Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 1
!0M t-v MEIMIMIIMG LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 BLAÐ „UMHVERFIÐ allt með ævin- týralegri fjölbreytni er sífellt undrunarefni hverjum og einum, þótt menn séu misjafnlega í stakk búnir til að tjá sig um þau áhrif á myndrænan hátt," segir Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur, í inngangi að veglegri sýningarskrá sem gefin er út í tilefni af sýningunni Islenskt landslag 1900-1945, sem opnar í dag á Kjarvalsstöðnm. Þetta kemur glögglega fram þegar reikað er um sali Kjarvalsstaða, þótt ljóst sé einnig að vel hafi verið vandað til valsins á mynd- unum, svo að jafnvel má tala um fjölskrúðugt úrval. ; TPBP^" •^z**^, "¦¦' ¦¦-^^^^m^m^ ¦;."¦¦ ^^^SBfe^gp- ^^íjBBB- 1^35 "-'-¦'' ^^*. ^ \ ^V' ss2?~5 .^' s>_-" ' r ', -¦ ' c '¦a^-v-\ ¦*•"' >":'"^8afc^ ' '.-,.-.•¦-** >¦____¦ iíÍIÍ..-«.^^__r._____fP^__ fflHP^W^PR " Vt ^^jm. ¦ -^Vr-: ,¦! *£? : - z~^ r\ Bfw'' '¦¦"¦ mt-^m __L_Hmt -¦¦"m*F ___H__k "NiíH " ^^ÆwtSf' _8____-^__f_¥_____. - „ ""^-^J^^^WPÍ^BS-"^^ ^ -''___________________. > ¦Hfcá'TH^*'^<,--,X.i-íJ¦¦ •'ttllh • >¦ j|g^<a. JéJS^'™ S v- ,- ¦¦ ' s^ ... --_"«~w . Beinin hennar Sljörnu eftir Finn Jónsson frá árinu 1934 SVIPBRIGÐI FJALLANNA Asýningunni eru um 120 myndir eftir 26 listamenn sem allir fengust við gerð landslagsmynda á því skeiði er fyrstu íslensku listmálararnir stigu fram á sjónarsviðið um síðustu aldamót, uns djarfaði fyrir breyttum viðhorfum til landslags með tilkomu abstrakt- listarinnar. Frumherjarnir sigldu heim eftir danska skólun í listum; Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson, smitaðir af síðróman- tískri fagurfræði og þess albúnir að heimta landið frá kindarlegri nytjahugsun og færa á strigann í fögru ljósi og upphafningu. Þórarinn fékk fyrstur manna styrk frá íslenska ríkinu til listnáms og hóf nám við Konunglega listhá- skólann í Kaupmannahöfn árið 1896, en Ás- grímur nam við Listaakademíuna þar í borg frá aldamótaárinu, sama ár og Þórarinn hélt fyrstu einkasýningu íslensks listamanns. Sýn þeirra af landinu er vensluð heimþrá; birtan sem fellur á sumarskrúða landsins er mild eins og geislabaugur, íhyglin og skrásetning fjall- anna og hraunstrýtanna og dalanna einkennist af blíðu sakleysi, nánast ójarðnesku. í flestum myndum þeirra „blundar land í þráðri ró". Þessir frumkvöðlar urðu viðmiðun og fyrir- myndir næstu bylgju málara, sem hvikuðu lítt frá þjóðræknislegri tóntegund í efnisvali-og meðhöndlun, „þeír voru upphafsmenn hefðar sem ávann sér marga fylgismenn," eins og safnvörður Kjarvalsstaða, Kristín G. Guðna- dóttir, bendir á í grein sinni um íslenska lands- lagslist sem prentuð er í sýningarskránni. Pensildrættirnir voru lengst af akademískir og hófsemi ríkti; málverkin urðu á stundum ekki aðeins endurspeglun kennileita og forma lands- ins, heldur hugsýn um náttúruprýði sem átti ekki alltaf stoð í verunni. En þegar árin líða vitna verkin um áhrif nýrra strauma í myndlist. Heild landslagsins hopar fyrir útlistun á skynjun listamannsins. Kjarval steig veigamikil spor í þá átt, sýning Finns Jónssonar árið 1925 á geómetrískum abstraktmyndum olli úlfaþyt meðal vamm- lausra góðborgara, þótt hann héldi því miður ekki áfram á sömu braut en „það var Jón Stefánsson sem átti ríkastan þátt í að færa íslenskt landslagsmálverk nær samtímanum og með honum halda módernísk áhrif innreið sína í íslenska listhefð fyrir alvöru," segir Kristín. Jón talar um árið 1928 að í saman- burði við landslag meginlandsins sé íslensk náttúra „eins og nakinn líkami andspænis lík- ama í öllum fötum. Einmitt vegna þess, að íslenskt landslag er nakið, er það svo merki- Iega fagurt ..." Nýr sjónarhóll hafði verið unninn. Menn fóru, í litlum mæli þó, að halda framhjá fyrirmyndinni og stigu í vænginn við upplausn myndmálsins og afhelgun. Rökrænt gildi þess sem fyrir augu ber hætti að skipta hðfuðmáli í augum yngri málara tímabilsins, tilbeiðsla eða fegrun þess var nær aflögð. Sums staðar á sýningunni glittir í impressj- ónísk og expressjónísk stílbrögð sem síast inn í strigann, í bland við afar fínlegt dufl við kúbisma, og tæknin verður grófari og djarfari sem og Htavalið, „... listamenn fjórða áratug- arins lögðu [áherslu] á tjágildi litarins". Form- skipan mynda varð ekki eins fast riðin og fyrr, enda gáfu flestöll erlend stefnumið til kynna að leysa þyrfti nýtt afl úr læðingi. íslenskar landslagsmyndirtóku stakkaskiptum frá ljóð- rænum stemmningsmyndum í anda Þórarins B. Þorlákssonar frá upphafi aldarinnar, ásamt raunsæislegri ættarjarðarást Ásgríms Jónsson- ar (sem ýfðist þó með árunum), til stílfærðra landslagsforma Jóns Stefánssonar og expres- sjónískra mynda Jóns Engilberts um miðja öldina. Eftir skelfíngar seinni heimsstyrjaldar var torvelt að hugsa sér heimsmynd í jafnvægi, allar listgreinar innbyrtu óskapnaðinn og myndlistin var ekki undanskilin. „Eftir sýningu Svavars Guðnasonar í Reykjavík 1945 og sýn- ingu Septemberhópsins 1947 var ljóst að rót- tækar breytingar á afstöðu yngri listamanna til listhQgtaksins voru í deiglunni. í sýningar- skrá Septemberhópsins frá 1947 var þeirri skoðun hafnað að^ listin skyldi endurspegla séðan veruleika." í sýningarskrá hópsins ári síðar var gestum ráðlagt að einblína ekki „á mótífið, þegar þið berið saman gamla og nýja myndlist, kastið öllum fordómum fyrir borð og horfið á heildarbyggingu verkanna, hrynj- andi og litbrigði, því þar liggur boðskapur þeirra og þar hittið þið fyrst listamanninn sjálf- an að máli, hvort sem um er að ræða eldri eða nýrri list". Kristín segir í grein sinni að hið „nýja hlutverk listarinnar var samkvæmt skil- greiningu Septemberhópsins að skapa listaverk sem ætti sér forsendur í hugarheimi lista- mannsins og væri þannig nýr, sjálfstæður veru- leiki. Æ fleiri listamenn af yngri kynslóðinni unnu út frá þessari hugmyndafræði og beindu listsköpun sinni í átt að abstrakt túlkun." Þorri verkanna á sýningunni íslenskt lands- lag 1900-1945 er í einkaeign og hafa mörg hver sjaldan eða aldrei komið fyrir augu al- mennings. Að auki eru á sýningunni nokkur þjóðkunn verk. Samspil sjaldséðari verkanna og hinna þekktari ásamt stigbreytingum í við- horfum listamálaranna til fósturmoldarinnar, gæða sýninguna margbreytileika. Einkar hnýsilegt er að bera saman sjónarhorn lista- mannanna á landið í tæpa hálfa öld, en ljóst er að þar gætir meiri mismunar en ætla mætti við fystu sýn. Fjöllin breýta um svip. SFr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.