Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
FÆREYSK LIST
EFTIR BÁRÐ JÁKÚPSSON
„í andþrengslunum hér hjá okkur
er það ekki á hverjum degi sem við
eignumst það sumar innra fyrir and-
ann og finnum til þess hugarléttis
sem ætíð gerir vart við sig þegar við
skynjum einlæga þrá í leit að per-
sónulegu formi sem verður að vera
í hveiju sönnu listaverki, þrá sem
vill bijótast gegnum skelina og kom-
ast að innsta kjarna allra hluta. En
;þessi málverk voru gædd slíkum
ferskleik og æskuþrótti, það var svo
mikill hugur í málaranum að það
hlaut að vekja fögnuð og bjartar
vonir um blómlegan listagróður.“
Þannig komst skáldið og gagnrýn-
andinn Rikard Long að orði á prenti
í febrúar 1934 þegar Sámal Elias
Joensen-Mikines, þá 28 ára, hélt sína
fyrstu stóru sýningu í Þórshöfn að
loknu námi í málaradeild Listaaka-
demíunnar í Kaupmannahöfn.
Skáldið hafði orðið vitni að land-
námi myndlistarinnar í Færeyjum og
fundið að þróunin var hafín. Vonir
þess um blómlegan listagróður áttu
eftir að rætast: Frá því að Mikines
reið á vaðið hafa tveir tugir lista-
manna sem eitthvað kveður að geng-
ið fram fyrir skjöldu og myndlistin
hefur öðlast sitt skýra svipmót.
Snemma á þessari öld urðu vakn-
andi sjálfsvitund sem var nátengd
þjóðlegri vakningu rómantíkurinnar
og áhuginn á menningu þjóðarinnar,
einkum tungunni og kveðskapnum,
til þess að opna augu fólks bétur
fyrir landslagi og náttúru Færeyja
en nokkru sinni fyrr. Fyrstu lands-
lagsmálaramir vom undir áhrifum
frá norrænum landslagsmálverkum
19. aldar og bestu verk brautryðjand-
ans Jógvans Waagsteins (1879-
1949) bera vitni áhrifum frá norræn-
um impressjónistum. Þessir andlega
lifandi áhugamenn máluðu fjöll og
byggð, himin og haf og sóttust eink-
um eftir dæmigerðu myndefni á
ströndinni og annars staðar þar sem
útsýni var fagurt. Þjóðsögur og þjóð-
hættir vom líka vinsælt viðfangsefni.
1927 kom Sámal Elias Joensen-
Mikines (1906-1979) til Þórshafnar
til þess að halda þar fyrstu sýningu
sína ásamt William Heinesen og öðr-
um brautryðjendum. Með honum
hefst fullgild færeysk myndlist. Miki-
nes var borinn og barnfæddur á eynni
Mykinesi sem er vestust Færeyja, og
af henni dregur hann nafn (heitið
varð seinna Mykines vegna þess að
reglur breyttust um stafsetningu).
Mjmdefni sitt sótti hann löngum til
þessarar brimsorfnu eyjar og fólksins
þar sem bjó við óvenju hörð lífsskil-
yrði. Þó að hann væri búsettur er-
lendis dijúgan hluta ævinnar var
myndheimur hans einkum heimaeyj-
an, svipsterkt landslagið og náttúran,
byggðin og loks Iandið allt.
Það skipti miklu máli fyrir menn-
ingarviðleitnina sem var sterkur þátt-
ur í frelsissókn þjóðarinnar að Sámal
Elias hvarf ungur til listnáms í stór-
borginni Kaupmannahöfn 1928. Nú
skyldi listin ekki lengur vera tópi-
stundaiðja eingöngu, heldur við-
fangsefni sem menn helguðu sig af
mikilli alvöru. Mikines er fyrsti
menntaði atvinnumaðurinn meðal
færeyskra myndlistarmanna.
Dauðinn festi djúpar rætur í list
hans, hann hafði af honum náin
kynni. Þijú systkini hans og faðir
hans sem hann var bundinn sterkum
böndum dóu úr berklum og mikill
fjöldi ungra manna úr hinni fámennu
heimabyggð hans fórst í sjóslysi
1934.
Á fjórða áratugnum fengu þján-
ingin og sársaukinn útrás í dökkum
litum, grænum, gráum, svörtum,
brúnum, dökkbláum og ijólubláum.
Einkenni hans er þá hin sterka og
einfalda myndbygging og slík hóf-
stilling og hlédrægni í notkun mynd-
rænna ijáningarmeðala að jaðrar við
meinlæti. Mikines málar fólk á bæn
við sjúkrabeð, syrgjendur umhverfis
kistuna, líkfylgd. 1933-1934 málaði
hann margar mannamyndir sínar
(portrett) þar sem skapgerðarein-
kenni þess sem fyrir sat skína úr
hveijum drætti.
1942 málaði hann fyrstu myndir
sínar af grindadrápi þar sem líf og
dauði heyja glímu. í þeim myndum
er ástríðufull hreyfing og hrynjandi,
dramatísk spenna og Iitauðgi. í átök-
unum við þetta myndefni sem varð
miðlægast allra í verkum hans
sigraðist hann á myrkri Heljar og
málaði sig skref fyrir skref í átt til
birtunnar og skærari lita.
Eftir seinna stríð varð mikil breyt-
ing á list Mikiness. Hann málaði
byggðir og landslag og einskorðaði
sig við formhlið málverksins - hið
hreina form og hvemig litimir ganga
upp hver með öðmm - á kostnað
þeirrar myndtjáningar sem segir
sögu. Hann lagði alla áherslu á lit-
inn. Um miðjan sjötta áratuginn fer
Mikines aftur að leita uppi sín gömlu
mótíf og árin 1955-1960 málar hann
mörg sín glóðheitu, stóm verk þar
sem tregaslagur fjórða áratugarins
og litríki eftirstríðsáranna renna
saman.
Þessi rómantíski málari sem jafnt
stóð undir áhrifavaldi Edvards
Munchs og Eugéne Delacroix hefur
verið nefndur faðir færeyskrar mál-
aralistar. Hann er sá klassíski sem
setti mark sitt á næstu kynslóð.
Ruth Smith (1913-58) frá Vogi á
Suðurey er í hópi fmmheijanna í
færeyskri myndlist. Hún er öðmm
færeyskum málumm næmari á við-
kvæm og fín litbrigði, hún nemur
birtuna, litflöturinn titrar og pensil-
förin em stutt og leitandi. Rith Smith
hafði vinnustofu í lítilli byggð, Nesi
við Vog, og málaði einkum byggðina
og landslagið í kring. Tvær af sjálfs-
myndum hennar sem em til sýnis í
Listasafninu í Þórshöfn era með því
besta í færeyskri list.
Janus Kamban (1913) frá Þórs-
höfn er myndhöggvari og grafíklista-
maður. í list hans ræður hið hrein-
strokna ferðinni ásamt rólegri íhygli,
formið ríkir eitt - það em hinar stóm
línur sem allt snýst um eins og forð-
um tíð í færeyskri bátasmíði. Hann
hefur mótað myndir með sterk kar-
aktereinkenni af bændum og sjó-
mönnum, skáldum og dönsumm.
Höggmyndir hans getur bæði að líta
á almannafæri og í Listasafninu. í
grafíkmyndum hans em hafið, sjó-
fuglamir og lífið í íjömnni i aðalhlut-
verki.
Grafíklistakonan Elinborg Liitzen
(1919) frá Klakksvík er öllum hnút-
um kunnug í heimi goðsagnarinnar
- í myndum frá gömlu Klakksvík sem
við fyrstu sýn virðast ekki af neinu
öðm kemur á daginn að húsin hafa
sál, þúfurnar og gijótgarðamir em
lifandi, gáramar á haffletinum og
svartir fíngur skýjanna era ekki ein-
ber svartlistargaldur, heldur tjáning-
arteikn afla sem ekki verður með
orðum lýst. í stómm myndum fæst
listakonan við viðfangsefni eins og
dómsdag með táknum ógnar og skelf-
ingar í anda Breughels og leyndar-
dómsfullt líf þangskóganna á hafs-
botni. Elinborg hefur myndskreytt
fjölda bóka með dúkristum.
Ingálvur av Reyni (1920) sem er
fá Þórshöfn stendur nú á miðju sviði
Elinborg Liitzen Á hafsbotni.
færeyskrar myndlistar. Landslags-
myndir hans, innanhússmyndir og
myndir af fólki frá fimmta og sjötta
áratugnum sýna að málarinn hefur
velt mikið fyrir sér litnum og þær
em til marks um heildstæða skynjun
í anda kúbismans og ströng lögmál
í byggingu og samstillingu. Á sjö-
unda áratugnum málar Ingálvur av
Reyni landslagsmyndir, einkum húsin
við sjóinn sem svo margir hafa
spreytt sig á. Litimir em ýmist sterk-
ir andstæðulitir eða málarinn þreifar
sig yfir í fínlega gráa liti, jafnvel
skærgráa, og sökkvir sér í svarta
skalann.
Náttúmna skynjar málarinn sem
myndbyggingu, hljóma, brot úr al-
heiminum sem býður upp á pælingar
í formum og hreyfingu, birtu, lit og
hrynjandi. Landslagið vekur hjá hon-
um hugmyndir um æ sértækara
myndmál.
Síðasta áratuginn hefur Ingálvur
av Reyni_ verið svonefndur abstrakt-
málari. I málverkum hans, oftast
mjög stómm samstillingum sem em
eindregnar í byggingu og málaðar
af miklum krafti, ryður listaverkið
sér braut innan frá. Heitir jarðlitir
glóa í neðstu lögunum, sjóða og ólga
þegar þeir snerta gráa litafletina og
kveikja í öðmm. Glíma litanna og
sprengikraftur pensildráttanna er
þmnginn dramatískri spennu. Stund-
um er hrynjandin enn frekar mörkuð
af rispum með pensilskaftinu í þykkt
og femisgljáandi litalagið. Þetta er
Hans Pauli Olsen Hvalur.
málverk í bókstaflegri merkingu.
Ingálvur av Reyni er frábær teikn-
ari. Hann teiknar bæinn og húsin við
höfnina, fólk á götunni, hálfar og
heilar hljómsveitir. Strikin sýna lista-
mannsleikni, hæfileikinn til þess að
ná svipmóti er með ólikindum.
Ekki er svo að sjá að Steffan
Danielsen (1922-76) frá Nólsey hafi
látið evrópska strauma hafa mikil
áhrif á sig. Þessi sérkennilegi sjálf-
menntaði málari málaði einkum hús
og landslag á eynni þar sem hann
átti heima. Hann fór sínar eigin göt-
FRÁ BEETHOVEN
TIL ATLA
Vilhjálmssyni.
Þriðju áskriftartónleikar Tríós
Reykjavíkur og Hafnarborgar
verða sunnudaginn 14. mars. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.00 og
eru í Hafnarborg, menningar og
listastofnun Hafnarfjarðar. Tríó
Reykjavíkur skipa þau Guðný
Guðmunds-
dóttir, fiðlu-
leikari, Gunn-
ar Kvaran,
sellóleikari og
Halldór Har-
aldsson, píanó-
leikari.
♦
Atónleikunum verður fmmflutt
píanótríó eftir Atla Heimi
Sveinsson; tríó sem samið var 1985
og tileinkað Thor Vilhjálmssyni.
„Ég samdi verkið í tilefni af sex-
tugsafmæli Thors,“ segir Atli Heim-
ir. „Þá skrifaði ég það fyrir fiðlu og
píanó og þetta vom tvö lítil lög. Það
varð hins vegar ekkert úr því að
verkið yrði flutt þá. Seinna fómm
við Thor að vinna saman í Vikivaka
og upp úr því samstarfi ákvað ég
að endurskoða verkið. Ég bætti við
einum þætti og bætti einu hljóðfæri
við, sellóinu."
Þú ert með ýmsar tilfæringar á
píanóinu.
„Já. Ég nota svokallaðar „prepara-
sjónir.“ Ég set hluti á strengina sem
breyta hljóðinu; tónarnir hverfa og
það verður eins-
konar trommu-
hljóð eftir. Þetta
hafa mörg tón-
skáld gert í
gegnum tíðina
og gerir hljóð-
færinu ekkert
illt.“
En verkið er í fjómm þáttum,
hvenær kom fjórði þátturinn til?
„Hann kom eftir að ég hafði
kynnst Thor vel. Af öllum mínum
samstarfsmönnum hefur hann verið
mér eftirlátastur. Þegar við skrifuð-
um Vikivaka var hann alltaf til í að
skrifa aftur og aftur. Hann var svo
sveigjanlegur og þannig er þessi
þáttur. Hann er mjög fijáls. Hljóð-
færin spila ekki saman, heldur sam-
tímis og mætast svo á einhveijum
punkti. Þetta er eins og þegar tveir
menn leggja af stað frá Hlemmi nið-
ur á Lækjartorg. Annar gengur
Hverfísgötuna, hinn Laugaveginn og
svo mætast þeir á torginu. Þeir
ganga ekki saman, heldur samtímis."
Er þetta verk um Thor?
„Að vissu leyti. Kannski er það
samsvarandi þeim módernisma sem
Thor hefur staðið fyrir í bókmennt-
um.“
En fleira er á efnisskrá tónleik-
anna. Úr allt annarri og gerólíkri átt
era „Tríó op. I nr. 1 í Es-dúr,“ eftir
Beethoven og „Tríó nr. 2 op. 66 í c-
rnoll," eftir Mendelsohn. Beetho-
ventríóið var fyrsta tríóið sem Tríó
Reykjavíkur lék á tónleikum eftir
stofnun þess fyrir fimm árum. „Við
reynum að splla eitt til tvö píanótríó
eftir Beethoven á hveiju ári,“ segir
Guðný. Þetta er svo stórkostleg tón-
list. í henni er svo mikill agi og okk-
ur finnst við læra mikið á þeim, sem
nýtist okkur í tríóum eftir aðra. Beet-
hoven samdi sjö tríó og við höfum
þegar flutt fjögur þeirra, auk þess
sem hann samdi eitt verk fyrir píanó,
selló og fíðlu, sem er tilbrigði. Hann
skrifaði einnig íjögur tríó, sem eru
mjög sjaldan leikin, en við stefnum
að því að hafa leikið þau öll áður en
Tríó Reykjavíkur verður tíu ára. Tríó
nr. I samdi Beethoven 1793- 1794,
þegar hann var 23-24 ára og það
var fyrsta tónsmíð hans sem var
gefin út. Hann hafði samið önnur
tónverk í æsku, en þau höfðu ekki
verið gefín út.“
Hvað með Mendelsohn?
„Hann samdi tvö tríó og við leikum
það síðara. Þetta var eitt af hans
síðustu verkum, en hann lést árið
1847, aðeins 38 ára að 'aldri. Það
einkennist mjög af hans létta stíl.
Mendelsohn átti mjög auðvelt með
að skrifa og í þessu tríói skiptast á
dramatísk tilþrif og ljóðrænar laglín-
ur. Þetta er ákaflega fallegt verk,
sem okkur finnst mjög gaman að
spila.“
ssv
TRÍÓ REYKJAVÍKUR
Á TÓNLEIKUM í
HAFNARBORG