Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1993 BLAÐ ^HAGKVÆMS KVOTA markaðurinn Sími 614321 ■ Bréfsími 614323 EFNI Fyrirtæki 3 Fyrirtæki í skipa- þjónustu samein- ast í Skipanetinu Afiabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna IVIarkadsmái 3 Rússneski flotinn úreltur og fisk- iðnaðurinn nán- ast f rúst Greinar 7 Hrefnuveiðar Norðmanna LENGSTA GEIRNYTIN Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson SKIPVERJAR á togaranum Árbaki EA frá Akureyri veiddu á dögun- um stærstu geirnyt, sem vitað er til að veiðzt hafí hér við land. Kykv- endið var 137 sentimetrar að lengd og vóg um 15 kíló. Aðra slíka fengu þeir I sama túr, en hún var „aðeins" 135 sentimetrar að lengd. Fiska þessa, sem einnig ganga undir nöfnunum hámús, særotta og rottufiskur, fengu þeir á grálúðuslóð út af Berufjarðarál á um 450 til 460 faðma dýpi. Það er Hallur Jósepsson, skipveiji á Árbaki, sem er hér með stóru geirnytina í fanginu. í bók Gunnars Jónssonar, is- lenzkir fískar, segir að geimyt verði lengst 120 sentímetrar. / Erum mestu syndaselimir í rælguinnflutmngi til EB Röng upprunavottorö héðan næstum því 60% tollsvikanna RÖNG uppruna- vottorð og önnur sviksemi með sjáv-' arafurðir, sem fluttar eru til Evr- ópubandalagsins, EB, samkvæmt tvíhliða samningi, kostuðu bandalagið sex milljónir ECU, 464 milljónir ísl. kr., á síðasta ári. Kemur þetta fram í skýrslu framkvæmdanefndarinnar fyrir 1992 en það vekur athygli, að íslensk útflutningsfyrirtæki voru þá mestu syndaselirnir með hátt í 60% svikanna. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru birtar í Eurofish Report, nú í mai. í EB-skýrslunni segir, að ýmiss kon- ar sviksemi varðandi inn- og útflutning og framlög frá EB sé metin á rúmlega 270 milljónir ECU, næstum 21 milljarð ísl. kr., og er hún að langmestu leyti tengd landbúnaðinum. Fiskurinn svar- ar ekki nema til 2% svikanna en hvað hann varðar er oftast um að ræða röng upprunavottorð á fiski frá þriðja landi. Er útdráttur um fiskinn svohljóðandi: Noregur: Röng upprunavottorð, sérstaklega hvað varðar þorsk, svara til þess, að svikist hafi verið um að greiða 1,3 millj. ECU, rúmar 100 millj. ísl. kr., í toll til EB. Island: íslensk fyrirtæki fluttu inn rækju frá þriðja landi og fluttu hana síðan til EB á „EUR.1“ skjölum, sem þýðir, að rækjan sé íslensk og skuli því tolluð í samræmi við það. Náin samvinna milli svikadeildar EB og við- komandi yfirvalda á íslandi hefur tak- markað þessa iðju verulegu en áætlað er, að hún hafi kostað EB 3,5 millj. ECU, 270 millj. kr., á síðasta ári. Seychelles: Frá Seychelles-eyjum hefur verið fluttur inn niðursoðinn tún- fiskur á „EUR.1“ skjölum en vitað er, að sumt af fiskinum veiddu skip frá þriðja landi. Tollsvikin er áætluð 77,25 millj. kr. Auk þessa á Evrópubandalagið úti- standandi skuldir frá fyrri árum, það er fyrir 1992, og eru þær áætlaðar nærri 800 millj. kr. Kemur þar til dæmis Tæland við sögu en þó einkum Máritíus, Fiji og Salómonseyjar og að mestu leyti vegna túnfisks. Fréttir Markaðir Mikil sala á bobbingum ■ SALA á millibobbingum sem Gúmmivinnslan á Akur- eyri framleiðir hefur aukist jafnt og þétt, árið 1988 seldi fyrirtækið 5 tonn af þessari vöru, en á síðasta ári var salan komin upp í 100 tonn. Millibobbingar Gúmmí- vinnslunnar eru um borð í langflestum íslenskum fiski- skipum og farið er að huga að útfíutningi./2 ---------- Fiskkaup selja mikið af saltfiski ■ Á FYRSTU fjórum mán- uðum þessa árs hefur fyrir- tæki Jóns Ásbjörnssonar, Fiskkaup hf., selt 1.053 tonn af unnum saltfiski til Spánar en til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra nam salan á Spánarmarkað 2.261 tonni. Fiskkaup hafa nýlega tekið í notkun nýtt verkun- arhús í Reykjavík og eykur það vinnslugetuna verulega frá því, sem var./8 Mikið veitt af alaskaufsa Heildarveiði atlantshafs- þorsks og alaskaufsa (millj. tonn) 7 - Alaskaufsi [— Atlantshafs- þorskur 4 3 1961 19661971 19761981 19861991 1993 2 1 0 ■ ALASKAUFSI er mest veidda einstaka fisktegund í veröldinni. Árlega veiðast um 6 milljónir tonna og eru þar Rússar afkastamestir. Síð- ustu 30 ár hefur afli af alaskaufsa nær stöðugt farið vaxandi. Því er öfugt farið með Atlantshafsþorskinn, en afli af honum hefur á sama tíma fallið úr um 3 milljónum tonna niður í 1,2 og bendir fátt til annars en sú þróun haldi áfram. Afli hér við land hefur fallið verulega, sömu sögu er að segja um Kanada, Færeyjar og Norðursjó./6 BEST I NORÐURSJONUM BEST I ATLANTSHAFINU BEST I KYRRAHAFiNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.