Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRE7TIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
\
C 7
Norskar hrefnuveiðar
NORÐMENN
Umhverfisvernd og _ “Lfi'ret"™
sliórnun auðlindanytinffar úr vísindaveiðum
" •> ° sinum, sem hofust
um miðjan apríl. Þeir hafa ennfremur ákveðið að hefja hrefnuveið-
ar í ábataskyni, þrátt fyrir að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi samþykk
að framlegja hvalveiðibannið um eitt ár. Gagnrýnisraddir hafa
haldið því fram að ákveðin þversögn sé í ákvörðun norskra stjórn-
valda um að hefja hinar hefðbundnu hrefnuveiðar á ný annars
vegar og einarðan stuðningur norskra sljórnvalda við umhverfis-
vernd og sjálfbæra þróun á alþjóðlegum vettvangi hins vegar. Norsk
stjórnvöld hafna slíkri gagnrýni:
„Noregur hefur tekið að sér for-
ystuhlutverk í því starfi að móta
alþjóðlega stefnu í umhverfismál-
um. Þungamiðjan í þeirri stefnu-
mótun hefur verið samvinna um
skynsamlega nýtingu og vernd end-
urnýjanlegra náttúruauðlinda og
umhverfi þeirra. Ákvörðun norsku
ríkisstjórnarinnar um að hefja á
ný hefðbundnar hrefnuveiðar stríð-
ir ekki á móti stefnunni um ják-
vætt framlag til umhverfisverndar
á jörðinni.
Stafar ekkl hætta af hóflegum
veiðum
Stofnum sjávarspendýra stafar
ekki mest hætta af hóflegum veið-
um heldur af reknetum, drauganet-
um, olíumengun og annarri eyði-
legginjgu á lífríkinu. í liðlega 20
ár hefur Noregur verið í farar-
broddi þeirra sem hafa viljað koma
á skuldbindandi alþjóðlegu sam-
starfi til þess að koma á stjórn
mengunar frá iðnaði og skipum,
losun úrgangs frá landi og förgun
geislavirks og annars úrgangs.
Noregur hefur þannig átt frum-
kvæði að gerð ýmissa alþjóðlegra
samninga um verndun sjávar og
tekið virkan þátt í gerð annarra
sáttmála. Sem dæmi um slíka sátt-
mála má nefna Óslóarsáttmálann
um förgun hættulegra efna í Norð-
ursjó og norðaustanvert Atlants-
haf, Lundúnarsáttmálann. um losun
úrgangs frá flugvélum og skipum,
Bonnsáttmálann um baráttuna
gegn mengun frá olíu- og efnaúr-
gangi og Parísarsáttmálann um
losun úrgangs frá landstöðvum í
Norðursjó og norðaustanvert Atl-
antshaf.
Mlkilvæg grundvallaratriði
Við stjórnun endurnýjanlegra
auðlinda eru viss grundvallaratriði
afar mikilvæg:
Nýtingarþol - nýtingin verður að
vera innan framleiðslugetu stofn-
anna, þannig að stofnanir minnki
ekki.
Líffræðilegur fjöibreytiieiki -
tryggja verður að engum tegundum
sé útrýmt eða stofnstærð þeirra
minnkuð um of, þannig að líffræði-
legur fjölbreytileiki jarðar haldist.
Heildarsýn - allar tegundir í einu
og sama vistkerfinu eru hluti af
samofinni heild og eiga þess vegna
að stjórnast sem eitt.
Réttur til nýtingar - Þjóðir og íbú-
ar einstakra svæða hafa rétt til
þess að nýta þær náttúruauðlindir
sem eru til staðar í umhverfí þeirra
að fullnægðum þeim meginreglum
sem að ofan er getið.
Forsendur fyrir því að unnt sé
að halda þessar meginreglur eru:
- að stjórnun auðlindanýtingar-
innar byggi á vísindalegri ráðgjöf
er byggi á bestu fáanlegri þekk-
ingu,
- að óvissa á líffræðilegum þáttum
leiði til varfærinnar nýtingarstefnu
og að öll nýting eigi sér stað innan
eðlilegra öryggismarka,
- að allri auðlindanýtingu fylgi
vöktun,
- og að markvisst eftirlit eigi sér
stað til að tryggja að stjórnunar-
reglum sé fylgt fullkomlega eftir.
Sjálfbær þróun
Markmið Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins er að stjórna hvaleiðunum í
samræmi við meginreglur um sjálf-
bæra þróun og nýtingu. Þessar
meginlínur liggja einnig til grund-
vallar þátttöku Noregs í störfum
Alþjóða hvalveiðiráðsins. Noregur
hefur tekið virkan þátt í þróun nýs
og öruggara veiðistjórnunarkerfís
og hefur gert umgangsmikið rann-
sóknarátak til að útvega nauðsyn-
leg gögn og upplýsingar um
hrefnustofninn á norðaustanverðu
Atlantshafi.
Hinar endurnýjanlegu auðlindir
eru grundvöllur lífs okkar á jörð-
inni. Umhverfisvemd er þess vegna
fyrst og fremst það að vemda
margbreytileika tegundanna og
framleiðslugetu þeirra svo að
mannfólkið geti nýtt þær í dag og
haldið áfram þeirri nýtingu um
ókomna tíð. Hrefnuveiðar sem lúta
skynsamlegri stjóm er umhverfs-
væn leið til að framleiða mat.
Krafan um stöðvun allra hvaleiða
er því í dag í andstöðu við hin raun-
verulegu umhverfísverndarverk-
efni sem mannkynið stendur nú
frammi fyrir.“
Humarþvottavél,
sérstaklega hönnuð fyrir óslitinn humar,
en þvær að sjólfsögðu slitinn humar.
Eigum aðeins tvær vélar ó lager.
Yfir 15 bótar eru með slíka vél um
borð og likar mjög vel.
Vinsamlegst pantið tímanlego.
K. Ragnarsson hf
sími 92-67200.
. SKIPAPLÖTUR- INNRETTINGAR
PLÖTUR í LESTAR
J I . ffh SERVANTPLÖTUR
.111 SALERNISHÓLF
■ 1 JLlJ baðþiuur
ELDHÚS-BORÐPLÖTUR
LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA
Þ.Þ0R6BIMSS0N&C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
VIBGERBAR
HÚNUSIA
Á VÖKVADÆIUM
OG BÚNAÐI
Sérhæft verkstæði - Allar
dælur álagsprófaðar i
nákvæmum prófunarbekk.
Áratuga reynsla starfs-
manna og fullkomnasta
vökvadæluverkstæði
. landsins tryggir þér
vO/ góða þjónustu.
LÁNDVÉÍARHF
SMIDJIMEGI66. KÓm/OGI. S. 9176600
Eigum marningsreimar ívélar
nr. 694, 695, 697 og 699
Ýmsar gúmmíviðgerðir.
Gúmmísteypa Þ. Lárussonar,
Hamarshöfða 9, sími 91-674467.
WtÆKMÞAUGL YSINGAR
BÁTAR — SKIP
Útgerðarmenn - vélstjórar
Tökum að okkur vélaviðgerðir t.d. Cummins,
GM, Mitsubishi o.fl.
Einnig forþjöppuviðgerðir.
Ódýr og góð þjónusta.
Upplýsingar í síma 40896, Kristinn.
Til sölu
Sómi 860, árgerð ’92. Mjög vel búinn tækjum
og með góða aflareynslu.
Upplýsingar í síma 96-61653.
KVlfrTABANKINNl
Höfum til leigu þorsk, ýsu,
ufsa, karfa og skarkola
Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.
KENNSLA
Fiskvinnsluskólinn
Hvaleyrarbraut 13, 220 Hafnarfirði.
Sími 52044 - Fax 53663.
Umsóknir um skólavist. næsta haust berist
skólanum fyrir 10. júní nk. Hafið samband
við skólann og fáið sendan upplýsingabækl-
ing um námið og inntökuskilyrði.
Skólastjóri.
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
9
Skólaslit
Afhending prófskírteina og skólaslit Stýri-
mannaskólans í Reykjavík skólaárið 1992-
1993 verða í hátíðasal Sjómannaskólans
föstudaginn 21. maí nk. kl. 14.00.
Eldri nemendur og allir afmælisárgangar
skólans eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Skólameistari.
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
Skólavist skólaárið
1993-1994
Innritun stendur yfir:
Inntökuskilyrði eru m.a:
1. Siglingatími:
14 mánuðir á skipum fyrir 12 rúml.;
6 mánuðir af þessum tíma mega vera við
störf tengd sjómennsku. Auk þess er
heimilt að meta siglingatíma á minni bát-
um, allt að 6 mánuði.
2. Fuilnægjandi vottorð um sjón og heyrn.
3. Grunnskólaprof (10. bekkur) eða hlið-
stætt próf.
4. Kunna sund.
Upplýsingar gefnar í síma 13194 frá kl. 8.00-
14.00 daglega.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.
Skólameistari.
Sjávarútvegsdeildin
á Dalvík - VMA veturinn 1993-1994
c.. ... , OalA'í
Skipstjornarnam:
Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs.
Fiskiðnaðarnám:
Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs.
Almennt framhaldsnám:
1. bekkur framhaldsskóla.
Heimavist á staðnum.
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Upplýsingar í símum 61083, 61380, 61160
og 61162.
Skólastjóri.
Til sölu
tæki til harðfisk-
eða hausaframleiðslu
Til sölu eru m.a. frystir (barkareiningar ca.
50 m3) m/pressu. Frystivélin samanstendur
af reimdrifinni frystivél á stálgrind með 15
hö. rafmótor, mestu afköst 14.760 Cal/h við
-*-30°. Þurrkklefi (tæki) með varmaskiptum
og rakastýringu. Þurrkgrindur ca. 500-600
st. ásamt hjólapöllum, tveir valsarar, vigt
m/strikamerkingu, tvær vacumpökkunarvél-
ar, kúttari fyrir bitafisk ásamt fleiru.
Selst saman eða í sitt hvoru lagi.
Upplýsingar í síma 98-12947 (Gísli) eða
í heimasíma 98-12567.
FISKVINNSLUDEILDIN
DALVÍK