Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Fyrst var efnt til kirkjulistahá- tíðar fyrir sex árum og hún er nú haldin í fjórða sinn. Hallgrímskirkja var upphaf- lega vettvangur hennar og hýsir á ný aðalviðburði hátíðarinnar þótt ýmsar kirkjur aðrar komi við sögu. Að hátíðinni standa fleiri en fyrr, bæði prófastsdæmin í Reykjavík, hið eystra og vestra, með stuðningi þjóðkirkjunnar og Listvinafélags Hallgrímskirkju. Aðgöngumiðar á tónleika vikunnar fást í Hallgríms- kirkju. Lofsöngur Páls ísólfssonar verð- ur fluttur á setningu kirkjulistahá- tíðar af Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveitinni, sem einnig leikur Passacagliu hans í f-moll. Að loknu ávarpi biskups frumflytur Dómkórinn ásamt einsöngvurum „Sálma“ Hróðmars Inga Sigur- björnssonar. Þá verða úrslit kynnt í samkeppni um orgelverk og verð- launaverkin flutt. Setningin hefst klukkan 14. Kornungur með óperu og verðlaun Yfir sjötíu verk bárust í keppnina og ákvað dómnefnd að verðlauna þrjú. 23 ára Þjóðverji, Markus Hör- ing, samdi verkið Pro Organo sem hlaut þriðju verðlaun. Hann ætlar að flytja það sjálfur á setningartón- leikunum í dag ólíkt hinum verð- launahöfunum tveimur. Höring er fæddur og uppalinn í Munchen, hann hóf fyrir fjórum árum nám við ríkistónlistarháskóla borgarinn- ar og lýkur því á næsta ári. „Ég legg stund á orgelleik og tónsmíð- ar,“ segir Höring, „og hefur ekki önnur eins blanda þekkst í skólan- um í aldarfjórðung. En mér hefur verið orgelið kært frá því ég var lítill og finnst ég ekki verða heill nema ég geti bæði túlkað og samið tónlist." Höring hyggur á framhaldsnám í tónlistarfræðum. Hann kveðst gera mikið af því að semja, „ég hef samið óperu og verk fyrir stóra hljómsveit, strengjakvartetta og kammermúsík. Þetta verk sem ég spila í dag, er hugsað fyrir konsert jafnt sem helgihald. Það er erfítt tæknilega en vonandi trúverðugt um leið, með frönskum áhrifum í hljómblæ og þýskum í kontrapunkti þegar ein rödd eltir aðra. Miðpartur verksins er einmitt fúga og þættir þess ofnir hver inn í annan. Ég á mína eigin sögu um þetta verk en hún er leyndarmál, hlústandinn verður að vita hvort hann heyrir ekki eigin útgáfu." Samkeppnin um orgelverk er að sögn Harðar fyrsta alþjóðlega tón- listarkeppnin sem íslendingar standa að. Tónskáldin voru beðin _ að miða við eiginleika orgelsins í "’ Hallgrímskirkju og semja stutt verk. Hörður segir að listalífíð eigi ekki að vera á skjön við helgihald- ið, örstutt verk henti vel við guðs- þjónustur og í ráði sé að gefa ýmis verk úr keppninni út á bók. Orgel- verkin sem bárust, undir sjötíu að tölu, séu ákaflega ólík. „Það er gaman að sjá hve margir settu sig í íslenskar stellingar,“ bætir hann við, „líkt og höfundur verksins sem varð í fyrsta sæti, Kjell Mörk Karls- en frá Noregi, nefnir verk sitt Tví- söng og vinnur skemmtilega úr því íslenska fyrirbæri." Karlsen var ókominn til landsins þegar vinnu lauk við menningar- blaðið í gær, en í sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtast viðtöl við hann og Hans Fagius organista dagsins á kirkjulistahátíð. Hallgrímur falinn í nótunum í öðru sæti samkeppninnar varð verk Svíans Anders Nilsson, Partita per Organo. Sænski organistinn Hans Fagius flytur það eins og Tvísöng Karlsens. Nilsson segir partítu gamalt tónlistarform, nokkurs konar forvera sónötunnar. „Verkið er í íjórum þáttum," segir hann, „ákalli, ummyndun, sorgarsöng og uppstigningu, þar sem þeir sameinast og rísa. Ég nota tvö grunnstef sem bæði hafa þá náttúru mynda nafn úr nótum. Þetta heitir anagram, eins og annar þáttur verksins, og í því felst dulin Hans l-agius. Hörður Áskelsson. Hans Dieter Möller. Daniel Roth. Almut Rössler. merking. Ég óf nafninu Hallgrímur inn í nóturnar vegna þess að saga hans og minning í þessari stóru kirkju hefur hrifið mig í fyrri ferðum til íslands." Öld frá fæðingu Páls Hundrað ár verða í október liðin frá fæðingu Páls ísólfssonar tón- skálds og organista. Hann var brautryðjandi í kirkjutónlist á Is- landi og verða orgelverk hans leikin á lokatónleikum hátíðarinnar, á sunnudaginn að viku liðinni. Hörður Áskelsson, organisti í Hallgríms- kirkju og formaður framkvæmda- stjómar listahátíðarinnar, flytur þessi verk. Hann segir að Páll hafi fengið tónlistargáfu í vöggugjöf og að auki verið fyrsti vel menntaði kirkjutónlistarmaðurinn á Islandi eftir nám í Leipzig í upphafi aldar- innar, í miðri hringiðu kirkjutónlist- ar í heiminum. Matthías Johannessen skráði við- talsbækur við Pál og segir um hann í dagskrárriti kirkjulistahátíðar: „Og verk stóm meistaranna efldu með honum styrk. Þegar þau knúðu dyra kvaðst hann vera rólegur og hugsandi. Þau væru eins konar til- raun til að leysa ráðgátuna miklu og þótt dr. Páll væri öllum mönnum skemmtilegri og fyndnari enda kannski þekktastur fyrir það meðan hann lifði var þessi ráðgáta honum ávallt efst í huga og verk meistar- anna vitjuðu hans eins og þegar skýin sigla á himninum og hverfa svo í fjarskann, svo að vitnað sé í hann sjálfan." Ólíkir hljómar orgelsins í Hallgrímskirkju Fimm orgeltónleikar verða í Hall- grímskirkju meðan á listahátíðinni stendur. Á þeim er ætlunin að sýna hvað býr í þessu volduga hljóðfæri sem vígt var í vetur. Hvernig það sameinar möguleika franskrar róm- antíkur og barrokks, þrátt fyrir að tvær aldir beri í milli. Hans Fagius leikur verk eftir Johan Sebastian Bach, auk verð- launaverka í tveim efstu sætum samkeppninnar, á tónleikum sem hefjast klukkan 17 á morgun, sunnudag. Hann er í hópi virtustu organista álfunnar og starfar við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Sérgrein hans er rómantísk tónlist og barrokkverk. ÖH orgelverk Bachs hafa komið út í flutningi hans á 17 geisladiskum. Á mánudag leikur Þjóðverjinn Hans Dieter Möller spænsk verk og spuna í Hallgrímskirkju og hefj- ast tónleikarnir klukkan 20.30. Hann er prófessor í Diisseldorf og hefur haldið fjölda tónleika og nám- skeiða og leikið inn á plötur og diska. Hann er orgelráðgjafi erki- biskupsins í Köln og var með í ráð- um um smíði orgelsins í Hallgríms- kirkju. Frakkinn Daniel Roth hefur hlot- ið fjölmargar alþjóðlegar viður- kenningar fyrir orgelleik. Hann var um tíma organisti Sacre Coeur- kirkjunnar í París en varð síðar yfírorganisti við St. Sulpice-kirkj- una þar í borg. Roth er jafnframt prófessor við Tónlistarháskólann í Saarbrucken. Túlkun hans á verk- um frönsku orgelmeistaranna er rómuð, hann leikur verk eftir Franck og Widor á þriðjudagstón- leikunum sem hefjast klukkan 20.30. Kvöldið eftir flytur hann sálumessu Duruflés ásamt Mótettu- kór Hallgrímskirkju og einsöngvur- um. Nútíminn Eitt mesta orgelverk aldarinnar, „Bókin um heilagt sakramenti" eft- ir Olivier Messiaen, verður flutt á fjórðu tónleikunum af þýsku lista- konunni Almut Rössler. Hún frum- flutti verk tónskáldsins síðasta ára- tuginn sem það lifði og er þetta lokaverk hans. Rössler starfar í Dusseldorf, hún er kantor og kór- stjóri í Jóhannesarkirkjunni og pró- fessor við tónlistarakademíu í borg- inni. Á síðustu tónleikum listahátíðar- innar, 6. júní, leikur Hörður Áskels- son orgelverk Páls ísólfssonar ásamt Toccötu sem Jón Nordal samdi í minningu hans. Hörður seg- ir að nú sé loksins orgel á íslandi sem hafi þann hljóm sem verkin krefjist. Þessir tónleikar hefjast klukkan 20.30 eins og hinir næstu á undan. Af öðrum tónlistarviðburðum kirkjulistahátíðar má nefna tónleika norska Bærum Bach-kórsins í Laugameskirkju á morgun klukkan 20.30. Kórinn syngur norræna kirkjutónlist undir stjórn Þrastar Eiríkssonar, við undirleik konu hans, Ann Toril Lindstad. Á mánu- dag flytja þrjár söngkonur tónlist eftir Palestrina og Vivaldi ásamt kór og hljómsveit Seltjamarnes- kirkju undir stjóm Hákons Leifs- sonar. Þuríður Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Jó- hanna V. Þórhallsdóttir syngja ein- söng á þessum tónleikum sem hefj- ast klukkan 17. Enn eru ótalin nokkur atriði hátíðarinnar, kórtón- leikar í Langholtskirkju á fímmtu- dag, tónleikar barnakóra á laugar- dag og vortónleikar Dómkórsins á sunnudag. Sagt verður frá þeim í blaðinu jafn óðum. Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.