Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 3
B 3
ftfW .
MQRgtjNBjjySlé-. IAUGA-KP^TCnf-q^^ARZ 1993
ur og var sjálfstæður í list sinni sem
einkennist af litaskala fjalla og
óbyggða á hausti og vetri - jarðlitun-
um, stálgráu og svörtu, sölnuðu
grasi, skófum og mosa, grjóti og
sverði. Andstæða þessara tóna er
lýsandi jámoxíð á ryðguðu bárujáms-
þaki ellegar húsgafl. í einföldum
verkum hans sem sum em unnin af
svo miklum næmleik að merkilegt
má heita birtist þunglyndislegur
hugblær og persónuleg og hjartnæm
náttúmskynjun sem gerir hann að
einfara í færeyskri málaralist.
S.J. Mikines Mykineskonan, 1934.
í landslagsmálverkum sínum með
mótífum úr færeyskum byggðum
heldur Zacharias Heinesen (1937)
áfram að Ieggja áherslu á litinn eins
og þeir höfðu gert, Ingálvur av Reyni
og Jack Kampmann (1914-90).
Hann einbeitir sér að því að ná fram
þeim ágenga tjáningarkrafti sem í
litnum býr og titrandi lífí flatarins.
Hægfara þróun hefur orðið í litameð-
ferðinni frá sterkum grunnlitum yfír
í þurra og fremur ljósa jarðliti og
fína blágræna litatóna og þaðan yfir
í rauðu, gulu og bláu litina sem nú
em ríkjandi. Skýrt afmarkaðar lóð-
réttar og láréttar línur þaka og hús-
gafla og ská- og homalínur þeirra
ljá myndinni kúbíska hrynjandi og
hreyfíngu.
Zacharias Heinesen hefur líka lagt
fyrir sig myndskreytingar. í jarð-
neskum sælureit una menn og skepn-
ur lífinu í sjöunda himni. Zacharias
Heinesen hefur listskreytt margar
byggingar, m.a. Austurbæjarskólann
í Þórshöfn, og myndskreytt margar
bækur.
Hið expressjóníska landslagsmál-
verk frá Mikines og Ingálvi av Reyni
til Zachariasar Heinesens sýnir meg-
instrauminn í færeyskri málaralist.
Heil kynslóð listamanna sem fæddir
eru á fjórða og fímmta áratug aldar-
innar hafa verið mjög afkastamiklir
í þessari grein og notað sterka liti -
hjá þeim öllum er byggðamótífíð
mjög algengt: marglit húsin í byggð-
inni, umkringd skrautlegu tuskuteppi
grænna túna, fjöllum og hafí.
Mitt í þessum meginstraumi hóf
Thomas Arge (1942-76) frá Þórs-
höfn að mála. En hann sýndi í list
sinni að færeysk náttúra bjó enn yfír
mörgu sem ekki hafði verið látið á
reyna í listsköpuninni. Þótt hann yrði
ekki langlífur auðnaðist honum að
brydda upp á nýjum og frumlegum
hugmyndum og benda á nýjar leiðir.
Hann leitaði uppi frjáls og óregluleg
munstur tinda og auðnarvíðáttu, opin
sár skriðurunninna fjallshlíða og
gargandi sjófuglagerið í þverhníptum
björgunum.
Thomas Arge, einn merkasti
myndlistarmaður Færeyja, málaði oft
feiknastórar myndir - hann beitti
penslinum af miklum ákafa og
smurði þumlungsþykku litalagi á lér-
eftið svo að minnir á lágmynd sem
sýnir veðrað bergmunstur landslags-
ins.
I gömlu húsi við höfnina sem bæj-
arstjóm Þórshafnar hefur fengið
þeim til umráða stunda þrír málarar
sem eru um margt svipaðs sinnis list
sína. Það eru Amariel Norðoy, Olivur
við Neyst og Torbjom Olsen. Þeir
mála og sýna oft saman. Frá því að
þeir fengu þessar vinnustofur hefur
útsýnið til vesturs yfír skip og báta
í höfninni í áttina að skipasmíðastöð-
inni og fískvinnslustöðvunum einkum
orðið þeim fijótt myndefni. Þeir
standa nærri hinni litauðugu lands-
lagsmyndahefð sem minnst hefur
verið á.
Amariel Norðoy (1945) frá Klakk-
svík málar ströndina og umhverfí
hennar. Gmnnform hinnar eiginlegu
fyrirmyndar leysast upp í ótal lýs-
andi litafleti og klessur þar sem blátt
er oft ríkjandi. Hinn impressjóníski
eindaflötur er rofinn af óreglulegum
línum sem minnt geta á hið fræga
tré Mondrians. Óhjákvæmilegt er að
færeyski mótorbáturinn með háa
stefnið skreyti myndina. Norðoy hef-
ur fyrstur færeyskra myndlistar-
manna lagt vemlega rækt við litó-
grafíu.
Bláu litimir andspænis okkur-
brúnu, rauðbrúnu og appelsínugulu
eru einkennandi fyrir Olivur við
Neyst (1953) frá Klakksvík. Málverk-
in sem einkum em hafnarmyndir
þaðan lúta byggingarlögmálum kúb-
ismans. Vinnandi fólk og börn að
leik koma þar líka við sögu, en auk
þess hefur Olivur heyjað sér mynd-
efni annars staðar, t.d. í Grikklandi.
Hann hefur gert teikningar og vatns-
litamyndir í margar barnabækur.
Verk Torbjorns Olsens (1956) frá
Þórshöfn sýna mikla litauðgi og afar
næma litskjmjun, en í málverkum
hans em það stórir og ágengir lita-
fletir sem ráða byggingunni. Litimir
era heitir og þéttir í sér. Fáir fær-
eyskir málarar af yngri kynslóðinni
hafa lagt eins mikla rækt við port-
rett og Torbjorn. Listfengi hans sem
teiknara kemur glöggt fram í skiss-
um sem hann hefur gert í leikhúsinu
af leikumm á æfingum, en þar hefur
hann líka átt þess kost að sinna leik-
myndagerð með góðum árangri. Auk
þessa' hefur hann myndskreytt
nokkrar ljóðabækur.
Eyðun av Reyni (1951) er frá Þórs-
höfn og myndmál hans hefur í mörg
ár verið hálfabstrakt - að baki líf-
legri myndbyggingunni hefur mátt
greina hið sígilda mótíf: húsin við
sjóinn. Nú orðið má segja að Eyðun
sé abstraktmálari og litaskipanin
rómantísk, undir áhrifum nýs nor-
ræns expressjónisma eins og hann
birtist t.d. hjá Per Kirkeby.
Tróndur Patursson (1944) frá
Kirkjubæ hefur gert meiri tilraunir í
höggmyndalist en áður tíðkaðist. í
lágmyndir og skúlptúra notar hann
rekavið, steingert tré, hvalbein, sým-
leginn málm og annað „brotasilfur"
sem á vegi hans verður.
Tróndur er einnig abstraktmálari,
með límfarfa (tempera) festir hann
á pappír „náttúmlýsingar" í einni
andrá og notar liti sem flæða hver
inn í annan og búa yfír innri krafti.
Síðustu árin hefur hann notað sér
reynsluna af þessari aðferð í glerlist.
Tróndur Patursson hefur gert stór
innanhússlistaverk úr brenndu gleri,
t.d. bæði í vörahúsið SMS í Þórshöfn
og kirkjuna í Götu.
Ekki má gleyma vefjarlist og leirl-
ist. í fyrmefndu greininni hefur ve-
flistarkonan Marianna Matras (1909)
frá Klakksvík verið áhrifavaldurinn
og lærimeistarinn öllum öðmm frem-
ur.
Myndofið teppi hennar, snilldar-
verkið „Örlaganornirnar" („De tre
norner“, eftir hugmynd Williams
Heinesens), getur að líta í Listasafn-
inu. Af listakonum með góða ve-
flistarhæfíleika má nefna Titu Vint-
her (1941) í Þórshöfn sem hefur ofíð
stór verk þar sem mörgu er saman
stillt, þeirra á meðal „Þangskóg" í
Listasafninu. Astrid Andreasen
(1948) frá Vestmanna hefur ofíð og
saumað stór tekstílverk til listskreyt-
ingar innanhúss. Hún hefur líka
skreytt margar bamabækur með
teikningum og vatnslitamyndum.
Súsan í Jákúpsstovu (1946) sem er
frá Þórshöfn hefur spreytt sig á
margs konar tækni og aðferðum á
sviði tekstíllistar og einnig tekið upp
gildan þráð gamals þjóðararfs, þar
sem er færeyskur vefnaður. Engin
hefð er hins vegar fyrir leirlist í
Færeyjum svo að á því sviði er leirlist-
arkonan Guðrið Poulsen (1962) frá
Þórshöfn brautryðjandi, bæði í nytja-
list og tilraunum til listrænnar tján-
ingar í keramík-lágmyndum og
-skúlptúrum.
Viðfangsefni Inga Joensen (1953)
frá Þórshöfn er listrænar ljósmyndir.
Kyrralíf, þöglar innanhússmyndir og
götumyndir minna á mannlífíð. Dan-
inn Ole Wick (1951) sem búsettur er
í Færeyjum fæst líka við ljósmyndir
sem list og fínnur myndefni sitt m.a.
í steinformum strandarinnar.
Ungir listamenn eins og mynd-
höggvarinn Hans Pauli Olsen og
grafíklistamaðurinn Marius Olsen
boða nýja tíma og setja manninn
aftur í sjónarmiðju eins og hann var
hjá Mikines og öðram af fyrstu kyn-
slóðinni. í sterkmótuðum höggmynd-
um sínum tekur Hans Pauli Olsen
(1957) upp þráðinn frá klassískri
höggmyndalist (Rodin). Úr ómótuðu
efninu brýst hinn leitandi maður
fram, hraðfleyg andrá lífs og fjörs
lifír áfram í hreyfingu eða viðbragði.
Þegar saman eru leidd natúralísk óg
abstrakt form undrast áhorfandinn
óvænt hlutföll.
En maðurinn er ekki miðpunktur
alheimsins og höggmyndin er ekki
mynd af manninum. Listaverkið er
blekking og listamaðurinn vill ein-
dregið fá að glíma við það sem ekki
verður hönd á fest. Þess vegna er
speglunin mikilvægt þema, og skugg-
inn sömuleiðis. Fólk stendur á haus
- það er spegilmyndin sem okkur er
sýnd.
Marius Olsen (1963) er yngstur
Olsens-bræðra (hinir em Torbjorn og
Hans Pauli). Hann stundar grafíklist
og hefur gert tilraunir með margs
konar aðferðir. Hann notar þurmál,
ætingu, akvatintu, ýmiss konar
blandaða tækni og dúkristu til þess
að bregða upp myndum af fólki,
ýmist einstaklingum eða hópum. Hin
viðkvæma heild sem byggist á sam
spili flata og lína er einungis ímynd
hugans, bakgmnnur myndarinnar er
leiksvið hins mannlega sem í henni
býr.
í Þórshöfn er verið að reisa nýtt
listasafn sem verður fullbyggt í júní
í sumar. Nýja húsið sem er 1.600 fm
og hið fegursta verður nægilega
rúmgott til þess að sýna fullgilt úr-
val færeyskrar myndlistar í eigu
safnsins. Kjölfestan verður hið mikla
safn málverka eftir Sámal Joensen-
Mikines. En dijúgan hluta af sýning-
arsölunum á að nota fyrir aðrar sýn-
ingar, tónleika og aðra menningar-
starfsemi.
Höfundur er forstöðumaður
Listaskálans íÞórshöfn, milari og
rithöfundur.
Iflörtur Pálsson þýddi.
MENNING/LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn íslands
Yfírlitssýning á verkum Hreins Frið-
finnsonar til 21. mars.
Norræna húsið
Færeysk myndlist til 28. mars:
Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson,
Marius Olsen, Thorbjöm Olsen og
Trándur Patursson.
Kjarvalsstaðir
íslenskt landslag 1900-1945.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sýning á verkum Ástu ólafsdóttur
til 23. mars. Sýning á verkum Med-
úsu-hópsins til 5. apríl.
Gallerí Sævars Karls
Nýlistasafnið
Níels Hafstein sýnir bókverk.
Glerlistaverk Ingu Elínar Kristins-
dóttur til 17. mars.
G-15 gallerí
Sýning á verkum Elíasar Hjörleifs-
sonar til 31. mars.
Hafnarborg
Sýningu á verkum Guðjóns Bjama-
sonar og Elíasar B. Halldórssonar.
Gallerí einn einn
Sýning á ljósmyndum og málverkum
til Svölu Sigurleifsdóttur til 24.
mars.
Listasalurinn Portið/Hafnarfirði
Sýning á verkum Björgvins Björg-
vinssonar og Willem Labeij.
Gallerí Úmbra
Sýning á smámyndum Helenar Gutt-
ormsdóttur til 17. mars.
Safn Ásgríms Jónssonar
Skólasýning á þjóðsagnamyndum
fram í maí.
Stöðlakot
Magnús Pétur Þorgrímsson sýnir
leirlistaverk.
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna
Málverkasýning Gerdu Cook til 14.
mars.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Sýning á völdum verkum lista-
mannsins.
Sýningarsalurinn Onnur hæð
Sýning á verkum svisslendingsins
Adrian Schiess til aprílloka.
Listhús í Laugardal
Höggmyndir Helga Asmundssonar
sýndar til 31. mars.
FÍM-salurinn
Rut Rebekka Siguijónsdóttir sýnir
verk sín til 28. mars.
Cafe Mílanó
Verk Titu Heydecker til marsloka.
Gallery Sólon íslandus
Sýning Guðjóns Ketilssonar stendur
til 15. mars.
Sunnudagur 14. mars.
Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg kl.
20.00. Minningartónleikar um Pál
ísólfsson í Ámesi, Gnupveijahreppi
kl. 15.00. Passísusálmadagskra í
Hallgrímskirkju kl. 17.00. Tónleikar
með Anniku Hoydal í Norræna hús-
inu kl. 20.30.
Þriðjudagur 16. mars.
Kammersveit Reykjavíkur heldur
Grieg-hátíð í íslensku ópemnni kl.
20.30.
Miðvikudagur 17. mars.
Háskólatónleikar í Norræna húsinu
kl. 12.30.
Fimmtudagur 18. mars.
Rauðir tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands kl. 20.00 í Háskólabíói.
Ásdís Valdimarsdóttir, víóla, og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
píanó, leika í Akureyrarkirkju kl.
20.30.
Laugardagur 20. mars.
Hljómsveit æskunnar leikur i Lang-
holtskirkju kl. 14.00.
Sunnudagur 14. mars
Passíusálmadagskrá í Hallgríms-
kirkju í samantekt Heimis Pálsson-
ar. Lestur, söngur og hljóðfæraslátt-
ur.
LEIKLIST
Þjóðleikhús
Stóra sviðið kl. 20.00:
Dansað á haustvöku: sun. 14. mars,
miðv. 17. mars, lau. 20. mars. My
Fair Lady: fim. 18. mars, fös. 19.
mars. Hafið: lau. 13. mars, sun. 21.
mars. Dýrin í Hálsaskógi: kl. 14.00,
lau. 13. mars, sunnud. 14. mars,
lau. 20. mars, sunnud. 21. mars.
Litla sviðið kl. 20.30:
Stund gaupunnar: sun. 14. mars,
fim. 18. mars, lau. 20. mars. Smíða-
verkstæðið kl. 20.00:
Stræti: lau. 13. mars, miðv. 17.
mars, fös. 19. mars, sunnud. 21.
mars.
Borgarleikhúsið
Stóra sviðið:
Kl. 20.00: Tartuffe; sunnud. 14.
mars, fim. 18 mars. Kl. 14.00:
Rorya ræningjadóttir; lau. 13.
mars, sun. 14. mars, lau. 20. mars,
sun. 21. mars.
Blóðbræður kl. 20.00: lau. 13.
mars, fös. 19. mars, sunnud. 21.
mars.
Litla sviðið kl. 20.00: Dauðinn og
stúlkan, lau. 13. mars, fös. 19. mars.
íslenska óperan
Sardasfurstynjan kl. 20.00, lau. 13.
mars, fös. 19. mars, lau. 20. mars.
Pé-leikhópurinn
Húsvörðurinn kl. 20.00: Sun. 14.
mars, fim. 18. mars.
Boxiganga Performance Theater
„Dramatisk Croquis" í Gerðubergi;
mán. 15. mars kl. 20.00, þriðjud.
16. mars. kl. 13.00, miðvikud. 17.
mars kl. 20.00.
Leikbrúðuland
Bannað að hlæja sun. 14. mars kl.
14 og 16.
Leyni Leikhúsið
„Þmsk’ á Café Sólon íslandus sun.
14. mars, mán. 15. mars, mið. 17.
mars.
Kvikmyndir
MÍR-salurinnn:
„Flug 222,“ sun. 14. mars. kl. 16.00.
Norræna húsið
Færeyska kvikmyndin Trý blunk
vestireftir sýnd laugard. 13. mars
kl. 14.00.
UMSJÓNARMENN LISTA-
STOFNANA OG SÝNINGAR-
SALA!
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum.
Merkt: Morgunblaðið, menning/list-
ir, Hverfisgötu 4, 101 Rvk. Mynds-
endir: 91-691294.