Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR NORSK OG ÍSLENSK TÓNLIST Á GRIEG-HÁTÍÐ Kammersveit Reylqavíkur held- ur tónleika í íslensku óperunni, næstkomandi þriðjudag, 16. mars og hefjast tónleikamir klukkan 20.30. Yfirskrift tón- leikanna er „Grieg-hátíð — Samtímamenn þá og nú,“ en til- efni tónleikanna er að í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu norska tónskáldsins Edvards Grieg, nánar tiltekið 15. júní. Tónleik- ar Kammersveitarinnar nú em þeir fyrstu hér á landi af þessu tilefni, en fleiri munu fylgja í kjölfarið þegar lengra líður á árið. Þegar Grieg hefði orðið hundrað ára, árið 1943, var heimsstyrj- öldin í algleymingi og þá var ekki hægt að halda upp á aldarafmæl- ið,“ segir Rut Ingólfsdóttir, formað- ur Kammersveitar Réykjavíkur. Norðmenn ákváðu því að halda mjög veglega upp á 150 ára afmæl- ið. Og þeir ætla að nota þetta tæki- færi til að kynna norska tónlist al- mennt erlendis; um öll Norðurlönd, víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Japan, til dæmis. Þeir leggja mjög mikið í þessa hátíð og eru með sérstaka nefnd sem starfar á vegum utanríkisráðuneytisins til að sjá um hátíðahöldin víða um heim. Aðalhátíðahöldin í Noregi verða í Bergen, í kringum fæðingardag- inn, 15. júní. Listahátíðin í Bergen hefur alltaf verið haldin í lok maí, en að þessu sinni seinka þeir henni aðeins og hún verður í byijun júní, og endar þann fimmtánda. Grieg bjó í Bergen og nafni hans er haldið hátt á lofti þar. Húsið sem hann bjó í hefur verið gert að safni og við hliðina á því hefur verið byggður tónleikasalur. í þeim sal fer meginhluti tónlistarinnar á „Til að standa straum af kostnað- inum við að fá þessa menn til liðs við okkur, fengum við styrk frá Grieg-nefndinni í Noregi. Við erum mjög ánægð með að hafa fengið þá til samvinnu við okkur. Til að syngja sópran hlutverkið, ákváðum við að fá Þórunni Guðmundsdóttur, unga íslenska söngkonu, frekar en að fá norska sópraninn sem söng verkið á Listahátíðinni í Bergen. Þannig höfum við tækifæri til að mynda ný tengsl á milli landanna. Svona hátíðir eru kjörnar til þess og við vitum að fleira á eftir að fylgja í kjölfarið. Þetta er fyrsti stórviðburðurinn hér vegna Grieg- hátíðarinnar, en það eru fleiri hóp- ar; hljóðfæraleikarar og tónlistar- menn að undirbúa tónleika og kynn- ingar á verkum Griegs." Á efnisskrá tónleikanna eru verk fyrir strengjasveit op. 53, 63 og 68, eftir Grieg, fimm lög op. 33 við Ijóð eftir Vinje og Den Bergtekne op. 32, eftir Grieg. Einsöngvari í þessum ljóðum verður Njal Sparbo. Eftir hlé veriður flutt lítið verk eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson, Reverie, fyrir flautu, selló og hörpu. Eftir Leif Þórarinsson verður flutt verkið Angelus Domini, sem hann samdi fyrir Kammersveit Reykja- i víkur til heiðurs Ragnari í Smára við þýðingu Halldórs Laxness á Maríukveðskap frá miðöldum. Ein- söng í því verki syngur Þórunn Guðmundsdóttir. Síðast á efnisskránni verður Magic Island, eftir Arne Nordheim, við texta Shakespeares úr Ofviðr- inu. í því verki koma báðir ein- söngvararnir fram og einnig er raf- tónlist notuð með hljóðfærunum. Alls taka 25 hljóðfæraleikarar þátt í tónleikunum og eru þeir síðustu tónleikar Kammersveitarinnar á þessu starfsári. • legan norskan baritonsöngvara að syngja með okkur, sem hann og féllst á. Hann hefur, af þessu til- efni, látið útsetja lögin fyrir bariton og strengjasveit, en þau em samin íyrir söngrödd og píanó. Til að tengja löndin saman á fleiri en einn hátt ákváðum við að fá þennan norska söngvara, auk þess sem við fengum norskan stjórnanda til liðs við okkur. Það er Ingar Bergby, annar ungur og efnilegur tónlistar- maður, en hann og Njal Sparbo, vom báðir með í flutningnum á verki Nordheims, sem við flytjum nú, á Listahátíðinni í Bergen í fyrra.“ Hvar kemur Grieg-nefndin inn í þetta? Kammersveit Reykjavíkur á æfingu fyrir Grieg-tónleikana Bergenhátíðinni fram.“ En hvernig kemur Kammersveit Reykjavíkur inn í þessi hátíðahöld? „Við tengjumst hátíðinni þannig, að formaður Grieg-nefndarinnar kom hingað síðastliðið vor til skrafs og ráðagerða við þá sem standa að tónlistarmálum hér. Mér var boðið í viðtal sem formanni Kammersveit- arinnar og leiðara í Reykjavíkur- kvartettinum og við vildum gjarnan taka þátt í hátíðahöldunum. Við höfum ekki flutt mikið af tónlist fyrir Grieg. Hann samdi ekki mikið af kammerverkum, en þó höfum við flutt tvö tríó eftir hann og Hol- bergssvítuna sem er fyrir strengja- sveit. Af þessu tilefni ákváðum við að setja efnisskrána í víðara samhengi og ákváðum að hafa yfirskriftina „Samtímamenn þá og nú“. Við leik- um verk eftir okkar fyrsta tón- skáld, Sveinbjörn Sveinbjömsson, sem fæddist fjórum árum á eftir Grieg og síðan erum við með verk eftir nútíma íslending, Leif Þórar- insson, og nútíma Norðmann, Arne Nordheim. Þeir eru líka svo að segja jafnaldrar. Þannig viljum við tengja löndin saman og sýna dæmi líka um nýja norska tónlist. Verkin sem við flytjum eftir Grieg hafa sum hver ekki verið flutt hér áður og það er langt síðan hin hafa verið flutt. Við völdum verk fyrir strengjasveit og síðan sönglög. Við báðum Njal Sparbo, ungan og efni- MEÐ JÁKVÆÐU HUGARFARI Á GRIEG-HÁTÍÐ Kammersveitar- innar I Islensku óperunni kemur fram ung sópransöngkona, Þór- unn Guðmundsdóttir. Hún syngur í Angelus Domini eftir Leif Þórar- insson og ásamt Njal Sparbo í Magic Island eftir norska nútíma- höfundinn Arne Nordheim. órunn hefur komið fram á tón- leikum hérlendis, meðal annars í Listasafni Siguijóns síðastliðið sum- ar, en hún kom heim frá námi í Bandaríkjunum í lok árs 1991. Hún hafði þá lokið mastersnámi í söng og söngfræðum frá háskólanum í Bloomington, Indiana, og vinnur nú að doktorsgráðu, auk þess sem hún kennir á flautu við Tónlistarskólann í Kópavogi. En hvers vegna flautu? „Eg lærði upphaflega á flautu, í Tónlistarskólanum í Reykjavík, og lauk þaðan einleikaraprófi. En þá hafði ég þegar hafíð söngnám við sama skóla og lauk burtfararprófi þaðan 1985. Um haustið fór ég síðan út til Bandaríkjanna, þar sem ég var í sex ár. Upphaflega ætlaði ég bara að ljúka bachelorsgráðu, en hélt áfram og tók masterinn. Þetta var svo skemmtilegt nám að ég hélt áfram yfír á doktorsstigið, hef lokið öllum kúrsum þar og er að vinna að Iokaritgerðinni." - Um hvað fjallar hún? „Hún fjallar um sönglög Jóns Leifs og Páls ísólfssonar; aðallega um formið, hvernig þeir vinna með texta og fleira. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Þeir Jón og Páll eru mjög ólík tónskáld, þótt stutt sé á milli þeirra í aldri.“ - En varstu í flautunámi úti með söngnum? „Nei. Ég lagði flautuna að mestu til hliðar á meðan ég var í söngnám- inu. Það er ekki hægt að vinna hvort tveggja vel í, senn og ég ákvað að einbeita mér að söngnum. Þegar heim kom var ákaflega erfítt að fá vinnu við sönginn, en ég varð að vinna fýrir mér. Þótt söngnum sé gert mjög hátt undir höfði hér og margir séu að læra söng sér til ánægju og yndisauka, þá eru líka mjög margir sem hafa lokið prófí í söngkennslu. Hún er dálítið sérkennileg staðan sem maður lendir í þegar komið er heim frá námi. Auðvitað vildi ég vinna við það sem ég hafði verið að læra á undanfömum árum, en það er ekki um auðugan garð að gresja. Ef maður setur sér það markmið að koma sem mest fram má maður ekki vinna of mikið og setja alla orkuna t.d. í kennslu. Þá þýðir það að maður er að lepja dauðann úr skel. Hinn kosturinn er að vinna fýrir sér og fara hægar í sakimar hvað sönginn varðar, en með jákvæðu hugarfari. Og ég er svo heppin að hafa flaut- una. Eg er þó að vinna við tónlist." Þórunn Guðmundsdóttir ÞÓRUNN GUDMUNDSDÓTTIR SÓPRANSÖNG- KONA Á GRIEG- HÁTÍÐ - Þú ert ekkert hnuggin yfír þessu? „Nei, nei.“ - Þú hefur ekki hugsað þér að vinna erlendis? „Nei. Ég get ekki hugsað mér það. Ég vil vera hér. Það er alveg sama hversu vel maður lærir tungu- mál í því landi sem maður dvelur. Það er alveg sama hvað maður sam- lagast vel — maður ert alltaf útlend- ingur. Það á við suma, ekki mig. Ég þarf að hafa fjölskylduna og vinina í kringum mig, mér líður best á ís- landi og talandi mitt eigið tungumál. Auk þess er mjög jákvætt að vera tónlistarmaður á íslandi. Sá sem vill halda tónleika getur bara leigt sér sal, fengið meðleikara til liðs við sig og haldið sína tónleika. Þetta er svo auðvelt hér. Erlendis verður allt tón- leikahald að fara í gegnum umboðs- menn. Málið snýst ekki lengur bara um hvort listamaðurinn er góður — það snýst um hversu góður umboðs- maðurinn er. Ég hef séð dæmi um tvo söngvara sem standa jafnfætis hvað hæfileika varðar. Þeir lentu hvor hjá sínum umboðsmanninum. Eftir tvö ár var reginmunur á að- stæðum þeirra, þótt enn væru þeir jafngóðir. Þetta er svo oft spurning um heppni. Of oft til að ég vilji ganga þá braut." - Er sama uppbygging á náminu í Bloomington og í tónlistarháskólum í Evrópu? „Nei, ekki alveg. Það er akadem- ískara hjá okkur. Það er í rauninni byggt upp eins og annað háskóla- nám, þó er doktorsgráðan „perform- ans“-gráða, en ekki að skrifa ein- hvem doðrant. Á því stigi þurfti ég að taka sex sögukúrsa, sem fást við ákveðin tímabil eða ákveðin tón- skáld, halda ferna tónleika og ljúka ljórum kúrsum í söngbókmenntum. Auk þess er svokallað „minor", sem í mínu tilfelli er óperuleikstjóm. Síð- an em munnleg og skrifleg lokapróf — og að lokum ritgerðin. ssv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.