Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 1

Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 1
 MENMNG USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 BLAÐ „UMHVERFIÐ allt með ævin- týralegri fjölbreytni er sífellt undrunarefni hverjum og einum, þótt menn séu misjafnlega í stakk búnir til að tjá sig um þau áhrif á myndrænan hátt,“ segir Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur, í inngangi að veglegri sýningarskrá sem gefin er út í tilefni af sýningunni Islenskt landslag 1900-1945, sem opnar í dag á lýjarvalsstöðum. Þetta kemur glögglega fram þegar reikað er um sali Kjarvalsstaða, þótt ljóst sé einnig að vel hafi verið vandað til valsins á mynd- unum, svo að jafnvel má tala um fjölskrúðugt úrval. Beinin hennar Stjörnu eftir Finn Jónsson frá árinu 1934 SVIPBRIGÐIFJALLANNA Asýningunni eru um 120 myndir eftir 26 listamenn sem allir fengust við gerð landslagsmynda á því skeiði er fyrstu íslensku listmálaramir stigu fram á sjónarsviðið um síðustu aldamót, uns djarfaði fyrir breyttum viðhorfum til landslags með tilkomu abstrakt- listarinnar. Frumheijamir sigldu heim eftir danska skólun í listum; Þórarinn B. Þorláksson og Asgrímur Jónsson, smitaðir af síðróman- tískri fagurfræði og þess albúnir að heimta landið frá kindarlegri nyljahugsun og færa á strigann í fögm ljósi og upphafningu. Þórarinn fékk fyrstur manna styrk frá íslenska ríkinu til listnáms og hóf nám við Konunglega listhá- skólann í Kaupmannahöfn árið 1896, en As- grímur nam við Listaakademíuna þar í borg frá aldamótaárinu, sama ár og Þórarinn hélt fyrstu einkasýningu íslensks listamanns. Sýn þeirra af landinu er vensluð heimþrá; birtan sem fellur á sumarskrúða landsins er mild eins og geislabaugur, íhyglin og skrásetning fjall- anna og hraunstrýtanna og dalanna einkennist af blíðu sakleysi, nánast ójarðnesku. í flestum myndum þeirra „blundar land í þráðri ró“. Þessir frumkvöðlar urðu viðmiðun og fyrir- myndir næstu bylgju málara, sem hvikuðu lítt frá þjóðræknislegri tóntegund í efnisvali-og meðhöndlun, „þeir voru upphafsmenn hefðar sem ávann sér marga fylgismenn," eins og safnvörður Kjarvalsstaða, Kristín G. Guðna- dóttir, bendir á í grein sinni um íslenska lands- lagslist sem prentuð er í sýningarskránni. Pensildrættimir voru lengst af akademískir og hófsemi ríkti; málverkin urðu á stundum ekki aðeins endurspeglun kennileita og forma lands- ins, heldur hugsýn um náttúmprýði sem átti ekki alltaf stoð í verunni. En þegar árin líða vitna verkin um áhrif nýrra strauma í myndlist. Heild landslagsins hopar fyrir útlistun á skynjun listamannsins. Kjarval steig veigamikil spor í þá átt, sýning Finns Jónssonar árið 1925 á geómetrískum abstraktmyndum olli úlfaþyt meðal vamm- lausra góðborgara, þótt hann héldi því miður ekki áfram á sömu braut en „það var Jón Stefánsson sem átti ríkastan þátt í að færa íslenskt landslagsmálverk nær samtímanum og með honum halda módemísk áhrif innreið sína í íslenska listhefð fyrir alvöru," segir Kristín. Jón talar um árið 1928 að í saman- burði við landslag meginlandsins sé islensk náttúra „eins og nakinn líkami andspænis lík- ama í öllum fötum. Einmitt vegna þess, að íslenskt landslag er nakið, er það svo merki- lega fagurt ...“ Nýr sjónarhóll hafði verið unninn. Menn fóm, í litlum mæli þó, að halda framhjá fyrirmyndinni og stigu í vænginn við upplausn myndmálsins og aflíelgun. Rökrænt gildi þess sem fyrir augu ber hætti að skipta höfuðmáli í augum yngri málara tímabilsins, tilbeiðsla eða fegrun þess var nær aflögð. Sums staðar á sýningunni glittir í impressj- ónísk og expressjónísk stílbrögð sem síast inn í strigann, í bland við afar fínlegt dufl við kúbisma, og tæknin verður grófari og djarfari sem og litavalið, „... listamenn ijórða áratug- arins lögðu [áherslu] á tjágildi litarins". Form- skipan mynda varð ekki eins fast riðin og fyrr, enda gáfu flestöll erlend stefnumið til kynna að leysa þyrfti nýtt afl úr læðingi. íslenskar landslagsmyndir tóku stakkaskiptum frá ljóð- rænum stemmningsmyndum í anda Þórarins B. Þorlákssonar frá upphafi aldarinnar, ásamt raunsæislegri ættaijarðarást Ásgríms Jónsson- ar (sem ýfðist þó með árunum), til stílfærðra landslagsforma Jóns Stefánssonar og expres- sjónískra mynda Jóns Engilberts um miðja öldina. Eftir skelfingar seinni heimsstyijaldar var torvelt að hugsa sér heimsmynd í jafnvægi, allar listgreinar innbyrtu óskapnaðinn og myndlistin var ekki undanskilin. „Eftir sýningu Svavars Guðnasonar í Reykjavík 1945 og sýn- ingu Septemberhópsins 1947 var ljóst að rót- tækar breytingar á afstöðu yngri listamanna til listhOgtaksins voru í deiglunni. I sýningar- skrá Septemberhópsins frá 1947 var þeirri skoðun hafnað að listin skyldi endurspegla séðan veruleika." í sýningarskrá hópsins ári síðar var gestum ráðlagt að einblina ekki „á mótífið, þegar þið berið saman gamla og nýja myndlist, kastið öllum fordómum fyrir borð og horfið á heildarbyggingu verkanna, hrynj- andi og litbrigði, því þar liggur boðskapur þeirra og þar hittið þið fyrst listamanninn sjálf- an að máli, hvort sem um er að ræða eldri eða nýrri list“. Kristín segir í grein sinni að hið „nýja hlutverk listarinnar var samkvæmt skil- greiningu Septemberhópsins að skapa listaverk sem ætti sér forsendur í hugarheimi lista- mannsins og væri þannig nýr, sjálfstæður veru- leiki. Æ fleiri listamenn af yngri kynslóðinni unnu út frá þessari hugmyndafræði og beindu listsköpun sinni í átt að abstrakt túlkun." Þorri verkanna á sýningunni íslenskt lands- lag 1900-1945 er í einkaeign og hafa mörg hver sjaldan eða aldrei komið fyrir augu al- mennings. Að auki eru á sýningunni nokkur þjóðkunn verk. Samspil sjaldséðari verkanna og hinna þekktari ásamt stigbreytingum í við- horfum listamálaranna til fósturmoldarinnar, gæða sýninguna margbreytileika. Einkar hnýsilegt er að bera saman sjónarhorn lista- mannanna á landið í tæpa hálfa öld, en ljóst er að þar gætir meiri mismunar en ætla mætti við fystu sýn. Fjöllin breyta um svip. SFr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.