Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 12
12nB 'mÓRGUNBLAÐÍÐ SUNNUDÁGUR 9. MÁÍ 1993 Rætt við Jon Gunnar Jorgensen, sem vinnur að endurútgáfu Heimskringlu Snorra Sturlusonar við Háskólann í Osló. eftir Guðmund Löve EIN MERKASTA heimild norrænna manna um uppruna sinn og sögu er án efa Heimskringla Snorra Sturlusonar. Snorri er talinn hafa samið Heimskringlu á árunum uppúr 1230, en bókin er nú glötuð. Af henni voru þó sennilega gerð mörg eftirrit þótt aðeins eitt þeirra, Kringla, hafi varðveist. Þó er ekki öll sagan sögð, því Kringla brann í Kaupmannahöfn árið 1728. í Oslóarháskóla er nú unnið að nýrri útgáfu af Heimskringlu, sem ætlað er að leysa af hólmi eldri útgáfur og kómast sem næst upprunalegum texta Heimskringlu. Það sem fræðimenn hafa úr að moða, eru meira eða minna heildstæð afrit af Kringlu auk fjölda annarra handritabrota og eftirrita af hluta Heimskringlu- textans í öðrum bókum. Það er því mikil vinna sem bíður Jons Gunnars Jorgensen og samstarfsmanna hans, en víst er að lokaniðurstaðan — endurgerð Heimskringlu í sem upprunalegastri mynd — á eftir að vekja verðskuldaða at- hygli. Heimskringla er mjög mikilvægt fornís- lenskt verk sem hef- ur ekki síður mikla þýðingu fyrir Norð- menn en fyrir íslendinga,“ sagði Jon Gunnar. „Hér er okkar saga skráð nákvæmlega niður, og það hefur ■ ■ verið ómetanlegt fyrir mótun þjóðar- vitundar Norðmanna. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við fáum ijármagn til að hefja þetta verk.“ Að sögn Jons Gunnars eru til þokkalegar útgáfur af Heimskringlu, svo sem útgáfur Finns Jónssonar og Bjarna Aðalbjamarsonar, en mikil- vægi bókarinnar sé slíkt, að góða útgáfu vanti nú tilfinnanlega. Gert er ráð fyrir að Ynglingasaga komi út innan tveggja ára, en allt verkið verður sennilega ekki klárað fyrr en um aldamót. Textinn samsettur úr brotum „Hugmyndin um endurútgáfu Heimskringlu er ekki ný af nálinni," sagði Jon Gunnar. „Hafíst var handa við útgáfu Heimskringluhandritanna hér í Noregi árið 1916. Þar var að verki Finnur Jónsson, og gaf hann út Eirspennil það ár. Fyrir aldamót hafði Frísbók verið gefín út, og það stóð alltaf til að halda þessu verki áfram. Það má því segja að við séum að halda áfram þar sem þá var frá horfíð.“ Samstarfshópurinn um endurgerð Heimskringlu gluggar í eftirrit Ásgeirs Jónssonar. Frá vinstri, Ey- vind Fjeld Halvorsen, Kjartan Ottóssen, Elsa Mundal og Jon Gunnar Jorgensen. — I Jon Gunnar sagði fýrsta skrefíð við endurútgáfu Heimskringlu vera að gera nýja útgáfu af Kringlu. „Við höfum skrifað upp texta aðal Kringlu- handritsins, og erum nú að bæta inn tilbrigðum úr öðrum handritum.“ Púsluspil afrita af afritum Jon Gunnar sagði til vera tvær afskriftir af Kringlu allri og tvær af hluta bókarinnar, auk nokkurra handritabrota. Alltaf væri því verið að vinna með eftirrit af eftirritum og jafnvel brot af eftirritum af eftir- ritum, sem væri hið mesta púsluspil og nákvæmnisvinna. „Bestu eftirritin eru þau sem Ásgeir Jónsson gerði af Kringiu að undirlagi Þormóðs Torfasonar í Noregi í lok 17. aldar,“ sagði Jon Gunnar. „Þau handrit eru nú í eigu Dana, en hafa verið lánuð Oslóarháskóla vegna Kringluverk- efnisins." Að sögn Jons Gunnars gerði Ás- geir eitt heilt eftirrit af Kringlu, sem hefur varðveist, og önnur tvö af fyrsta og öðrum þriðjungi bókarinn- ar. Þá skrifaði Ásgeir upp Jöfra- skinnu, þar sem hann notaði Kringlu til að bæta inn því sem þar vantaði. „Hitt heila Kringluafritið gerði Jón Eggertsson í Kaupmannahöfn árið 1681, nokkrum árum á undan Ás- geiri,“ sagði Jon Gunnar. „Það hand- rit er nú í láni í Kaupmannahöfn en er í eigu Konunglega bókasafnsins í Stokkhólmi. Þá er brot af Kringlu ti! í norsku afriti af Jöfraskinnu sem norski biskupinn Jens Nilsson lét gera, þar sem Kringja var notuð til að fylla í eyðumar í Jöfraskinnu, og einnig er í þessum flokki handrita svonefnd Frísbók, sem svo hejtir eft- ir eiganda sínum og er geymd í Kaup- mannahöfn. Aðeins 1. og 3. hluti Heimskringlu er í Frísbók og er ná- skyldur Kringlutexta, enda gerður eftir systurhandriti hans.“ MIKILVÆGT AÐ FA SEM BESTA HEIMSKRIN GLUÚT GÁFU „HEIMSKRINGLA er með allra mikilvægustu verkum fornra íslenskra og jafnvel evrópskra bókmennta, og því skiptir máli að gengið verði frá henni á eins vandaðan og nákvæman hátt og nokkur kostur er,“ sagði Vésteinn Ólason, prófessor við Háskóla Islands. Vésteinn var frumkvöðull að starfi því sem nú fer fram við Óslóarháskóla um endurútgáfu Heimskringlu, en hann segir mikla grósku vera í Heimskring- lurannsóknum hér á landi sem erlendis um þessar mundir. Villur notaðar til ættrakningar Þegar ætlunin er að komast sem næst uppruna- legum texta handrits, líkt og verið er að gera í Ósló, er fyrsta skrefið að flokka handritin, að sögn Vésteins. Flokkun fer gjarnan fram með þeim hætti, að leitað er að sameiginlegum villum, því tvö handrit með samskonar villu eru væntan- lega komin af forriti sem hefur þessa sömu villu. Forritið getur hins vegar átt sér hliðarhandrit sem ekki hefur villuna, þótt bæði séu þau af sama meiði. Þannig hjálpa villurnar til við að flokka handritin og búa til eins konar ættartölu. „Fyrsta vandamálið við úrvinnslu handritanna er hins vegar að Iesa rétt, það sem þar stendur," - segir YésteinnÓlason sagði Vésteinn. „í fyrsta lagi þurfa menn auðvit- að að þekkja bókstafína, en svo er líka í handritun- um heilmikið af skammstöfunum og samandregn- um formum, og þá kemur upp það vandamál hvernig eigi að láta slíkt í ljós i textanum." Sem dæmi um slíka rithætti nefnir Vésteinn að oft stæði „s“ eða „m“ fyrir sagði og mælti, en gæti eins þýtt segir og mælir. Ef leyst sé upp úr slíkri skammstöfun verði ekki lengur ljóst að vafí hafí leikið á tíð sagnarinnar í upphafí. „Það er væntanlega í undantekningartilfellum sem svona lagað hefur áhrif á hugmyndir eða efnisatriði," sagði Vésteinn. „Það er fyrst og fremst varðandi stíl og málnotkun sem þetta skipt- ir máli.“ Handrit framleidd fyrir Noregsmarkað? Að sögn Vésteins veita handritarannsóknir ekki einungis upplýsingar um frumgerð ritanna, heldur einnig um skrifarann’ tímann sem handrit- ið varð til, staðinn og söguna. „Menn hafa sýnt fram á það, að sumir íslenskir skrifarar hafa notað norskuskotna stafsetningu, væntanlega til að bækurnar yrðu betri markaðsvara í Noregi, eins og Stefán Karlsson hefur bent á mörg dæmi um.“ Að sögn Vésteins hefur slíkt leitt til vanga- veltna um hvort íslendingar hafí verið að skrifa bækur til að selja til Noregs eða gefa konungum og höfðingjum. Vitað sé til að margir textanna hafí verið þekktir í Noregi á miðöldum, og til dæmis er ein traustasta vísbending þess að Snorri Sturluson sé höfundur Heimskringlu sú, að þess er getið í norskri þýðingu frá 16. öld. Var Snorri einnig höfundur Eglu? Aðspurður hvort stílrannsóknir gerðu mönnum kleift að draga nákvæmari ályktanir um hvort Snorri væri einnig höfundur Eglu, sagði Vésteinn að slíkt væri hugsanlegt. „Sá texti Egils sögu sem við höfum er áreiðanlega tiltölulega mikið breyttur frá því sem höfundurinn, og þá líklega Snorri, skildi við hann. Það eru samt til lítil brot frá því á 13. öld, sem hafa dálítið öðruvísi stíl en þau 14. aldar handrit sem verður að miða við. Menn hafa þegar séð, aðallega á einu þessara brota, að stíllinn stendur nær stíl Heimskringlu en hann gerir í yngri Egluhandritum." Vésteinn Ólason I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.