn vinni ég bara við hann í 3-4 mánuði á ári.“ Tókstu glerbrennsluna sérstaklega fyrir í náminu í Danmörku? „Nei. Þar voru öll tæki sem við þurftum og kostuðu ekkert. Við þurft- um ekki einu sinni að greiða efnis- kostnað. Við vorum því dálítið vemd- uð. Mér fínnst, svona eftir á að hyggja, að það hefði mátt ýta aðeins við okkur og segja: „Þið verðið ekki alltaf í skóla.“ Flestir unnu því ein- göngu við það sem þeim fannst skemmtilegast. Ég fór að þróa gler- skúlptúrana þegar ég var komin heim, en hafði ekki haft neinn sérstakan áhuga á þeim í skólanum. Hinsvegar hafði ég fyrst og fremst áhuga á hönnun og þá aðallega hönnun nytja- hluta. Ég var alltaf að skoða hinar deildirnar og fór í þverfaglegan kúrs, lærði meðal annars að hanna skó og límrúlluhaldara. Það er nefnilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.