Morgunblaðið - 09.05.1993, Page 30

Morgunblaðið - 09.05.1993, Page 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 -i FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ SíÖustu dagar Bjamafrá Sjöundá í Tugthúsinu í Reykjavík, sem nú er virðulegt stjórnarráðshús, dó Steinunn Sveinsdóttir. í APRÍL árið 1802 hvarf Jón Þorgrímsson bóndi á Sjöundá í Rauðasandshreppi. í júnímánuði sama ár andaðist snögg- lega Guðrún Egilsdóttir húsfreyja á hinum bænum á Sjö- undá, en þar var tvíbýli. Ekki leið á löngu áður en sá kvitt- ur kom upp að dauðsföll þessi væru ekki með eðlilegum hætti. Hinn 8. nóvember þetta ár hófust réttarhöld í þessu máli og lauk þeim með skýlausri játningu maka hinna fram- liðnu, þeirra Steinunnar Sveinsdóttur og Bjarna Bjarnason- ar, þar sem þau viðurkenndu að hafa í samráði og sam- vinnu myrt þau Jón og Guðrúnu. Steinunn var dæmd í héraðsrétti til að hálshöggvast, en Bjarni til að klípast þrisvar með glóandi töngum, handhöggvast og verða síðan gerður höfðinu styttri. Landsyfirréttur bætti síðan tveimur klípingum við. Þessi dómar var síðan staðfestur í hæsta- rétti Dana 2. nóvember 1803. Kjartan Sveinsson, fyirv. skjala- vörður, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar 1968 þar sem hann segir frá skjöl- um sem að tilhlutan hans fundust þá skömmu áður í Stiftisskjalasafn- inu í Kristjánssandi í Norgi. „Mig hafði lengi grunað að í Stiftsskjala- safninu þar í borg hlytu að leynast heimildir um síðustu daga Bjarna frá Sjöundá og aftöku hans,“ segir i Kjartan í greininni. Þar kemur líka fram að „Steinunn varð svo lánsöm að fá að deyja í kóngstugthúsi hér í Reykjavík, þeim kvaiastað, sem nú er virðulegt stjómarráðshús, og var hún urðuð af 11 tugthúslimun- um í Amarhólsholti, spölkorn suð- austur frá kór Hallgrímskirkju." Kjartan getur þess ennfremur að 1961 hafi fundist nokkur skjöl varð- andi mál Bjama í skjalasendingu, sem skilað hafði verið frá Dan- mörku árið 1928. Þar var m.a. reikningur frá Troholt böðli í Krist- jánssandi fyrir aftöku Bjarna, sem nam hvorki meira né minna en 50 ríkisdölum, svo og um kostnað á rommi og sykri handa varðmönnun- um. Stjórnvöldunum fannst slíkt ofrausn, og átöldu jafnframt þá óráðsíu, hvað Bjarni hefði fengið dýran mat þessa fjóra daga meðan hann sat i fangelsinu, sama sem dauður maðurinn. Þegar Kjartan Sveinsson kom til Kristjánssands í Noregi til þess að yfirlíta þau skjöl sem fundist höfðu spurði hann skjalavörð þar hvort fangelsi það sem Bjarni hafði gist, stæði enn, en það var þá löngu rif- ið og horfið. „Eg spurði hann um hinn foma aftökustað Kristjáns- sands, og benti hann mér yfir höfn- ina á stað, sem enn ber réttnefnið Gálgabergstangi. Undir grasrótinni þar hvíla nú bein sakamannsins frá Rauðasandi," segir Kjartan í grein- inni. Eitt af skjölunum sem fundust var bréf frá bæjarfógetanum í Kristjánssandi daginn sem aftaka Bjarna hafði farið fram, 4. okt. 1805. Þar segir: „Að aftöku saka- mannsins Bjarna Bjarnasonar frá íslandi hafi nú í morgun kl. 7% verið fullnægt, samkvæmt hæsta- réttardóminum frá 2. nóv. 1803, á þann hátt, að hægri hönd hans var fyrst höggvin af honum lifandi með exi og höfuðið á eftir á sama hátt, vil ég hérmeð í undirgefni tilkynna." Þann 17. maí hafði konungur úrskurðað að íslenskur pestur skyldi fylgja sakamönnum til aftöku, vegna sáluhjálpar þeirra. Hjörtur Jónsson, seinna prestur og prófast- ur á Gilsbakka, var skikkaður til að fylgja Bjarna og tók þeirri út- nefningu. „Það er alkunnugt að séra Hjörtur tók þetta hlutverk svo nærri sér að hann var lengi miður sín á eftir,“ segir Kjartan og bætir við: „En þótt Hjörtur væri óvanur mannaslátrun, brást hann hvergi þegar á hólminn kom, og skjallegar heimildir eru til um það, að Bjarni hafi fengið hann til að halda fast í vinstri hönd sína, meðan sú hægri fauk og höfuðið á eftir, á högg- stokknum á Gálgabergstanga.“ Því má við bæta að séra Hjörtur fékk 200 ríkisdali sem aðalþóknun og fríar ferðir báðar leiðir, auk þess 1 ríkisdal á dag meðan ferðin stæði, er síðar var hækkað í tvo dali, en alls tók ferð hans rúma 10 mánuði. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Hippar og Víetnam ví er stundum haldið fram að Bandaríkjamenn hafi tapað Víetnamstríðinu á heimavelli, en ekki á víg- vellinum í Víetnam. Víst er að bandarísk stjórn- völd áttu mjög undir högg að sækja gagnvart þeirri hörðu andstöðu sem stríðsreksturinn mætti á Vesturlöndum á árunum um og eftir 1970, einkum meðal ungs fólks. í þá daga var hippahugsjónin allsráð- andi og hvers kyns vígaferli og vopnaskak áttu ekki upp á pallborð- ið, enda engin ástæða til að mæla slíku bót. Hipparnir höfðu þannig ýmislegt til síns máls í þessum efnum, þótt annað í þeirra lífssýn orki tvímælis nú á dög- um. Baráttan gegn Víet- namstríðinu var sem sagt háð á mörgum víg- stöðvum víða um heim og mótmælafundir og fjöldagöngur daglegt brauð, einnig hér uppi á íslandi, eins og þessar myndir bera vott um, en þær eru teknar um 1970 þegar „blóm og friður“ voru orð dagsins. Sumir gerðu sér grein fyrir sögulegu mikilvægi þessarar stundar og til vinstri á myndinni má sjá ungan og upprennandi ljósmyndara, Gunnar V. Andrésson, munda vélina og þrykkja atburðina á filmu. ÞANNIG . . . ER HEITIÐ NIKÓTÍN TILKOMIÐ SENDIHERRADUFTIÐ NIKÓTÍN er þekktur vímugjafi og finnst í tóbaksplöntunni, sem upprunnin er í Ameríku. Auk þess að veita nikótínistum unað hefur nikótínið verið notað til lækninga, sem skordýraeitur og baðlyf sauð- kinda. Latneska heitið nikotina er dregið af nafni Jean Nicots, fransks stjórnarerindreka sem breiddi út tóbaksnotkun í Evrópu. ÉC HEITI____ VORSVEINN ÞÓRGRÍMSSON ÞEIR ERU ekki margir íslend- ingarnir sem heita eftir árstíð- unum en á þessum fyrstu vor- dögum er við hæfi að kynna til sögunnar Vorsvein Þór- grímsson, annan tveggja Is- lendinga sem bera nafnið. Sjö konur bera hins vegar nafn tengt vorinu; Vordís og svo skemmtilega vill til að leiðir Vorsveins og einnar Vordísar- innar lágu eitt sinn saman á dansleik. Vorsveinn, jafnan kallaður Vori, er Húsvíkingur en skírður eftir kunningja foreldra *• sinna sem er frá Akuréyri. Fannst foreldrum Vorsveins- nafnið fallegt og ákváðu að skíra í höfuð manninum, sem hefur haldið góðu sambandi við fjöl- skylduna, ekki síst vegna nafna síns. Móðir Vorsveins, Emhild Olsen, segir prestinn í fyrstu hafa efast um nafngiftina en þegar foreidrarnir bentu á að annar maður bæri nafnið sam- þykkti prestur það. „Þá varð Vorsveini eldri það að orði að strákurinn ætti bágt að bera I þetta nafn en ég held að raunin hafí verið sú að báðir séu ánægð- ir með nafnið.“ Undir þetta tekur Vorsveinn yngri en hann segist ekki hafa orðið fyrir óþægindum vegna nafnsins, nema hvað ókunnugir fari stundum vitlaust með það. Einkennilegar tilviljanir geta Vorsveinn Þórgrímsson. hins vegar komið upp eins og Vorsveinn rak sig á fyrir nokkr- um árum. Hann hafði brugðið sér á dansleik og boðið upp stúlku. Þegar hann spurði hana að nafni kom í ljós að hún hét Vordís. Ekki varð þó meira úr kynnum þeirra Vorsveins. Nafnið Vorsveinn er sett sam- an af nafnorðinu vor og viðliðn- um -sveinn. Tæpast hefur fæð- ingartími nafnberanna tvegga ráðið öllu um nafngiftina, því þeir eru báðir fæddir að sumri, sá eldri í júní og sá yngri í júlí. Jean Nicot var sendiherra Frakka í Portúgal 1559-61. Nicot var aðeins 29 ára gamall þegar hann gerðist sendiherra og þótti mjög hæfur og vel menntaður. Meðal af- reka hapg var ritun franskrar orða- bókar. Frans 2. Frakkakonungur, sem var aðeins 16 ára gamall, fól Jean Nicot að ganga frá hjúskapar- sáttmála sex ára gamallar systur sinnar, Margrétar af Valois, og Don Sebastians Portúgalskonungs, sem þá var fímm ára. Þrátt fyrir verð- leika Nicots og vinfengi við móður brúðgumans væntaniega fóru samn- ingaviðræðurnar út um þúfur og árið eftir andaðist Frans 2. Dvö! Nicots í Portúgal varð þó ekki með öllu árangurslaus. Eitt sinn heimsótti Nicot Konunglegu lyfsöl- una í Lissabon og þar gaf flæmskur kaupmaður honum fræ tóbaksplöntu sem nýlega höfðu borist frá Flórída. Nicot sáði fræjunum og ræktaði af mikilli natni, uppskeran varð eftir því. Áður en Nicot yfirgaf Portúgal sendi hann Katrínu af Medici kon- ungsmóður í Frakklandi sýnishom af fyrstu uppskerunni. Nicot hafði séð hve góð áhrif „ameríska duftið“ hafði á neytendur þess og vissi jafn- fram hve geðstirð og döpur Katrín Jean Nicot sendiherra stuðlaði að útbreiðslu tóbaksneyslu í Evrópu. gat verið. Katrín ánetjaðist duftinu og varð ákafur notandi „ambassador- púðursins" eins og hún kallaði það. Neftóbakið komst í tísku og ekki leið á löngu uns enginn þótti maður með mönnum við hirðina nema hann fitlaði við tóbaksbaukinn. Yfirábótinn á Möltu fékk einnig tóbakssendingu frá Nicot vini sínum. Nicot taldi tóbaksduftið geta létt munkum lífið, sem honum þótti helst til viðburðasnautt. Ábótinn var svo ákafur í að útbreiða tóbaksnotkunina að munkarnir fóru brátt að tala um „ábótaduftið". Nicot sneri loks til Parísar með mikinn tóbaksfarm. Auðgaðist hann mjög á tóbaksrækt og sölu á næstu árum. Hin nýja nautnavara aflaði framleiðandanum talsverðrar frægðar og var afurðin brátt kölluð nicotiana. Tískan er hverful og eftir skamma dýrðardaga risu upp andstæðingar tóbaksins. Þar fór fremstur í flokki Jakob 6. Skot- landskonungur, sem síðar varð Jakob 1. Englandskóngur. Hann barðist jöfnum höndum gegn nautnajurt Nicots og pápísku. Innocentíus 10. páfí gekk svo Iangt að setja tóbaks- notendur út af sakramentinu. í Sviss lét þingið í Bern bæta „reykingum" við morð og þjófnað í Boðorðunum tíu. Amurat 4. dæmdi reykingamenn til dauða og rússneski keisarinn lét nefhöggva tóbaksneytendur, Sifi keisari lét einfaldlega stjaksetja þá. Frakkar urðu fyrstir til að skatt- leggja tóbaksnotkun. Tóbaksskattur- inn reyndist fljótlega hin tryggasta tekjulind og aflaði það jurtinni hans Nicots skjótra vinsælda meðal ráðs- manna ríkiskassa vítt um heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.