Morgunblaðið - 09.05.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 09.05.1993, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 2 B Tvær konut' gegna nú stðrfum ráðuneytisstjóra á íslandi, en þar sem það er ekki al- gengt hvorki hér heima né erlendis að konur gegni því embætti spyr ég Guðríði hvað hafi orðið til þess að hún sótt- ist eftir því starfi. „Þetta er góð spurning," segit' hún hugsi. „Ég hef aldrei unnið að neinu starfi með það í huga að ég sé kona. Ég vinn að hvetju starfi af heilindum og þetta starf höfðaði til mín eftir að ég hafði starfað hér í eitt ár sem ráðunautur. Það hvarfl- aði aldrei að mér að ég væri að taka að mér starf sem væri óvenju- legt fyrir konur. Það var í raun og veru út af málaflokkunum sem ég sóttist eftir þessu starfi. Mennta- og menningarmál eru mér mjög hugleikin." — Þú hefur kennt í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla, verið skólaráðgjafi og ert með meist- aragráðu frá Harvard. Kemur þú til með að hafa mótandi áhrif á menntastefnuna með þennan bak- grunn eða verður starf þitt fólgið í því að segja aðeins, já ráðherra? Hún kímir þegar hún heyrir gamJa frasann. „Ríkisstjórnin og menntamálaráðherra móta stefn- una, ráðuneytisstjóri útfærir stefn- una,“ segir hún. „Ráðuneytisstjóri á ekki að móta stefnu eða hafa áhrif, en það gefur augaleið að það er styrkleiki hvers ráðuneytis að ráðuneytisstjóri hafi faglega þekk- ingu. Hann hlýtur að vera ráðgef- andi aðili þó svo að það sé auðvitað alltaf endanlega ráðherrans að taka ákvarðanir.“ Stjórnunarhættir Þar sem ástæðulaust er að hlífa ráðuneytisstjóranum við tali um konur i stjórnunarstöðum fer ég nánar út í þau vers. Hún segir mér að tveir stúdentar úr háskólanum, sem fengið hafi það verkefni að skilgreina mun á stjórn- arháttum kvenna og karla, hafi spurt hana hvort hún væri öðruvísi stjórnandi en karlmaður. „Ég hef velt þessu aðeins fyrir mér, því að stór hluti þess starfs sem ég gegni er stjórnun. Ég hef áhuga á stjórn- unarstörfum, nokkuð sem ég var mér ekki meðvituð um áður. Sá áhugi hefur smám saman komið í kennslunni, ég hafði ög hef gaman af að leiðbeina og stjórna, enda veldur sá kennari sem hefur ekki stjórnunarhæfileika oft illa starfi sínu. Stjórnun opnar nýjar víddir og því fylgir þessu starfi eftirvænting. Hér í ráðuneytinu starfa um 80 manns og þar af leiðandi er starf ráðuneytisstjóra viðamikið verk- efni.“ — Finnur þú mun á því að starfa með körlum annars vegar og konum hins vegar? Hún hugsar sig vel um, segir svo að sér finnist það í flestum tilvikum vera persónubundið. „Þegar mönn- um hentar kalla þeir það kynjamun. En þegar grannt er skoðað eru það samskiptin og hvernig til tekst með þau, sem eru ákvarðandi um sam- starf. Þó eru einhver blæbrigði sem maður getur heimfært á kynin,“ bætir hún við. — Ertu femínisti? „Nei, ég nálgast engin mál út frá því sjónarmiði. Konur eiga ekki að þurfa að skilgreina sig. Við höfum okkar sérkenni og karlmenn sín. Eftir því sem árin líða verð ég sann- færðari um að það er munur á kynj- unum og ég vil að hann sé viður- kenndur. En þegar um stjórnunar- störf eða önnur störf er að ræða eigum við ekki einu sinni að velta vöngum yfir honum. Það sem skipt- ir máli eru þeir kostir sem viðkom- andi hefur.“ — Mér er sagt að þú sért smá- munasöm. „Er það já?“ segir hún undrandi í fyrstu en segist svo ekki neita því. „Menn verða smámunasamir og nákvæmir ef þeir hafa unnið lengi að rannsóknum og kennslu. Ég er til dæmis mjög nákvæm eða kannski smámunasöm með allt sem ég læt frá mér í skrifuðu máli. Börnin mín segja hins vegar að ég eigi ekki til smámunasemi! Lestrarkennsla heillandi Guðríður lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1966 og hóf þá að kenna í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. „Það var mjög góður skóli,“ segir hún. „Skólastjórinn var framfarasinnaður svo og kennar- arnir. Ég sé það alltaf betur eftir því sem árin líða hve mikið ég lærði þar. Ég var nokkur ár í Öldutúns- skóla en á sama tíma lauk ég stúd- entsprófí og hóf nám í félagsfræði og þjóðfélagsfræði við háskólann. Þar var ég í fullu námi en kenndi jafnframt hálfa kennslu. Ég skil ekki enn hvernig ég fór að því, ég var nú hálf veimiltítuleg á þessum árum. En ég var með þennan bekk sem ég gat ekki hugs- að mér að skilja við. Ég hafði kennt Menn verða smámunasam- ir og nákvæmir ef þeir hafa unnið lengi að rannsóknum og kennslu. undir niðri. Þarna eru menn komn- ir til að standa sig, en eru elskuleg- ir í samskiptum og maður lærir á að tala við allt þetta fólk, ekki síst prófessorana sem hafa mikil áhrif á stúdenta. Eiginlega fínnst mér allt það umhverfi sem ég hef verið í hafa haft á mig viss áhrif, en ég verð þó að segja að fyrir mestum áhrif- um varð ég frá dr. Brodda Jóhann- essyni fyrrum rektor í Kennaraskól- anum,“ segir hún og hefur nú allt í einu gleymt hinum merka banda- ríska skóla. „Ég hreifst mjög af Brodda og það má segja að ég fari út á þessa braut vegna sterkra áhrifa hans. Ég hlakkaði til að fara á skólasetn- ingar og skólaslit því ég hafði svo mikla unun af að hlusta á ræðurnar hans.“ — Er ekki algengara að nemend- ur stynji undir slíkum ræðum? börnunum frá sjö ára aldri og tímdi ekki að sleppa þeim fyrr en þau voru orðin þrettán ára gömul, þó svo ég kenndi þeim minna eftir því sem þau eltust.“ í Flensborgarskóla kenndi Guð- ríður félagsfræði og sálfræði, varð þar einnig skólaráðgjafi síðar, en eftir nám í Harvard-háskóla kenndi hún námsráðgjöf í Háskóla íslands. Þegar ég spyr hana hvaða skólastig hafi höfðað mest til kennarans í henni, segir hún að það hafi verið sú kennsla sem hún sinnti hvetju sinni. „Þó fínnst mér þegar ég hugsa um kennsluna, að það sem mér haft tekist best hafi verið að kenna lestur. Ég held líka að ég hafi bara verið nokkuð góð í að kenna viðtalstækni í háskólanum. En mér fannst lestrarkennslan al- veg sérstaklega heillandi." Harvard-kona Þeir eru ekki margir íslending- arnir sem stundað hafa nám við Harvard-háskólann í Bandaríkjun- um, en tildrög þess að Guðríður hóf nám þar voru þau, að jafnframt kennslu sinni í Flensborgarskóla vann hún við þroskarannsókn. Við rannsókn þessa sem gerð var á þroskaferli barna og unglinga var stuðst við kenningar frá Harvard. Hún hóf síðan nám við Harvard- háskóla árið 1983 og tók meistara- próf í uppeldisfræði með áherslu á sálfræði og ráðgjöf. „Dvöl mín í Harvard hafði vissu- lega mótandi áhrif á lífsviðhorf mín. Harvard-háskólinn er í útborg Boston sem heitir Cambridge. Bos- ton er mikið mennta- og menning- arsvæði og andrúmsloftið kringum Harvard er alveg sérstakt. Þetta er iðandi skólaborg og ævintýri lík- ust. Umhverfið er fijálslegt, en hvetjandi, ögrandi og menntandi. Fólkið er óskaplega áhugasamt, niaður verður lítið var við þennan harða akademíska metnað sem keyrir allt áfram, þótt hann blundi Græna grasið og farfuglarnir gátu stundum alveg farið með mig. Ég er ekki í vafa um að lenging skóla- tímans sé nauðsynleg. Stundum íhuga ég það alvar- lega hvernig ég get komist hjá því að elda. „Jú, þess vegna nefndi ég þetta. Hann talaði ætíð í líkingum og það höfðaði mikið til mín. Ahrifin voru sterk og hann fer aldrei frá mér. Broddi bar fram áleitnar spurn- ingar sem enn þann dag í dag koma upp í huga mér. Það var þetta sem hann meinti, hugsa ég oft. Hann kallaði stundum á mann til rök- ræðna og ég hafði svo gaman af því hversu mörgu hann lét ósvarað. Enn er ég að leita að svörum við þeim áleitnu spurningum sem hann varpaði fram. Það er óhætt að segja að hann hafi opnaði fyrir mér þá sýn sem varð til þess að ég fékk áhuga á þessum fræðum.“ Ograndi áhrif Lærifeður og uppalendur hafa áhrif á einstaklinginn eins og dæm- in sýna. Guðríður segir að auðvitað sé alltaf um samspil uppeldislegra áhrifa og meðfæddra eiginleika að ræða. „Ég var opin fyrir áhrifum, var næmt barn. Græna grasið og farfuglarnir fóru stundum alveg með mig. Og sóleyjarnar. í kringum heimili mitt í suðurbænum í Hafnar- firði voru stórar breiður af hofsól- eyjum. Við kölluðum þær vatnasól- eyjar því þær uxu í mýrinni. Ég upplifði sjálfa mig í gegnum náttúruna sem var í kringum mig, þó svo að ég væri aldrei sammála honum Tómasi að landslag yrði að heita eitthvað. Myndaði mér skoðun á því mjög snemma. Fannst þó nauðsynlegt að Esjan og Ásfjall hefðu sitt nafn. Þessi viðhorf komu mér svo í koll þegar ég fór að kenna landafræðina. Ég tengi þetta allt saman, hrif- næmi manns fyrir náttúrunni og umhverfinu og því að hafa áhuga á að vera í greinum sem fjalla um manninn. Þegar maður kemst svo í kynni við fólk sem hefur ögrandi áhrif og skilur mann eftir án þess að hafa fært manni sannleikann fer maður að leita hans. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef fært mig af einu skólastigi yftr á annað og síðan lagt stund á rannsóknar- störf. Ég hef reynt að nálgast börn og unglinga frá öllum sjónarhorn- um, gegnum kennslu, ráðgjöf og rannsóknir." Við verðum báðar hugsi yfir manninum og sannleikanum, en svo segir hún: „Ég man að þegar ég var í Kvennaskólanum og las falleg ljóð fylltist ég fögnuði. Til dæmis þegar ég las Hávamál.“ Eg spyr hana hvort hún sé list- hneigð. „Eg held ég hafi upplifað listina í gegnum börnin, bæði við rann- sóknir og kennslu og auðvitað mín eigin böm. Þegar þau loks gáfu mér svar eftir að ég hafði setið með þau tímum saman í viðtölum í rannsóknum varð ég stundum fyr- ir hugljómun. Annars er ég ljóðelsk og tilfínningarík, en hef reynt að bregðast við veruleika þannig að tilfinningar hafi ekki allt of mikil áhrif á hvernig ég met hann.“ Þversögn í menntamálum Þegar Guðríður tók við starfi sagði hún að það væru ýmsir mála- flokkar sem heyrðu undir mennta- málaráðuneytið sem hún hlakkaði til að vinna að, eins og til að mynda listir, íþróttir og æskulýðsmál. Ég spyr hana hver þessara málaflokka höfði mest til hennar. „Upphaflega kem ég hér inn sem ráðunautur í menntamálum, en hins vegar eru menntamál og menning- armál svo nátengd að ég fæ ekki séð hvernig þau verða aðskilin. íþróttir og æskulýðsmál heyra líka undir ráðuneytið og þau eru afar mikilvæg. Þar er hægt að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir hvað snertir unglinga. Vísindi og rannsóknir eru hér líka innan veggja ráðuneytisins og rann- sóknamál eru að verða í miklum brennidepli núna með sameiningu Evrópu. Þannig að það þarf að sinna öllum þessum málaflokkum. Þetta er gífurlega viðamikið ráðuneyti og erindin því óendanleg. Þessir málaflokkar eru allir sam- tvinnaðir og því geri ég mjög lítið úr þessari aðgreiningu. Hvernig á að greina að æskulýðsmál og íþrótt- ir eða menningarmál frá mennta- málum? Öll þessi mál þyrfti hins vegar að kynna betur í þjóðfélag- inu. Og ég sé það sem verulega nauðsyn að stjórnvöld þjappi sér saman um mennta- og menningar- mál.“ — Á sama tíma og niðurskurði er beitt í menntamálum eru allir sammála um að efla beri menntun í landinu. Hvernig sérðu þessa þver- sögn fyrir þér? „Það er nú ekki alveg rétt þetta með niðurskurðinn, háskólinn hefur til dæmis aldrei haft meira fé undir höndum en núna í ár að meðtöldum skólagjöldum. Auk þess verður auknu fé varið til rannsókna og þróunarstarfs. Hitt er svo annað mál að til þess að nægjanlegt fé fáist til skólamála þurfa stjórnvöld að setja menntamál á oddinn. Ef við lítum til nágrannalanda sjáum við að menntamál eru að verða þar áhugamál stjórnmálamanna. Augu þeirra hafa opnast fyrir því að allar framfarir byggjast á menntun. Ég veit að í Bandaríkjunum eru þing- menn komnir með sérstaka ráðgjafa til að undirbúa og skipuleggja skólastefnu. Það tíðkaðist ekki áð- ur. Með breyttri Evrópu hefur at- hyglin óhjákvæmilega beinst að menntakerfí hvers lands. Þá verða þjóðirnar að vera jafngildar. Það er ákvörðun stjórnvalda að sjá um að svo verði. Um leið og við þurfum að huga að því að vera gild á erlendum vett- vangi verðum við líka að hlúa að þjóðlegri menningu. Það er greini- legt að nú þegar sameining Evrópu er í brennidepli leggja menn áherslu á sérkenni þjóðar sinnar, án þess þó að láta þau verða alþjóðasam- starfí til trafala." Skólakerfi í vanda í viðtali við menntamálaráðherra hér í blaðinu síðastliðið haust, sagði hann að bæði grunnskólar og fram- haldsskólar skiluðu lakari nemend-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.